Þjóðviljinn - 04.04.1952, Blaðsíða 1
VILJINN
Föstudagur 4. apríl 1952 — 17. árgangur — 78. tölubitað
Símaverkfall
í Bandaríkjunum
I gær gerði starfsfólk við
símafé'lagið Western Union í
Bandarikjunum verkfall og
kréfst hækkaðs kaups. Lang-
línusímtöl og skeytasendingar
innan Bandaríkjanna hafa lam-
azt við verkfallið.
ÍHALDIÐ REKUR HREYFIL BURT IhaldiS visar enn frá kröf
Þykjast ætla að leysa uraferðavandamálin með tilfærslu
strætisvagnanna um nokkra metraSI!
„Þar sem bæjarstjórnin lítur svo á að enn hafi ekki verið
atbugað til hlýtar hvernig ferðum strætisvagna bæjarins og
biðstöðvum þeirra verði haganlegast fyrir komið, m.a. með
tilliti til umferðavandamála miðbæjarins, samþykkir bæjar-
stjórnin að kjósa 5 manna nefnd er ásamt forstjóra strætis-
vagnanna undirbúi hið fyrsta tillögur um framtíðarlausn þess-
ara mála og vísar því frá tillögu meirihluta bæjarráðs í 24.
lið fundargerðar frá 28. marz s.t.“
Á bæjarstjómarfundinum i
gær flutti Guðmundur Vigfús-
son framanskrá'ða tillögur.
Fyrir bæjarstjórnarfundinum
í gær lá eftirfarandi tillaga er
bæjarráð hafði samþykkt með
3 atkv. gegn 2:
„Bæjarráð ákveður, skv. till.
umferðarnefndar 28. febr. að
taka til afnota fyrir strætis-
vagnana lóð bæjarins við Kalk-
ofnsveg, sem leigð var s. f.
Hreyfli með samningi dags.
29. jan. 1945, en samningstím-
inn var útrunninn 12. júlí
1949.“
Sýndarrök Ihaldsins.
I bæjarráðinu beitti Guð-
mundur Vigfússon sér gegn
tillögu þessari og á fundinum
í gær urðu Iangar umræður um
þetta mál. Borgarstjóri færði
tvenn „rök“ fyrir þeirri ráð-
stöfun að reka Hreyfil í burtu:
Hreyfill getur ekki verið þarna
vegna þess að það á að breikka
Lækjargötuna og kemst þar
því ekki fyrir. 2. Strætisvagn-
amir þurfa að fara af torginu
og þess vegna eiga þeir að
fara á þann stað sem Hreyfill
hafði.
Ástæða til að athuga
störf þeirrar nefndar.
Guðmundur kvað störum um-
ferðarnefndar hafa verið þann-
ig háttað að undanförnu að
full ástæða væri til að athuga
hvort hún væri starfi sínu
vaxin. Samkvæmt tillögu henn
ar voru umferðavandamálin
„leyst“ með því að setja bíl-
stöð við Hafnarstrætið með út-
keyrslu á Tryggvagötu. Þar
Framhald á 8. síðu.
Gunitar gat engu
I umræðunum um brott-
rekstur Hreyfils lagði Ingi
R. Helgason eftirfarandi
spurningu fyrir Gunnar Thor
oddsen borgarstjóra:
.Hvaða umferðavandamál erH
það á Lækjartorgi, sem ekki
eru cinnig til staðar eftir
að strætisvagnarnir hafa ver
ið fluttir til nokkra metra
yfir fyrir Kalkofnsveginn,
á horn Hverfisgötunnar, sem
borgarstjórinn hefur sjálfur
i’iðurkennt að væri eitt erf-
iðasta umferðarhornið í bæn-
um?“
Þrátt fyrir ítrekanir á
spurningunni gerði borgar-
stjórinn enga tilraun til að
svara, Hann gat það ekki.
Með brottrekstri Hreyfils
eru engin umferðarvandamál
l'eyst — aðeins orðið við
kröfu klofningsstöðvar í-
haldsins við Hafnarstræti.
Grjóthrun á járn-
brautarlest
Grjóthrun lenti á jámbrautar
lest nærri Lissabon í Portúgal
síðastli'ðinn sunnudag. Biðu sex
menn bana en 42 særðust þeg-
ar björg, sem losnað hafði um
við rigningu, lentu á vögnunum
þar sem brautin lá utan í fjalls
hlíð.
Vilja ekki krefjast þess að
hernámsiiðið fari eftir
íslenzkum lögum!
Ingi K. Helgason flutti eftirfarandi tillögu á bæjar-
stjórnarfundi í gær:
„Bæjarstjórn felur urnferðarnefnd að sjá svo um að
bifreiðar bandaríska hersins, sem aka um iögsagnarnm-
dæmi Reykjavíkur, hlíti íslenzkum reglum um skrásetu-
ingarnúmer bifreiða, og jafnframt skorar hún á lög-
reglustjóra. að hlutast til um að herbifreiðamar fari
að umferðareglum borgarinnar.“
Ingi benti á þá staðreynd að herbifreiðar færu óskrá-
settar um bæinn og bílstjórar þeirra brytu umferða-
reglur, t.d. ækju á móti rauðu Ijósi.
Borgarstjóri lagði til að vísa till. til bæjarráðs og
var það gert með 8 atkv. Ihaidsins gegn 4 atkv. sósí-
alista, en fulltrúar AB og Framsóknar sátu niðurlútir
eins og seldar sálir.
