Þjóðviljinn - 03.07.1952, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. júlí 1952 -
þlÓÐVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sig»rður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Olafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 18 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; ltr. 16
annarstaðar á landinu.. — Bausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
___________ _______——---—----------—-------;--
Þjóðinni var einirigar jiörf í forsstakjörinu. Henni vai
þörf á slíkri einingu, af því verið' er aö grafa undanj
sjálfstæði hennar, menningu og þjóðerni, m.ö. orðum
undan tilveru hennar í landinu, meö innrás erlendrar
vopnaðar þjóðar og fyrirhugaðri hersetu hennar í land-
inu um áratugi. .
Miðstjórn Sósíalistaflökksins reyndi að skapa slíka
einingu. Hún gerði það sökum þess áð henni var ljós
ábyrgð núverandi kynslóðar gagnvart þjóðinni, sögu
hennar og tilveru. Þessar tilraunir strönduðu á algeru
skilningsleysi, ofstæki og hirðuleysi foringja þríflokk-
anna um þessa grundvaílarhagsmuni þjóðarinnar. Ekki
er að efa að því valda fyrst og fremst þrfr samvöldustu
og ofstækisfyllstu forkólfar þessara flokka: Bjarni Bene-
diktsson, Eysteinn Jónsson og Stefán Jóhann, að áldrei
var reynt neitt allsherjarsamkomulag. Nauðsynlegri
þjóðareiningu var þannig fórnaö og illvígasta sundrung-
arbarátta hafin.
Þröngur hópur fcrystumanna í stjórnarflokkunum
tveim reynir, eftir að hafa hafnað tillögum um þjóðar-
einingu, að beygja fylgismenn sína til að kjúsa fram-
bjóöanda stjórnarflokkanna. Gegn þessu ofríki stjórnar-
forkólfanna er hagnýtt öll andúð almennings á svíviröi-
legri stjórnarstefnu, til þess að fylkja fólki um Ásgeir
Asgeirsson, sem ýmist leynt eða ljóst hefur staöið með
öllu því versta í núverandi stjórnarstefnu.
Réttlát reiði fólksins yfir illu stjórnarfari fær ranga
útrás. Afleiðingin er að þjóðin situr nú uppi meö for-
seta, serri kosinn er af minriihluta greiddra atkvæða, til
þess að refsa illri stjórh.
Stjórnarstefnan, sem miðar að amerískum yfirráðum á
íslandi og undirokun aiþýöu undir járnliæl erlends og
innlends auðvalds, hefur vissulega fengið forseta, sem
hún þurfti á að halda.
En það högg, sem greiða átti stjórnarflokkunum með
kosningu Ásgeirs, liefur geigað. Þeir munu nú halda á-
fram og herða á árásinni á lífskjör almennings, nema
því aðeins að fýlgt. sé nú eftir þeim baráttuhug sem
vaknað hefur hjá mörgum, sem hingað til hefur lítt
rumskað, og hann látinn koma fram á þeim vettvsmgi,
þar sem hægt er að vinna fullan sigur.
Réttlát reiði almennings og fordæming fólksins á
stjórnarstefnunni þarf að fá rétta útrás, þar sem
samtaka máttúr fjöldans skapar honum sjálfmn betri
lífskjör og meiri völd.
Það þarf að herða á baráttunni fyrir fullri atvinnu.
Það dugar ekki að láta bæjarstjóm íhaldsins hald-
ast uppi að svelta hundruð bæjarbúa með því að
neita þeim um vinnu. Það dugar ekki að láta rílcis-
stjórninríi haldast það uppi með fjármálastefnu sinni
og Landsbankans að draga úr allri atvinnu. Verka-
lýðsfélögin bg fólkið allt þurfa að samfylkja sér í
þeirri baráttu.
ÞAÐ VERÐUR AÐ STÖÐVA RÁNSHERFERÐ AUÐ-
VALDSINS GEGN VERKALÝÐ OG MILLISTÉTTUM.
