Þjóðviljinn - 31.08.1952, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1952, Blaðsíða 6
<3) — JÞJÓÐVILJINN — Sunnudagiir 31. ágúst 1952 Bókmeimtir Framhald af 3. síðu. til að Einar Ólafur Sveinsson léggi á hilluna um skeið ferða- sögur' frá írlandi og erindi frá IJjaltlandi og vinni næstu árin áð sögu íornbókmenntanna. Ég légg til að Jón Helgason pró- íessor hefjist í sama mund handa um næsta bindi bók- mennta sögunnar, um ,,svörtu a]dirnar,“ og láti Heiðarvíga- sögublaðið heldur bíða^á með- an; og Steingrímur J. Þor- steinsson byrji sama dag á sögu bókmenntanna frá 1800 eða svo og fram undir þennan dag. Allir þessir menn eru gjör- kunnugir efni sínu, þannig að við gætum átt stóra bókmennta- sögu eftir svo sem fimm ár. Auðvitað er það samt ekkert skilyrði að þessir menn vinni verkið, en manni koma þeir strax í liug. Og ég mundi treysta þeim öllum til að skrifa bókmenntasögu er glæddi ekki aðeins skilning okkar á íslenzk- um bókiun, heldur einnig þjóð- . Ufi ok’kar, menningu og stöðu í líéiminum. Ef slíkt verk hæfði ékki stúdentum á háskólabekk niimdi hægurinn hjá að láta þá hafa aðra bók er hið fyrra wrkið væri unnið. Háskólakenn- iurum ríður ekki minna á því en öðrum mönnum að vinna þau verk sem nauðsynlegust eru og ■brýnust. . Manni kemur líka í hug að cinhver bókaútgefandi að at- vinnu hefði forgöngu um samn- ángu þsssa verks ef Háskólinn af einhverjum ástæðum teldi sig ekki geta látið vinna það. Einhvemtíma liefur íslenzkum útgefendum boðizt brattara, en það að koma fiá sér þremm’ bindum um bókmenntir þjóðar- innar, jafnvel þótt meðalbækur væru. Þeir ættu að hugleiða málið. Hitt er svo annað mál að það er ehmig nauðsyn að varpa ljósi marxískrar söguskoðunar jrfir íslenzkar bókmenntir, ekki síð- ur en sögu þjóðarinnar í heild. I svipinn kem ég ekki auga á menn sem mundu vinna það verk nema á miklu lengri tíma. Þeir munu hinsvegar gefa sig fram í fyllingu túnans..—- þhgae verkalýðshreyfingin og_ þjóð- féla,gsþróunin kallar. B. B. Bæjarpósturiim Framhald af 4. síðu. sinnum. en áhorfelidurnir komu ekki. Þannig..er búið áð fai’a .með' kvikmyndasmekk fjöldans; slík efu áhrif:. áiúer- íska ruslsins og morðitíynd- anna serh oftást eru til sýnis í kvikmyndahúsunum. Ekki mun enn afrá'ðið hvort mýnd- in verður tekin til sýninga að nýju en verði það gert ættu þteir sem nú sitja með sárt enni og unna kvikmyndalist ekki að láta myndina fram hjá sér fara. ★ B. K. SKFIIFAR: Við eigum að sögn mik1ar innistæður suður á Spáni fyrir útfluttan fisk Gjaldeyrisyfirvöldin vita ekki hva'ð þau eiga af þessu fé að gera og þessvegna var gripið til. Hekluferðarinnar suður þangað En ekki eru pesetarn- ir gefnir fremur en annar gjaldeyrir. Það er krafizt 25% álags og það sem verra er, dytti nú einhverjum í hug að kaupa sér þennan gjald- - eyri í riflegrq lagi og ælti af- gang þegar heim kemur er með öUu neitað að taka vio 'því sem eftir kynni at' vera, Þetta er óheppilegt fjTir- komulag og því kem ég þess- uri aðfinnslu á framfæri. B. K.“ BAMBARÍSS HARM 248. DAGUR i , 1 i j i i H Síðan reis sami maður aftur upp og sagði: ,,New York fylki gegn Clyde Griffiths." Síðan .reis Mason á fætur, stóð við borð sitt og sagði: „Sækjandinn er reiðubúinn." Síðan reis Belknap upp og sagði kurteis og hógvær: „Verjandinn er reiðubúinn." Svo stakk sami maður hendinni niður í ferhymda öskju, sem stóð á borðinu fyri-r framan hann, dró upp bréfmiða og kallaði „Simeon Dinsmore" og um leið kom lítill, liokinn maður.