Þjóðviljinn - 11.09.1952, Page 6

Þjóðviljinn - 11.09.1952, Page 6
«) ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. sept. 1952 Verkalýðssaintökin íyrir verkalýðs- stéttina Framh. af 5. síðu verkalýðurinn þarf að géra hreint fyrir sínum dyrum í skipulagsmálum, og það án tafar. BURT MEÐ ATVINNUREK- ENDUR ÚR VERKALÝÐS- SAMTÖKUNUM. Þáð verður að binda endi á þá ósvinnu, að einstaklingar úr atvinnurekendastétt geri sig heimakomna í hagsmunasam- tökum verkalýðsins. — Burt með atviimurekendur úr verka- lýðssamíiikunum. Það verður að gilda sú meg- inxegla, að hlutgengir í verka- iýðsfélagi séu þeir einir, sem lifa af vinnu í starfsgrein hlut- aðeigandi stéttarfélags, nema til komi almennt viðurkenndar undantekningar svo sem starf í þágu samtakanna, heilsufars leg forföll o. þ. u. 1. Starfsgreinaskipting miili verkalýðsfélaga verði ekki að eins í orði heldur líka á borði og sé svo skýr og ákveðin, að einstaklingi líðist ekki, svo sem hér tíðkast, áð vinna ár um saman í starfsgrein annars félags en þess, sem hann er fé- Iagsbundinn í, en sé hins veg ar cilífur augnakarl með öllum réttindum í félagi sem ekkert hefur með kaup hans eða kjör að gera. Er.da séu settar ákv. reglur um yfirfærsiu einstakl- inga milli verkalýðsfélaga þeg- ar viðkomandi flytur úr einni starfsgrein í aðra.svo sem tíðk- ast í löndum þar sem verka- lýðssamtök eru á legg komin. Loks verði þessi ósæmi- laga liðsöfnun fólks utan verka- lýðsstéttar inn í verkalýðssam- tökin stöðvuð með öllu, þau látin í friði af utanaðkomandi öflum í sínu innra starfi, rétt eins og stéttarfélög bænda eru látin afskiptalaus af verkafólki lun sín innri mál. Jafnframt sé verkafólki dreif- býlisins að sjálfsögðu tryggð þátttaka sem öðru verkafólki í stéttarsamtökum verkalýðsins með jöfhúm rétti og jöfnum skyldum. Með öðrum orðum, skipulag og starfshættir Alþýðusam- bands íslands séu þann veg að verlcalýðsstéttinni sé tryggð þar óskoruð yfirráð og að stéttar- legt lýðræði hennar sé þar haft í heiðri. En slík eiulurbót vcrður ekki framkvæmd á meðan alþýðu- sambandi íslands ráða þeir, sem eiga hagsmuna að gæta í viðhaldi núverandi skipulagsó- reiðu, cða þjónar þeirra. Til læss verður verkalýðurinn að losa sig við núverandi sam- bandsstjóm og velja aftur hennar stað menn, sem eiga sömu. áhugamálin og hann, sömu hagsmuna að gæta og hann. r h n 's ' ^ íb | BANDARfSK HARMSAGA THEODORE DREÍSER Mótspyrnan Framhald. af 3. siðu. á að villa hinu vinnandi fólki sýn um hinar raunverulegu or- sakir hinna ‘ aumu lífskjara þess, er trylltari en nokkru sinni fyrr. En ameríska þjóðin stendur af sér allar haturs- og rógsherferðir, hún . rís æ á- kveðnar upp gegn því að láta hrinda sér út í skelfingar þriðju heimsstyrjaldarinnar. Auglýsið í ÞJóSvílianum 256. DAGUR vel regnhlíf. Hann vissi hvar Clyde átti heima og hann hafði imdrazt að hann skyldi vera á þessum stað, þar sem hann gat komizt í lestina við Central Avenue rétt við heimili sitt. Við yfir- heyrsluna spurði Belknap þetta vitni, hvemig hann hefði getað séð úr þessari fjarlægð að það var myndavélarstandur sem festur var við töskuna, en Biggen liélt fast við sitt mál — hann hefði verið úr gljáandi, gulum viði, með þrjár lappir með messing- hnúðum. Á eftir honum kom John W. Troescher, stöðvarstjórinn og hann skýrði frá því, að hinn sjötta júlí um morguninn (hann mundi livaða dag það var vegna ýmislegs annars sem hefði gerzt á eftir) hefði hann selt Róbertu Alden farmiða til Utica. Hann mundi eftir ungfni Alden, því að hann hefði oft tekið eftir henni um veturinn. Hún var þreytuleg, næstum veikindaleg, hún hafði