Þjóðviljinn - 27.03.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.03.1952, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 27. marz 1952 — 17. árgangur — 71. tölublað Forsætisráðherraembætt- ið á Ceylon adgengt Stjórn brezkt samveldislandsing Ceylon virðist vera fjölskyldu- fyrirtækí. Stephen Senanayake forsætisráðherra beið bana við að falla af hestbaki um helgina og í gær tók við völdum nýr forsætisráðherra, sonur hans Dudley Senanayake. Franskt hernaðareinræði, fjöldahandtökur í Túnis Öllum sem mófmœla hófaS hráÓum bana Frönsku nýlenduyíirvöldin í Túnís hafa nú gripið til víðtækra ofbeldisaðgerða til að reyna að brjóta á bak aftur sjálfstæðishreyfingu landsbúa. 1 fyrrinótt lét de Hautecloc- que, landstjóri Frakka í Túnis taka Mohammed Chenik for- sastisráðherra og þrjá aðra ráð herra höndum og flytja þá í flugvél á afskekktan stað í eyíimörkinni inni í landi. Sam tímis voru sett herlög í Túnis og franska hernum fcngin öll völd í landinu. de Hauteclocque lét til skav ar skríða þegar Beyinn af Tún- is hafði neitað að setja ráð herra sína af og beðið Auriol Frakkiandsforseta að taka í taumana. I útvarpsræðu sagði de Hauteclocque, að franska stjórnin gæti ekki þolað það að ráðherrar Beyans styddu Bretar jaína Mal- ajaþorp við jörðu Fréttaritari Reuters í Singa- pore segir frá því að brezki herinn á Malakkaskaga hafi jafnað enn eitt þorp malaja við jörðu og varpað þorpsbúum í fangabúðir fyrir að styðja skæruliða sjálfstæðishreyfingar landsbúa. Þorp þetta, sem var í Kuala Selangor, var brennt . til grunna og íbúarnir, 250 tals- ins, fluttir á brott með valdi. Malfk viíl rannsókn SÞ Á fundi afvopnunarnefndar SÞ í New York í gær ítrekaði Malik, fulltrúi Sovétrikjanna, tillögu sína um að nefndin rann- saki ásakanirnar í garð Banda- ríkjamanna um sýklahernað í Kóreu. Hann hafnaði tillögu Bandaríkjamanna um að fela Ráuða krossinum rannsóknina á þeirri forsendu, að liin svo- kallaða alþjóðanefnd Rauða krossins væri alls ekki alþjóð- leg heidur svissnesk. kröfur þjóðernissinna um full- veldi Túnis og teldi óþolandi að tveir þeirra hefðu borið fram við SÞ kæru yfir fram- ferði Frakka í Túnis. Yfirforingi franska hersins í Túnis tilkynnti í gærmorgun, að fundir allir væru bannaðir, útgöngubann sett frá sólarlagi til sólarupprásar og ritskoðun komið á. Kvað hann hvern þann, sem reyndi að blása að glóðum andúðar í garð Frakka myndi veröa skotinn þegar í stað. Auk ráðherranna var fjöldi annarra Túnisbúa handtekinn í gær. Er talið að 500 for’ystu mönnum allra flckka Túnisbúa frá kommúnistum til afturhalds samra þjóðernissinna hafi verið varpað í fangelsi. Tólf helztu leiðtogar þessara flokka voru handteknir í vetur og fluttir í útlegð en í gær var skipt um verustað þeirra og er nú ekiki vitað, hvar þeir eru niður komnir. De Hauteclocque er nú sagð ur úrkula vonar um að hann geti kúgað Beyann til að skipa nýja ráðherra í stað hinna handteknu og sneri hann sér síðdegis í gær til elzta sonar Beyans og bauðst til að svipta föður hans völdum og fá hon- um þau ef hann vildi vera Frökkum auðsveipur. Talið er að boðið hafi ekki verið þegið. M&mdmríhjfimenn stóðu að núdaráni Matista á Kúhu Bandaríkjamenn, sem hafa haft hönd í bagga með að koma á hernaðareinræöi í hverju Suður-Ameríkuríkinu af