Þjóðviljinn - 22.08.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.08.1952, Blaðsíða 1
Kurt Schumacher Iátinn Föstudagur 22. ágúst 1952 — 17. árgangur — 187. tölublað Kurs Schumacher, höfuðleið- togi hægrisósíaidemokrata í Vestur-Þýzkaiandi, lézt að heimili sínu við Bonn í fyrrinótt 56 ára að aldri. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að striða.' Greiðsluhagnaður Reykjavíkur aðeins 840 þús. þótt tekjurnar færu 13 millj. kr. fram úr áætlun Skulelir bæjarins 42 niilljón- ir. hærri en nokkru siiuii lyrr Reikningar Reykjavíkurbæjar árið 1951 voru lagðir íyrir bæjarstjórn í gær og íór fram fyrri um- ræða um þá. Framsögumaður bæjarfulltrúa sósíalista, Guð- mundur Vigfússon, gagnrýndi harðlega þá stefnu bæjarstjórnarmeirihlutans, að auka sífellt eyðslu í bæjarrekstrinum og þyngja álögur á bæjarbúum svo að þær eru að verða almenningi óbærilegar. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri gaf ýmsar athyglisverðar upplýsingar í framsöguræðu sinni. Skuldir bæjarins, sem voru 24,5 millj. kr. í árslok 1949, hækkuðu upp í 40,5 millj. 1950 og enn upp í 42,5 millj. 1951. ískyggilegt fjárhagsútlit. Innheimta útsvara gengur æ tregar. í árslok 1947 voru inn- heimt 88,9% álagðra útsvara. I árslok -948 voru 82,2% inn- heimt, 1949 79,9%, 1950 76,7% og í árslok 1951 voru ekki inn- heimt nema 71,7% álagðra út- svara. Kvað borgarstjóri því ekki að leyna að um greiðsluörðug- leika væri að ræða hjá bænum og yrði að ræða það mál á, næstunni. Stafaði það í fyrsta lagi af æ tregari innheimtu út- svara og i öðru lagi af því að möguleikar á öflun lánsfjár hafa þorrið: Mestur hluti skulda ibæjarins eru lausaskuldir. Á síðastliðnum fimm árum hefur Bruðl íhaldsins aðeins tekizt að afla Reykja- víkurbæ eins fasts láns, sjö millj. króna til þriggja ára. Þá skýrði borgarstjóri frá því að ríkisstjórnin trássaðist við að greiða ýmis lögboðin framlög ríkissjóðs svo sem til skólabygginga og yrði leitað úrskurðar dómstólanna um greiðsluskyldu ríkisins á þessu fé. Sjóðir eyddir. Guðmundur Vigfússon benti á að á fjárhagsáætiun bæjar- sjóðs árið 1951 var gert ráð fyrir 75,2 millj. kr. tekjum og með aukaniðurjöfnuninni 81,1 millj. Nú reyndust tekjurnar 88.2 millj. eða 13 millj. meiri en upphaflega var gert ráð fyrir og 7.1 millj. meiri en endanlega var áætlað. Þegar þess er gætt, hve geysilega tekjurnar fóru fram úr áætlun 'hefði mátt búast við glæsilegri rekstursafkomu. Flestir myndi •hafa búizt við að skuldir myndu lækka eða að minnsta kosti yrði komist hjá skulda- hækkun. En nú hefur reynslan orðið sú að greiðsluhagnáður hefur aðeins orðið 840 þús. kr. og skuldir eru hærri en nokkru sinni fyrr, hafa hækkað á ár- Guðmundur Vigfússon. inu um tvær millj. kr. upp í 42,6 millj. Eins og fyrri daginn eru framkvæmdasjóðir bæjarins ekki fyrir hendi, ef grípa ætti tii þeirra, svo sem ráðhússjóðs, yrði að leggja álögurnar, sem þeir nema, á bæjarbúa að nýju. Eyðslustefna íhaldsins. Rekstrarreikningur sýnir það, sagði Guðmundur, að nær allir gjaldaliðir hafa farið fram úr áætlun og sumir mikið. Á sum- um liðum kann þetta að vera eðlilegt en mestu veldur þó tvímælalaust eýðslustefna bæj- arstjórnarmeirihlutans, sem haldið er áfram af fullkomnu andvaraleysi þrátt fyrir ítrek- aðar aðvaranir minnihlutaflokk anna. Kostnaður við stjórn bæjarins vex hröðum skrefum. I hitteðfyrra fór hann 500 þús. kr. fram úr áætiun og nú 700 þús. enda þótt til hans væri riflega áætlað. Engin frambæri- leg rök eru færð fyrir greiðslu 367 þús. kr. fyrir aukavinnu á bæjarskrifstofunum. Bifreiðakostnaður bæjarins er 1 nú 294 þús. og er hann sjö : þús. 'kr. lægri en 1950. Óhætt er að fullyrða að hin harða ; gagnrýhi, sem þessi kostnaðar- liður hefur sætt, hefur borið þann árangur að honum hefur verið haldið niðri. Afleiðingar lánsfjár- kreppunnar. Guðmundpr Vigfússon benti á að fyrirtæki bæjarins skulda bæjarsjóði stórfé, rafveitan t. d. 3.6 millj. Þessu veldur bann ríkisstjórnarinnar við útlánum úr lánsstofnunum. Það ráð er tekið að hækka álögur og gjöid fyrir veitta þjónustu. Almenn- ingur í bænum er þannig látinn taka að sér það hlutverk, sem iánsstofnunum ber að hafa á hendi. Fé er sótt í vasa al- Harding er yfirmaður brezka Rínarhersins, en mun í haust taka við embætti herráðsstjóra brezka heimsveldisins. Hann lýsti því m. a. yfir við blaða- menn, að ,jþýzk hernaðarvísindi mundu eigá mikinn þátt íl vörn- um Vesturveldanna“. „Þrátt fyrir allt voru það mennings, sem nú á fullt í fangi með að sjá sér farborða. Æ meira er þrengt að gjald- þegnunum. 