Það verður áð knýja fram hækkað kaup handa verka-
mönnum, betri lánskjör fyrir alla alþýðu og atvinnu-
reksturinn. Það verður að stöðva það rán á elignum
verkalýðs og millistétta, sem nú er framið. Það dugar
ekki að láta litla fjárgráðuga auðmannastétt siriásaman
sölsq undir sig mest allar eignir íólksins.
Þessa baráttu þuvfa verkalýösfélögin aö heyja í sam-
starfi við samtök millistéttanna og smærri atvinnurek-
endur gegn fjárglæfravaldinu í landinu, valdi innstu
klíkna 1 stjórnarflókkunum og auðfyrirtækjunum.
Og þessa baráttu þarf að heyja líka og alveg sér-
staklega með því að brjóta vald þríflokkanna á bak aft-
ur í þingkpsníngum, því þar eru Örlög þjóðarinnar ráðin.
BARÁTTAN fyrir málstað fólksins byrjar nú eftir
íorsetakjörið: '. \
Burt msð yfirdrottnun auövaldsklíknanna yfir atvinnu-
lífinu!
Burt með atvinnuleysiö og kaupkúgunina!
BURT MEÐ RÍKISSTJÓRN AFTURHALDSINS. -
Finuntudagur 3. júlí 1952 — ÞJÖÐVILJINN
(5
Ófullgerð hús - Einkennisbúningar - Frjósamt land
Rafntagnstakniörkuniu
Nagxenni Rvik.ur, .umhverfi EIl-
;• iSáanna vestur að markalínu frá
Flugskálavegi . við Viðeýjarsund,
... vestúr að Hlíðarfseti þáðan til
sjávar við Nauthólsvík. i F.ossvogi.
Laugarnes, meðfram XÚéþpsvegi.
. Mpsfellssveit og Kjalarnesý'Árnes-
og Rangárvallasýsiur. '
iWípáíjíSSl.:
HLEMMURINN ÞAR sem
Laugarvegur og Hverfisgata
mætast, er eini staðurinn í
Reykjavík, sem hefur á sér
dálítinn stórborgarbrag. Þar.
eru hvað mest stórhýsi í bæn-
um. Ekki er ólíklegt, þegar
timar líða, að þarna ver'ði
einskonar annar miðbær, með
miklum verzlunum, en það
fer eftir því' í hvaða átt bær-
inn byggist mest. Það er leitt
hve mörg ný hverfi í Reykja-
vik eru hálfhrá jafnvel löngu
eftir að þau eru hætt að vera
ný. Úr því að menn hafa
ráð á áð koma upp stórhýs-
um, hljóta þeir líka að hafa
ráð á að klára þau. Það er
hálf ömurlegt að sjá' hús
Sveins Egilssonar, fyrsta
stórhýsið sem maður sér þeg-
ar komið er í bæinn. Það er
eins og þáð kom úr steypu-
mótunum. eins óg úfið hraun,
sn gæti ver-
ið hiðl glæsi-
, ••- iégasta', bara
ef eigendumir
hefðu ráð á
að láta pússa
það. Stingur
það allmjög í
stúf við bræð-
ur sína hinum megin við göt-
una, hús Eils Vilhjálmssonar
sem eru til fyrirmyndar um
vi'ðhald. En mönnum er víst
frjálst að hafa hús sín eins
ljót og þeim sýnist.
ÞAÐ ER ÁLITAMÁL hvort
ekki sé kominn tími til að
breyta til um búning lögreglu
þjóna. Að minnsta kos'ti einn
lögregluþjónn er þeirrar
skoðunar að svo sé. Ségir
'hann að búningurinn sé góð-
ur að v.etrimun, en vel hlýr
enda vel uppí háls. En a'ð
sumrinu er hann of heitur.
