Þjóðviljinn - 25.02.1953, Síða 11

Þjóðviljinn - 25.02.1953, Síða 11
Miðvikudagur 25. febrúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Nýr heimur opnast Framhald af 7. síðu. klerkleg yfirvöld komi nálœgt hjónaböndum í Kína, hvorki við stofnun þeirra eða þegar þau eru leyst upp. En svo sem ann- ars staðar er fyrst reynt að tala á milli hjónanna, en ef sættir eru ekki mögulegar, verður að fallast á skilnað þegar í stað, eða er öllum formsatriðum er fullnægt. Eiginmaður má þó ekki sækja um skilnað, ef kona hans er barnshafandi, og ekki má hann sækja um skilnað fyrr en ári eftir fæðingu barnsins. Koná getur sótt um skilnað þó að hún sé með barni. Samkvæmt skýrslum frá síð- ari helmingi ársins 1949 um hjónaskilnaði í fjórum tiltekn- um fylkjum Norður-Kína, voru hjónaskilnaðarmál frá 50—68% allra mála, sem rekin voru fyrir borgaralegum dómstólum. í þrem héruðum Shansi-fylkis risu 81% málanna út af kaupurn og sölu eiginkvenna, fyrirfram ráðstöfun foreldra á börnum sínum í hjónabönd, misþyrm ingum eiginkvenna af hendi eig inmanna og tengdamæðra, barna hjónaböndum og fjölkvæni. Nokkrar tölur enn er nauð- synlegt að taka til þess að sýhá áhrifin af sjálfsákvörðunarrétti fólksins í þessu máli. Flest deilu mál hjóna voru skilnaðarmál. í Shanghai var tala slíkra mála, í ágúst 1949 212, en í september sama ár var íiún 501. í Harbin voru 628 mái árið 1947, 1081 mál 1948 og 448 mál á tímabilinu janúar—apríl 1949. Konur áttu upptök að flestum málunum og flest áhrærðu þau ungt fólk og miðaldra. Þessár tölur.tala sínn máli um misheppnuð hjónabönd og benda á að hægra muni ort en gjört að ráða bót á misfellum gamla skipulagsins. Að íðlki er frjálst að skilja mun fækka hamingjusnauðum hjónabönd- um og leggur einstaklingunum þá skyldu á herðar að vanda því betur til hjónabandsins. Á öðr um stað í lögunum segir, að hjónum beri að elska, virða, hjálpa og sjá um hvort annað lifa í eindrægni, sjá um börnin starfa sameiginlega að velferð fjölskyldunnar og uppbyggingu nýs þjóðfélags. Sjötti kafli laganna er um framfærslu og menntun barn- anna eftir hjónaskilnað. Þar er m. a. ákvæði um að faðir skuli bera allan kostnað eða hluta kostnaðar af barni, ef móðirin helíir umsjöh með'því. ’SjÖúndi ’káfli ér ' um fíárií- færslu og eignir eftir hjóna- skilnað. Skuldir sem myndazt hafa í hjónabandipu og ekki reynast eignir fyrir við skilnað, er manninum gert að greiða. Ef annar aðilinn gjftist ekki aftur, en á erfitt um að framfleyta sér, skal hinn aðilinn veita honum hjálp (sama hvort karl eða kona á í hlut), - # ■ Þessi lög eru látin ná til þjóð- ernisminnihlutanna í Kína með ýmsum breytingum sem við eiga í ‘hverju tilfelli, en það mun harla mismunandi, því að minni- hlutarnir eru um 60 talsins og samtals um 40 milljónir manna. Þessi lög eru einn aðalþáttur- inn í að gera kínversku alþýðu- íólki kleift að lifa sem frjálsbor- ið fólk. Menn gera sér vonir um að þau leggi grunninn að aukn- um þroska og heilbrigði kín- versku þjóðarinnar, og að þau stuðli að ríkulegri hamingju ein staklinganna á grundvelli jafnr- ar aðstöðu kynjanna, eru þeir sannfærðir um, sem höfðu þau eitt hið fyrsta verk hins nýja Kína. En eins og áður er sagt, þá eru lögin ekki nóg, heldur verður einnig að reka mjög víð- tæka upplýsingaátarfsemi meðal almennings til þess að kynna honum lögin og fá hann til sam- starfs. M. a. mátti afar víða í borgum sjá myndasögúr inni í og utan á búðum um einstaka þætti þessara laga. Og víða eru haldin sérstök námskeið fyrir tengdamæður og eiginmenn til þéss að kynna þessum aðiljum réttindi konunnar. Tengdamóð- irin og eiginmaðurinn eru sýni- lega talin þurfa mest að læra til þess að geta orðið