Þjóðviljinn - 18.12.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.12.1951, Blaðsíða 8
ðlafsflrði 73 sks"áMr sslvisiMifilsmsir Ölafsfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Við atvinnuleysisskráningu hér á Ölafsfirði voru skráðir sam- tals 73 atvinmileysingjar með 329 á framfæri sínu, og skiptast þeir þannig: — 27 verkamenn með 95 manns á, framfæri, meðal- tekjur kr. 10500. — 23 verkamenn, einhleypir með 27 manns á framfæri, meðaltekjur kr. 9400,00. — 23 sjómenn með 107 manns á framfæri, meðaltekjur kr. 18400,00. Algert atvinnuleysi hefur verið hér frá því í september, svo að segja eliki einn einasti verkamaður haí't vinnu, þar til fyrir skömmu að veittar voru 50 þús. kr. til atvinnubóta- vinnu við sandmokstur, sem nú er lokið, og ekkert framundan nema mun verri kringumstæður en áður hafa verið. Gæftir hafa verið rnjög litlar svo varla hefur verið farið á sjó. Ástand- ið getur því vart verra verið. Skattheimta af vændiskonum Skattstjórn Bandaríkjanna sendi í haust 30 eftirlitsmenn til stórborgarinnar Detroit til að líta eftir hvernig háttað væri skattheimtu af vændis- konum þar. Spæjararnir höfðu upp á 50 stúlkum, sem allar urðu að játa að þær hefðu ekki gefið skattskýrslu. Eftir mati á klæðnaði þeirra var þeim gert að greiða 500 til 1000 dollara liverri í skatt. Engin treysti sér til að kæra álagninguna fyrir dómstólunum, en þegar skattheimtumennirnir skipuðu þeim að taka upp bókhald um viðskiptamenn og greiðslur þeirra fengu þeir þvert nei. Eftirliti á Rulir verður aflétt Adenauer forsætisráðherra skýrði utanríkismálanefnd vest- urþýzka þingsins frá því í gær, að Vesturveldin hefðu heitið því að aflétta öllu eftirliti og framleiðslutakmörkunum af þungaiðnaðinum í Ruhr jafn- skjótt og Vestur-Þýzkaland gerðist aðili að Schumanáætl- uninni um sameiningu kola- og stáliðnaðar Vestur-Evrópu. Háseti á Pétri Halidórssyni slasast Það slys vildi til á togaran- um Pétri Halldórssyni að einn hásetanna, Ingólfur Magnús- son, festist í forvírnum þegar verið var að hífa og klemmdist milli lians og spilkoppsins. Var þegar farið með mann- inn í land og hann fluttur í spitala. Mun hann hafa brák- azt á rifjum. Voru meiðsli hans til frekari rannsóknar í gær. Kvefpest hefur gengið meðal skipverja á Pétri síðan hann kom úr siglingunni; byrjaði hún í þeim sem sigldu. innlendar yfirbyggingar á bíla ódýrari en erlendar Bílasmiðjan hefur byggt yfir áætlunarvagn fyrir Áætlunarbíla Mosfellssveitar og er hin íslenzka yfirbygging ódýrari en sams- konar erlend yfirbygging. Verð yfirbyggingarinnar hjá Bíla- smiðjunni er 165 þús. kr. en sambærileg yfirbygging frá erlend- um verksmiðjum kostar nú 173 þús. 305 kr. — með því að gefin s‘éu eftir 66% af innflutningstollinum. Undirvagninn er af Volvo- gerð, B. 625, með 150 ha dies- Bókamarkaðiir Máls og meimmgar Bókabúð Máls og menningar opnaði í gær óvenjulegan og glæsilegan bókamarkað í samkomusalnum á Þórsgötu 1. — Á bókamarkaðnum er margt það bezta sem gefið hefur verið út hér á landi á seinnj árurn og margt af bókum sem eru alveg að seljast upp. Af bókum þeim sem eru alveg að ganga til þurrðar má nefna Or landsuðri eftir Jón Helgason og Kvæði Snorra Hjartarsonar, svo og margar af elztu bókum Máls og menning- Emil meS maimalæti Á bæjarráðsfundl í Hafnar- firði í gær voru löf'ð fram skil- yröi s'Hikkviíiðsmanminna 19 aem saRt var frá I síðasta blaði. Urðu þeir Emil or Ósk- ar Jónssynir æfir Við oí sam- þykktu að veita