Þjóðviljinn - 11.09.1952, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.09.1952, Qupperneq 3
Fimmtudagur 11. sept 1952 — ÞJÓÐVILJINN — (3 jJ^YRIR skömmu fór sú frétt um bæinn, að ritstjórum þriggja þláða höf- uðstaðarins, Þórarni Þórar- inssyni, Valtý Stefánssyni og Hersteini Pálssyni, hefði ver- ið boðið til Bandaríkjanna í kynnisför. En eitt vakti all- mikla furðu í sambandi við þessa fregn: ritstjóra AB- bla'ðsins var ekki boðið, Stefán Pétui’sson fékk ekk- ert boðskort með póstinum. Hins vegar var undirtyllu Stefáns Péturssonar boðið, Lofti Guðmundssyni blaða- manni, en hann er, svo sem kmmugt er, húmoristi AB blaðsins og eftirhermuskáld. Blaoið Varðberg skýrir þetta á þá lund, áð Stefáni Pét- urssyni hafi ekki tekizt að þvo af sér blett fortíðarinn ar — kommúnismann. — Ef þetta er rétt skýring, þá eru vegabréfayfirvöld Banda- ríkjanna orðin miklu strang' ari en áður i hreinlætiskröf um sínum. Því það væri synd að segja, að sú ræsting, sem Stefán Pétursson hefur gert á sjálfum sér, hafi ver- jð nokkur kisuþvottur. nærri 20 ár hefur Stefán Pétursson dag hvern verið að þvo af sér blett komm- únismans. Dag hvern hefur hann komi'ð eins og lítill prúður drengur til mömmu sinnar, gljáandi og ilmandi af hreinlæti, og spurt: Er ég ekki orðinn hreinn, mamma? Oft hefur hann ao vísu fengið afundin svör. Stundum hefur honum bé venð hrósað, fósturmóðirra klappað honum á kollinn og sagt: Þú ert mesta hreinlæt- islram, Stebbi minn, en haltu samt áfram að þvo þér, því að svona blettur fer ekki úr fyrr en eftir marga þvotta — ef hann þá næst nokkurn tíma! Og Stefán Pétursson hélt áfram a'ð þvo sér. W^AÐ er því engin furða, þótt þessum snyrtilega og hrcinláta manni finnist fóstra sín kaldgeðja, er hún neitar honum um orlofsferð- ina, svo mjög sem hann hef- ur um ár og dag verið henm eftirlátur. Slíkt böl er þyngra en tárum taki. Von- brigðin eru sár þegar laun heimsins eru vanþakklæti — þess heims, sem Stefán Pétursson hefur svarið trú og hollustu og unnið dyggi- lega allt. það gagn, er hann mátti. Já, það er hart að kiósa frelsið og uppskera ekki annáð en fyrirlitningu. Til lítils var að fJýja Rúss- land, og fá ekki dvalarlevfi ferðalangs í Bandaríkjunum —Meðferð Bandaríkjastjórn- ar á Stefáni Péturssyni er því furðu'egri sem vit.að er, að hún hefur verið á þönum eftir fyrrverandi kommúti- istum. Það hefur munað miimstu, að liðhlaupar kommúnismans væru skráðir á bandarískum kauphöllum. eins og hver önnur vara á hlutabréfamarkaði hins b’óm- lega ameríska viðskintjlífs. Enduiminningar liðhlaupa hafa verið mntsölubækur. Þeir hafa orðið ástmegir heimsb’aðanna, mvndir verið birtar af þeim eins og kjöltu- rökkum á lnmdasýningum. Ha,fi þeir ekki verið nógu vel að sér í amerískri staf- setningu hafa ritfærir blaða- menn verið látnir skrifa end- urminningarnar fvrir þá og færa í stilinn. Síðan liafa endurminningarnar verið þýddar á allar þjó'ðtungur veraldarinnar, og grunur leik ur á, að dollarar úr digrum sjóði Bandaríkjanna liafi rat- að niður í léttar pyngjur bókaútgefanda víða um lönd Laun heimsms eru van i og glætt þarmig menningar- lega