Þjóðviljinn - 20.03.1952, Side 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 20. marz 1952
Eisenhower
Framhald af 8. síðu.
•enhowers vegna þess að nafn
hans var ekki á kjörseðlinum
heldur urðu kjósendur að
skrifa það á hann. Stassen
hafði fengið 114 þús. atkv. er
síðast fréttist en Eisenhower
101 þús. 22 þús. kjósendur
höfðu ritað nafn Tafts á kjör-
seðla sína.
Sérþjónusta íyrir
kaupsýslumenn
á ólympíuleikunum
Á Olympíuleikunum sem
haldnir verða í Heisingfors í
sumar, verður sérþjónusta
(specialservice) af Finnlands
hálfu fyrir útlenda kaupsýslu-
menn, sem hafa hugsað sér að
vera viðstaddir leikina, en sem
jafnframt ætla að hitta finnska
viðskíptavini sína.
Allar upplýsingar viðvíkjandi
ofannefndu fást hjá Finnlands
Utrikeshandelsförbund, Södra
Esplanadgatan 18, Helsingfors.
Finnska iðnaðarsýningin verð
ur-haldin dagána 28. marz til
6. apríl 1952.
Ungbarnavernd I.íknar Templ-
arasundi 3 er opin á þriðjudög-
um frá kl. 3.15 til 4 og á fímmtu-
dögum frá kl. 1.30 til 2.30.
OENGISSKRÁNXNG.
1 £ kr. 45.70
100 norskar kr. kr. 228.50
1 $ USA kr. 16.32
100 danskar kr. kr. 236,30
100 tékkn. kr. kr. 32.64
100 gyllini kr. 423.90
100 svissn.fr. kr. 373.70
100 sænskar kr. kr. 315.50
100 finnsk mörk kr. 7.00
100 belsk. fránkar kr. 32.67
1000 fr. frankár kr 46.63
I Til
| Kggur leíðin I
Krossgáta
53.
Lárétt: 1 drumb — 4 nudd! — 5
snæddi — 7 eldstæði — 9 dvöl —
10 sumarhús — 11 benda — 13
verkfæri — 15 forföður — 16 eig-
ur.
Lóðrétt: 1 belju — 2 jurt — 3
viðurnefni — 4 mia — 6 loða —
7 sjá! — 8 reykja — 12 droll —
14 tónn — 15 ár.
I-ausn 53. krossgátu.
Úárétt: 1 skrúfan — 7 ól — 8
tóku — 9 lóm — 11 lum — 12
ás — 14 rd. — 15 átta — 17 ám
— 18 óðu — 20 bakraun.
Lóðrétt: 1 sóla — 2 kló — 3 úfc
— 4 fól — 5 akur — 6 numdu
— 10 -mát — 13 stór — 15 áma
— 16 aða — 17 áb — 19 uu.
e
129. DAGUR
að bera virðingu fyrir? Og þetta voru engin hrögð af hans
hálfu — einskær tilviljun — og enginn gat kallað hann ágeng-
an. Og iþótt sálarlíf hans væri ekki margbreytilegt, þá fann
hann nú til meinlegrar ánægju við tilhugsunina um það, að nú
neyddist Gilbert og Griffithsfjölskyldan til að viðurkenna hann,
hvort sem þau vildu eða ékki — jafnvel bjóða honum heim.
Ef annað fólik gerði það, þá komust þau ekki hjá því. Hvílík
hamingja. Og fyrirlitning Gilberts á honum breytti engu um
þáð. Hann hló upphátt við tilhugsunina um það, og hann vissi
að þótt Gilbert yrði ofsareiður, þá lét föðurbróðir thans og
Mýra sig það engu varða og hann væri'því óhultur, þótt Gilbert
hefði fuilan hug á að hefna sín á hónum fýrir þetta.
E.1 hvað þetta boð var dásamlegt. Og ekki hefði SoncLra skrlfað
honum þessar línur ef hún hefði ekki einhvern áhuga á honum.
Hvers konar áhuga? Þessi hugsun var svo kitlandi, að Clyde
gat varla snætt kvöldverðinn sinn. Hann tók upp bréfspjaldið
og kyssti rithöndina. Og í stað þess að fara á fund Róbertu eins
og venjulega ákvað ha.on eins og í það skipti sem hann hitti
Sondru í bílnum, að fara í smá gönguferð, fara síðan aftur heun
á herbergi sitt og fara snemma að hátta. Og næsta morgun gæti
hann komið með einhverja afsökun — sagt að hann hefði „farið
heim til Griffithsfótksins eða einhvers yfirmanns í verksmiðjunni
til þess að ræða um verksmiðjumál, því að slíkar ráðstefnur voru
bft haldnar. Eftir þetta hafði hann enga löngun til að hitta
eða tala við Róbertu þetta kvöld. Hann gat það ekki. Hin hugs-
unin — um Soudru og áhnga hennar á honum — var of hrífandi.
