Þjóðviljinn - 14.05.1952, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVHJINN — Miðvikudagtir 14. máí 1952 þJÓOVIUÍNN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torf 1 Ólafsson; Guðm; Vigíússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: 'Skólavörðustíg 19. — Síml 7Ö00 (3 línur). Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 18 annarstaðar á landinu. ■— Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Dómur Hæstaréttar Dómur Hæstaréttar í 30. marz málunum er fallinn. Ælsti dómstóll landsins hefur gerzt verkfæri ósví'finnar valdaklíku spilltustu yfirstéttarafla landsins, þeirrai* keyptu valdaklíku sem á undanfömum árum hefur hvaö eftir annað vegiö aö réttindum, lögum og menningar- erfðum íslendinga og hafnáö í því að afhenda ættjörð sína sem árásarherstöö hins hrynjandi heimsauövalds. Hæstaréttardómurinn í 30. marzmálunum er stéttar- dómur, ósvífinn og fyrirlitlegur stéttardómur gegn ís- lenzku þjóðinni. Hann ber öll merki þess áö vera fyrir- fram ákveðinn af þeim sem meö ákæruvaldið fai*a, þeim sömu mönnum sem sviku ísland 30. marz 1949 inn í árásarbandalag Bandaríkjanna og fylgiríkja þein*a. Samvizka þessara valdabraskara var óróleg þann dag. Það voru formenn þiífiokkanna isem kvöddu almenning niður að Alþingishúsi og tóku á móti honum með kylfu- búnu lögreguliði og vopnuðum Heimdallarskríl. Til þess- ara óspekta var skipulega efnt af landráðamönnúm þrí- flokkanna í ákveðnu augnamiöi: Þær skyldu verða til- efnið til róttarofsókna gegn verkalýðshreyfingu íslands og flokki hennar, Sósíalistaflokknum, sem jafnan hafði istaðið ótrauður á verði og barizt gegn kröfum Banda- ríkjanna og svikum innlendra leppa þeirra með öllu því harðfylgi sem hann átti yfir að ráða. Fyrir Hæstarétti höfðu þekktustu og viðurkenndustu málflutningsmenn landsins fært rök, sem ekki hafa verið eða verða véfengd, fyrir þeim skrípaleik sem átti sér stað í sambandi við málaferlin gegn hinum sakbornu. Frá þeim málflutningi öllum hefur Þjóðviljinn einn allra blaða skýrt svo ýtarlega að almenningur hefm* átt kost á að átta sig á einstökum ákærum og málinu í heild. Málgögn afturhaldsflokkanna tóku hinsvegar þann kostinn að skýra isem minnst frá gangi málsins fyrir Hæstarétti. Þeim var ljóst, að málflutningurinn þar sannaði með óhrekjandi rokum sakleysi hinna sakbomu en sekt þeirra sem fyrir málaferlunum stóðu, þríflokka- foringjanna Eysteins Jónssonar, Ólafs Thors og Stefáns Jóhanns, — og nazistans í lögreglustjóraembættinu, Sigurjóns Signrðssonar, sem opinber varð að hinum verstu afglöpum. Þess vegna kusu leppblöðin þögnina að undanskilinni þeirri uppljóstrun Morgvmblaösins, að málflutningurinn skipti engu máli og öruggt væri fyrir- fram hvernig dómar féllu! Á þeim ským og óvéfengjanlegu forsendum sem fyrir lágu hafði dómur almennings fallið áður en Hæstiréttur kvað upp únskurð sinn. Heilbrigö réttarvitimd óspilltrar albýðu hafoi kveöið upp þann dóm aö sakfelldir skyldu sýknaðir verða en sökin lægi hjá þeim, sem stefndu mannfjölda saman við Alþingishúsiö og mættu honum síðan með kylfuhöggum og gassprengjum. Þessum dómi verður ekki áfrýjaö og ekki breytt með þeim svívirðilega stétta?