Þjóðviljinn - 12.06.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Þriöjudagur 12. júní 1951
Sonur ísienzkrar alþýðu
Framhald af 3. síðú.
hans við Berlínarháskóla. Heim
speki hafði allt frá unglings-
árum verið áleitin við Kristin,
og kominn til Þýzkalands drakk
hann í djúpum teygum kenn-
ingar þýzkra borgaraheimspek-
inga, einkum þó Nietzsches og
Schopenhauers, dýpri teiga en
mönnum er hollt. Heimspeki
þeirra bölsýni og mannfyrir-
litning ætlaði hann lifandi að
drepa eins og margan, sem
ikafað hafa dýpra og dýpra í
Ekuggaheim þeirra án þess að
finna neinn botn í tilverunni.
Sósíalisma þek'kti Kristinn lítið
á þessum árum og fahnst fátt
um hann. Hriflu-Jónas hefur
einhvers staðar lýst honum sem
skuggalegum bolsévíka rekandi
kommúnistaáróður við saklaus
ungménni á Hvítárbakka! Eng-
inn várð þess var þar. Hins
vegar'lenti ég í því að fá Krist-
in að andmælanda á málfundi
á Hvítárbakka, ég boðaði komm
únisma af ákafa en hann talaði
á móti og varaði mjög við „efn-
ishyggju" sósíalismans, „maður
lifði ekki af eir.u saman brauði“.
En hugmynd Jónasar á sér
spaugilega tilviljun að baiki. í
fyrstu Þýzkalandsferðinni hitti
Kristinn Stefán Pétursson sem
boðað'i honum kommúnisma ár-
angurslaust. Samt hefur Stefán
ekki viljað gefast upp og sendi
Kristni að Hvítárbakka vænan
böggul af rnarxistiskum heim-
spekiritum. Svo hittist á að
Hriflu-Jónas kom í heimsókn
daginn sem Kristinn fckk þess-
ar bolsabækur og lágu þær út-
breiddar um allt herbergi hans
— í rauðu bandi meira að
segja. Leizt Jónasi illa á bóka-
Ikost alþýðuskólakennarans,
enda kom síðar í ljós að hann
hafði lagt í hann dýpri merk-
ingu en ástæða var til. Því mið-
ur las Kristinn víst lítið þess-
ar bækur og leizt ekkert á það
sem hann las.
Það var ekki fyrr en hann
var kominn heim, á cVndverðu
ári 19-31, orðinn bókavörður við
Landsbókasafnið hjá vini sínum
og skólábróður Þorkatli Jó-
hannessyni, að hann hóf fyrir
alvöru að lesa marxistarit, og
eins og við mátti búast voru
það heimsþekirit Marxismans
sem hann leitaði fyrst til, Plek-
anoff, Marx, Engels o. fl.
Og nú fór á annan veg en
áður. hann hafði e'kki til einskis
kafað lieimspeki borgaranna í
botn, glímt við hálustu og
grimmustu menn hennar um líf
sitt og tilgang þess. Nú laukst
honum upp nýr heimur, nýr
skilningur á þróunarsögu mann
kynsins og menningarinnar,
loks eftir langar og erfiðar
krókaleiðir hafði hann fundið
það sem hann leitaði að. Hann
varð sósíalisti.
★
Ög' hér skal stanzað, því
greinin er orðin of löng og hitt
er efni í heila bók að rekja
störfí-Kristins Andréssonar frá
því hann hóf baráttuna í Komm
únistaflokki íslands á kreppu-
árunum eftir 1930. Með því að
stikla á stórum atriðum er ein-
ungis gefinn ófullkominn rammi
um starf Kristins síðustu tvo
áratugina. Þar má minna á
stofnun Sovétvinafélags, for-
ystu sendin'efnda til Sovétríkj-
anna, skipulagning Félags bylt-
ingarsinnaðra rithöfunda, stofn-
un Heimskringlu, bókaútgáfu
og bókaverzlunar, ritstjórn
Rauðra penna, ritstjórn Réttar,
frumkvæði að stofnun Máls og
menningar og framkværnd þeirr
ar hugsjónar á hinn stórbrotn-
asta hátt. hugmyndin um Arf
íslendinga, ritstjórn Tímarits
máls og menningar. baráttan
gegn menningarfjandskap aftur
haldsins í líki Hriflu-Jónasar og
hans liðs, barátta í ræðu og riti
til að afla Halldóri Kiljan og
öðrum róttækum höfundum
verðskuldaðrar viðurkenningar,
hólmganga við Jónas í kjör-
dæmi hans Þingej’jarsýslu 1942
og þingmennska næsta kjörtíma
bil; meginstarf að stofnun
tveggja prentsmiðja, Hólaprents
og Prentsmiðju Þjóðviljans, rit-
stjórn Þjóðviljans 1946, störf í
menntamálaráði og ótal öðrum
trúnaðarstörfum af hálfu fíokks
ins, sjálfstæðisbaráttan gegn
bandarísku ásælninni, bók-
menntasagan 1918—’48, gagn-
merkt rit sem veikindafrí gaf
tóm til að ljúka, ritgerðirnar
hver annarri merkari í Rétti,
Tímariti Máls og menningar, í
Þjóðviljanum, — og loks skipu-
lagning friðarhreyfingar á ís-
landi og MlR — menningar-
tengsl íslands og Ráðstjórnar-
ríkjanna — þráðurinn tekinn
upp frá Sovétvinafélaginu. Og
gegnum allt þetta uppeldisstarf
— Kristinn hefur verið liennari
þó á annan hátt yrði en hann
ætlaði, kennari heillar kynslóð-
ar ungra skálda, rithcífunda,
sósíali^ta. Það uppeldisstarf fær
verkalýðshreyfingin íslenzka,
íslenzk alþýða, sósíálisminn á
íslandi, seint fullþakkað.
