Þjóðviljinn - 23.12.1951, Side 1

Þjóðviljinn - 23.12.1951, Side 1
'Ok' »1 •• imn er 16 síður í dag S'annudagur 23. desember 1951 — 16. árgangur — 291. tölublað FRIÐUR A • • Sjálfstæðisflokkurinn hélt J)ing eða landsfund ekki alls fyrir löngu. Ályktanir og yfir- lýsingar þessarar samkundu hafa dunið yfir hlustendur út- varpsins til skamms tíma. Allt hefur verið birt án úrfellinga og aldrei sagt:1 Eins og komizt er að orði, svo sem þó mjög er farið að tíðkast, þegar skýrt er frá samþykktum annarra fé- lagssamtaka. Meðal hinna mörgu ályktana, er útvarpið birti frá samkundu þessari, var ein, er fjallaði um afstöðu flokksins til kristin- dómsins. Er þar skemmst af að segja, að flokkur þessi hefur að sjálfs sín sögn mjög mikinn áhuga fyr ir viðgangi guðs kristni á landi hér og það svo að hlustandan- um gat skilizt, að kristinn dóm ur ætti alla sína framtíð og til- veru undir vexti og viðgangi Sjálfstæðisflokksins. Vitanlega má öllum góðum mönnum vera það gleðiefni að stærsti stjórnmálaflokkur þjóð- arinnar láti sér annt um við- gang og eflingu kristilegs hug- arfars. Ætti það að vera þjóð- inni trygging, ekki alllítil, fyr- ir því að hann aðhefðist ekki neitt það sem væri ósam- rýmanlegt grundvallarkenning- um kristins dóms. En jafnvel við, sem höfum verið svo óhamingjusamir að fara á mis við trúaruppeldi Sjálfstæðisflokksins, erum þó ekki svo langt undan landi, að boðskapur jólanna um frið á jörðu fari alveg framhjá okkur. Okkur finnst jafnvel á stærstu stundum lífs okkar, að hann sé í raun og veru upphaf og endir alls, sem boða þarf hinu hrjáða mannkyni, og hann hef- ur það fram yfir flestan ann- an boðskap, að hann skírskotar jafnt til skynsemi okkar og tilfinninga. Ófriður og ófriðar- æsingur er jafn heimskuleg fyr irbæri sem þau eru mannspill- andi. En hvað segir nú hin sann- kristna samkunda Sjálfstæðis flokksins um þessa hluti. Jú, hún vildi beita vissa póli tíska andstæðinga hálfgerðum harðræðum með því að flæma þá frá atvinnu, þar sem því yrðd við komið. Ot af fyrir sig ber þetta nú ekki vott um mikið kristilegt umburðarlyndi, en sleppum því. Allir erum við uú breyskir. En það var annað mál á dag skrá þessarar samkundu, seih virtist bera höfuð og herðar yfir allt, sem þar bar á góma, meir að segja kristindóminn. Það var einhverskonar hervæð- ing, einhvers hluta landsmanna og þá sennilega fyrst og fremst vel kristinna Sjálfstæðismanna. Það var eina úrræðið, sem þetta velkristna fólk sá til þess að efla frið á jörðu. Nú halda kannske einhverjir, að ég sé að saka guðhrædda og fróma Sjálfstæðismenn um hræsni og tvöfeldni þegar þeir eru að kalla vopnaburð og her- mennsku yfir okkar friðsömu þjóð. Slíkt er þó víðs fjarri mér. Svo tröllriðnir eru þeir þeg- ar fyrir löngu orðnir af linnu- lausum áróðri þjáningarbræðra sinna í vesturátt að það flökr- ar ekki að þeim eitt augnablik efi um það að bezta ráðiö til þess að hafa frið, kapítalisk- an frið, sé meiri vopn, og fleiri heimenn og hversvegna ekki að láta Heimdallardrengina lika fá vopn guði til dýrðar og and- skotanum til niðurdreps. Og hér með er Sjálfstæðis- flokkurinn tekinn út af dag- skrá. En væri ekki hollt fyrir okk- ur almennt svona með tilliti til hinna komandi jóla, að íhuga hið innra með okkur, hvort mat okkar á góðu og illu, glæp eða dyggð, stríði eða friði, sann leika eða lygi, sé ekki orðið eitthvað skrýtið nú upp á síð- kastið. Þegar einhver prestur eða preláti austur í Miðevrópu hef- ur verið dæmdur í fangelsi fyr- ta»o*o#Q»o»o#c*o«o*Ci*o«o»Q#o«o»c*C'«o#ofoéo*o»o#c )*o*oðoðo*o*DðQ*oéo*oéoloðo*ð*o*o*o*ö*o*o*o*o*r.