*dómi. sem verkfæri Bjarna Ben. og kumpána í Hæstaiétti landíins hafa kveðið upp samkvæmt fyrir- mælum þeirra valdhafa, sem einir eru sekir og bera ábyrgð á atburöunum 30. marz 1949. Fangelsisdómar og mannréttingasvipting fjölda saklausra alþýðumanna og skólapilta eru þó vafalaust þeim manni nokkur sárabót, sem skreið skjálfandi á fjórum fótum út úr Alþingis- húsinu og inn í bifreið sína þennan umrædda dag og var nokkrum klukkustundum síðar fluttur vestur um haf í sjúkraflugvél „mikið veikur maður“, eftir illvirkið <sem framið var gegn friðhelgi: og sjálfstæði íslands, og varð í þeirri sömu för að athlægi um allan heim fyrir klögumál gegn þjóð sinni í ræðunni frægu í Washington. En dómar Hæstaréttar breyta í engu þeim áfellisdómi sem þjóðin hefur kveöið upp yfir verknaði Bjarna Ben. og samherja hans. Þeir eru hins vegar staðfesting þess að vaidhafar landsins geta hvenær sem þeim þóknast skipað Hæstarétti fyrir verkum og notaö hann sem of- sóknartæki gegn ■íslenzkri alþýðu. ^Dómur hæstaréttar er hnefahögg framan í íslenzku þjóðina og ógnun við allt réttaröryggi í landinu. Enginn getur hér eftir litið Hæstarétt sem óháðan dómstól né treyst niðurstöðum nans. Slíkt er vissulega alvarlegt og æriö umhugsunarefni en eftir hinar furðulegu niðurstöð- ur hans 1 þessu máli er það áþreifanleg stáðreynd sem ekki er hægt að ganga fram hjá. óstuplnn • vík í dag vestur um land í.hring- ferð. Skjaldbrei'ð fór frá Rvík í gserkvöldi til Breiðafjarðar. Odd- ur er i Rvík. Ármann var í Ve. í gœr. Miðvikudagur 14. maí 1952 — ÞJÓÐVILJINN (5 Um ljóðlist -— Góð kvikmynd ODDNÝ Guðmundsdóttir skrif- ar: Heill og sæll, Bæjarpóst- ur! Lítið þótti mér gaman að þeim hávaða, sem útvarpað var fyrir skömmu viðvíkjandi ljóðlist. — Gömlu mennimir „töluðu sveittir um ekki neitt“. Auðskilið er, að hversu hættulegir, sem rímleysishöf- undamir væru, þá er hættu- svæðið ekki víðáttumikið. Einn ræðumannanna sagði nefnilega, skildist mér, að að- eins einn maður í landinu legði þeim liðsyrði. Hvers- vegna snúa þessir gömlu, góðu menn ekki vopniun sínum gegn þeirri raunverulegu hættu, sem steðjar að ís- lenzkri ljóðagerð. Þar á ég við þann leirburð, sem út- varpið flytur ár og síð. Dað- urkvæðin, sem væld eru inn í hlustir okkar, eru ekki það, sem kallað er órímuð Ijóð. Þau em það, sem verra er. Þau hafa á sér yfirskin ljóða- gerðar, en em ekki skyldari skáldlist .en grútur er skyld- ur morgunroða. ★ „LITLA FLUGAN“ er lærð og sungin af því nær hverju bami um allt ísland. „Látla flugan" suðar svo látlaust, að lóúkvak og fossaniður í kvæðum Jónasar Hallgríms- sonar fær enga áheym hjá i(ngu kynslóðinni. Ötvarpið flutti í vetur skopstælingu á einu af kvæðum Jónasar, og fyrir skömmu minnast Út- varpstíðindi í bitm háði á tvö löng „matthíasarkvæði“ Nýstárlag fyndni! — Hvem- ig stendur á því að gamlir og sómakærir skólastjcrar gera ekki útvarpinu aðvart um, að þetta leirburðarsengl setji óviðfelldin svip á menn- inguna og spilli tungunni? — Órímuðu ljóðin em ekki plága í neinum skóla. Eru þáu söngluð og suðuð látlaust úti og inni í hverri hvildar- stund ? Finnast þau eftir skólatíma á velktiun mið- um um stofur og ganga? Ef- laust elck'. Hér er ekkert verkefni fyrir herskáa menn. Sambamlssklp Hvassafell fór frá Kotka 9. ]>m. fil Isafjarðar. Arnarfell er - á Austfjörðum. Jökulfell átti að fara frá Rvík í g:ærkvöldi til - \ / f Hjónunum Hall- , > pj t dóru Jónsdóttur * og Böðvari péturs V syni, Langholts- veg-i 63, fæddist 15 marka dóttir fimmtudaginn 8. þessa mánaðar. velur sér atvinnu, sem veitir