Álitur hann að það ætti ann-
aðhvort að útbúa alveg nýjan
búning eða fá léttari og
kannske ljósari búning að
sumrinu. Annars væri rétt að
fá skoðanakönnun innan lög-
reglunnar um þetta mál. Bún-
ingurinn mæðir mest á þeim.
ÞEGAR ÞESS er gætt að við
höfum enga herþjónustu er hér
furðu mikið einkennisbúninga
fargan. Yfirmenn á skipum á
stærð við Magna eru eins og
aðmírálar, svo að maður tali
ekki um skipstjóra í kaup-
skipaflotanum með gylltar
randir upp á miðja olnboga.
Úr því v!ð þurfum að hafa
einkennisbúninga, væri vegu"
að samræma þá eitthvað. Eig-
inlega ættu þeir allir að verr
eins, utan mismunandi litiv
Nú er átta eða níu mannr
bifreiðaeftirlit í sérstökur
búningum, og fóik rugla’
þeim oft saman við amerískr
offiséra. Nokkrir flugum-
ferðastjórar eru í sérstökur
einkennisbúningum og svr
' mætti eflaust lengi telja. Þa>'
opinbera mun borga einkenn
isbúninga starfsmanna sinna
Það væri eflaust til hagræð •
is og sparnaðar a'ð gera alb
þietta einkenmsbúningafargar
ofuriítið einfaldara.
★
ÞAÐ ERU VÍST allir íslend-
ingar nú orðið sannfærðir um
það, að landið er frjósamt,
sé moldinni bara einhver sómi
sýndur. Við flytjum inn mik;
íS qí knrXöfliim hvert, Við
getum liæglega flutt út meira
en við. kaupum af þeim, og
'það betri kartöflur en við
kaupum. Að visu er stundum
véðráttan óhagstæð til rækt-
unar, en • það er viðar upp-
skerubrestur en á íslandi.
Möguleikar til ræktunar mat-
jurta eru ekki nýttir nema að
SáralitlúUeyti, miðað við þáð
sem verið gæti, bæði utan-
•húss og innán. Tómatar okk-
ar eru t.d. miklu betri en
í suðlægari löndum, þeir eru
litfegurri eg sætari. Það má
stífa þá úr hnefa eins eg epli,
sunnar er það ekki hægt, þeir
leka niður eins eg vatn. Við
gætum verið sjálfum okkur
algerlega nógir um grænmet-
isrækt, og jafnvel orðið af-
lögufærir.
Fímmtudagur 3. júlí (Cornelius).
185. dagur ársins. — Hefst 11.
vika sumars. — Árdegisflóð kl.
1.05. Síðdegisflóð kl. 13,45. — Lág-
fjara kl. 6,17 og 19,57.
Ríkisskip
Hekla fer frá Rcykjavík á
niorgun til. Glasgoyy. Esja er á
leið frá Austfjörðum tii Rvikur.
Skjaldbreið fer frá ,Rvík á morg-
un til Húnaflóahafna. Þyrill er
norðaniands.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Keflavík í
gær til Rvíkur. Dettifoss fór frá
Vestmanriaeyjum 30. fm. tll Balti-
more og New Tork. Goðafoss er
í Khöfn. Gullfoss er í Rvik. Lag-
arfoss fór frá Rotterdám 1. þm.
til Hamborgar. Reykjafoss fór ffá
Húsavík 30. þm. til Álaborgar og
Gautaborgar. Selfoss fór frá Isa-
firði 1. þm. til Akureyrar, Þórs-
hafriar, Norðfjarðar, Eskifjarðar
og útianda. Tröllafoss fór frá
New York í gær til Rvíkur.
Skipadelld SIS:
Hvassafell lestar tunnur í Udde-
valla í Svíþjóð. Arnarfell fór frá
Hólmavík 30. fm. til Khafnar og
Stettin. Jökulfell iestar frosinn
fisk á Fáskrúðsfirði.
Flugfélag Is.iands h.f.:
Fiogið verður tii Akureyrar, Ve.
