Þjóðviljinn - 25.07.1953, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.07.1953, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. júlí 1953- JOSEPH STAROBIN: Að aka á vörubil um þessi svæði er líkast því að taka þátt í hngfaleikakeppni í 20 lotum. Bíllinn kastast á ýmsar hliðar á andartaksfresti, og höggin dynja alls staðar á skrokknum á manni. Allir þessir vegir voru rifnir upp árið 1947 til að hindra framsókn franska árásarhersins- Fyrst voru grafnar skotgrafir í hægri veg- arbrúnina og svo aðrar sex fetum framar í þá vinstri — þannig víxlaðist þetta á margra kílómetra svæði. Það var að vísu mokað ofan í þessar skotgryfjur aftur, en jarðvegurinn var aldrei jafnað- ur að fullu. Það liðu aðeins örfáar sekúndur milli loftkastanna. Mennirnir á bílpallinum hristust þarna og skókust alla nóttina. Verst er, að bufflakerrurnar og dráttarvagnarnir tefja okkur. Þeir silast þarna áfram í langri halarófu — og nokkrir ungir menn draga vagnana. Þeir eru hlaðnir heljarmiklum plönkum, sem nota á í brýr einhversstaðar lengra í burtu. Þvílík sjón, að horfa á fimmtán menn strita við það hálfa nóttina að koma fáeinum plönkum nokkra kílómetra áleiðis. Það var komið fram yfir miðnætti og augljóst, að við myndum ekki geta komizt yfir fljótið í tæka tíð. Ferjumennirnir halda af stað kl. 4 að morgni, því að þeir verða að fá tíma til að fela bátinn einhvers staðar við fljótsbakkann, áður en dagur rennur. Klukkan hálf fimm knýr Quang fulltrúi dyra hjá bónda einum í kofa rétt við veginn. „Getum við fengið að hýrast hérna,“ spyr hann, „það sem eftir er nætur og á morgun“. Enn er koldimm nótt, en bóndinn og fjölskylda hans fara á fætur. Út kemur kona með reiíabarn á'handleggnum og karlmaður með lítinn lampa vísar okk- ur leiðina yfir veginn og hrísekrurnar. Við höldum á brekkuna, það heyrist lækjarskvæmp fyrir ofan okkur. Svo römbum við á kofa í fjallsbrekkunni. Flugnanetið er hengt upp. Þetta hefur verið erfið nótt. Allan næstad ag sitjum við um kyrrt og ræðum við bóndann og fjölskyldu hans. Þarna sjáum við tvær konur, sem stíga kippitré. Við það er fest mortél, sem flysjar rísið. Við borðum soðið rís úr brúnum djúpum körfum. Við tönnlum sykurreyrsstangir — eg klukkustundum saman um hádaginn sveima flugvélar lágt í lofti yfir höfðum okkar. Við hugum að þeim frá kofanum eða úr Ækógar j aðrinum. Þassir bændur eru frá óshólmunum. Þeir komu hingað fyrir sex árum með lýðveldinu. Þeir ruddu þessa jörð og ræktuðu og ólu •önn fyrir börnum sínum. Fjölskyldufaðirinn er 49 ára, og þó vann hann í hemum sem burðarkarl í haust er leið. Bróðir hans ar aðalritari í nefnd þeirri, sem heimtir inn landbúnaðarskattinn. Irmi í kofanum er altari, þar standa fimm lökkuð ker og tréöskjur á hillu. Hér er forfeðrunum fórnað rísi og ávöxtum við áramót. -A þessu sama altari stendur ljósmynd af 'Ho forseta. Yngsta telpan vill fá að vita ,hvort ég sé franskur herfangi og hvort ég iðrist «kki misgerða minna. Eftir að við vorum komnir yfir fljótið, dvöldum við í þorpskofa, það sem eftir lifði nætur- Kofarnir í þorpinu voru um tuttugu — og konur og börn unnu þarna við daufa lampaskímu. Þau voru að vefa stráhatta handa hernum, fallega hatta og mjög létta. Þau sitja þarna öll völd og vefa úr stiráum, móta hatta og sauma borða. Eftir veginum fara þúsundir karla og kvenna með blys og ljós. Þau bera hlaðnar körfur á bambusstöngum, hlaupa við fót — og syngja. Mér er skýrt svo frá, að þetta sé bændafólk, sem hafi komið irá-óshólmunum gegnum víglínu Frakka til að hjálpa þjóðar- hernum. Það kemur heim við það, sem Giap hershöfðingi hafði Sagt mér. Árla næsta morgun, eftir klukkustundarreið, komum við í stórt skógarrjóður. Þetta er á svæði sem lítur