Patreksfjarðai-. honum tækifæri til áð fara víða. Hann hikar jafnvel ekki Flusfélag Islands Við að ráða sig öðm hverju 1 dag verður flogið til Akureyr- , . ., ar, Vestmannaeyja, Isafjarðar og sem matvinnung við erfiðas- Hólmavikur. Á morguu til Ak„ vmmi, til ao kynnast sem ye., Biönduóss, Sauðárkróks og flestu. Þetta er mjög eðlileg Austfjarða. og geðfelld lýsing á imgu skáldi. Piltinum leiðast slcyldu Læknavarðstofan Austurbæjarskól- námsgreinar skólans. Útþrá- anum. Simi 5030. Kvöldvörður og in og frelsið er honum meira fœturvorður. virði en peningar og prófskír- „ , teini. Ég vorkenni þessum Nætu^arzla er i Laugavegsapo- unga manm ekkert. Senmlega er hann ánægðari en margur, sem miðar allt við borgara- lega værð í hægindastól á hitaveitusvæðinu. — Ræðu- maðurinn taldi það óskamna- feilni að ætlast til þess, áð maður, sem á svona bágt, legði sig niður að því að Bafmagnstakmörkunin í dag rima hugmyndir sínar. Þvi Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi ætti maðurinn ekki að geta Elliðaánna vestur að markalínu rimað, þó að hann sé ekki frá flugskáiavegi við Viðeyjar- alltaf á sama stað? Það eru sund, vestur að Hlíðarfseti og það- víst einhverjar aðrár ástæður an 111 sjávar við Nauthólsvík í til þess, að hann rímar ekki. Fossvogi- Laugarnes, meðfram Hann um það. Jón úr Vör KWvegi. Mosfeiissv. og Kja^ar- „talaði sveittur um ekki neitt“, alveg eins og gömlu Pastir iiðir eins mennimir. — Ræðumaðurinn J og venjuiega. ki. skopast að þeim, sem unna '/ávS*** 19Sð Óperul. (pl.) bundnu máli og tekur það f \\ 20.30 Utvarpssag- Pramhald á 7. síðu. / \ \ an: ”Basavlk söguþættir eftir Helga Hjörvar II. (höf. les.) 21.00 Tónleikar: Kvintett fyrir blásturs- hljóðfæri eftir Pinn Höffding (Ernst Normann: flauta; Paul Pudelski: óbó; Vilhjálmur Guð- jónsson klarínett; Adolf Ferber: horn; Hans Ploder: fagott). 21.20 Vettvangur kvenna. — Erindi: Um uppeldismál (frú Guðrún Pálsdóttir frá Hallormsstað). Miðvlkudagur hjúaakildagi. - 14. malí. Vinnu- - 135. dagur ársins. Sóiarupprás kl. 3-17. Sólarlag ki. 21.34. — Árdegisflóð kl. 8.45. Sið- degisflóð kl. 21.10, 14.57. 21.45 Tónleikar: Sigfús Halldórs- son tónskáld syngur og leikur frumsamin lög. 22.10 „Leýnifund- Láafiara kl ur 1 Bagdaxl“- saga eftil' Agothu s 1 ’ Christie (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). — V. 22.30 Tónleikar: Sin- Pimskin fóniuhljómsveitin i Boston leiku.r; J Brúarfoss fór frá London 12. Koussewitzky stjórnai-. 23.00 Dag- maí til Hamborgar og Rotterdam. «krarlok- Dettifoss og Foidin eru í Rvík. Kvonstúdentar. Farið verður Goðafoss fer frá Hull í dag til au8tur ; Metintaskóiasel um Rvikur. Gullfoss fór frá Leith í nœstu helgi. pátttaka tilkynnist gær til Khafnar. Lagarfoss fór 4 sima g(M47 fyrir föstudag. frá Vestmannaeyjum 12. maí til Gravarna, Gdynia, Álaborgar og Gullbrúðlcaup eiga í dag hjónin Gautaborgar.. Reykjafoss fór frá Guðrún Hálfdánardóttir og Einar Rvík 8. maí til Álaborgar og Friðriksson frá Hafranesi, til Kotka. Selfoss fer fiá Reykja- heimilis að Nökkvavogi 13. vík í kvöld vestur og norður um SÉu rangt kveðnar og vitlaus- lausar vísur sungnar xnyrkr- anna á milli, hlýtur þaú að sljóvga brageyra og næm- leika fyrir fegurð ’.jóða. En óbundið inál getur aidrei spi-lt rími, því að það °r óbundið mál, eftir sem áður þó að prentarar skipi seiningunum í mislangar línur á par-pír- inn