Þjóðviljinn - 26.03.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1952, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Mi&vikudagur 26. marz 1952 Meiri þjálfun — Framhald af 3. síðu. að gera okkar ýtrast og þá um leið a'ð þekkja sjálfa okkur. 5. Stökkið ákaflega skemmti- legt og hraðhlaupin líka. Annars vil ég bæta því við hér að ég kunni ákaflega vel við Norðmenn, sem vildu allt fyrir okkur gera. Gísli Kristjánsson aðstoðar- fararstjóri: 2. Gefa sérhverjum kost á að æfa og keppa erlendis til jafns við þá menn sem þeir eiga að keppa við. Koma upp dráttar- brautum og lýsa upp brekkur þar sem hægt er. 3. Nei, óánægður með stór- svigið og ekki fyllilega ánægð- ur með brunið. Allir duttu nema Ásgeir, Ásgeir betri í svigi en búist var við. Óánægð- ur með gönguna yfirleitt og kom í ljós áð piltana vantar keppnisreynslu. Þetta er líka fyrsta mótið sem þeir keppa í erlendis. 4. Maður sér hvemig mótin eru framkvæmd, en þar eru hundruð sem vinna að undir- búningi þeirra. Þann vinnukraft vantar okkur tilfinnanlega heima. — Brautir eru mjög svipaðar og jafnvel einfaldari en heima nema um svokölluð „smugu“-hlið. Einar Pálsson fararstjóri: 2. Stærri hóp sem æfir reglu- lega og markvisst. I augnabliki náum við ekki mikið lengra i skíðastökki. Það hefur orðið heldur aftur úr í bili. I svigi eru sæmilegar aðstæður en við verðum að líta á þá staðreynd að það skortir mjög á hjálpar- menn til að troða svig og stökk brautir og að halda þeim við er mjög erfitt vegna vinda og breytilegs tíðarfars. Eins og er, má telja næstum ómögulegt að iðka brun og vantar þar líka fólk til að troða, og því erfiðara sem húij er margfalt lengri en svigbrautir. Langar dráttarbrautir fyrir brun borga sig ekki því miður. Þó þær ann- ars gefi aukna möguleika til aukinnar æfingu. Skilyrði til göngu eru að mörgu leyti góð en þar vantar kennara. Skiln- ingur á grundvallar þjálfun er samt nú fyrir hendi og takist að halda áfram á þeirri braut sem nú hefur verið lögð í göngu við uppbyggingu þjálf- unarinnar þá er ekki ástæða til efast um sómasamlegan árang- ur i framtiðinni í þeirri grein. 3. Nei, en okkur hefur farið meira fram en öðrum sem við höfum keppt við. 'Eg er í eng- um efa um að við erum á réttri leið. Full ástæða til að vera ánægður með Ásgeir í sviginu, og miðað við tíma beztu manna og okkar í Alpagreinunum þá hefur okkur greinilega miðað áfram. I göngu höfum við nú fyrst mælikvarða. Bjóst þó við betri árangri. Vorum vafalaust óheppnir í 50 km og getum vel unað við 18 km. 4. Þótti mjög athyglisvert að framkvæmd mótanna og undir- búningur var skemmtun fyrir fólkið sem vann af því. Það lifði sig inn í það sem var áð gerast. Forustumenn íþróttarinnar voru íþróttalega hugsandi menn. Takmark þeirra var ekki stjörnumar heldur almenn lieilbrigð íþrótt. Eg vil gjarnan að það komi fram að móttökur og viðmót Norðmanna voru betri en ég hef kynnst í nokkru landi. Þess ir ágætu frændur okkar virð- ast meta okkur íslendinga meira en nokkra aðra þjóð a. m.k. hafði ég það á tilfinning- linni. 131 DAGUR sér að henni og talaði hratt. Og Clyde tók eftir því hve föt hans fóru vel. : Hvílíkur dýrðarheimur, hugsaði hann. Hvílíkt f jör og lífsgleði. Og í sömu svifum kallaði Jill Trumbull: „Komið þið, krakkar. Þetta er ekki mér að kenna. Eldabuskan er fokreið yfir ein- hverju, og þið eruð líka öll of sein. Við sikulum ljúka matnum af og dansa svo á eftir, finnst ykkur það ekki?“ „Þér getið setið á milli mín og ungfrú Trumbull þegar hún er búin að koma mannskapnum fyrir,“ sagði Sondra. „Er það ekki fyrirtak ? Og nú megið þér leiða mig inn.