í brún- um fötum, með hendur eins og.klær og meitlaða andlitsdrætti, og settist í kviðdómsstúkuna. Ög Mason gekk til hans. — nef- brotið andlit hans var ógnandi og sterk rödd hans heyrðist um allan salinn — og fór að-spyrja hann um aidur, atvinnu, hvort hann væri kvæntur eða- ekki, hve mörg böm hann. ætti, hvort hann væri með eða móti dauðarefsingu. Og Clyde tók eftir því að síðasta spurningin virtist hleypa manninum í einhveni æsing, því að hann svaraði strax af miklum móði: „Ég er sannarlega t’ylgjandi dauðarefsingu’ — í sumum tilfellum" — og við þetta svar brosti Mason lítið eitt, en Jephson leit á Belknap, sem taut- aði hæðnislega: „Og svo eru þeir að.tala um hlutlaus réttarhöld." En um leið virtist Mason gera.sér Ijóst, að þessi heiðarlegi og helzt til sannfærði bóndi. væri of sterkur í trúnni, og hann sagði: „Með leyfi réttarins leyfi ég mér að vísa þessum manni frá.“ Dómarinn leit spyrjandi á Belknap, sem kinnkaði kolli til sam- þykkis og maðurinn var látinn fara. Og réttarþjóiminn tók annan bréfmiða upp úr öskjunni og kallaði því næst: „Dudley Sheerline.“ Og hávaxinn, grannur maður um fertugt, snyrtilega klæddur og varfærinn í framkomu tók sér sæti í stúkunni. Og Mason fór að spyrja hann á sama hátt og hinn manninn. En þrátt fyrir 'aðvaránir Belknaps og Jephsons, var Clyde orðinn stirður og kaldur og það var eins og blóðið hefði þorrið í æðum hans. Hann fann greinilega að áheyrendur voni lionum fjandsamlegir. Og í þessum mannfjölda — það fór hrollur um hann — voru foreldrar Róbertu, jafnvel systkini, og öll horfðu þau á hann og vonuðu af öllu hjarta að hann fengi verðskuldaða refsingu, eins og staðið hafði í blöðunum undanfamar vikur. Og fóikið frá Lycurgus og Tólfta vatni, sem ekki hafði hirt um að senda honum línu, af þ.ví að það gerði ráð fyrir að hann væri sekur — var það séma? Jill eða Gertrude eða Tracy Trumbull til dæmis ? Eða Wynette Phant eða bróðir hennar? Hún hafði verið í tjaldbúðunum við Bjarnarvatn, daginn sem hann var liandtekinn. Hann fór að hugsa um allt hitt fólkið úr yfirstéttinni, sem hann hafði kynnzt síðast liðið ár og gæti irú séð hann í réttu ljósi —r fátæikan, auman og yfirgefinn og á- kærðan um hræðilegan glæp. Og hann hafði einmitt - gortað af 'liinu áuðuga frændfólki sínu hér óg í veSturfýlkjúiiúffi. Og n'ú áliti þetta fólk auðvitað að hanri hefðí gert'það sém ha'nh háfði' ráðgert í upphafi, án þess að/vifa um eða skejria uxn hina hlið málsins -— þunglyndi hans og ótta — vandræðin sem hairn hafði Ient í I sambandi við Róbertu — ást hans á Sondru og framtið- ardrauma. hans. Það gæti ekki skilið það og hami mátti ekki segja neitt um það, hversu feginn sem hann vildi. En hann varð að fara að ráðum Belknaps og Jephsons, bera höfuðið hátt og brosa, vera að minnsta kosti óttalaus og mæta augnaráðum fólksins án þess að blikna. Og nú sneri hami sér við, en um leið rann honum kalt vatn milli skinns og hörunds. Því að þama — hamingjan góða, hvílíkt ættarmót — til vinstri handar við hann á bekk við vegginn var kona eða stúlka senr virtist vera lifandi eftirmynd Róbertu! Það var systir liennar — Emily — sem hún hafði oft minnzt á — honum varð hræðiiega hverft við! Hjsrta harisi hætti næstum að slá. Þetta hefði getað verið Róberta. Og hún einblíndi á hann draugalegum, en }oó raunverulegum þungum ásökimaraúgum. Og við hlið hennar sat önnur stúlka svipuð henni — og næst henni gamli maðurinn, faðir Róbertu — hrukkótti gamli maðurinn, sem hann hafði hitt daginn sem hann spurði til vegar, og nú horfði á hann rneð ofsa í augum eins og hann vildi segja: „Morðinginn þinn. Morðinginn þinn.“ Og við hlið hans sat blíðleg, lítil og veikluleg lcona um fimmtugt, með blæju fj’rir andlitinu og bauga fyrii- neðan augun, og þegar hún mætti augnaráði hans leit hún und- an eins og í þjáningu en ekki hatri. Þetta var vafalaust móðir hennar. En hvað þetta var skelfilegt. En hvað þetta var kvelj- andi og ömurlegt. Iíami hafði ákafan hjartslátt. Hendur hans .skulfu. Til þess að jafna sig leit hann niður, fyrst á hendur Belknaps og Jephsons, sem lágu á borðinu fyrir framan hann, og þáðir f'tluðu þeir við blýant og blokk meðan þeir' horfðu á Mason og mennina sem - hann var að spyrja spjörunum úr í kvið- dómendaslúkunni — nú var það feitlaginn maður. j£n liyað hendur þeirra Jephsons og Bel'knaps vóru ólikar —• hendur hins- hðamefnda voru- svo -stuttar og mjúkár og hvítar, en Lendur hins fj’rrnefnda voru svó langar, brúnar, magrar og hnúaberar. Og Belknap var svo alúðlegur og viðfeldinn í fasi í réttarsalnum — í-ödd hans — „Ég vil biðja þennan kvið- dómanda að draga sig í hlé“ — var gerólík rödd Masons sem hrejriti iit úr sér „Kemur ekki til greina“ — og svo hvíslaði Jephson hægt en festulega: ,,Láttu hann fara. 