og höfundarnir kaV.i það „órímað ljóð“. Slíkt er prent- listaratriði, sem æt.ti að láta hlutlaust. ★ ÞAÐ ERU leiðinleg skáld, sem leggja það i vana sinn að berja lóminn út af efnahag sínum og öfunda þá, sem fá krónunni meira af gáfu- mannastyrk ríkissjóðs. Skálö eiga ekki við verri lcjör að búa en hverjir aðrir menn Það er ekki verjandi, að neinn maður svelti, en varla er sulturinn sárari, þó að maðurinn sé eitthvað hagorð- ur. — 1 þessum útvarpsum- ræðoim var eitt skáldanna að kvarta fyrir lagsbróður sinn. Var því lýst með átakanleg- um orðum, hve óskapleg ör- lög þessa unga manns séu: Hann eirir ekki í skóla. Hann iand til Húsavíkur og þaðan til Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Rvík 7. mai til New York. Ríkisskip Hekla er á leið frá Austfjörð- um til Akureyrar. Esja fer frá R- Faxi, 4 tbl. 1952, er nýkominn út. Efni: Ófeigur Ófeigsson: Friðun Reykjanessskag- ans. Kristinn, Pét- Framhald á 6. síðu. Höfn, 3. maí 1952. ★ Síðasta kveðjan Gullfoss bromaði framhjá Reykjanesvitanum, og ég lagð- ist afturábak í kojuna óg fór að lesa Morgunblaðið; — því það voru allar líkur á að ég yrði að sakna þess ágæta blaðs •næstu vikumar þótt önnur hlið- fitæð yrðu sem betur fer tiltæk. ,Ég las blaðið vandlega í kveðju- skyni, og þegar ég kom að öft- ustu síðunni blasti kveðjufrétt- in við: Ný lýsing frá fréttarit- ara blaðsins í Sandgerði á við- ureigninni við ránsflota Breta og Þjóðverja. Að þessu sinni lýsti hann ránsflotunum sem samfelldum vegg; þama vom tugir og aftur tugir mikilvirkra togara að sarga upp auðlindir , Islendinga, og skipstjómarmenn virtust hafa af því sérlega unaðssemd að eyðileggja veið- arfæri þeirra innbomu. Þegar ég kom upp á þilfar ■blasti frásögn blaðsins við mér í framkvæmd. Ekki langt und- an sá ég hina erlendu togara í þéttum hnappi, og með berum augúm mátti telja 30—40 skip sem öll vom að veiða á Sel- , vogsbanka. Ég gaf mig á tal . við skipsmenn og spurði hvort sjóræningjarnir yrðu hraktir af þessum stað með nýju friðun- arákvæðunum, en þeir kímdu og kváðu svo ekki vera. Ef nýja línan hefði verið dregin beint frá Vestmannaeyjum út . fyrir Reykjanes hefðu ráns- flotarnir að vísu misst þennan stað, en stjómin lét í staðinn draga línuna í djúpum sveig inn að landi — „0g þama sérðu hversvegna“, sagði einn skipverjinn og benti á togara- hnappinn. „Auðvitað hafa þeir samið um þetta allt við Breta“, - sagði annar. Þannig lcvaddi ísland mig að þessu sinni, ræningjamir urðu síðasta minningin, erlendir ræn- ingjar sem eru nú aðgangs- frekari en .nokkru sinni fyrr bæði á sjó og landi og hafa íslenzk stjórnarvöld í þjónustu sinni. ir Byggð fyrir fisk úr Selvogsbanka Leith er eins skítug og fyrr og fólkið mótað af skorti. Upp við Princes Street stóð aldrað- ur tötramaður við luktarstaur árla morguns og lét fiðluna sína kveina. Kaskeitið hans lá uppíloft á gangstéttinni fyrir framan hann og í því var ekk- ert penný. Mér virtist Princes Street, þetta fræga yfirstéttarstræti, fátæklegra en fyrr; það var eins og húsin væru orðin lotin og ásjóna þeirra mótuð af M.K. LAGT ÍJPP í FLAKK } Benjamín eltir mann utan hrömun. Þvi þetta em allt gömul hús, byggð fjTÍr ráns- feng frá langkúguðum nýlendu- þjóðum; sum em byggð fyrir fisk sem stolið var úr Selvogs- banka. Ný hús eru hvergi sjá- anleg, því nú eru nýlenduþjóð- imar að hætta, að láta ræna sig — nema þær sem enn um sinn búa við erlendar ríkis- stjómir; kannski fær biezka yfirstéttin . exm tóm til að byggja eina eða tvær hallir fyrir stolinn íslenzkan fisk. ir Getur ekki séð af sykurmola í nokkra tíma rönduðum við um strætin og skoðuðum búðar glugga. Eitt var þar sérlega eftirtakanlegt: Öll vefnaðarvara var miklum mun ódýrari en á Islandi. Við sáum tilbúin karl- mannsföt sem virtust sæmilega vönduð og kostuðu aðeins 10 sterlingspund, tæpar 500 krón- ur, en lélegri föt mátti fá fyrir enn lægra verð. Önnur vefnað- arvara var á hliðstæðu verði, margt helmingi ódýrara en heima. Allt var þetta sýnd veiði en ekki gefin. Hins vegar virtust f jármunimir hrökkva fyrir sæl- gætispoka, en þá tók ekki Ixetra við. Stúlkan í búðinni sagðist hvorki geta selt okkur súkku- laðibita né brjóstsykurmola nema gegn skömmtunarseðlum, slík er nú auðlegð brezka heimsveldisins. Og kjör almeim- ings í landinu em eftir því. Það er hátið hjá tollvörðunum þegar Gullfoss kemur í höfn, þá aðeins eiga þeir kost á góðri máltíð, og stundum hafa þeir beðið um áð fá að hafa venzlafólk með sér! Islenzk systkini fóm utan í fyrra. Aimað fór á Berlínar- mótið, hitt til Bretlands. Að- standendur bám nokkum ugg í brjósti um aðbúðina í Berlín en töldu öllu óhætt í miðstöð hins volduga brezka heimsveld- is. En þegar heim kom reynd- ist Berlínarfariim stríðalinn en Bretlandsfarinn hafði sjaldnast átt kost á að borða nægju sína. ic Benjamín er dýr Á leiðinni frá Leith spjallaði ég við íslenzkan verzlunarmann um verð á vefnaðarvöru. Hann sagði mér að munurinn á verð- laginu heima og í Bretlandi stafaði af bátagjaldeyriskerf- inu og þó nú orðið öllu frekar af hinu, að undanfama mánuði hefur orðið verðhmn á vefnað- arvöm á heimsmarkaðnum, bæði á ullar- og baðmullarvör- um. Ráðunautur ríkisstjómar- iunar í efnahagsmálum, Benja- mín Eiríksson, var hins vegar svo ráðsnjall í fyrra að hann lét )kaupa inn vefnaðarvöru fyrir óhemjulegar upphæðir — meðan verðið var á hámarki. Þá söfnuðust fyrir stórar birgð- ir í landinu; af sumum vöm- tegundum er sagt að birgðirnar hrökkvi til tíu ára! Verzlunar- maðurinn sagði mér að þessi hagspeki hefði kostað þjóðina tugi milljóna lcróna og ýmsar afleiðingar hennar væm enn ó- komnar á daginn. Margir verzl- unarmenn sitja uppi með milcið magn af rándýrri vöru og sjá frain á gjaldþröt ef ódýra var- an kemur inn í landið. En ef- laust tryggir Bjöm Ólafsson að almenningur njótj ekki góðs af verðlækkununum fyrr en handgengnustu heildsalamir hafa losnað við birgðir sínar. Bandaríkin hafa sent benja- mína til allra marsjalllandanna, en við höfum áreiðanlega hreppt þann versta. ir Hvers vegna eru ekki fluttar inn landbúnaðarvörur? Einnig í Höfn er verðlag á vefnaðarvöm yfirleitt mun lægra en heima, og hér miim- ist maður aftur Benjamíns af annari ástæðu. Verðlag á land- búnaðarafurðum er hér miklu lægra en heima. Hér kostar smjörkílóið riímar 16 krónur íslenzkar í útsölu, ágætasta svínakjöt kostar tæpar 13 kr. íslenzkar kilóið, kartöflur 95 aura, mjólk kr. 1,23 lítrinn, rjómi kr. 9,44, ostur um 11 kr. kílóið o. s. frv. Og maður spyr sjálfan sig daglega: Hvers vegna em landbúnaðarafurðir ekki fluttar inn til Islands, eins og iðnaðarvörur; hvar er sam- kvæmni Benjamíns? Það hefur verið prédikað undanfaraa mánuði að íslenzk- ur iðnaður verði að vera sam- keppnisfær — og jafnframt •hafa