“ Hún smeygði hvítum handlegg undir handlegg Clydes, og hon- um fannst hann vera leiddur hægt en örugglega inn í paradís. TUTTUGASTI OG SJÖTTI KAFLI Undir borðum fóru aðallega fram samræður um ótal staði, menn og málefni, sem Clyde hafði enga vitneskju um. En vegna þokka síns tókst honum brátt að sigrast á kæruleysi og afskipta- ieysi fólksins, einkum stúlknanna, sem vildu gjarnan komast í kynni við hann, af því að Sondru Finehley geðjaðist að honum. Og Jill Trumbull, sem sat við hlið hans, vildi fá að vita, hvaðan hann kom, hvernig heimili hans og umhverfi hafði verið og hvers vegna hann hefði ákveðið að koma til Lveurgus, og þess- ar spurningar bar hún upp á milli þess sem hún sagði kímni- sögur um stúlkurnar og vini þeirra, svo að Clyde fékk tíma til að hugsa sig um. Honum var auðvitað ómögulegt að segja sann- leikann um f jölskyldu sína. Og því sagði hann að faðir hans ræki gistihús í Denver — ekki mjög stórt en gistihús þó. Og hann hefði komið til Lycurgus, af því að frændi hans hefði stungið upp á því í Chicago, að hann kynnti sér flibbafram- leiðslu. Hann vissi ekki vel enn, hvemig honum geðjaðist að starfinu eða hvort hann yrði þaraa áfram, nema hónum fyndist það borga sig; hann var að velta því íjyrir sér hvort nokkur framtíð væri í þessu starfi, og við þessa athugasemd, datt bæði Sondru og Jill í hug, að þrátt fyrir allt sem Gilbert hafði gefið í skyn um fátækt Clydes, þá ætti Clyde yfir einhverju fjármagni að ráða, fyrst hann gat snúið heim aftur, ef honum félli illa hér. Og þetta hafði talsverða þýðingu, ekki einungis í augum Sondru og Jill, heldur í augum allra hinna. Þrátt fyrir glæsilegt útlit hans og þokka og tigna ættingja hans, þá hafði þeim ekki ■'ærið um þá hugsun, að hann ætti ekki neitt til neins, eins og Constance Wynant hafði gefið í skyn. Það var ekki hægt að vera í.nnað og meira en vingjaralegur við slyppan og snauðan skrif- stofumann. sem naut styrks hjá ættingjum sínum, hversu tign- ir sem þessir ættingjar voru, en öðru máli var að gegna ef hann átti eitthvað af peningum og var í áliti. Sondru létti við að komast að raun um að hann var frambæri- legri en hún hafði búizt við, og nú fékk hún löngun til að vera alúðlegri við hann en hún hefði annars verið. „Fæ ég að dansa við yðuc eftir kvöldverðinn?" var eitt hið iyrsta sem hann sagði við hana, eftir að hún hafði sent honum ljómandi bros. „Já, auðvitað, ef yður langar til,“ svaraði hún glettnislega og reyndi að örva hann eftir getu. „Aðeins einn dans?“ k „íívað viljið þér marga? Þér vitið að það eru margir piltar hér í kvöld. Fenguð þér ekki danskort þegar þér komuð inn? „fig hef ekki orðið var við neitt.“ „Það gerir ekkert til. Þér getið fengið það þegar við erum búin að borða. Og þér getið skrifað mig númer þrjú og átta. Þá leysis — 7 iðka — 8 fæða — 12 fótabúnað — 14 ull — 15 afa. I.ausn 54. krossgátu Lárétt: 1 sítoppar — 7 óa — 8 pata — 9 frá — 11 ttt — 12 la 15 pars — 17 nú — 18 mát — 20 malarás. Lárétt: 1 sófa — 2 kar — 3 pp 4 pat — 5 atti — 6 ratir — 10 ála —- 13 arma — 15 púa — 16 sár — 17 nm — 19 tá. Borge Houmaiui Framh. af 3. síðu. einnig virtur og dáður af hinni róttæku alþýðu flestum fremur. Hún mun gera honum afmælis- daginn minnisstæðan, og víða að munu þessu vígreifa karl- menni berast kveðjur og áraað- aróskir. M. K. fáið þér tíma til að dansa við aðrar.“ Hún brosti heillandi brosi. „Þér vitið að þér eigið að vera alúðlegur við alla.“ „Já, ég veit það.