'Ekki var laust við uggs gætti í ræðu borgarstjóra og er það ekki að furða. En. það er ekki við góðu að búast meðan fylgt er þeirri stefnu Framhald á 6. síðu. 299 þorp jöfnuð við jorðu Fréttaritari Pravda í Pyong- yang hefur skýrt frá því, að meira en 200 þorp í Kóreu hafi verið jöfnuð við jörðu í loftárásum B'andaríkjanna síð- ustu vikurnar. 18.000 sprengjum hafði á þrem vikum verið varpað yfir Pyongyang, Wonsan, Hamung og Chonchin. fejóðverjar sem börðust við' Rússa í heimalandi þeirra í síðasta stríði,“ bætti hann við. Þegar einn blaðamannanna minnti á, að Þjóðverjar hefðu goldið afhroð í þeim viðskiptum brosti hann og sagði: „Það er aldrei of seint að læra af and- streyminu“. Reynsla þýzka hersins mikilvæg fyrir varnir Vesturlanda! Ummæli brezks hershöfðingja tilefni fyrir- spurna í brezka þinginu Þingmenn úr brezka Verkamannaflokknum munu þeg- ar brezka þingið kemur saman aftur eftir sumarleyfin gera fyrirspurn til stjórnarinnar vegna ummæla brezks hershöföingja, Hardings að nafni, á fundi méö blaða- mönnum í Bonn fyrir skömmu. Á reikningum bæjarins árið 1951, sem borgarstjóri lagði fram á bæjarstjórnarfundi í gær, var einn lítill liður, sem vakti nokkra athygli bæjarfull- trúa og sýnir glögglega bruðl íhaldsins og meðferð þess á fé almennings. Þessi litli liður er gjaldaliður V-3-b og kallast þóknun til leikvallanefndar. Samkvæmt reikningnum höfðu 5.700.00 kr. verið greiddar til leikvallanefnd ar á árinu 1951. Það upplýstist á bæjarstjórnarfundinum, að Benedikt Gröndal, sem er í leik- vallanefnd, hafði enga þóknun fengið. Hann sagðist hafa farið á bæjarskrifstofurnar til að afla sér uppiýsinga um þessa einkennilegu greiðslu. Fékk hann þá þær upplýsingar að bara formaður leikvallanefndar hefði fengið greiðsluna og hún skiptist þannig: 3000.00 kr. fyrir formennsku í nefndinni. 2700.00 fyrir eftirlitsstörf. 5700.00 kr. Benetlikt sagði, að Ieik- vallanefnd hafi á öllu árinu 1951 haldið aðeins einn f’und og hann stóð í tæpan ktukku- tíma! Fjármálastfórn bœ]arst]órnarlhaldsms: Rúmlega 22 millj. kr. af útsvarsklyf j» unum óinnheimtar um áramót Greiðslui fyrir aukavinuu í bæjarskrifstofunum námu 367 þús. kr. — þar af kí. 222 þús. í skrifstofu borgarstjóra. Kostnaður bæjarins af bifreið borgarstjórans nam nær 80 þús. kr. árið 1951 Bœjarsjóður Eótinn greiða borgarstjóra 36 þús. Ecr. í „risnu" viðbótar 22 þús. kr. föstu risnufé hans! Eggert Þorbjarnarson, endurskoöandi bæjarreikning- anná, hefur birt viö þá ýtarlegar athugasemdir sem bera greinilega vott um hvert stefnir með sívaxandi álögum íhaldsins á bæjarbúa og vægast sagt furðulega meðferð þess á fé bæjarinis. Þann 31. des. sl. nam upphæð ó- greiddra útsvara er lögð voru á 1951 samtals kr. 22.161. 881,31. Samtímis hækkaði innheimtukostnaður annar en laun úr kr. 143.808,54 er hann var 1950 í kr. 214.703,07 árið 1951. í skríifstofum borgarstjóra, bæjai-verkfræðings, húsameistara, byggingarfulltrúa, endurskoðunar ogmann tals voru greiddar kr. 367.518,83 fyrir aukavinnu á árinu, þar af kr. 222.027,45 í skrifstofu borgarstjórans sjálfs! Kostnaður bæjarins við bifreiðina R-612, sem er einka- bifreið’ Gunnars Thoroddsen borgarstjóra, nam á árinu samtals nær 80 þús. kr. eða nákvæmlega kr. 79.452,50. Þá heíur borgarstjóri í'engið greiddar samtals 58 þús. kv. í persónulega risnu og eru ekki nema 22 þús. af þclirri upphæð hið fastákveðna risnufé borgarstjófa. Má sjá af þessum dæmum einum saman að borgarstjóri mun bæj- arfélaginu býsna dýr þegar öll kurl koma til gi'afar. Hér l'ara á eftir athugasemdir Eggerts Þorbjarnasonar í heild: „1. 31. 12. 1951 nam upphæð greiddra útsvara, tekjul. I-l-a, kr. 50.708.080,00 (skv. höfuðbók). Óinnheimt útsvör voru á sama Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.