hvers kyns ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir að hann geti verið sam- keppnisfær. En hvers vegnaer SKÁLKURINN FRÁ 104. dagur Hodaja Nasreddín vissi ekki fyrri til en bræðurnir voru aftur roknir í hár saman og- kútveltufit á jörðinni; og það eina sem Hodsja gat greint með vissu var það að hnefi réttist út í loftið, greyptur um svartan brúsk; svo Hodsja ályktaði - að. eldri•• bróðirinn hefði yerið sviptur sínu- helzta skartí. Hodsja Nasreddín reið leiðai'' sinnar, unz hann mætti smiðnum sem hann hafði hitt daginn áður við tjörnina. Góðari dag, smiður, kallaði Hodsja Nasreddín glaður. Ennþá hef ég ekki getað efnt ■ heit mitt, en hvað ert þú að gera hér? Ætlar þú að sækja eitthvað undir dóm * emírsins? Já, svaraði smiðurinn — hvaða árangur sem þáð kann að bera. Ég hef meðferðis umkvörtun frá amiðunum. Okkur voru send- ir 15 verðir til uppihalds í þrjá mánuði, en nú er liðið heilt ár, og þeir liggja ennþá upp á oklcur og valda okkur þung- um búsifjum. Og ég er fulltrúi litunarmeistaranna og flj't samskonar umkvörtun, sagði annar maður sem blandaði sér í samræðurnar. Nema okkur voru sendir 25 verðir. Verzl- un okkar hefur verið eyðilögð, og tekjur okkar fara minnkandi. Máski miskunnar em.irinn sig yfir olckur og léttir af okkur þessari byrði. landbúnaðuriim ekki leikinn á sama hátt? Það er augljóst mál að það myndi „svara kostn- aði“ samkvæmt kenningum Benjamíns að flytja inn land- búnaðarvömr frá Danmörlcu; gott «f mjólk og rjómi jtöu ekki keppnisfærar vörur, þótt þær væru fluttar með flugvél- um! En hvers vegna er það þá ekki gert; eru þá kenningar þær sem riotaðar hafa verið til að lama iðnaðinn ekki hinn æðsti sannleikur? Þannig hefur verið spurt, en engin svör hafa fengizt. Benja- mín og félagar hans virðast hinir ánægðustu með ástandið í verðlagsmálum landbúnaðar- ins, ekki sízt síðan mjólkur- neyzlan í Reykjavík mhmkaði um 8%, síðan bændur hafa orðið að svæla ostnm og skyri í skepnur sínar í vaxandi mæli, smjörinu hefur verið kastað í sápugerðir og umræður enu hafnar um að koma upp nýjum þurrmjólkurverksmiðjum til að framleiða mat handa kúntun. it En Danir haía einn- ig Benjamín Þannig eltir ŒBenjamín Eiríks- son mann til útlanda og talar við mami úr hverjum búðar- glugga. En Danir .hafa einnig sinn Benjamín. Og enginn skyldi ætla að almenningur hér búi við einhver sældarkjör, þótt vefnaðarvara hafi verið keypt •hér af meiri vitsmunum en heima og verðlag á landbún- aðarvörum sé aðeins hluti þess sem fslendingar búa við. Því fer víðs fjarri, en það er önnur saga og verður ef til vill rakin að nokkm síðar. Hvernig verður tryggt að hinar opin- beru byggingar verði bygginga- mönnum sem notadrýgstar? Eins og ö’ivm er kunnugi.' er um þessar mundir það lag haft á hjá fjárhagsráði um leyfisveitingar til stórbygginga hins opinbera að aðeins eru veittar ein og ein hæð í einu eða í mesta lagi tvær á ári hverju. Öllum nema fjárhags- ráði virðist þó vera ljóst að hér sé í alla staði öfugt að farið og skapi þetta ráðslag mikla örðugleika fyrir alla sem við eiga að búa. Tilfinnanlegast er þetta ástand þó fyrir bygg- ingamenn. En að þeim steðjar i náiimi framtíð geigvænlegt at- vinnuleysi og eiga þeir fullan rétt til að gera þær kröfur til valdhafanna að þeir starfi þannig að þau verkefni sem það opinbera lætur fram- kvæma -komi öllum sem af eiga að njóta