Ilaraldi Krist- jánssyni slökkvlíiðsstjóra lausn frá áramótum og- slökkviliðs- mönnunum 19 einniff smátt og smátt jafnliaröan og aðrir menn hafa verið ráðnir o’; þjálfaðir! Einnig var vara- slökkviliðsstjóra falið að ráða nýja menn! Allt eru þetta þó eintóm mannalæti. Siökkviliðsmennirn- ir 19 eru ósigrandi ef þelr Iialila saman, enda hafa þelr meginliorra bæjarbúa að baki sór. Emii á þess ekki annan kost en gefast upp ef samtökin rofna ekki, liótt s.kiljanlegt sé að liann kveinki sér í lengstu Iög. Munu slökkviliðsmennirnir auðvitaö halda fast við upp- sögn sína 1. jan., ef skilyrði þelrra fást ekki uppfyllt, enda hafa þelr til þess fyllsta laga- rétt. ar — og eina af þeim yngstu: Jóhann Kristófer. Á bókamarkaðinum eru m. a. jólabækur Máls og menningar, nýjustu skáldsögur Jóhannesar úr Kötlum og Ólafs Jóhanns, Frelsisálfan og Vorköld jörð, svo og síðasta bindið af ævi- sögu Gorkís. Þarna er hægt að fá heil verk fyrir ótrúlega lágt verð, eins og Jóhann Kristófer, Æivisögu Maxim Gorkís, Dittu mannsbarn eftir Nexö og skáldsagnaflokk Jó- hannesar úr Kötlum í þremur bindum. Þarna er líka fjöldi ágætra barnabóka, eins og Vökunætur Eyjólfs á Hvoli, Ragnars saga Loðbrókar Helgi og Hróar o. fl. o. fl„ sem of langt yrði upp að telja. Félagsmenn í Má!i og menn- ingu fá afslátt af bókunum. Hvaífell laskast Hvalfell seldi afla sinn í Hull í vikunni sem leið og átti að vera komið heim nú, en þegar það var að fara frá Hull bakk- aði það á bryggjugarðinn og skemmdist svo að það tefst úti framyfir jól vegna viðgerðar. Brezkur lóðs var um borð í togaranum þegar áreksturinn varð. elvél af nýrri gerð, er vél þessi 20% sparneytnari en eldri gerð ir. Burðarmagn er 10 smál. — Verð undirvagnsins hingað komins, er 121 þús. kr. Vagn- inn tekur 42 farþega í sæti og 20 í stæði. Blaðamönnum o. fl. var boðið að skoða vagn þenna s. 1. laug- ardag og fórust þá framkv.stj. Bílasmiðjunnar orð á þessa leið m. a.: ,,Verð yfirbyggingarinnar er 165 þús. kr. Til samanburðar er vert að geta þess, að sam- bærileg yfirbygging frá erlend- um verksmiðjum kostar nú kr. 173,305,20 með því að gefinn sé eftir 66% af innflutnings- tollinum. En innlend yfirbygg- ingarverkstæði verða að kaupa efni til yfirbygginga áð sumu leyti fyrir bátagjaldeyri og gcreiða fullan toll af öllu efni. Til nánari skýringar skal þess getið, að þessi vagn sem hér Framhald á 6. síðu. HJOÐVIIIIUN Þriðjudagur 18. desember 1951 — 16. árgangur — 286. tölublað Jólabcðskapur íhaldsins: Heitt vatn o% rafnsagn á að hækka um 14 milij. tif að ná 18 millj. rekstrarhagnaði! Jólaboðskapur íhaklsins í Reykjavík var kunngjörð'ur á síðasta bæjarstjórnarfuiuli, þar sem fjárhagsáætlun þess fyrir bæjnn var til umræðu. Jólaboðskapur íhaklsins hljóðar upp á þrjátíu og tveggja milij. kr. álagaaukningu á Reyk- víkinga á næsta ári. íhaldið ætlar að hækka heita vatnið um 58% og rafmagn- ið um 30%. Allt er þeíta rökstutt með hinum gamalkunuu orðurn: fyrirtækin vcrða að bera sig. Mikið rétt, — en er þessi hækkun nauðsynleg til þess að Rafveitan og Hita- veitan beri sig? Sú hækk'un rafmagns- og heitavatnsverðsins er íhahlið ætlar að framkvæma færir þessum fyrirtækjum í auknum tekjum samtals 14 millj kr. í rekstraráætlun íhaklsins er ráðgert að eftir hækkunina skili hitaveitan 8 niill. 115 þús. kr. rekstrarhagnaði og raf- veitan 8 millj. 943 þús. kr. rekstrarhagnaði, að viðbættum 990 þús. kr. tekjuafgangi sem varið er í afskriítir, eða Raf- veitan samtals 9 millj. 