bókagerð í hinum frjálsa heimi. TÍJVAÐ veldur þá þess- um veðrabrigðum í pólitík Bandarikjastjórnar? Hefur orðið ver'ðfall á lið- Stefán Pétursson hlaupum? Er þetta kreppu- boði bandarísku kauphall- anna ? Hafa liðhlaupamir brotið einhverja torskilda reglugerð Marshallhjálpar- innar? Þannig spyrja menn án afláts og eru þó engu nær. — Skömmu eftir hina fyrri heimsstyrjöld urðu rússneskir stórhertogar mjög eftirspurð vara á amerískum giftingarmarkaði. Þeir kom- ust í það, sem _á máii við- skiptalífsins er kallað „topp- verð“. Amerískar dollara prinsessur og feður þeirra treystu því fastlega, að mægðir við gósseigandaaðal Rússlands væri góður bis- ness. Sú vori fölnaði þó von bráðar og rússneskir stór- hertogar féllu í verði. Lið- hlaupar. kommúnismans eru að vísu ekki verðmiklir á araeriskum giftingarmarkaði, en til þessa hefur verið góð sala í þeim á áróðursmark- aðinum. Nú vii-ðist einhver ódöngun hafa færzt í þennan marka'ð. Liðlilaupamir hafa brugðizt vonum ameríska auðvaldsins líkt og rúss- nesku stórhertogamir fyrr- um. Þeir gera ekki lengur í blóðið sitt. Þei- greiða ekki lengur i-entur af þeim höfuð- stól. sem í þá var lagður. Li ð 11 j a u p am ar k a ð u ri t m dregst sáman. — Eftir ná- lega tveggja áratuga bar- áttu gegn kommúnismanum þvkist Steíán Pétursson sjálfsagt, hafa unnið sér til emna- orlofsfer'ðar til Banda rikjanna. Hver hefur barizt af meira hugrekki gegn Rúss’andi en hann? Hver hefur verið þefnæmari á is- lenzka kommúnismann, dul- búinn .iafnt sem opinskáan, en Stefán Pétursson? Hver hefur staðið i slíkum stór- þvott.i á fortíð s'nni sem hann? Þvi er fljótsvarað: enginn! Og þess vegna spyr hann nú hrvggur og særður: Hvað hef ég brotið af mér ? að mér er slik svirtrða ger? Afbrot, Stefáns Péturssonar er ekki ásetningarsynd. Hann liefur gert allt. sem af hon- um hefur veri'ð krafizt og ríflega það. En. Ameríka, fóstra ha.ns, spyr ekki um góðan vilja og ásetning. Hún spyr um árangur. Ilún þekk- ir sina menn af ávöxtunum. En uppskera þessa víngarðs- manns andkommúnismans hefur verið harla rýr. JjJAGA Stefáns Péturs- sonar hefur verið saga hnignunarinnar og uppdrátt- arsýkinnar í Alþýðuflokkn- um og Alþýðublaðinu. Stef- án Pétursson hafði^ekki ver- ið lengi í Alþý'ðuflokknum þegar flokkurinn hætti að vaxa og áhrif blaðs hans að þverra. Því fleiri sem ár- in urðu þvi meir seig á ó- gæfuhlið hjá flokknum og blaðinu. Stefán Pétursson varð óhamingja Alþýðu- flokksins og Alþýðubla'ðsins. En í sama mund og gæfu- leysi ritstjóra og blaðs fór vaxandi óx ofsi Stefáns Pét- urssonar gegn kommúnism- ■anum og Ráðstjórnarríkjun- um, gegn sjálfstæðishreyfing- um nýlenduþjóðanna. Ef Bandarikjunum dytti ein- hverntíma i hug að halda Ó1 jTnpíuleika i kommúnista- níði, þá yrði Stefán Péturs- son áreiðanlega sigurvegari i því Maraþonlilaupi — að því tilskildu au'ðvitað, að bletturinn frægi á fortíð hans væri með öllu horfinn! En hvemig sem Stefán Pét- ursson lét, þá efidist komm- únisminn bæði heima og er- lendis, lífið gekk snúðugt leiðar sinnar, þótt þessi skrítni endurfæddi krati og Bandaríkjaelskari steytti framan í það hnefana og