Þjóðviljinn - 17.04.1953, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.04.1953, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. apríl 1953 uÞr]ú spekingaráS" af fugli MaJr nökkurr hafði eplagarð; þar runnu smálækir, og vex þar grænt gras umkringis. Einn dag var bóndinn móðr og vildi hvíl- ast í eplagarði sínum. Einn lítill fugl settist í tréið yfir honum. og a'ing list'jlega, en bóndinn gildraði til og tók hann í snöru. Fuglinn mælti: „Hví starfav þú svó mikið t:.I að taka mig, eðr hver nytsemd má þér að vera?“ „Sakir þíns ýmislegs söngs,“ sagði bóndinn, „fýsti mig að taka b'g.“ Fuglinn svarar: „Það kemr þér til einskis, því að á meðan eg em haldinn, þá syng eg hvórki með boíi né beizlu.“ „Þá skal eg eta þig,“ seg;r bónd- inn. „Það kemr þér til einskis,“ segir fuglinn, „svó lítill sem eg em soði'im, þá em eg minni steiktr; en ef þú gefr mig frjáls- an, þá mun eg kenna þér þrjú spekingaráð, er meira gott gjöra en mikið fé, ef þú hefir á þessu trú.“ Bóndinn frels'r fuglinn; hann mælti þá: „Það er eitt af mínum ráðum, að þú trúir eigi öllum orðum og lieitum: það annað, að þú ha.ldir vel það, er þú átt; það er h'3 þriðja, að þú syrgir eigi þá hluti, sem þú hef- ir látið.“ Síðan fló hann í iréin upp og söng með fagri röddu þessi orð: „Blessaðr sé góðr guð, að hann gjörði skyggilega sjón augna þinna og vit þitt tók frá þér, því að ef þú hefðir raim- sakað fellingar innyfla niinna, þá mundir þú hitt og út valið liafa jacinctum einn, er eyri vegr.“ Og er bóndinn heyrði þetta, hugði hann, aðsamatværi satt), og lét illa. Þá mælti fuglinn: „Skjótt gleymir þú, bóndi, mín- um he'Iræðum, er eg hefi áðr gefið þér og áðr sagt; a$ þú skyldir eigi trúa öllu og eigi héldr syrgja fenginn skaða; eðr hversu máttu, bónd', því trúa, að eg hafi jafnmikinn eyris þunga í kviði mér inni byrgðan og fólginn, þar sem eg veg eigi allr svó mfkið, eða hví viltu svó mikillega syrgja mig, þar sem þú hefir aldrei nökkura vón til, a2 þú fáir iréig nökkurn tíma veiddan?“ Síðan fló fuglinn í þykkvan skóg að bóndanum ept- ir veranda mjög hryggjum og harðla mjög sorgfullum. (Úrbók- inni „Leit eg suður til landa“). 1 dag er föstudagurinn 17. aprfl. 107. dagur árslns. Fjársöfnunin til fólksins á Auðnum. Eyfirðingafélagið í Reykjavík hefur ákveðið að gangast fyrir fjársöfnun til fólksins á Auðnum í Svarfaðardal. Mselist það til þess við féiaga sína að þeir leggi sem flestir fram sinn skerf til að iétta undir með fólkinu í þrengingum þess, og geta menn greitt framjög sín tii formanns féiagsins, Jóhanriá Kristjánssonar, Auðarstrœti 17, sími 5467. Þjóð- viijinn veitir einnig framlögum viðtöku. Áskrifendasími J,andnemans er 7510 og 1373. Ritstjóri Jónas Árnason. GENGISSKBÁNING (Sölugengi): 1 bandarískur dollar kr. 16,32 1 kanadiskur dollar kr. 16,79 1 enskt pund kr. 45,70 100 danskar kr. kr. 236,30 100 norskar kr. kr. 228,50 100 sænskar kr. kr. 315,50 100 finsk mörk kr. 7,09 100 belgiskir frankar kr. 32,67 10000 franskir frankar kr. 46,63 100 svissn. frahkar kr. 373,70 100 tékkn. kcs. kr. 32,64 100 gyllini kr. 429,90 1000 lirur kr. 26,12 Læknavarðstofan Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturvarzla í Laugavegsapóteki. Sími 1618. Söfnin eru opin: Landsbókasaf nið: klukkan 10— 12, 13—19, 20—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13—19. Þjóðminjasafnið: klukkan 13—16 á sunnudögum; kl. 13-—15 þriðju- daga og fimmtudaga. Náttúrugripasafnið: klukkan 13.30—15 á sunnudögum; kl. 14— 15 þriðjudaga og fimmtudaga. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Halla Línberg, Skógar- götu 24 Sauðár- króki, og Runólf- ur Jónsson, Brúarlandi í Deildar- dal Skagafirði. KI, 8:00 Morgunút- varp. 10:10 Veður- fregnir. 12:10 Há- degisútvarp. 15:30 Miðdegisútvarp. — 16:30 Veðurfregnir. 17:30 íslenzkukennsla IX. fl. 18:00 Þýzkukennsla I. fl. 18:30 Frönsku- kennsla. 19:00 Tónleikar. 19:20 'Dag'egt mál. 19:25 Veðurfregnir. 19:30 Tónleikar. 19:45 Auglýsingar. 20:00 Fréttir. 20:30 Kambsmálið; samfelld dagskrá, tekin saman samkvæmt málsskjölum og flutt af nokkrum laganemum í Há- skóla Islands. 22:00 Fréttir og veð- urfregnir. 22:10 Lestur fornrita: Hreiðars þáttur heimska (Jónas Kristjánsson cand. mag.) 22:35 Dands- og dægurlög. Hann er s.vartl sauðurinn í fjölskyldunni. — Hann cr verkamaður! Hnífsdalssöfnunin. Söfnunarnefndinni hafa borizt eftirtaldar gjafir undanfarna daga: Frá Jónínu og Sigfúsi Kristjánssyni biblíumyndasam- stæða fyrir skóla. Peningagjafir: Starfsfólk Olíufélagsins h.f. 400 kr., Birgitta Jónsdóttir 50 kr., NN 25 kr„ 1-17^9 30 kr., J.E. 100 kr„ Halldóra Finnbjörnsdóttir 100 kr., Vestfirðingur 50 kr„ Ásgeir Þorvaldsson 50 kr„ Sigríður Kjart- ansdóttir 200 kr. Þá hefur Lúther Hróbjartsson afhent bókagjöf. — Söfnunin heldur á fram til 15. maí n. k. Þeir kaupendur Þjóðviljans, sem vilja greiða blaðið með 10 kr. hærra á mánuði en áskrifenda- gjaldið er, gjöri svo vel að til- kynna það í síma 7500. Minningarsjóðsspjöld lamaðra og fatlaðra fást í Bækur og ritföng Austurstræti 1, Bókabúð Braga Brynjólfssonar og verzluninni Roði Laugavegi 74. Árshátíð Sósíalistafélagsins. er i kvöld og hefst kl. 9. Þar er margt til skemmtunar, svo sem upplestur hjá Þórbergi, eftirherm- ur Karls Guðmundssonar, og svo verður Gestur Þorgrímsson með eitthvert gamanatriði upp á nýj- an móð. Þess er vænzt að sósíal- istar fjölmenni á hátíðina; ekki sízt er þess vænzt að Fylkingar- félagar og kvenfélagskonur láti sjá framan í sig svo um muni. Alþýðubiaðiö er nú að skýra frá því þessa dagana bvað Alþýðuflokk- urinn „vilji“ í hin- um og þessum málum. Gaman verður að sjá „vilja“ hans til dæmis í liermálunum, og mætti láta sér koma til hugar, sam- kvæmt fenginni reynslu, að haim, það er viljinn, yrði túlkaður með þessum orðum: „Alþýðuflokkurinn vill aðeins amerískan her í dag, en á morgun vill liann Iíka ís- lenzkan her." Nýja stúdentablað- ið sem kom út í gær flytur m. a. þetta efni: Sverrir Kristjánsson: Stúd entar og þjóðfé- agsátök nútímans. Ingi R. Helga- ion: Ræða á 15 ára afmæli F.R. 3, 1948. Sig.urður Þórarinsson: rvær ljóðaþýðingar. Þorvaldur pórarinsson': Jósef V. Stalin. 