* | Lítil jólahugleiðing > o* #2 •o jí* o» •c o« •c 2? eíiir % 2S 2* o* % Skúla Guðjónsson •: | % Ss '• SS2S2S2S282S2S2S2SSoSS2SSSSS2S2SSS2S2S2SSS2S2SÍ ir eitthvað ljótt, sem hann hef- ur gert, fyllumst við reiði og vandlætingu yfir því óréttlæti og kúgun, sem viðkomandi per- sóna hefur orðið að þola. Prest- arnir hér upp á íslandi biðja fyrir hinum ofsótta manni af allri andagift sinni. En beri það hinsvegar við, að nokkur þús- und grískra kommúnista eða spánskra lýðveldissinna hafi verið teknir af lífi, verður okk- ur ekki meir um það en þótt slátrað hafi verið mæðiveikri kind. Þetta er að vísu mælt út í hött, því mæðiveikin í Hólma- vík og niðurskurðurinn þar hef- ur vakið miklu meira umtal en aftaka nokkurra þús. komm- únista suður í löndum og eng- inn prestur hefur mér vitanlega beðið fyrir þeim. Allur hinn siðmenntaði heim- ur hrökk viö af viðbjóði og skelfingu, þegar Þjóðverjar jöfnuðu tékkneska þorpið Lid- ice við jörðu hér um árið. Ekki alls fyrir löngu sagði útvarpið frá því eins og hverj- um öðrum sjálfsögðum og hversdagslegum atburði, að Bretar hefðu jafnað þorp við jörðu á Malakkaskaga. Nú eru þeir tímar liðnir, að við hrökkv um við í tilefni af slíkum smá- munum. enda eru það Bretar, hin friðelskandi lýðræðisþjóð, sem hér á h]ut að máli. Höfum viö veitt því athygli hve við erum orðin trúgjörn. Við tökum hvert það skrök, sem óhlutvandir menn láta sér detta í hug að salla yfir okkur, fyrir góða og gilda vöru. Trú- um við því kannske ekki, að Atlanzhafsbandalagið sé hreint og saklaust varnarbandalag. Og trúum við því ekki, að hið juðdómlega bros Eisenhowers., sem Morgunblaðið talar um, sé bein trygging fyrir því. Já við trúum því meira að segja, að það sé rétt sem Tru- man segir, að ekkert ósamræmi sé í því að bjóða fram afvopn- un, samtímis því sem vígbúnað- urinn er aukinn. FallbyssUr eru betri en smjör, sagði Göring sálugi. Þetta hljómaði í þann tíð í eyrum okkar eins og öfugmæli, og maðurinn var álitinn geggjaður allstáðar utan síns heimalands. Nú er þetta orðið guðsspjall dagsins í hinum kapítal- iska heimi. Munurinn er aðeins sá að í stað gamaldags fall- byssa, eru komnar kjarnorku- sprengjur og önnur stórvirk tortímingartæki og þjóðirnar verða að neita sér um smjör og annað lífsviðurværi til þess að framleiðsla drápstækjanna verði aukin og endurbætt. Lengst af hefur það verið svo, að menn hafa getað talað um frið á jörðu nokkurnveginn óáreittir, og án þess að stofna mannorði sínu eða afkomu í nokkra hættu. Nú er þetta orð- ið breytt. Hér í heimi hins and- lega frelsis getur enginn nefnt frið — án þess að eiga á hættu að missa mannorð sitt og at- vinnu. Hann er úthrópaður sem landráðamaður og flugumaður Rússa, sem allt af sitja á svik- ráðum við hinn frjálsa heim og láta útsendara sína tala um frið meðan þeir eru að undir- búa stríð. Hér um árið var á ferðinni svokallað Stokkhólmsávarp. Þetta var tiltölulega meinlít- ið plagg, aðallega áskorun til manna um að fordæma notkun kjarnorkusprengja í hernaði. Hingað til lands mun það fyrst hafa borizt til kirkjulega yfir- vaMa. Þau voru ekki þefvísari en svo, að þeim fannst plaggið vel þess vert, að eitthvað væri fyrir það gert og fundu ekki af því neina pólitíska lykt. En áður en nokkuð yrði að- hafzt, mun þeim hafa verið komið á sporið og létu þau þá málið niður falla. Einn áhrifamaður innan kirkjunnar setti þó nafn sitt undir plaggið. En Adam var ekki lengi í paradís. Eftir að erkibiskupinn af Kantaraborg hafði látið þau boð út ganga, að plaggið væri óguðlegt, ætl- að Rússum og andskotanum til framdráttar, afturkallaði þessi íslenzki kirkjumaður undir- skrift sína, svo sem frægt er orðið. En þótt svona slysalega tæk- ist til með Stokkhólmsávarpið hjá okkar vísu kirkjufeðrum, má segja þeim það til verðugs hróss, að þeir voru ekki alveg af baki dottnir með að vinna fyrir friðinn. Eftir alimiklar vangaveltur ákváðu þeir að koma á almenn um bænadegi og biðja um frið. Jafnframt var svo ráð fyrir gjört að skrifa til kirkjuhöfð- ingja annarra þjóðlanda og heita á þá til liðveizlu. Þótt alheimsstríð væri þá yf- irvofandi, að dómi alira vest- rænna stjórnmálamanna, lá þó Framh. á 10. síðu 2? 2S 2S om ss •c V- *o cm •o :• 2* 2S Gleðiieg jól! SAMEININGARFLOKKUR ALÞÝÐU — SÖSÍALISTAFLOKKURINN Gleðiieg jól! SÖSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Gieðiieg jjói! KVENFÉLAG SÓSÍALISTA Gieðiieg jói! ÆSKULÝÐSFYLKINGIN — SAMBAND UNGRA SÓSÍALISTA Gieðiieg jói! PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS H. F. G/eðí/eg Jól! Félag bifvélavirkja GleSileg jól! NÓT, félag netavinnufólks GleÓileg jól! V Félag blikksmiða •2S2’2S2S2SSó2S2S252*2S2ó2*2*2S2*2S2S2S2S2S2S2ó2S2S252S2S2S2S2S2S2S2S2S2S2d252S2S2S2S2S2*2S2!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.