að sem beztum notum. Eða hver græðir á því að hafa t. d. fjögur stórhýsi í smíðum í einu og fá aðeins leýfi fyrir einni hæð á ári. Þetta orsakar að aðalvinnan í húsunum getur ekki hafizt fyrr en eftir 2 til 3 ár og á sama tíma skapast ýmsir aðrir erfið- leikar sem ekki verða ræddir að þessu sinni. Öllum hugsandi mönnum skilst það -að eftir þvi sem þrengra er um og erfiðleikam- ir meiri þarf meiri hnitmiðun í hugsun og verki öllu en annars. Það sem byggingamenn verða fyrst og fremst að ætlast til eins og nú er ástatt er að stórbyggingar verði eingöngu unnar innanhúss að vetrinum og því verði keppzt við að gera húsin fokheld að sumrinu, að tryggt sé að leyfi fáist eins og þarf tii hvers þess húss sem leyft er að býggja. Glöggt dæmi iipp : á afleið- ingar af því ástandi sem við búum við nú er bygging eins og heilsuverndarstöðin. Vegna mjög tákmarkaðra leyfa til hennar undáhfarið getur nú svo farið áð’langt sé enn að bíða þar til aðalvinnan þar getur hafizt; og virðist, eins og nú standa sakir, mjög tví- sýnt um að fjárhagsráð beri gæfu til að veita til stöðvar- innar það leyfi sem öllum yrði giftudrýgst. Fjárhagsráð mun nú vera áð velta vöngum yfir því hvort heldur eigi að gera: að veita leyfi fyrir kjallara og hæð á álmunni við Egilsgötu sem að- eins verðui' ein hæð, eða hvort lej*fa skuli tvær hæðir og ris á aðalbygginguna og mi'Öálm- una. Verði aðeins veitt leyfi á álmuna við Egilsgötu sem er mjög lítill liluti af heildarbygg- ingunni mun það af hljótast að mjög lítil eða engin vinna. verði þar fyrir iðnaðannemi á komandi vetri. Verði hins vegar veitt leyfi fyrir tveim- ur hæðum og risi á aðatbygg- ingunni verður nm þó nokkra vinnu að ræða þar fyrir iðn- aðarmenn næsta vetur. — Af þeirri álmu er nú þegar búið að steypa tvær hæðir og neð- anjanðarkjallara. Fáist leyfi fyrir þessari áðalbyggingu verður hinsvegar hægt að hef j- ast handa þegar um að leggja miðstöð í þá byggingu með þeim afleiðingum að með hausl inu væri hægt að hefja múr- vimiu innanhúss sem stæði jafn vel allan veturinn. Þess má geta aö mismunur- inn á efnisveitingu til þessara tveggja álma em 10 tonn af jámi og ca. 70 toim af sem- enti. Eins og vitað er hefur þeg- ar verið hafizt lianda um að byggja bæjarsjúkráhús. Mun nú vera á döfinni að veita leyfi fyrir undirstöðu, kjallaxa og einni hæð. Nú er það talið mjög hæpið frá tæknilegu sjón- armiði að tími vinnist í sumar til slíkra framkvæmda, og þótt svo yrði verður ekkert hægt að vinna þar innanhúss næsta vet- ur. Og verði aðeins minni álma heilsuvemdarstöðvarinnar leyfð verður því engin innivinna við hvomga þessara bygginga næsta vetur. Verði hinsvegar sá kostur- inn tekinn að leyfa aðalbygg- ingu og bá jafnframt álmuna við Egilsgötu á heilsuveradar- stöðinni, verður þó nokkur inni- vinna við aðra þessara bygg- inga, þrátt fyrir að svo líti út að það yrði að þessu sinni á kostnað bæjarsjúkrahúss þar sem hægt er um vik að færa full rök fyrir því að engm innivinna getur hvort sem ér orðið næsta vetur við það hús og það getur alveg eins orðið fökhelt að hausti 1953, þar sem sá hluti verður eftir sem auðunnari er, en állir sem til þekkja vita hve mikil vinna! er við undirstöður og kjallara slíkra húsa. Með öðrum orðum: aðems með svolítið breyttu skipulagi má algjöriega, öllum að kostn- Framhaid á 6. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.