Blönduóss, Sauðárkróks, Reyðarfj.
og Fásikrúðsfjarðar. — Á morgun
til Akureyrar, Vestmannaeyja,
Kirkjubæjarklausturs, Fagurhóls-
mýrar, Hornafjarðar, Vatneyrar
og Isafjarðar.
Læknavarðstofan Austurbæjar-
skólanum. Kvöldvörður og nætur-
vöfður. — Simi 5030.
Næturvarzla í Xngólfsapóteki. -—
Sími 1330.
Spornið gegn minnkandi atvinnu
í landinu með því að kaupa inn-
lendar iðnaðarvörur.
Búnaðarbi: Freyr.
júli-hefti ;þ.á., fef
komið út. Efni:
Björn Sigurðsson:
■Bólusetning gegn.
gárnaveiki, lörig
grein með . línurit-
um og töflum. Jón Eiríksson:
Horft y-fir landið af Aimanna-
skarði, með mörgum myndum.
Jakob Gíslason og Glúmur Björns
son: Raforkumál sveitanna. Sig-
urjón Rist: Áttavitinn. Grein um
Eyjólf á Hvoli, og minningarorð
um Björn Simonarson. Gfeinar
•eru ,um fóðurti-yggingarsjóði qg
súmarbeit á ræktuðu landi, fóðr-
unartilraunir og ýmislegt fleira.
—- Freyr er myndarlegt tímarit.
Frá Rauða Krossi tslands
Börn á vegum Rauða Kross Is-
lands, sem eiga að fara að
Silungapolii, eiga að mæta ki. 1
þann 5. júlí á planinu hjá Arn-
arhólstúni móti Ferðaskrifstofu
ríkisins. Atuga þarf að börnin
hafi með sér skömmtunarmiða.
Frá Rauða Krossi tslands
Börri á vegum Rauða Kross Xs-
lands, sem eiga að fara að
Laugarási, eiga að mæta ki. 9
þann 5. júlí á planínu hjá Arn-
arhólstúni ipóti Ferðaskrifstofu
ríkisins. Atiiuga þárf að börnin
ha.fi með sér skömmtunarmiða.
t sambandi viö
komu hinna iioi--
rænu kirkjuiónlist-
armanna verður
guðsþjónusta í
Dómkirkjuuni í
dag kl. 13.30. Séra Ásmundur Guð-
mundsson prófessor prédilcar en
séra Jón Auðuns dómprófastur og
séra Óskar J. I'orláksson dóm-
kirkjupréstur þjóna fyrir altari.
19.30 Tónleikar:
Danslög (plötur).
19.40 Lesin dag-
skrá næstu viku.
20.20 Kórsöngur:
Karlakórinn
„Þrestir" í Hafnarfirði ■ syngur lög'
eftir Friðrilc Bjarnason; höfund-
urinn stjórnar. 20.35 Erindi: Um
stafsetningu og framburð (Hlöðv- .
er Sigurðsson skólastjóri). 21.00
Tóraleikar: Kvartett í F-dúr op.
96 (Negra-kvartettinn) eftir Dvor-
ák (Björn Ólafsson, Jósef Felz-
mann, Jón Sen og Einar Vigfús-
Framhald á 7. síðu.
Mynd þessi, sem er send út af bandaríslcu fréttastofunni Associated Press, sýnir
vopnaða bandaríska hermenn leggja til atlögu við fangana á Koje-eyju, sem tím-
um saman vörðust, árásinni með hníi'um og berum hnefum.