Það er reisn yfir baráttu
Kristins Andréssonar þéssa tvo
áratugi frá því hann fann sjálf-
an sig' og sósíalismann. Kapp
hans er jafnt og áður, verkefnin
freista þeim mun meir sem þau
eru stærri. Og því tryði enginn
sem les úr árangrinum störf
hans síðustu árin hve sjaldan
hann hefur gengið til-verks heill
heilsu einmitt þessi síoustu ár.
Til að sleppa frá því að láta
þessi fátæklegu orð duga ætla
-ég að spá því, að fáir samtíma-
menn íslenzkir verði jafn freist-
andi verkefni einhverjum snjöll-
um ævisöguritara eft.ir nokkra
áratugi og Kristinn E. Andrés-
son og sá kunni að halda öllu
því til skila sem hér varð að
sleppa í flýtisgrein. Og þá er
ég kominn að því sepi hefði
líkiegá' átt að að segja strax
umbúðalaust: Til hamingju með
fimmtugsafmælið, frændi minn!
S. G.
Uztdir ellíiðarsfiömum
Eftir A. J. Cronin 'j
179,
DAGUR
alúðlegur við Davíð, þótt hann væri ekki alveg
laus við yfirlæti. Hann lét honurn góðfúslega
í té álit sitt á hverja hann ætti að umgangast og
hverja hann ætti að forðast. En fyrst og fremst
talaði hann um sjálfan sig.
„Einginlega var þetta hending með mig“, sagðí
hann. „Ég vissi varla hvort ég ætti að heiðra
utanríkisráðuneytið með þjónustu minni eða
ganga í verkamannaflokkinn. Ég er afar metn-
aðargjarn. skal ég segja yður. En ég held að
ég hafi valið rétt. Haldið þér ekki að það sé
rneiri framtið í að vinna fyrir flokkinn?“
„Framtíð — í hvaða skilningi?“ spurði Davlð
liörkulega.
Bebbington lyfti brúnum og leit undan, eins
og spurningin hefði verið óviðeigandi.
„Eigum við ekki allir við hið sama?“ sagði
hann blíðlega.
Nú var það Davíð sem leit undan. Hann var
þegar orðinn fullsaddur á Bebbington, hé-
gómagirnd hans og eigingirni. Davíð leit í
kringum sig í veitingahúsinu. Hann sá hvað
afgreiffslan var frábær, blóm á borðum, kælt
vín, íburðarmikill matur og glæsilegar lconur.
Einkum virtust konurnar njóta sín í þessu
hlýja, ilmandi andrúmslofti, eins og viðkvæm
skrautblóm. Þær líktust ekki konunum heima,
sem voru með hrjúfar hendur og hrukkótt and-
lit af hinni eilífu baráttu fyrir daglegu brauði.
Þessar konur klæddust aýrindis loðfeldum, báru
perlur og eðalsteina. Neglur þeirra voru rauð-
litaðar, eins og þær væru blóði drifnar. Þær
átu styrjuhrogn frá Rússlandi. gæsalifrarkæfu
frá Strassbourg og jarðarber sem höfðu verið
flutt loftleiðis frá Suður-Frakklandi. Við eitt
borðið skammt frá honum sat ung og fögur
kona með gömlum manni. Hann var feitur
og sköllóttur og var með geysimikið arnar-
nef. Andlit hans var afmyndað af spiki og
munaði og ýstran á honum sem nam við borð-
brúnina var næstum dónaleg. Hún hallaði sér
innilega upp að honum.' Demantur á stærð við
matbaun ljómaði á vísifingri hennar. Þegar
þjónninn kom bugtandi með reikninginn skömmu
síðar s'á Davíð feita. krumluna leggja sex pund-
seðla á borðið. Þetta fólk hafði setið þarna ör-
stutta stund og etið og drukkið, og upphæðin
sem þau greiddu fyrir það hefði nægt fyrir
öílum útgjöldum verkamannafjölskyldu í heil-
an mánuð.