samferða öðr- um þegnum hins nýja ríkis. En hið gamla skipulag stendur djúp um rótum í þjóðinni og margir neita að beygja sig fyrir svo frá- leitum lagaboðum sem þeim, að ungi maðurinn velji sér sjálfur konu, og sjá upplausn þjóðfé- lagsins í lögum, sem leyfa körl- um hvað þá konum hjónaskilh- að — sem er svo framkvæmdur. Hér eru nýir lifnaðarhættir á ferðinni og reynt með góðu að koma fólki í skilning um gildi þeirra. _ Framh. Leiðrétting. í fyrstu grein minni um konuna í Kína, 8. jan. 1953, hefur orðið prentvilla í 5. dálki 21. línu að ofan: geymslu í stað brennslu. N. Ó. Bjöesi Ólaísson Vilhjálmur hór ©g Framh. af 6. síðu. burðarverksmiðjunnar er Al- menna byggitigarfélagið h.f. Einn helzti maður í stjórn þess félags er Björn Ólafssor.. Og Vilhjálmur Þór kvað vei’a orðinn áhrifaríkur í því líka. Hvort honum þykir rétt að hafa slíkt opinbert er annað mál. Einokunarhringur fjár- píógsmanna Framsóknar og íhaldsins lokast se meir um stærstu f jármákifyrirtæki landsins. Því ósvífnari sem f járplógsaðferðir þeirra verðaM því vægðarlausar sem þeir nota Framsókn og Ihaidið til að ræna eignum ríkisins og þjóðarinnar, — því liærra munu þessir ránsflokkar þeirra hrópa um „stríð gegn fjárplógsstarfseminni.“ Tilgaagur Framsóknar og íhaldsins í kosningunum er að loka einokunarhringnum um fólkið, svo það sé eftir kosningar varnarlaust ofurselt fjárplógsvaldinu til arðs og eigna ráns. Sósíalistaflokkurinn einn af hjúpar þetta samsæri pen- ingavaldsins gegn þjóðinni. En eigi að takast að hindra hinar skuggalegu fyrirætlan- ir amerísku fjármála-gangst- eranna hér á landi, þá þarf þjóðin sjálf að rísa upp með flöKkhum; áður en það er of seint. Glerangtt Framhald af 5. síðu Eftir að hún fékk gleraugu frá Feinbloom þaut hún í gegnum barnaskólann, tók hátt gagn- fræðapróf, er nú að læra blaða- mennsku og vinnur fyrir sér með íhlaupavinnu við blað. Enska deildakeppnin Framhald af 8. síðu. Huddersf 30 17 7 6 56—24 41 Luto-n 29 17 4 8 62—36 38 Plym. 30 15 6 9 46—43 36 Birming-h. 29 14 7 8 51—46 35 Leicester 30 14 6 10 72—61 34 Leeds 30 11 11 8 54—41 33 Nottíngh. 30 14 5 11 -62—49 33 (Fulh-am 30 13 6 11 58—5’2 32 Rotherh. 30 14 3 13 57—53 31 D-oneast-e-r 29 7 12 10 41-^49 26 Bre-ntf. 29 9 7 13 39—54 25 Bury 30 8 8 14 38—56 24 Hull City 29 8 6 15 39—53 22 South. 30 6 10 14 50—63 22 B-arnsIey 30 5 6 19 39—73' 16 /ThrfVs EinSajx&t íííÍDN KIÍI* Barátta gegn olmhringtimim Framhald af 7. síðu. Forsætisráðhena Framsókn- ar hélt ræðu í útvarpið til þess að tilkynna að þetta framferði bilstjóranna væri „uppreisn gegn löggjafarvaldinu, uppreisn gegn Alþingi.“ Minna mátti ekki gagn gera. Og í hverju blaði Framsóknar var Einar Olgeirsson sérstaklega stimpl- aður sem foringi uppreisnar- manna. En Framsóknar-aftiurhaldið varð iað gefast upp fyrir upp- reisn fólksins. Einokunar-Ey- steinninn varð að veita inn- flutnin-gsleyfi til Nafta fyrir benzíni og benzíntank. Verk- fallinu lauk lum nýár 1936. 18. maí 1936 Iækkaði svo Nafta útsöluverð á benzíni nið- ur í 29 aura. Olíuhringarnir neyddust til að drattast á eft- ir. Einokun Framsóknar liafði ekki hjálpað þeim. Verkalýðurinn hafði ekki að- eins velt 4 áura tollliækkun- inni yfir á hringana, heldur og knúið fram 2 aura lækkun viðbót. Þannig unnu neytendur einn stærsta sigur á oliuliringunum, sem þeir liafa unnið. Bílstjór- arnir höfðu í peningum um 400 þús. kr. á ári upp úr verk- fallssigrinum. Það samsvarar um 4 milljónum króna á ári nú. Alþýða íslands hafði fengið þá reynslu, að með skynsam- legri -beitingu verkfallsvopnsins og verzlunarsamkeppni var hægt að sigrast jafnvel á hin- um voldugu olíuhringum. — Hins vegar notaði afturhaldið tækifærið seinn.a