„Við væntum stuðmngs ykkar"
Orðsending frá herföngunum á Kojjr-rgjjn
Kóresku og kínversku föngunum á Kojeeyju hefur tek-
izt að koma bréfi út úr fangabúöunum og til Norður-
Kóreu. Skjalið er undirritað af 6233 trúnaöarmönnum.
sem fangamir hafa kosiö sér til aö gæta hagsmuna simxa,
Fyrstu orö bréfsins eru jxessi:
„Líf okkar er í hættu, hjálpiö okkur aö komast sem
íyrst úr þessu ameríska helvíti. Orösending frá föngnum
liqrmönnum og liösí'oxing'juln alþýðuheirsinB á eíynn(i
Koje“. Þetta er fyrsta fi’ásögn xxm hi-yðjuverkin á Koje,
sem ekki kémur frá þeim sem verkin frömdu, heldur
þeim, sem fyrir þeim uröu.
I upphafi hréfsins er sagt>
að því verði komið á laun út
úr fangabúðunum og skæru-
liðar hafi lofað „að gera allt
sem í þeirra valdi stend-
ur til að sjá um að þessi
orðsending nái til vorrar
frjálsu fósturjarðar, til
æðsta yíirboðara vors og
leiðtoga þjóðar vorrar, Iíim
Ir Sen, ti! alira liennanna a.1-
þýðuhersins, til allrar þjóð-
ar vorrar“.
Hér fer á eftir seinni hluti
bréfsins, þar sem taldir eru
nokkrir af stríðsglæpum
Bandaríkjamanna, frömdum
á vopnlausum herföngum:
,,18. maí voru 13 vinir okkar
í fangabúðinni nr. 76, þar sem
Dodd hershöfðmgja var haldið
föstum, myrtir á hroðalegan
hátt eftir fyrirskipun frá hin-
um bandaríska hershöfðingja
eyjarinnar, Boatner.
19. maí gerðu Bandaríkja-
mennirnir sig seka um glæp-
samlegt ahæfi í fanga.búð nr.
66. Þeir tilkynntu að allir her-
fangar, sem vildu snúa heim
til Norður-Kóreu ,skyldu stilla
sér upp klukkan 7 um kvöldið
við bragga sína og vera búnir
til að fara um borð í skip. Það
kom í ljós að allir fangarnir án
undantekningar vildu heim.
Þegar þeir höfðu stillt sér upp í
raðir, hófu Bandaríkjamenn
skothríð á þá með vélbyssum
og tundurvörpum. og sendu
skriðdreka gegn þeim. 127 af
félögum okkar voru drepnir,
margir særðust“.
„Næstu tvo daga — 20.
og 21. maí — voru 1000
félagar okkar í fjóríiin dpild
uni fangabúðanna kallaðir
til bandarísku herstjórnar
innar á eynni til yfirheyrslu
óg var lesin upp fyrir þeim
tillaga um syonefnda „vaÞ
frjálsa heimsendingu“ fang
anna. Iíundruð fanga komu,
ekki aftur frá þessari yfir
lieyrsiu og örlög þeirra eru
ókunn. Margir komu þaðan
aftur með albióðug andlit
flakandi hendur, sár eftir
hnífsstungur í brjósti og
merki eftir glóandi járn á
höndum, baki og brjósti.
22. og 23. maí gerðu hin-
ir bandarísku fangaverðir sig
seka um blóðug múgmorð
deildunum nr. 602 og 72. 88
af félögum okkar voru drepnir
með vélbyssuskotum og hand-
sprengjum, og 39 særðust,
23. maí voru fjórir af vin-
um ökkar í fangabúð nr. 76
Eramhaid á 6. síðu.
Það verður að frelsa þá
López Raimundo og íélagar hans fyrir fasistískum
herrétti.
Herverðirnir þutu að fallbyssunum með
rjúkandi kyndia. Andlit emírsins var af-
myndað af reiði og æsingi. — Tilbúnir,
öskraði hann. Til hallarinnar.- Til hali-'
arinnar.
Hann sveipaði skikkjunni að sér og geyst-
ist inn í höllina; á eftir honum komu
þjónarnir méð tóman burðarstólinn, og því-
næst vezírarnir, böðlarnir, verðirnir og- aiit
íöruneyti omírsins.- « . . ;-.U i" ..