sendi því tóninn. Loks kom að því, að málsmetandi menn innan Alþýðuflokksins tóku a'ð velta því fyrir sér, hvemig standa mundi á þessu furðulega fyrirbrigði, þessum örlagatengslum milli Stefáns Péturssonar óg ó- sigra Aiþýðuflokksins. Þá var það, að einn meinfýs- inn, gáfa'ður menntamaður flokksins stakk upp á þeirri skýringu, - að kommúnistar hefðu sent Stefán Pétursson inn í Alþýðuflokkinn til þess a'ð eyðileggja hann innan frá, að Stefán væri sem sag.t Útsendari og flugumaður bóndans í Kreml! Þessi skýring fór að visu ekki hátt, en gekk þó mamia á milli í flokknum sem illgirn isleg pólitísk skrítla. Fátt mun Stefáni Péturssyni hafa sviðið meir en þessi tilgáta. En ef Alþýðúflokkurinn gmnaði hann um græsku, þá skyldi hann sannfæra Banda- ríkin um hollustu sína við þau og hatur á kommúnism- anum. Hann prýddi blað sitt myndum af lostfögrum Holljnvoodmeyjum, lítt klædd um, til þess að túlka fyrir lesendum blaðsins ameríska menningu. Og hann birti mynd af kóreskum föngum, sem Bandaríkjamenn höfðu í ma.nnúðarskyni sett í gadda- vírsbúr, hvern einstakan, svo að þeir rifu ekki hvern annan á liol, eins og Al- þýðublaðið sagði til skýring- ar. En allt kom fyrir ekki. Hin illkvitnislega tilgáta flokksmanna Stefáns Péturs- sonar um pólitíska flugu- mennsku hans virðist hafa komið Öam'erisku nefndinni og vegabréfayfirvöldum Bandaríkjanna til eyrna. Þeim mun ekki hafa þótt allt með felldu, hve árangurinn af baráttu Stefáns Péturs- sonar var neikvæður. Þeim mun hafa þótt cftirtekjan rýr. |G nú stendur hann á- lengdar, þessi vígmóði riddari, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, og fær ekki að nálgast skemmu þá hina miklu, þar sem hin fagra frú hjarta hans dvelur, fyrir hverrar skuld hann hefur marga hildi háð. Þessi stolta dama þiggur náðarsamleg- ast þjónustu hans í fjarska og hlustar fýlulega á ljóð tregans og ástarinnar, sem berast frá liörpu hins tötra- lega riddara í her andkomm- únismans. Blíða hennar er honum ekki föl. Skemmudyr hennar eru honum læstar. Honum leyfist aðeins að tæma bikar sorgarinnar í botn, þegar hann sér hina óknálegu sveinstaula, ó- siegnu knapa :— Þórarin, Valtý og Herstein — ganga til fagnaðar í þeirri skemmu sem honum er /) lokuð. — Og 7 riddarinn held- ur áfram að / þvo sér. Mótspyrnan fer vaxandi eftir HOWARD FAST Það er eftirtektarvert, hve ástandið hefur breytzt frá því 1946, er við héldum ’kröfugöngu í fyrsta sinn eftir stríð á há- tíðisdegi verkalýðsins 1. maí. Árið 1946 fjölmenntu íbúar New Yorkborgar í kröfugöng- una. Sérstaklega var margt af einkennisbúnum uppgjafaher- mönnum. Kröfugangan 1947 var nærri því eins stórköstleg. En frá 1948 hefur æ meir kennt áhrifanna frá hótunum og of- beldi Trumans. FBI, hin ame- riska gestapo, tekur þá til ó- spilltra málanna við látlausar ofsóknir og hrottalegt ofbeldi gagnvart öllu framfarasinnuðu fólki. Árið 1950 hafði fasisminn þegar rutt sér svo til rúms í Ameríku, að fasistaárásin á Robeson-tónleikana í Peekskill gat átt sér stað, án þess að lög- reglan skipti sér af því. Ame- ríka var orðin lögregluríki, þar sem foringjar Kommúnista- flokksins voru fangelsaðir og verkföll brotin á bak aftur með hrottaskap, þar sem njósnir og flugumennska verða dag- legt- brauð og svik eru háu verði greidd. Það skapaðist ógnarstjórn, sem vandi menn á að ganga hljóðlega úm og tala. í hálfum hljóðum. 