TUTTUGASTI OG FIMMTI KAFLI
En ekki minntist hann einu orði á Sondru við Róbertu, iþótt
„Heyrðu Tracy, vilt þú ekki kynna,“ kallaði hiin. „Bróðir minn,
Tracy Trumbull, herra Griffiths. Herra Clyde Griffiths og þið
611,“ bætti hún við og bandaði hendinni í áttina til gestanna, sem
litu nú allir á hann, en Tracy Trumbull tók undir handlegg hans.
Clyde fannst óþægilegt að láta grannskoða sig svona, en þó
tókst honum að brosa. Um leið tók hann eftir því að samræð-
urnar höfðu fallið niður, að minnsta Ikosti í bili. „Þið skuluð ekki
hætta að tala min vegna,“ sagði hann og brosti á þann hátt, að
allir viðstaddir héldu að hann væri rólegur og öruggur í fram-
komu. Um leið bætti Tracy við: „Ég ætla ekki að fara að kynna
hvem einstakan. Við skulum standa kyrrir og ég skal benda á
íólkið. Þarna er Gértrude systir mín að tala við Scott Nicholson."
Clyde tók eftir því að lítil dökkhærð stúlka í bleikrauðum kjól,
með snotrurt og dálítið ósvífnislegt andlit, kinkaði kolli til hans.
Og við hlið hennar var ungur, vel vaxinn og blómlegur maður
sem kinkaði röslklega kolli til hans. „Sælir.“ Og skammt frá þeim
við gluggann stóð hávaxin og liðleg stúlka, döfkk yfirlitum og
rlis ekki lagleg, og var að tala við herðabreiðan og þrekvaxinn
ungling, sem var eilítið lægri en hún, og þetta voru Arabella
Stark og Frank Harriet. „Þau eru að rífast um fótbolta'k.eppnina
milli Comell og Syracuse.... Burchard Taylor og ungfrú Phant
frá Utica,“ ,hélt hann áfram og svo hratt að Clyde gat tæplega
gert sér neinar hugmynd.ir um fólkið. „Perley Haynes og uagfrú
Vanda Steele.... Já ég held að þetta sé allt og sumt. Nei,.þama
koma Grant og Nina Temple.“ Clyde nam staðar og starði á há-
vaxinn, dálítið spjátrungslegan ungan mann, skarpleitan og grá-
eygðan í fylgd með feitlaginni, gráklæddri stúlku með kastaníu-
brúnt hár, sem kom í þessum svifum inn í stofuna.
„Halló, Jill. Sæl Vanda. Halló Wynetta.“ Meðan á Jiesium
kveðjum stóð, var Clyde kynntur fyrir þessu fólki, sem virtist
ekki veita honum neina sérstaka athygli. „Ég hélt að við ætluð-
um ekki að komast,“ sagði Cranston og talaði við alla í einu.
„Nína vildi ekki fara, en ég var búinn að lofa Bertínu og Jill
hann gæti ekki varizt því að hugsa um Sondru og- hið tigna koma aanars hefði ég ekki komið heldur. Við vorum hjá Bag-
umhverfi hennar jafnvel þegar hann var í návist Róbertu í verk-
smiðjunni eða herbergi hennar. Og Róberta varð stundum vör
við að hann var annars hugar, og hún fór að velta því fyrir sér
hvað þ-að væri, sem honum yrði svo tíðhugsað um upp á síð-
kastið. Og þegar hún horfði ekki á hann, var hann að hugsa um
að ef? — (hún hafði þó va&ið athygli hans á sér) ef honum
tækist að koma sér í mjúkinn hjá stúlku eins og Sondru? Hvað
yrði þá um Róbertu? Hvað þá? Og þrátt fyrir þetta nána sam-
band sem nú var komið á milli þeirra? (Hamingjan sanna! Fari
það kolað!) Og honum þótti vænt um hana (jú vissulega), þótt
bann sæi hana varla núna í Ijómanum frá hinni nýju stjömu.
Var þetta rangt af honum? Var syndsamlegt að vera svona?
Móður hans fyndist það áreiðanlega. Og föður hans líka og
ef til vill öllum, sem höfðu siðferðilega réttar lífsskoðanir • ef
til vill Sondru Finchley — Griffithsfólkinu — öllum.