verið með brúna ferðatösku, scm líktist brúnu töskunni sem lögð hafði verið fram í réttinum. Ennfremur mundi hann eftir ákærða, sem hafði haldið á tösku. Hann hafði ekki séð hann líta á eða ávarpa ungu stúlkuna, Og síðan kom Quincy B. Dale, umsjónarmaður í umræddri lest milli Fonda og Utica. Hann minntist þess nú að hann hafði tekið eftir Clyde í einum aftasta vagninum. Hann hafði einnig tekið eftir Róbertu og þekikti hana af myndum í blöðunum. Hún hafði brosað vingjamlega til hans, og hann hafði sagt, að ferða- taskan hennar virtist of þimg handa lienni og hann skyldi biðja einhvem burðarmann í Utica að bera hana fyrir hana, og hún hafði þakkað honum fyrir. Hann hafði séð hana fara út úr lestinni í Utica og hverfa inn á brautarstöðina. Hann hafði ekki tekið eftir Clyde. Og síðan var komið með koffort Róbertu, sem hafði verið geymt í farangursgeymslunni á Utica brautarstöðinni í marga daga. Ennfremur opnu úr gestabók frá Renfrew House í Utica sjötta júlí. Þar stóð „Clifford Golden og frú“. Og sérfræðingar báru saman nöfnin í hinum gestabókunum — frá Grasavatni og Big Bittem — og sóru að sami maður Jiefði skrifað allt saman. Þessi nofn vom borin saman við Ikortið í ferðatösku Róbertu og tekin gild sem sönnunargögn og síðan vom kviðdómendur látnir x-annsaka þau nákvæmlega og ennfremur Belknap og Jephson, sem höfðu séð þetta allt áður að undanteknu kortinu. Og enn mótmælti Belknap og ásakaði Mason um að hafa falið sömi- unargögn á ólöglegan og hneykslanlegan hátt. Og um þetta varð löng og harðvitug deila og þannig leið tiirndi dagurinn. TUTTUGASTI OG ANNAR KAFLI Ellefta daginn kom Frank W. Schaefer, bókhaldari í Renfrew hótelinu í Utica, og hann mundi hvenær Clyde og Róberta höfðu komið og hvað þau höfðu tekið sér fyrir hendur; enn- fremur að Clyde hafði notað nafnið Clifford Golden frá Syra- cuse. Og Wallace Wanderhoff, afgreiðslumaður í karlmanna- fataverzluninni ,,Star“ skýrði frá fasi og framkomu Clydes, þegar hann liafði keynpt stráhattinn. Og síðan kom umsjónar- maðurinn í lestinni frá Utica til Grasavatns. Og eigandi hótels- ins við Grasavatn. Og Blanche Pettingill, framreiðslustúLka, vann eið að því að hún hefði heyrt Clyde segja við miðdegis- verðarborðið, að það væri víst ómögulegt að láta framkvæma hjónavígsluna hér — þau skyldu heldur bíða þangað til þau kæmu á einhvem annan stað daginn eftir — og þetta var hættulegt, því að það gaf til kynna að Clyde hefði gert játningu sína fyrir Róbertu degi fyrr en þeir höfðu áður komið sér sam- an um. Og á eftir henni kom umsjónarmaðurinn í lestinni sem ók til Gun- Lodge. Og síðan leiðsögumaðurinn og ekillinn á áætlunarbílnum sem sagði frá hinum kynlegu spurningum Clydes um hvort þama væri margt fólk og þeirri tillögu hans að Róberta skildi koffortið eftir á stöðinni en hann tæki sína tösku með, af þvi að þau kæmu aftur hvort sem væri. • Og síðan kom gestgjafinn frá Big Bittern; bátavörðurinn; mennirnir þrír úr skóginum -—• vitnisburður þeirra var Clyde til mikils tjóns, þvi að þeir lýstu skelfingu hans, þegar hann kom auga á þá. Og svo var skýrt frá fundi bátsins og líks Róbertu og þegar Heit kom og fann bréfið í kápuvasa Róbertu. Fjöldi vitna skýrði frá öllu þessu. Því næst kom skipstjórínn á gufuskipinu, sveitastúlkan, bílstjórinn hjá Cranstonfólkinu, koma Clydes tO Cranstonfólksins og loks (skýrt var frá hverju fótmáli hans og svardagar boðnir) koma hans til Bjarnarvatns, eltingaleikurinn og handtakan — öll smáatriði frá handtökunni — hvað hann hafði sagt — og það hafði skaðleg áhrif, því að það gaf til kynna, að Clyde væri lýginn, undirfömll og