1. maí 1950 táknar þannig hættuleg tímamót í baráttu vorri. Ivröfugöngufólkið varð að hrinda skipulögðum árásum fasistískra gangstera. Sífellt heyrðust smellirnir í ljósmynda vélunum: þjónar leynilögregl- unnar voru að safna ákæruefni gegn þeim amerísku borgurum. sem höfðu hug til að láta í ljós frjá.lslyndar stjórnmálaskoð- anir. Næstu mánuðina varð hið pólitíska ástand enn alvarlegra. Um mig er það að segja, að ég sat nokkurn hluta af þess- um tíma í fangelsi sem póli- tískur fangi. Árið 1951 voru miðstjómarmeðlimir Kommún- istaflokksins dæmdir til margra ára fangelsisvistar. En öll þessi áföll megnuðu ekki að buga baráttuþrek vort. — Hin aft- urhaldssama borgarstjórn New Yorkborgar hafði að vísu ákveðið að banna 'kröfugöngu Howard Fast að þessu sinni, en 1. maí-nefnd- in lét ,,borgarfeðurna“ vita afdráttarlaust, að kröfugangan yrði haldin, hvort sem leyfi fengist eða ekki, og þeir bæru ábyrgð á því, sem. fyrir kynni að koma. Að lokum neyddust þeir til að veita leyfið, og mörg þúsund karlar og konur, verka- menn og menntamenn, svert- ingjar Og hvítir menn fóru fylktu liði um götur New York- borgar og sýndu þannig öllum heimi, að þrátt fyrir alla ógnar- stjórn eru mótspyrauöflin í Ameríku ennþá lifandi. Árið 1952 hefur ástandið enn versnað. En um allt land kveður nú við krafan um frið kröftugri og ákveðnari en nokkru sinni fyrr. Hinir gömlu baráttumenn úr Lincoln-her- deildinni, sem barizt höfðu í alþjóðaherdeildinni við fasista- sveitir Francos, gengu nú eins og alltaf ásamt uppgjafaher- mönnum úr síðasta stríði í far- arbroddi 1. maí-kröfugöngunn- ar. Þar næst komu meðlimir úr 20 stórum verkalýðsfélögum. byggingaverkamenn, klæðskcr- ar, liúfugerðarmenn, bakarar, trésmiðir, verkamenn úr niður- suðuverksmiðjum, skrifstofu- fólk o. s. frv. Þúsundum sam- an fór hið vinnandi fólk út á götuna, listamenn, rithöfundar, kennarar, stúdentar, svertingj- ar frá Harlem, verkafólk frá Brooklyn og Eastside, amerísk- ir borgara, ítalir, Tékkar, Ung- verjar, Portúgalar, allra þjóða fólk •— i einu orði sagt full- trúar allra þeirra þjóðerna, sem heima eiga í New York. Mótspyrnuviljinn vex að krafti og einbeitni, mótmælin gegn stríðinu í Kóreu verða æ háværari: almenningur er far- iim að skilja, að hin versnandi lífskjör, frelsisskerðingin, bar- átta afturhaldsaflanna gegn verkalýðsfélögunum og hið vax- andi ofbeldi gegn öllum, sem berjast fyrir frelsinu er það gjald, sem stríðsæsingamenn- irnir í Wallstreet neyða oss til að greiða. Því skýrar sem ame- ríska þjóðin skilur þetta, því á- kveðnari verður mótspyma hennar. Ráðastéttin veit þetta og ótt- ast það. Þess vegna úerðir hún á, ofbeldinu, þess vegna vex kúguniri. í kosningabaráttunni nú fyrir forseta'kosningarnar hafa báðir flokkar svipt blæj- unni af spillingunni í „dollara- lýðræðinu". Lygaáróðurinn, sem Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.