3ja.rni Benediktsson: Hvað kostar ífið? Ásgeir Hjartarson: Eiríkur Æagnússon. Einar Bragi: Vísur im kisu, og Manvísa. Úr gömlum ;reinum, er birzt hafa í Nýja itúdentablaðinu. Einar K. Lax- æss: Félag róttækra stúdenta — tarfið fyrr og síðar. Bogi Guð- nundsson: Hvert stefnir „Vaka“? ílafur Jensson: Um Alþjóðasam- iand stúdenta. Björn Þorsteins- on: Hugleiðingar um íslenzkar ornbókmenntir. Og er þá margt italið. Vísa dagsins Hleyp frá sennu um, hyort ég nú hjari enn til þrifa. En meðan penni' er huglátt hjú, held ég nenni að lifa. Stephan G. Stephansson. Skopleikari var eitt sinn vitni fyrir dómstóli- Verjanda þess er hann vitnaði gegn var held- ur fátt um nærveru hans og framburð, og spurði hann: Þér eruð skopleikari, er ekki svo? Jú, svaraði leikarinn. Er það ekki heldur auvirðilegt starf? Eg veit það ekki, en það er svo miklu heilbrigðara starf en það sem hann pabbi minn hafði að. ég er bara stoltur af því. Og hvað gerði hann? Hann var lögfræðingur. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Rvík i gær- kvöld áleiðis til Leith, Gautaborg- ar og Kaupmannahafnar. Detti- foss fór frá Rvik í gær til Akur- eyrar. Goðafoss fór frá Rvík 12. þm. áleiðis til Antverpen og Rott- erdam. Gullfoss fór frá Barcelona um hádegi í gær áleiðis til Carta- gena og Lissabon. Lagarfoss fer frá N.Y. í dag áleiðis til Rvíkur. Reykjafoss er á leið til Hamborg- ar frá Húsavik. Selfoss fór frá Rvík þ. 15. áleiðis til Lysekil, Málmeyjar og Gautaborgar. Trölla foss er á leið til N.Y. Straumey kom til Rvíkur í gærkvöld. Birte fór frá Hamborg 11. þm. áleiðis til Vestmannaeyja. Enid fór frá Rotterdam 14. þm. áleiðis til R- víkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla á að fara frá Rvik á laug ardaginn austur um land í hring- ferð. Esja er væntanleg til R- víkur árdegis í dag að austan úr hringferð. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á austurleið. Bald- ur fór frá Rvík í gærkvöld til Gilsfjarðarhafna. Vilborg fer frá Rvík í dag til Vestmannaeyja. M. b. Sigurður Jónsson fór frá R- vík í gær til Anrnarstapa og Sands. Skipadeild SIS: Hv.assafell fer frá Rio de Janeiro í dag áleiðis til Pernam- buco. Arnarfell losar í Keflavík. Jokulfell fór frá Álaborg 14. þm. áeiðis til Isafjarðar. með sement. Krossgáta nr. 57. Lárétt: 1 stjarna 4 borða 5 tala 7 álpast 9 óþrif 10 kali 11 mannsn. 13 kyrrð 15 óð 16 eldhúsáhald. Lóðrétt: 1 pat 2 stefna 3 rnái- ifr. sk. 4 ertir 6 heiðursmerki 7 óhreinka 8 ættingi 12 stafur 14 hljóð 15 emja. Lausn á krossgátu nr. 56. Lárétt: 1 Björn 4 dr. 5 os 7 api 9 lát 10 nói 11 ann 13 an 15 sn 16 kyngi. Lóðrétt: 1 br. 2 ösp 3 no 4 dolla 6 skinn 7 ata 8 inn 12 nón 14 Nk 15 si. 19. dagur. Fyrir framan ráðhúsið sat opinberi ákær- Klér heyrði greinilega að hér eftir vár strang egá bannað að prenta eða lesa mikinn fjölda Hans heilaga hágöfgi veitir uppljóstrurunum andirn á hestbaki. Hann hélt báðum hönd- rita eftir villutrúarmenn, svo sem eins og Martein Lúter og Jóhann Húss. Ennfremur að ríflegan hlut eignanna í launaskyni. Sjálfur um um hina keisaralegu tilskipun og bjó brjóta dýrlingamyndir og ræða trúarleg vandamál, nema maður væri, guðfræðingur að tekur hann sér leyfi til að nota sinn hlut sig ti! að lesa hana upp fyrir mannfjöldan- menntun. Hinum grunuðu yrði refsað harðlega, og er þeir yrðu uppvísir öðru sinni til gjafa og annarra • velþóknanlegra hluta, um. mundu þeir hálshöggnir, brenndir, hengdjr eöa kvikscttir, og eignir þeirra gerðar upptækar eins og raunin hafði. á orðjð eftir ránskap- og féllu undir keigarapn. inn í Rómaborg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.