til að koma einokun sinn.i af-tui’ á og brjóta niður smáu félögin. Og nú er eínokun olíuhring- anna ósvífn-ari -en nokk-ru sinni fyr-r, enda er nú Standard Oil, svívirðilegasti og alræmdasti ol-íuhringur heimsins, orðinn sterkastur hér á íslandi. En samt sýndu úrslit verk- fallsins í vetur að hægt var að lækka olíu um 4 -aura kíló- ið, sem ekki v-ar léð máls á fyrir verkfa-11. Vald olíu-hringanna byggist nú sem fyrr á valdi þeirra yfir stjórnarflokkunum. Tillögur Sósíalistaflokksi.ns á Alþingi í vetur um að knýj-a olíuhringana til þess að lækka verðið og leyfa um -leið frjálsan inn- flutnin-g olíu og efnis til geyma. 'v-o-ru felldar af stjór-narflokk- unum. fhald og -Framsókn slá að vanda skjalborg um olju- einokunina. - En viðbúið er að nú þurfi harðari aðsókn að olíuhringun- um og stjórnarflokkunum, skjaldsveinum þeirra, en 1935. Alþýðan iþarf sjólf að rísa upp í kosnin-gum og rý-ra svo mátt þessara erindrek-a olíuhring- anna -á Alþingi að þeir treystis.t ekki lengur ti-1 að viðhalda því arðr-áni og einokun, sem þjóðin nú stynur undiir. Mann í Arubíu Framhald iaf 5. síðu. 1 ur hálfu fyllri og heimtaði að fá drósina aflienta til geymslu ( í kvennabúri sínu. Þegar Ous- S man reyndi að fleygja honum út á ný tók hinn til skamm- byssu sinnar, skaut vararæðis- manninn til bana og særð-i konu hans. 20 svipuhögg á mánuði. Ibn Saud varð ævareiður. Hann bað ræðismannsfrúna að tiltaka hvaða dauðdaga sem hún vildi fyrir sökudólginn og lofaði að höfuð hans skyldi steglt úti fyrir brezka sendi- ráðinu. Ekkjan hafnaði boðinu en þáði bætur fyrir mann sinn. Við nánari umhugsu.n komst konungur að þeirri niðurstöðu að sökin væri ekki eingöngu sonar hans heldur einnig út- lendinganna, sem kenndu hon- inn að drekka. Hann breytti dauðadómnum í fangelsisvist með 20 svipuhögga álagi á mánu'ði. Jafnframt bannaði hann allan innflutning áfengra drykkja inn í ríki sitt. Þeir sem þekkja Ibn Saud segja að hann múni heldur láta olíuframleiðslu Árameo stöðvast, enda þótt hann liafi af henni þúsunda millj. króna tekjur, en að. slaka á vínbann- inu. Fjársöfnun sKvennadeildar Slysa- s svarnafélags íslands \\ Reykjavík. sMinnisblað yfir nokkr- ý S V S ar vörutegundir sem vér v S s s sDömudeild: höfum á boðstólum. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðit. og yfirgangi þessarar amer- ísku ,,menningar“-innrásar með. samsvarandi skaða fyrir íslenzka tungu, menningu —- og æru? — Svari hver sem getur. En umfram allt: ætli'ð ekki, að þetta séu óhugsan- legir svartsýnisórar. Þetta getur verið „aktúelt" vanda- mál fyrr í dag en á morgun -— og er reyndar orðið það“. Léreft, ýmsar breiddii’ v Léreft, dún og fiðurhelt. S f V Sirs, ymsar gerðir og breiddir. Tvisttau. Flonel. Gardínuefni Kjólatau, fallegt úrval S, Samkvæmiskjólatau Peysufatasvuntuefni Kvennærföt Magabelti Brjósthöld Undirföt Náttkjólav Peysur Pils Hanskar Handklæði Höfuðklútar Slæður Sloppar Kápur Dragtir Snyrtivörur, ýmsar tegundir. (Herradeiíd: liggur leiSin SSarfsmfíimalélag fieykjaVíkiiibáejai: félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 1. .marz klukkan 1.30 e.h. stund- víslega. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 11. grein félagslag^nna. Félagsmenn, fjölmennið og sýniö ársskírtéini við innganginn. Stjórnin. S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s Herraföt Kykfrakkar Úlpur Hattar Húfur Skyrtur Bolir Nærbuxur, stuttar ©g síðar Bindi Náttföt Sokkar Belti Axlabönd Rakvéíar Ferðatöskur Lyklaveski Peningaveski o. fl. o. fl. o. fl, V S> V V V s Kaupið góðar vörur og; sfyöjið golf máleini, 1 Ragnar Blöndal h.f s s. s s s V s s s s s, s

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.