LiðsanM til
Tangier
Nefnd, sem stjórnar alþjóða
svæðinu Tangier á norðurodda
Afriku gegnt Gíbraltar fékk í
gær nokkur hundruð manna
herlið og lögreglu frá franska
og spanska Marokkó. Ba'ð hún
um liðsauka þennan eftir óeirð-
irnar síðastliðinn sunnudag, er
nokkrir menn biðu bana og
margir særðust. Óeirðirnar
beindust gegn stjóm hvítra
manna i borginni.
um um vinnu fyrir
ðtvinnuleysingjana
„Bæjarstjórnin telur þátttöku ríkisstjórnarinnar I að leysa
atvinnumál Keykjavíkinga á þessum vetri allsendis ófullnægj-
andi og framlag ríkisins til atvinnua'ukningar í bænum á eng-
an hátt í samræmi við fólksfjölida bæjarins og þá knýjandi
þörf, sem er fyrir hendi fyrir aukna atvinnu í bænum. Skorar
bæjarstjórnin því alvariega- og eindregið á ríkisstjórnina að
draga ekki lengur en orðið er að láta hefja framkvæmdir við
lengingu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, þar sem upp-
lýst er. að þar er hægt að koma að verulegum fjöida verka-
manna og vörubíla og framkvæmd verksins knýjandi nauðsyn
vegna hagsnfuna miliilandaflugsins.“
Framanskráða till. flutti Hann-
es Stephensen og fór nokkr-
um orðum um atvinnuleysið og
'bvsM U l Air ut*
Þetta kort af flugstöðvum Bandaríkjamanna í öðrum löndum
birtist I stórblaðinu New Yorlt Times. Tölurnar merkja fjölda
fiugstöðva í hverju einstöku landi.
lagði fyrir borgarstjórann
spurningar um hvað Reykja-
vík hefði fengið í sinn hlut af
4 millj. er ætlaðar voru til at-
vinnubóta; hvort bæjarráð
hefði rætt við ríkisstjórnina um
framkvæmd loforðsins um
vinnu við flugbrautina; hvort
ríkisstjómin hefði ákveðið
hvort eða hvenær vinna skyldi
hefjast við flugbrautina og
hvað væri eftir óinnheimt af
fyrra árs útsvörum.
Borgarstjóri kvað ríkið hafa
lagt upp hálfa milljón til fisk-
hjalla bæjarins og íþróttasvæð-
isins í Laugardal; Bæjarráð
hefði ekki rætt neitt við ríkis-
stjórn, heldur hann (borgar-
stjórinn) sjálfur, og loks að
ríkisstjómin hefði aldrei lofað
neinu um byggingu flugbraut-
ar!! 15. marz s. 1. hefðu verið
innheimt 88% af útsvörum síð-
asta árs.
Loks sagði borgarstjóri að
ráðnir yrðu til Keflavíkur
„þessa daga“ 200—300 manns.
Hannes kvað bæjarstjórninni
hafa borið að knýja fastar á
um að framkvæmdir væru
hafnar af ríkisstjórninni, en að
hún skyti sér ekki bak við
„Keflavíkurflugvöll“, þ. e.
bandaríska herinn.
Tillögu Hannesar var vísað
til bæjarráðs með 8:6 atkv.
Innisetuverk-
fall á hafs-
hofni
ítalskir verkamenn, 38 tals-
ins, hafa gert fyrsta neðan-
sjávarverkfallið í sögunni. Þeir
hafa lokað sig inni í vatnsþétt-
um steinsteypuklefa á 15 metra
dýpi í höfninni í Genúa. Þeir
vinna við hafnargarð og þcgar
atvinnurekandinn neitaði þeim
um kauphækkun fóru þeir nið-
ur í ltlefann og segjast muni
halda þar kyrru fyrir þangað
til hann verður við kröfu
þcirrá.
Fjöldabná-
töknr í Tónís
Franska nýlendustjórnin i
Túnis lét handtaka 300 menn
í borginni Sousse eftir
Fiamhald á 8. síðu.
Aukin viðskipti rœdd á ráð-
stefnunni í Moskva
Alþjóðleg efnahagsráðsteína var sett í Moskva í gær
og þá þegar hófust viöræður um aukin viðskipti.
Einstakar sendinefndir höfðu
þegar áður en ráðstefnan var
sett komið saman á fundi og
skipað menn til að ræða auk-
in viðskipti. Einkum sýndu
s’endinefndirnar frá Vestur-
Evrópu mikinn áhuga. á við-
ræðum við sendinefndina frá
Kína.
Ráðstefnuna í Moskva sitja
yfir 500 fulltrúar frá fjölda
landa. Kaupsýslumenn og hag-
fræðingar eru þar fjölmenn-
astir. Á fundinum í gær voru
starfsmenn kosnir og dagskrá
samþykkt. Aðal málin verða
viðskiptaástandið í heiminum,
efnahagsleg samvinna millí
ríkja. og -vandamál þeirra
landa, sem skammt eru á veg
komin í tækniþróun.
Frakkinn Robert Chambey-
ron setti ráðstefnuna en borg-
arstjóri Moskva bauð gestina
velkomna.
Domsmáiaráð-
herra Tnimans
mútujjegi
Seint í gærkvöld tilkynnti
Trnman Bardaríkjaforseti að
Howard MacGrath, dómsmála-
rácherra í stjórn hans, hefði
sagt af sér. Við rannsókn lief-
ur komið i lljós að MacGrath
hefur sleppt ýmsum auð'ugum
skattsvikurum við málsókn og
orð leikur á að hann hafi auðg
ast óeðlilega síðan hann varð
ráðherra. Rai nsókn á fjárrcið-
um og embættisfærslu hans er.
haldið áfram.