öðru á síðustu árum, stóðu einnig að valdaráni Batista hershöfðingja á Kúbu fyrir hálfum mánuði. Vesturveldin hafna samn- ingum um Þýzkaland Ljóst er af svari Vesturveldanna viö orðsendingu sovét- stjórnarinnar um friðarsamning við Þýzkaland, að stjórn- ir þeirra vilja alls ekki viöræöur um málið. Vesturveldin hafna algerlega tillögu Sovétríkjanna um að Þýzkalandi skuli óheimilt að ganga í hernaðarbandalag, sem beint sé gegn nokkru ríki, sem barðist gegn því í heimsstyrj- öldinni síðari og gera það bein- línis að skilyrði fyrir friðar- samningi, að Þýzkaland sem heild gangi í A-bandalagið og leggi til hluta af fyrirhuguðum Vestur-Evrópuher. Meira að segja krefjast Vesturveldin að Þýzkalandi skuli heimilað að ganga í A-bandalagið áður en friðarsamningur hefur verið gerður. Þá neita stjórnir Vesturveld- anna að taka þátt í nokkrum viðræðum fyrr en kosningar Fréttaritari New York Times í . Havana, höfuðborg Kúbu skýrir frá því 17. þ. m. að háttsettir menn í stjórn Prio Socarras, forsetans, sem Bat- ista steypti af stóli með hjálp hersins, hafi skýrt frá að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í valdaráninu. Hann segir að einlægustu vinir Bandaríkjanna í þessum hóp séu sannfærðir um að stjórnin í Washington hafi að minnsta ’kosti vitað af valdaránsfyrirætlunum Batista en látið undir höfuð leggjast að vara Socarras við. Skýrt er frá því, að banda- rískur liðsforingi í einkennis- búningi hafi dvalið í aðalstöðv- um Batista valdaránsdaginn, óskað valdaránsmönnum til hamingju og lýst yfir, að að- gerðir þeirra kæmu vonum seinna. Einnig er bent á að Elliott Roosevelt, sonur Roose- Munið fundinn að Röðli í kvöld Fundarefni félagsmál og verkalýðsmál Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur aimennan félags- fund að Röðli í kvöld kl. 8,30. Á fundinum verða rædd áríðandi félagsmál og verður Guðm. Hjartarson, formaður félagsins framsögumaður. Þá verða rædd verkalýðsmál og er Eggert Þorbjarnar- son framsögumaður í því máli. Að lokum verður upp- lestur, Anna Stína Þórarinsdóttir. Þar sem þessi fundur fjallar um mjög þýðmgarmikil mál fyrir flokkinn og verkalýðshreyfinguna er þess fast- lega vænzt að flokksmenn fjölmenni á hann, og taki þátt í umræðum og afgreiðslu þeirra mála er fyrir fundinum liggja. Nýir meðlimir verða teknir inn á fundinum og er skorað á alla félaga að koma með sem flesta innsækj- endur á fundinn. velts heitins forseta, hitti Bat- ista skömmu fyrir valdaránið. Þegar herforingjaklílkan í Venezuela steypti þjóðkjörinni stjórn Romulo Gallegos af stóli í nóvember 1948, lýsti Gallegos yfir að starfsmenn við bandaríska sendiráðið í Caracas hefðu staðið á bak við valdaránið. Svipaða sögu er að segja af stjórnlagarofum her- foringjaklíka í Perú og Bólivíu. Eisenhower kommúnisti! Andstæðingar Eisenhowers hershöfðingja í republikana- flokknum hafa nú gripið til þess ráðs til að vinna á móti því að hann nái útnefningu sem frambjóðandi flokksins við forsetakosningarnar í haust að dreifa flugriti með mynd af honum og sovétmarskálknum Súkoff, sem tekin var sumarið 1945 í Berlín. Hershöfðingjarn- ir skála þar fyrir unnum sigri í styrjöldinni en undir mynd- inni stendur í flugritinu: „Kom- múnistahershöfðinginn Súkoff sæmir drykkjubróður sinn Eis- enhower heiðursmerki