Og samt sem áður. Samt sem áður. Fyrsti snjór ársins var að
falla, þegar Clyde með nýjan silkihatt og hvítan silkihálefclút,
eftir uppástungu vingjarnlegs herrafatasala — Orrin Short, sem
hann hafði nýlega kynnst '— og með nýja silkiregnhlíf til
að verjast snjónum, skundaði í áttina til hins fagra en ekki
sérlega tilkomumikla húss Trumbulls við Wykeagy Avenue.
Húsið var skrýtið, lágt og óreglulega byggt og hin fjölmörgu
ljós bakvið gluggatjöldin minntu á mynd á jólakorti. Og þótt
hann kæmi snemma, stóðu allmargir glæsilegir bílar af ýmsum
gerðum fyrir framan húsið. Þegar hann sá bílana þakta þunnu
lagi af nýföllnum snjó, varð hann gripinn minnimáttarkennd,
sem engin bót varð ráðin á í bráð — yfir fátækt sinni og féleysi
íem gerði honum ókleyft að eignast slíkt þarfaþing eins og bíl.
Og þegar hann kom að dyrunum heyrði hann raddir, hlátra og
samtöl.
Hár og grannur þjónn tók við Iiatti hans, frakka og regnhlíf
og hann stóð augliti til auglitis við Jill Trumbull, sem sennilega
liafði verið að svipast um eftir honum — hún var liðleg, Ijóshærð
og hrokkinhærð stúlka, ekki tiltakanlega fríð, en röskleg og vel
búin, í hvítum silkikjól með bera handleggi og axlir og með
ennisband sett Rínarsteinum.
„Það leynir sér ekki hver þér eruð,“ sagði hún fjörlega, gekk
til hans og rétti honum höndina. „Ég er Jill Trumbull. Ungfrú
Finchley er ekki komin ennþá. En ég get alveg eins tekið að mér
að kynna yður. Komið þér með inn til hinna.“
Hún gekk á undan inn í stofur, sem virtust liggja hornrétt
hver að annarri, og sagði á leiðiimi: „Þér eruð ákaflega líkur
Gil Griffiths, fínnst mér.“
„Finnst yður það?“ sagði Clyde brosandi og reyndi að herða
upp hugann, því að honum fannst mi'kill sómi að samlíkingunni.
Það var lágt undir loft. Fallegir lampar með máluðum hlífum
vörpuðu Ijósi á dökka veggina. I stofunum voru opin eldstæði
og rauðleitur bjarminn féll á þægileg ihúsgögnin. Þarna voru
myndir, baekur, listmunir.
■' oOo •• oOo —- —<>Oo— — - oOo— 1 oOo —oOo— oOO' ^
BARNASAGAN
N. N0SS0W: |
K á t i r p i 11 a r
bösi 1
10. DAGUR
Það hefur áreiðanlega einhver tekið töskuna
með sér, sagði Mikki að lokum. Við skulum samt
fara afíur yfir lestina, bætti hann svo við.
En við fundum ekkert að heldur. Þarna stóðum
við ráðþrota með vitlausa tösku í höndunum, og
höfðum ekki hugmynd um hvað til bragðs skyldi
taka.
í sama bili kom vagnvörður á vettvang, og rak
okkur niður úr lestinni, með því áð hér væri eng-
inn leikvangur.
Það var því ekki um annað að gera en halda
heim til Mikka að losa dót hans úr pokanum
mínum. Þegar mamma hans sá okkur tók hún
strax eftir því að scnur hennar stóð með tárin
i augunum.
Hvað er að þér, vinur minn? sagði hún.
Við erum búnir að tapa Bósa.
Hvaða Bósa?
Nú, hvolpnum okkar. Hefurðu ekki fengið bréfið
frá mér?
Nei, ég hef ekkert bréf fengið.
Ég skrifaði þér nú samt.
Og nú leysti Mikki frá skjóðunni. Hann lýsti fyrir
mömmu sinni hve Bósi væri fallegur og indæll og
gáfaður, hvernig við höfðum gengið frá honum í
töskunni, og hvernig við töpuðum honum einmitt
þegar við þóttumst vera sloppnir með hann. Þegar
Mikki hafði lokið frásögn sinni fór hann aftur að
gráta, en þá hvarf ég af sviðinu, fór heim til mín
og sá ekki Mikka aftur þann dag..
Mikki var ekki fyrr komin úr dyranum hjá mér
morguninn eftir en hann sagði: ’ - t