Þjóðviljinn - 30.09.1951, Page 3
Suxmudagur 30. sept. 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Sptíu og fimm ára í dag:
EUmundur Ögmundsson
Elimundur Ögmundsson er
75 ára í dag. Hann er fæddur
30. september 1876 að Einars-
lóni á Snæfeilsnesi. Foreldrar
hans voru Anna Elísabet Jó-
liannesdóttir og Ögmundur Jó-
hannesson. Móðir hans dó, er
liann var barn að aldri. Al-
systir hans, Kristrún, dó sex
ára gömul. Frá samverunni við
þær, þótt stútt væri, geymir
hann' hugljúfar minningar, sem
eru honum helgur dómur. Eli-
mundur ólst npp með föður
sínum og dvaldist á ýmsum
stöðum undir Jökli. Hann á
mörg hálfsystkini.
Þann 7. mai kvæntist hann
Sigurlaugu Cýrusdóttur frá
Öndverðarnesi á Snæfellsnesi,
hinni ágætustu konu. Þau hafa
ætíð búið í Keflavík við Hellis-
sand og lengst af í litla vina-
lega húsinu sínu, sem þau
ne.fndu Dvergastein, og þar
búa þau enn. Þau hafa verið
samhent í öllum hlutum og
æðrulaust háð sína hörðu og
vægðarlausu lífsbaráttu. Þeim
varð 11 barna auðið. níu þeirra
eru á lífi, en tveir drengir dóu
á barnsaldri. Það væri freist-
andi að skrifa þá sögu með
hvaða hætti þau komu þessum
stóra barnahóp til manns, en
þ>au myndu hvorugt kæra sig
um, að það yrði gert og allra
sizt þeim til lofs. Það væri
hvort sem er ekki meira af-
rek en fjölda alþýðufólks, sem
unnið hefur mikið þrekvirki við
óblíð skilyrði og þungbærar
kringumstæður. Verður það því
ekki gert hér, en lærdómsrikt
væri það eigi að síður hinum
yngri kynslóðum.
Elimundur stundaði lengst af
sjómennsku, var um eitt skeið
1 siglingum og síðar formaður
á áraskipi í mörg ár. Hann
reyndist heppinn vel og kapp-
samur í hófi. Eftir að hann
hætti sjómennsku, hefur hann
stundað ýmsa landvinnu, með-
an honum entist heilsa til. Fyr-
ir nokkrum árum fékk hann að-
kenningu að heilablóðfalli, lá
lengi en náði sár furðanlega
vel.
Elimundur er maður, traust-
ur og trygglyndur, höfðingleg-
ur í sjón og heils hugar í raun.
Hann er dulur í skapi og hlé-
drægur, en fylginn sér í hverju
því, er hann tekur sér fyrir
hendur. Baslið megnaði aldrei
að beygja hann. Hnarreistur
biður hann öllum mótgang byrg
inn og lætur ógjarnan hlut sinn
fyrir neinum. Áhugi hans á
ýmsum málum hefur ætíð verið
mikill, og enn ljóma augu hans
Elínmundur Ögmundsson
af ungri gleði, þegar slík mál
ber á góma. Hann dreymdi
djarfa drauma. Suma þeirra
hefur hann séð rætast. Það er
gæfa hans og gleði. Nú er
þessi aldni maður þrotinn að
kröftum og kjarkur hans bilað-
ur. Þannig fer þeim öllum, þess
um sterku stofnum, — ,,bogna
aldrei brotna í bylnum stóra
seinast".
Góði, gamli vinur. Þú lítur nú
yfir langan veg. 1 endurminn-
ingum þínum skiptast á skin
og skúrir, gleði og sorg. Þó
munt þú dvelja lengstum við
sólskinsblettina, — og vissulega
máttu vera ánægður með ævi-
starfið. Það ber allt vitni um
drengskap þinn og manndóm,
fórnfýsi og umhyggju. Þeir
eru margir, sem eiga þér gott
að gjalda.
Börnin þín og vinir. sem
fjærri þér búa og eiga þess
ekki kost að þrýsta hönd þína
á þessum merkisdegi lífs þins,
hugsa til þín þakklátum huga
fyrir allt það ómetanlega er þú
hefur fyrir okkur gert og það
fordæmi, sem þú hefur gefið
okkur með lífi þínu og starfi.