Fílarnir einir lögðu af st.að með tilheyr-
andi virðuloik, því þó þeir að sjálsögðu
teldust tii föruneytis, emírsins höfðu þeir
enga ástæðu til að óttast fólkið'.
Hallarhliðið þunga lokaöist eftir emirnum
og föruneyti lians.. En markaðssvæðið var
fullt af fólki, syngjandi með miklum há-
vaða og naf-n • Hodsja Násreddíns var. á
hvers' maijns VQfum: . ,
Laust fyrir midj.an marz-
mánuö í fyrra hófust á Spáni
yíðtækustu verkföll sem þar
hafá ofðið um daga Frairkó-
s'tjórnarinúaf. Upptökin áttu
verkamenn' í Barselónu, höfúð-
borg Katalóníu, mestu iðnaðar-
borg á Spáni. Fyrsta daginn
tóku þar þátt í kröfugöng-
um nær hálf milljón manns.
Breiddust verkföliin síðan all-
mjög út um austurhluta lands-
ins. Yfirlýstur tilgangur þeirra
yar sá að mótmæla vaxandi
dýrtíð í. landinu, en fyrr en
Várði voi'ti þa.u orðdn voldug
mótmælahreyfing gegn Frankó
og böðulsveldi hans. Þátttaka
verkafólks var slík að skyndi-
lega opnuðust augu heimsins
fyrír því' að á -Spáni' væri þó
enn lifandi alþýða, sem hefði
dug og þor til að berjast fyr-
ir rétti sínúm. Heimurinn vakn
aði til nýrrar vitundar um
Spán, lúð föla fólk, hið bióði-
rokna land.
Frankó sendi brynvagna,
hiaðná herliði og morðvopmmi,
gegn verkamönnum Barselónu.
Nokkrir þeirra voru drepnir í
þeim át.ökum, eins og títt er
oi’ðið meðal frjálsra þjóða þeg-
ar múgurinn vill eitthvað vera
að derra sig. Þar að auki voru
hundruð manna teknir til
fanga, rannsakaðir og yfir-
heyrðir dögum og vikum sam-
an. Örlög þeirra. síðan eru mér
ókunn, en í fyrravor spurði
heimurinn þau tíðindi áð 34
leiðtogar verkfallsmanna biðu
dóms ,í fangelsum Frankós.
Þetta voiú flest óþekkt nöfn,
en æská heimsins ’þekkti þó
eitt þeirra: nafnið Lopez Rai-
mundo.
Friá skrifstofum Frankós
voru þau hoð - íátin út ganga
að Raimundo og félagar hans
væru ,,sakaðir“ uni að hafa
skipulagt verkföllin og kröfu-
göngurnar í Barselónu, og
stjórnað þeim. Þegar almenn-
ingsálitið tök þá „sök“ þeirra
ekki gilda var því bætt við að
þeir hefðu verið að reyna að
endurskipuleggja Sósíalíska
einingarflokkinn í Katalóníu og
útgáfu blaðs hans. Forustu-
menn hinnar skipulögðu heims-
æsku, í Alþjóðasambandi lýð
ræðissinnaörar æsku og Al-
þjóðasamb. stúdenta, þekktu
Raimundo persónulega frá
þingum og fundum þessara
sambanda. Sáu þeir a.ð líf
þeirra félaga var í hættu, og
hófust nú handa að bjarga
þeim. Fyrir forgöngú samband-
anna rigndi nú mótmælum ýfir
Spánarstjórn, með kröfu um
að Raimundo og félagar hans
yrðu' látnir lausir. Var meira
að segja stofnuð alþjóðleg
nefnd til að vinna a’ð þessu
verki, og áttu meðal annarra
safeti í henni þau Paul Eluard
og Eugenie Cotton. Mótmæiin
drifuað hvarvetna úr heim-
inum; frá Viet Nam, Burma,
Líbanon, Argentínu, Noregi,
íslandi, Albaníu, Bandaríkjun-
um. Mótmælabréf og lausnar
kröfur hlóðust upp lijá Sam-
einuðu þjóðunum, Spánar-
stjórn, og spænskum sendiherr-
um og konsúlum vitt um heim
Hvað eftir annað átti að taka
mál tugthúsiimanna fyrir
spænskum herrétti. Jafnoft
hefur því verið frestað á síð
ustú stundu. í apríl síðastlið-
inn var því til dæmis tvisVa.r
skotið á frest. Það má fullyrða
að þessi bréf, vitni almennings
álitsins í heiminum, hafi enn
sem komið er bjargað hinum
spænsku drengjum.