Honum fannst þetta fáránlegt og óraunveru-
legt. Þetta gat ekki verið satt — þetta gegnd-
arlausa órAtlæti. Þjóðskipulag sem Ieyfði slík-
an ójöfnuð hlaut a'ð vera rotið og spillt.
Hann sat hljóður það sem eftir var af mál-
tíðinni og hann hafði enga matarlyst lengur.
Iiann minntist eins verkfalls í bernsku sinni, þeg-
ar hann hafði farið út á akrana og étið hráa
rófu til að sefa sárasta sultinn. Sál lians gerði
uppreisn gegn þessum kæfandi, óheilnæma mun-
aði, og honum varð léttara um andardráttinn
þegpr hann komst loks út undir bert loft aftur.
Það var eins og hann kæmi út úr vermihúsi,
þar sem þungur, höfugur ilmur ruglaði skiln-
ingárvitin og dræpi sálina.
Eftir hádegisverðinn með Bebbington varð
Dav.íör.enp ofstækisfyllci í ákvörðun sinni um
að lifa óbrotnu lífi. Harin hafði af liendingu
komizt yfir unda.rlega bók sem hét: „Prestur-
inn í Ars“. Hún fjallaði um guðhræddan og
einfaldan sveitaprest í Frakklandi, sem hafði
jdjúp áhrif á Davíð með meinlætum sínum og
grandvöru líferni. Eftir hið taumlausa óhóf
sem hann haföi seð rneð eigiri augum í Adalia,
fékk hann enn dýpri virðíngu fyrir hinum
fróma manni í Ars, sem nærðist affeins á tveim
köldum kartöflum daglega, sem hann renndi
niður með vatni úr læknum.
Frú Tucker var örvílnuð yfir meinlætahneigð-
um Ðavíðs. Hún var roskin tannhvöss og írsk
og hún lýsti því yfir með lireykni að hún væri
fædd Shanahan. Hún var græneygð, freknótt
og var með eldrautt hár. Maður hennar var
innheimtumaður Iijá gasfélaginu og hún átti tvo
uppkomna, einhleypa syni sem unnu ’á skrifstofu
í City. Hún var ekki eins löt og margar konur
af hennar þjóðerni — háraliturinn lét ekki að
sér hæffa — og eins og hún sagði sjálf var hún
alvön að fást við karlmennina sína. Shanahan-
stoltið beið mikinn hnekki, þegar Davíð afþakk-
aði boð hennar um morgun- og kvöldte.
Hún fór að segja af honum sögur út um
hvippinn og hvappinn, og talað gat Nora Shan-
ahan — það varð ekki af henni skafið. Og áhrif-
in létu ekki á sér standa.
Laugardag einn.í janúar fór Davíð í verzl-
unarerindum inri í Bull Street sem var gata í
nágrenni við Blount Street. Hann keypti þar oft
ost og kex, því að vörurnar voru ódýrar og
góðar. En þennan dag keypti hann sér steikara-
pönnu. Hann hafði lengi haft 'ágirnd á" steik-
arapönnu, sem hann áleit mjög hentuga á
morgnana og hún gat engan veginn talizt mun-
aður. Og nú var hann búinn að fá steikara-
pönnuna sína. Afgreiðslustúlkan í járnvöru-
verzluninni átti mjög erfitt með að koma á
hana umbúðum. Hún gerði ítrekaðar tilraunir
og eýðilagði firn af pappír — og þau Davíð
skemmtu sér prýðilega — en loks gafst hún
upp og spurði Davíð, hvort hann hefði mikið á
móti að bera hana heim umbúðalausa. Og
svo hélt hann- af stað með nýja og gljáandi
steikarapönnuna og bar hana allsendis ófeim-
inn heim í Blount stræti nr. 33.
En fyrir utan dyrnar að nr. 33 kom dálítið
fyrir. Ungur maður í pokabuxum, regnkápu og
með linan hatt. furðulega eirðarlaust mann-
kerti, sem Davíð hafði séð á rölti í nágrenninu
undanfarið, tók skyndilega upp myndavél sem
hann beindi að Davíð. Svo lyfti hann hattinum
og hraoaði sér burt.
Morguninn efíir birtist myndjn í stóru Lund-
únablaði undir fyrirsögninni: Þingmaðqr með
steikarapöitnu, og undir myndinni var hálfur
d’álkur sem helgaður var fjálglegri lýsingu á
hinu óbrotna líferni hins nýja fulltrúa námu-
verkamannanna. Siðan kom stutt en áhrifa-
ríkt viðtal við frú Tucker.
Davíð eldroðnaði af reiði og smán. Iíann
þaut að símanum í ganginum og hringdi til rit-
DAVÍÐ
t
"O, A
, .. ____________L
1 V ö A i ■ *-v- • '<
á,
" '' K'- H V u
3. leikur mótsins íej fram í kvöld
ldukkan 8,30
I»Á KEPP& i
Akranes og KE
MÓTANEFNDIN
v?