hræddur. En þýðingarmesta og uggvænlegasta sönnunin var ótvírætt myndavélin og myndavélarstandurinn — og undir hvaða kring- umstæðum þetta tvennt hafði fundizt — og með því ætlaði Mason að koma Clyde á kné! Tilgangur hans var fyrst og fremst að sannfæra Clyde um, að hann hefði logið um mynda- vélina og standinn, þegar haim neitaði að hann ætti þetta tvennt. Og til þess kallaði hann fyrst á Earl Newcomb sem skýrði frá því, að þegar hann hefði ásamt Mason, Heit og öllum þeim sem störfuðu við þetta mál, farið með Clyde á morðstað- inn, hefði Newcomb og maður úr sveitinni, Bill Swarts, sem kom síðar í vitnastúkuna, rótað á milli runna og fúinna trjá- stofna og fundið standinn, sem hafði verið falinn undir trjá- stcfni. Og hann bætti við (vegna spurninga Masons og þrátt fyrir mótmæli Belknaps og Jephsons, sem voru að engu höfð) að þeir hefðu spurt Clyde lrvort hann hefði verið með mynda- vél eða stand meðferðis en hann hefði þverneitað því — og eftir þennan vitnisburð höfðu mótmæli Belknaps og Jephsons náð hámarki. Skömmu síðar var lagt fram skjal -— endaþótt Oberwaltzer dómari lýsti því yfir að þetta yrði síðar strikað út úr réttar- bókimum — undirritað af Heit, liurleigh, Slack, Kraut, Swenk, Sissell, Bill Swarts, Rufs Foster, landmælingamanni héraðsins, og Newcomb og það fjallaði um fund mjmdavólárstandsins og þegar Clyde var sýndur hann ,,og liann neitaði því ákaft að hafa noklcru sinni átt svona hlut.“ En til þess að þetta bæri tilætlaðan árangur, bætti Mason við þegar í stað: „Gott og vel, herra dómari; en ég hef fleiri vitni sem geta unnið eið að öllu því sem stendur í þessari skýrslu og meiru til,“ og —oOo— —oOo™ —oOo—— —oOo— ——oOg— —oOo— —oOo--- BARNASAGAN Abu Hassan hinn skrýtni eSa sofandi vakinn 45. DAGUR lagðist því næst upp í loft á línlakið, sem breitt var á miðja gólfábreiðuna í herberginu, lagði hend- urnar í kross og lét hjúpa sig, svo ekkert sýndist vanta, nema það, að hann yrði flutíur á greftrunar- staðinn og jarðaður. Huldi Núshatúlavadat andlit hans með smágjörvum nettludúki og lagði vefjar- hött hans yfir, svo að hann mátti vel draga að sér andann. Tók hún síðan að kveina og gráta, lamdi brjóst og andlit, reytti hárið úfio og flakandi og lét sem hún væri yfirkomin af harmi. Fór hún því næst af stað til herbergja Sobeide. Á leiðinni þangað varð hún að ganga eftir húsa- garði einum víðum og þar hljóðaði hún svo hátt upp yfir sig, að Sobeide heyrði. Sendi hún undir eins ambáttir þær, er hjá henni voru, til að komast fyrir, hvaðan óp þeíta kæmi, og varð hún þess vísari af þeim, að það var Núshatúlavadat, sem hljóðaði og var á leiðinni til hennar, fljótandi í tárum. Eirði þá Sobeide sér ekki fyrr en hún fengi að vita, hvað hana hefði hent, og stóð hún því upp og gekk til móts við hana alla leið að dyrum fremra herbergisins. Kona Abú Hassans leysti ætlunarverk sitt prýðilega aí hendi. Þegar Sobeide sló írá dyra- tjaldinu og Núshatúlavadat sá hana, þá æpti hún undir eins hálfu meira en fyrr, reytti hár sitt báð- um höndum, og lamdi brjóst sín og andlit, hné hún því næst til fóta hennar og laugaði þá með tárum sínum. Varð Sobeide forviða og spurði hina fyrrverandi ambátt sína, hvernig stæði á þessum fjarskalega harmi, en Núshatúlavadat stóð svo nokkra stund, að hún kcm ekki upp orði, og var sem hún aðeins meo mesta stríði og baráttu fengi stunið upp því, er hún sagði, og tók þó fyrir. annað- hvert orð af ekka. „Kæra drottning mín!” sagði hún, „hvaða ólán gat hent mig, sem meira væri eða hræðilegra en það, sem nú knýr mig sorgmædda

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.