.,:Fi’ankóstjórain hefur brugð-
ið æ metri leynd yfir líf og
líðan Raimundo og féiaga hans
I tugthúsinu. En nú hefur það
síazt út að mál þeirra sé tek-
ið fyrir í herréttinum þessa
dagana. Fara réttarhöldin fram
fyrir lokuðum dyrum, og ér
sakborningum að mestu mein-
að að koma við lögmætri vöm.
I fyrra fékk Raimundo leyfi
til áð velja sér sjálfur verj-
anda. Vaidi hann prófessor við
háskólann í Barselónu, Don
Oktavio Perez Viktoria; man n
sem hefur látið sér sæmilega.
annt um vísindaheiður sinn.
Tók hann vörnina fúslega að
sér, en einn dag komu fanga-
verðirnir til Raimundo og
skýrðu honum frá því að Don
Olctavio gæti ekki komið því
við að annast vörn hans, hann
væp svo önnum kafinn. En
sækjandinn er löngu ákveðimi,
og hann hefur nægaii tíma. Sá
heitir Jesúpétur, Jesus Perez,
er kunnur foringi svonefndrar
,,Bláu herdeildar“ á Rússlands-
vígstöðvunum í síðasta stríði.
og hefur af bandamönnum ver-
ið yfirlýstur stríðsglæpamaður.
Hann er að sjálfsögðu mátu-
iegur sækjandi í þessu máli.
Siðgæðisvitund hans flökrar
ekki við því. Og „bandamönn-
um“ flestum flökrar ekki held-
ur við honum leng'ii'. —
Glæpamenn eiga óvíða hægari
. - ,. ■ , .. ii
Loiiez Kainumdo
leik á borði en í sækjanda-
stúku í lokuðum réttarsal.
Ég hef undir liöndum hrylli-
legar lýsingar á þeirri meðferð
sem þeir Raimundo hafa orð-
ið að sæta í tugthúsum blóð-
hundsins spænska. Hefur þó
Raimundo sjálfur orðið harð-
ast úti, og var liann í upp-
hafi píndur með allri nvitíma-
tækni djöfulóðra kvalara. Átti
hann að ljóstra upp um meint
samsæri gegn öryggi ríkisins
og stjórn Frankós, og benda
á dvalarstáði helztu samverka-
manna sinna í fyrirtækinu.
Hvað Sfcm Raimundo kann, að
liafa haft að segja, þá þagði
hann sem steinn. Sú h'etjusaga.
verður heimi kunn fyrr en síð-
ar. En þeir sem lesið hafa.
■þessar frásagnir geta varia ver-
ið í vafa um það að honum
er dauíinn einn fyrirhugaðúr.
eða mjög þungur fangelsisdóm-
ur. Raimundo er í dag í bráðri
hættu, ásamt félögum sínum
fleiri eða færri. — Nú þurf-
um við enn að kveðja okkur
hljóðs, ef verða mætti }oim
til björgunar. Sameinað kall
heimsins eitt getur frelsað
þessa menn úr klóm kúgara,
sinna. Sæmd mannkynsins
liggur við.
Þeir sem vilja koma á fram-
færi mótmæium, án miliigöngu,
Framhald -á 6. síðu.