„Þar sem góðir menn fara, þar
eru Guðs vegir“.
Megi svo aftanskin ævi þinn-
ar verða milt og fagurt, sveip-
að draumsýnum dáðríks huga
og göfugrar sálar.
Gefi þér Guð góðar stundir.
Guðjón Halldórsson.
VEGG-
SKAP-
VEKJARA-
V A S A -
M í N Ú'T U -
Vskjararnir af nýjustu geröinni
Mínútuklukkumar eiu ómissandi í eldhúsi, á
lækningastofum og við ýmitskonar iðnað.
FÁST HJÁ
0
Sigurði Tómassyiii ursmið
Feyjugötu 1, uppi (áður í Þingholtsstræti 4)
Akranes — Valur
í dag
í dag kl. 2 fer fram kappieik-
ur milli íslandsmeistaranna af
Akranesi og Reykjavíkurmeist-
aranna, sem er Valur.
Lið Akurnesinga er óbreytt
frá því í vor. Yfir sumartímann
voru margir þeirra að vísu
bundnir við störf sem gerðu
þeim erfitt um æfingar, en nú
í haust munu þeir hafa tekið
upp æfingar aftur, og má gera
ráð fyrir að þeir komi sterkir
til leiks, ef til vill eins sterkir
og s.l. vor. Lið Vais mun verða
svipað og í Reykjavíkurmótinu,
en i því móti náðu Valsmenn
sínum skárstu leilkjum.
Það er ekki ósennilegt að það
verði eins og í vor að Akranes
knýi Reykjavíkurfélögin til að
sýna sinn bezta leik og að
Valur verði að gera eins og
hann getur, og gæti þá svo farið
að hér yrði um skemmtilegan
leik að ræða, og vafalaust lætur
Valur sitt ekki eftir liggja að
halda uppi heiðri Reykjavíkur,
f\Tst forráðamennirnir treysta
úrvali frá Reýkjavík ekki til
þess.
Dómari verður Brandur
Brynjólfsson. Ágóði af leik
þessuöi skiptist milli Akraness
og K.R.R. Þar sem þetta er
síðasti leikur ársins má gera
ráð fyrir að fjölmennt verði á
Iþróttavellinum í dag.
Bidstrup
teiknaði
Augiýsing
um framhaldsniðiirjöfniin átsvara
í Eeykjavík árið 1951
Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnarinnar 9.
ágúst og heimild félagsmálaráðuneytisins 16.
ágúst þ.á., hefur verið ákveðin framhaldsniður-
jöfnun útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur á þsssu
ári, .er nemi 10% af álögðum útsvörum við aðalniö-
urjöfnun á árinu (niðurjcfnun, aö gengnum úr-
skurðum yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar
um einstök út-svör).
Gjalddagi framhai dsútsvarsins er 1. október
1951, en þó er föstum starfsmönnum, sem greiða
útsvör sín reglulega af kaupi, heimilt að greiða
það með 4 afborgunum, 1. okt., 1. nóv., 1. jan. og
1. febr. næstk., á sama hátt og eftirstöðvar álagðs
útsvars skv. aðalniðurjöfnun.
Bæjarstjórn hefur jafnhliða gert samþykkt
um, að innheimta ekki framhaldsútsvarið af út-
svörum, er nema allt að kr. 1000.—, og innheimta
aðeins 5% áíag á útsvör, er nema frá kr. 1005.—
til kr. 2100.—.
Þar em véfengd hefur verið heimild bæjar-
stjómar til að falla frá innheimtu framhaldsút-
svara svo sem að framan er greint, er fallið frá
innheimtunni meö þeim fyrirvara, að dómistólar
telji það ekki óheimilt.
Jafnframt þessari tilkymiingu um fram-
haldsútsvör, eru gjaldendur minntir á hinn alm.
útsvarsgjalddaga 1. október n.k., sem er næstsíð-
asti útsvarsgjalddagi í Reykjavík árið 1951, hjá
öðrum en þeim, sem greiða útsvör reglulega af
kaupi.
Reykjavík, 28. september 1951.
BORGARKITARINN