'Alvhi. Hann-er ckki við okkar hæfi.“ Og allt í einu sagði Jephson í eyru hans : „Réttið úr yður! Þér megið ekki vera svona aumingjalegui-, Horfið beint í augun á fólki. Það gerir j’ður ekkert mein. Þetta cru bara bændur sem eru að skemmta sér.“ En Clyde tók eftir því að margir fréttamemi og teiknarar höfðu ekkl augun af honum og voni ýmist að teikna hann eða skrifa um hann, og nú eldroðnaði hann, því að hann fann áköf eugnaráð þeirra og hejTði ákafar samræður þeirra jafn vel og klórið í peimum þeirra. Og í blöðunum mjmdu þeir lýsa ná- fölu andliti hans og skjálfandi höndum — og móðir hans í Denever og allir í Lygurgus læsu það — að hann hefði horft á Aldenfjölskj’lduna og Aldenfjölskyldan horft á liann og hann héfði litið imdan. En — eri — hann varð að herða. upp hugann —: rétta úr bakinu og líta'í krihgum sig — annai’s ■ yrði Jephson reiðúr. Og hann reyndi eftir megni að bæla niður óttann, líta upp, snúa höfðinu lítið eitt og horfa á fólkið. En næst veggnum, öðru xriegin við háa gluggami, kom liann aúga á Tracy Trumbull eins og haim hafði óttazt, og hann var sjálfsagt viðstaddur vegna áhuga á lögnm en c-.kki vegna með- aumkunar og samúðar með honum —- en þama var hami og horfði ekki á hann þessa stundina, guði sé lof, heldur á Mason, sem var að leggja spumingar fyrir feita mannimi. Og við hlið hans sat Eddie Sells, með þykk og sterk gleraugu fyrir nærsýn- um augunum og horfði í áttina til Clydes en virtist þó ekki sjá hann, því að hann sýndi þess engin merki. En hvað þetta var þreytandi. oOo—■ —oOo “oOo— •—oOo— oOo~- —oOo* “ÓO#* BARNASAGAN Abu Hassan hinn skrýtni efta sofandi vakinn 38. DAGUR og stökk aí stað í tómum nærbuxunum; dansaði hann með ambáttunum og íór það svo skringilega, að kalííinn, sem sat í íylgsni sínu, rak upp skelli- ’hlátur og Hló svo hátt, að vel mátti Hl hans heyra, þrátt fyrir glauminn í salnum. Var það lehgi, að hann gat ekki stöðvað hláturinn og lá við sjálft, að það vrði honum um megn. En loksins fékk hann stillt sig, og lauk hann þá upp grindaglugganum og kallaði út hlæiandi: „Abú Hassan! Abú Hassan! Á ég þá að hlæja mig dauðan að þér?" Undir eins og rödd kalífans heyrðist, sló öllu í þögn og hrærð- ist þá enginn úr stað. Abú Hassan hætti líka að dansa og skimaði í kringum sig, þekkti hann undir eins kalífann og sá að það var hann, sem hann hafði haldið vera kaupmanninn frá Mússúl, en allt fyrir það brá hann sér hvergi. Hann gekk á auga- bragði úr skugga um það, að hann væri vakandí og að það, sem fyrir hann hafði borið væri enginn draumur;- brást hann bá kunnuglega við glettum kalífans, horfði á hann einarðlega og mælti: ,,Á, ert þú kominn hér, kunningi — kaupmaðurinn frá Mússúl? Þú kvartar undan því, að þú verðir ao hlæja þig dauðan að mér, þú sem ert valdur að bví, að ég misþyrmdi móður minni og þoldi iang- vinnar kvalir á vitfirringaspítalanum, þú sem lézt klerkinn og fjóra öldungana við musterið, sem ég sæki til, sæta svo bungri reísingu — því ekki varð- ar mig um það mál, og þvæ ég h^ndur mínar; þú;\ sem hefur bakað mér svo mikla hugraun ag,mótlæt-. ingar, ert þú ekkiri stutiu máirsá, sem ójöfnuðinh fremur, og ér ég ekki sá, sem verður að þola hann?” Kalífinn sagði hlæjandi, að hann hefði rétt að mæla, en sór honum um leið, að hann skyldi gera hvað, s-”? hann óskaði til að bæía

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.