í Frank- furt í Þýzkalandi“. hafi farið fram um allt Þýzka- iand og stjórn fyrir allt landið verði sett á laggirnar en benda þó ekki á neina leið til að koma þessu í kring án fjórveldavið- ræðna. Þá hafna Vesturveldin því að austurlandamæri Þýzkalands hafi þegar verið ákveðin og segja, að þau hljóti áð verða eitt af umræðuefnum við frið- arsamningsgerð. Áður voru þau þó búin að viðurkenna þessi landamæri með því að sam- þykkja að Pólverjar flyttu burt alla Þjóðverja af landsvæðum þeim, er þeim voru afhent með Potsdamsamningnum. Hcpgöngur stúd- Stúdentar fóru á ný í hóp- göngur um borgir ítalíu í gær til að mótmæla framferði her- námsstjórnar Breta og Banda- ríkjamanna í Trieste. I Mílanó fóru 20.000 manns í hópgöngu til ræðismannaskrifstofa Breta og Bandaríkjamanna en allt fór þar fram með kyrrð og spekt. I Róm og Neapel réðist lögreglan hins vegar á hóp- göngurnar með þeim afleiðing- um, að tugir manna særðust. Winterton hershöfðingi, her- námsstjóri Vesturveldanna í Trieste, frestaði í gær bæjar- stjórnarkosningum í borginni í þriðja sinn, í þetta skipti til 25. maí í vor. Hvcxð gerist næst í olíumálinu? VerÓlagsdómur lauk rannsókn sinni um siS- usfu mánaSamóf og hafSi hún sfaSiS eiff ár Skrifstofa sakadómara skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að verðlagsdómur hefði lokið rannsókn á olíumálinu um síðustu mánaðamót og þá sent dóms- málaráðuneytinu málið, en að sjálfsögðu væri ekki vitað hvort ríkisstjórnin teldi framhaldsrannsókna þörf á einhverjum atriðum. Málið var sent til rannsókn- ar um miðjan marz' í fyrra, þannig að rannsóknin hefur tekið næstum því eitt ár. Er þetta mjög umfangsmikið mál, skjölin sem ríkisstjórninni voru send munu vera á þriðja hund- rað síður og m.a. var fram- kvæmd endurskoðun á öllum bókum og skjölum Olíufélags- ins. Það var 9. janúar í fyrra sem Þjó'ðviljinn kom upp um þetta stórfellda hneykslismál og sýndi fram á að Oliufélagið myndi hafa haft óeðlilegan gróða af gengislækkuninni sem næmi um tveim milljónum króna. Mál þetta vakti þegar stórfellda athygli og krafa Þjóðvil-jans um opinbera rétt- arrannsókn fékk hinar almenn- ustu undirtektir. Hins vegar var aðstandendum Olíufélagsins þegar mikið í mun að koma í veg fyrir rannsókn, og neytti Vilhjálmur Þór í því sambandi undirtaka sinna á AB-flokknum. Verðgæzlustjór- inn, AB-maðurinn Pétur Pét- ursson, gerði tilraun til að svæfa málið endanlega með yfirlýsingu um að Olíufélagið væri sýknt sa’ka, án þess þó að hann hefði framkvæmt nokkra rannsókn! Vakti þessi yfirlýsing AB-mannsins hina mestu furðu og var nú enn hert á kröfunum um réttar- rannsókn. Um miðjan febrúar var svo komið að ríkisstjórnin treyst- ist ekki til annars en áð fela tveim lögfræðingum, Jónatan Hallvarðssyni og Theódóri Líndal, að rannsaka málsmeð- ferð .verðgæzlustjórans. Skiluðu Framhald á 2. síðu. MÍR Hafnarfirði heldur fund í Goodtemplara- húsinu í kvöld klukkan 9 e. h. Guðgeir Jónsson for- maður bókbindarafélagsins mun segja frá för sinni til Sovétríkjanna, sýndar verða fréttamyndir og ennfremur mjög fróðleg og skemmtileg mynd er sýnir byggingar- framkvæmdir í Sovétrikjun- um, hvernig ‘unnið er að því að leysa húsnæðismálin þar. — Félagar takið með ykkur gesti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.