“ Hann horfði enn á hana. „En allt frá því að ég sá yður fyrst hjá frænda mínum í síðastliðnum apríl, hef ég vonað að ég ætti eftir að sjá yður aftur. Ég leita alltaf að nafni yðar í blöðunum." Hann leit bænaraugum á hana, og gegn vilja sínum lireifst Sondra af þessari opinskáu játningu. Að vísu virtist hann ekki hafa efni á að fara á sömu staði og hún eða gera hið sama og hún; en samt fannst honum ómaksins vert að fjdgjast með gerðum liennar í blöðunum. Hún gat ekki stillt sig um að minn- est nánar á þetta. „Er það satt?“ sagði hún. „Það var gaman. En hvað hafið þér lesið um mig?“ „Að þér voruð við Tólfta vatn og Greenwood vatn og tókuð bátt í sundkeppni í Sharon. Ég sá þegar þér fóruð til Paul Smith. Blöðin virtust álíta að þér væruð hrifin af einhverjum manni frá Sohroon vatni og hefðuð ef til vill í hyggju að giftast honum.“ „Einmitt það. Það var heimskulegt. Blöðin hérna eru. alltaf uppfull af vitleysu." Rödd hennar gaf til kynna að hann væri 'að gerast of nærgöngull. Hann varð skömmustulegur. Við það mildaðist hún og eftir stundarkorn hóf hún samræður að nýju. „Finnst yður gaman á hestbaki?" spurði hún mildum og þægi- legum rómi. „Ég hef lítið átt við það. Ég hef sjaldan haft tækifæri til þess, en mig hefur alltaf langað til að læra að sitja hest ef ég gæti.“ „Auðvitað getið 'þér það, það er afarauðvelt. Þér gætuð lært það í örfáum tímum, og“ bætti hún við lægri röddu, ,,þá gætum við farið saman í útreiðartúr. Við eigum marga hesta, sem yður litist áreiðanlega vel á.“ Það fór fiðringur um hársvörð Qydes. Sondra var í raun og —oOo— oOo - —oOo— —oOo— —oOo— —oOo— ——oOo—— BARNASAGAN N. N0SS0W: 1 K á f i r p í I f a r BðSI ! 12. DAGUR Þið eigið að íela töskuna og ekki láta neinn sjá hana. Svo ef einhver kemur sem þykist hafa tapað tösku, þá skulið þið fyrst spyrja hann hvernig hún sé í laginu og á litinn, og svo eigið þið að spyrja hvað hafi verið í henni. Og ef þetta kemur allt sam- an heim þá getið þið óhræddir látið hann hafa töskuna. Annars getur bara einhver komið og sagt ofureinfaldlega: Þetta er taskan mín. Og samt á hann kannski ekkert í henni. Það er til svo margs- kona'r fólk. Það er rétt, svaraði Mikki. Við athuguðum það bara ekki.j Þegar konan var farin, sagði Mikki: Sko, þetta ætlar að hrífa. Við erum varla búnir að líma upp miðana þegar fólk byrjar að streyma að. Við fáum Bósa áreiðanlega aftur. Heldurðu það ekki? Við stungum töskunni inn undir legubekkinn, en þá koin auðvitað enginn annar þann dag allan. En næsta dag flykktist alls konar fólk til okkar. Við Mikki vorum alveg forviða á því hve margt fólk gat hafa tapað töskum sínum, og raunar ótal öðrum hlut- um líka. Maður nokkur hafði skilið tösku sína eftir a. gangstéttinni, annar hafði gleymt sinni tösku í strætisvagrii, sá þriðji hafði ekki hugmynd um hvað orðiö hafoi af skjalatösku sinni — og allir komu til okkar eins og við værum einhverjir sérstakir glaí- kistueigendur. Iivern dag birtust okkur ný cg ný andlit. 'Þetta er kyndugt, sagði Mikki við mig. Þeir sem tapa tösku koma alltaf óðar að spyrja eftir henni, en þeir sem finna tösku þeir sitja bara rólegir heima og hreyfa sig hvergi. Þetta er svo sem ekkert undarlegt, sagði ég. Sá sem hefur glatað hlut vantar hann, en sá sem hefur fundið hlut vantar hann ekki! Krossgáta 55. Lárétt: 1 detta — 4 meðtók — 5 skrúfa — 7 gubba — 9 slít — 10 amboð — 11 hraða — 13 nálar- bróður — 15 gnð — 16 vantandi. Lóðrétt: 1 fjall í Ve. — 2 kraft- ur — 3 ryk — 4 þurrka — 6 lánl-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.