993 þús. kr. tekjuafgangi. Rekstrarhagnaður beggja þessara fyrirtækja er áætlaður samtals 18 millj kr. Til þess að ná þessum rekstrarhagnaði ætlar íhahlið að taka í hækkuðu verði 14 millj. kr. af Reykvíkinguni. — Það þýðir að þótt engin hækkun værj gerð á rafmágni og heitu vatni myndu þessi fyrirtæki þó skila á'.ítlegum rekstr- arliagnaði. Fiinm togarar selja fyrir árarnót Jón Forseti seldi í Aberdeen á laugardaginn, 3177 kit fyrir 10032 sterlingspund. Svalbakur seldi í Grimsby í gær, 3625 kit fyrir 11043 sterlingspund. — Tveir togarar munu selja afla sinn í Englandi fyrir jól og væntanlega 5 milli jóla og nýárs. Tveir togarar eru farnir á veiðar á Grænlandsmiðum, Ask- ur og Bjarni riddari. Á hinum venjulegu miðum togaranna hefur verið tregur afli undan- farið og ætla þeir a'ð reyna hvort ekki aflast við Græn- land ennþá. Pétur Halldórsson kom inn á sunnudaginn með slasaðan mann. Var nýfarinn á veiðar og hafci lítinn afla; fór aftur út í gær og leggur hér upp næst. Jón Baldvinsson kom með lítinn afla, fiskar væntanlega í ís fyrir erlendan markað. -— Helgafell fór í slipp í gær til lítilsháttar viðgerðar, kom aft- ur úr slippnum í gær; fer vænt- anlega á veiðar í dag. Úranus kom aðfaranótt mánudagsins með 200 lestir er hann landaði hér og fór aftur út s. 1. nótt og leggur hér upp næst. Egill Skallagrímsson og Neptúnus eru væntanlegir af vei’ðum í dag, leggja báðir upp hér. Jón forseti og Geir eru væntanlegir úr siglingu í dag. Marz er væntanlegur síðdegis. Keflvík- ingur er í höfninni, fer væntan- lega aftur á morgun. 232,8 millj. í vín Frá Áfengisvarnanefnd R- víkur hefur Þjóðviljinn fengið eftirfarandi upplýsingar: Áfengissalan í Reykjavík var s. 1 5 ár sem hér segir: 1946 ...... Kr. 37.945.273 50 1947 ...... Kr. 46.673.384,00 1948 ...... Kr. 49.130.147,00 1949 ...... Kr. 47.683.812,00 1950 ...... Kr. 51.437.142,50 Samtals varð því áfengissal- an þessi 5 'ár i Reykjavík kr. 232.869.759,00. í greininnni um játningiu Morgunblaðsins á fölsunum Bjarna Ben í seinasta blaði varð villa í málsgrein þeirri sem merkt var 1. Rétt var málsgreinin á þessa leið: 1. Mórgunblaðið segir: „Fyrst lýsir Brynjólfur því að þýzka útvarpið hafi sagt, að AFLEIÐING KOMU BANDA- RÍKJANNA til Islands 1941 sé sú „að Bandaríkin séu kom- in þangað, sem síríðið er, og þar verðí skotið án allrar miskunnar,“ Það sem ekkj er iiman tilvitnunarmerkja í Idausunni er fölsun. Hér VAR stríð 1941 og hér VAR ÞÁ SKOTIÐ ÁN ALLRAR MISKUNNAR, það var engin afleið- ing af komu Bandaríkjanna. Afturhaldsflokkarnir héldu því hins vegar fram að hættan myndi minnka með komu Bandaríkjanna, en Brynjólfur sýndi fram á að nazistarnir vær'u annarrar skoðunar. •H-H-H-H-H-H-H-H-I-H-H-H-t!„H-H-H-:-H-I-H"H-I-i„:„I„I-I-i-I-I- Balsaboli rekur á Álftanesi Á sunnudaginn flutti útvarp- ið þá fregn að staura með nafninu Kontiki, en það er nafn fiekans sem Thor Ileyerdahl sigldi á yfir ISyrrahafið 1947 — og sem nú er geymdur í minjasafni í Osló — hefði rekið á Álftanesi, Staura þessa mun hafa rekið um síðustu mánaðamót á Landakotsfjöru á Álftanesi. — Þeir eru úr balsaviði, sem hvergi fæst ncma í Suður-Am- eríku. Var fundarmönnum nokk ur vorkunn þffr sem orðið Kon- tiki var skorið á einn staurinn, en þeir voru þrír. Nú hefur komið sú skýring á staurunum að Jökulfell hafi fengi'ð balsa tré í Suður-Ameríku í sumar og muni hafa varpað þeim fyr- ir horð á útleið um daginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.