annars út eins og venjulegt xísræktarland. Hár maður með kraftalegar herðar gengur fram- Þetta er foringi herdeildarinnar, Vuong Túa Vu. Með honum er herráðsforingi hans og pólitíski fulltrúinn, maður um þrítugt og heitir Le Vinh Quoc. Hann kann dálítið í ensku, sem hann lærði, þegar hann var stúdent í Hanoi. Árið 1944—45 hafði hann samband við bandaríska liðsforingja, sem höfðu lent þarna í fallhlífum til þess að hjálpa íbúunum í barátturíni gegn Japönum. Það skyldi þó ekki vilja svo til að ég kannaðist við William Boroughs kaptein? Menn muna eftir honum hér í skógunum. Okkur voru bornar skálar með heitu vatni og matur. Svo fengum við okkur blund og héldum síðan upp úr hádeginu á annan stað í .skóginum. Þar voru gríðarhá tré, en frumskógarkjarri og fléttum hafði verið rutt burt. Þarna höfðu verið reistir margir bambus- kofar — og hér er það sem við rekums't á herfylkið úr 308. her- deildinni. Andliitn eru einbrún; sumir hafa hrafnsvart hár, aðrir eru nauðrakaðir .... Þetta eru ungir piltar svarteygðir, varfærnir og fátálaðir. En fyrr en varir brýst hlátur yfir varir þeirra Þeir <eru svo ungir ennþá. Einn hópurinn er að leika „vollíbolta“, en Llð IBR á Islæidsoiétínu 1951 i hand- knattleik kvenna var ólöglegt Fyrir um það bil tveim ár- um reis upp deila milli H.K.R.R. o g Í.B.R. vegna þátttöku sameinaðs liðs frá Reykjavík í íslandsmóti kvenna í handknattleik en það fór fram á ísafirði. Kærði Valur mótið, og nú nýlega hef- ur fallið dómur í héraði (ísa- firði). Og er niðurstaða hans á þessa leið: Lið það sem mætti til keppni af hálfu LB.R. í meistaramóti í útihandknatt- leik kvenna sem fram fór á ísafirði 20.-7. ’51 vár ólöglegt þar sem tilskilin leyfi voru ekki fyrir hendi. „í forsendum dómsins segir: Lið það sem siðan mætti til keppni á mótinu í nafni I.B.R. hafði ekki meðferðis leyfi H.K.R.R. til þátttöku, en bréf frá Í.B.R. sem fararstjóri Í.B.R-liðsins hafði, sýndi að förin var farin með leyfi þess (Í.B.R.). Samkvæmt 23. gr. starfs- reglna H.K.R.R. ber stjórn liðsins að velja lið það sem senda skal til keppni eða láta sérstaka nefnd sem bosin er til þess á löglegum fundi, gera það. — Þetta viroist ekki hafa verið gert. Enda virðist mega ráða það af gögnum málsins að meirihluti H.K.R.R. hafi verið andvígur því að senda úrvalslið, þar sem ósk hafði komið frá félagi um leyfi til farar á mótið. 25. grein laga H.K.R.R. hljóð- ar svo: „Allar ferðir handknatt leiksfélaganna í Reykjavík til’ Ikeppni svo og heimboð hingað á vegum félags eða félaga er háð samþykki H.K.R.R." Það virðist liggja í hlutarins eðli að þetta á ekki síður við um úrvalslið". Verður íslenzkum í boðið fil skotæfingi Framhald af 4. síðu. armaður á Gísla, enda hefur þetta mál hans verið til um- ræðu í stjórn fþróttasambands ins síðustu missiri, svo að öðrum á undan mér hefur ekki þótt ástæðulauót að grennslast eftir þessu atriði. En ég hef gert fyrirspurn um, hvort það samrýmist aðstuðu Gísla í íþróttahreyfingunni að safna sér fjölda atkvæða og nota þau .til úrslita í máli, sem nær langf út fyrir íþrótta hreyfinguna og er þjóðmái. Þetta er nú árásin. 8. Hitt er öllu við.sjárverð- ara hjá Sigurði að segja, að ég „haldi því jafnvcl fram, að Gísli hafi dregið til sin stór — fé fyrir aukastörf hjá íþrótta- hreyfingunni.“- Það eru þessi orð: dregið til sín, sem við setuliðið, frá manni, sem hef- ur opnað hurðir upp á gátt þar sem hann nokkru fékk ráðið. Fari svo, að þjóðin beri gæfu til Þess að standast þann vanda, er það allra sízt að þakka íþróttaforustunni. Öðru nær. Það er hún, sem eykur á vandann, — það er hún, sem ein allra félagasam- taka í landinu berst fyrir því að hafa sem víðtækast sam- neyti við herinn. Þetta er margsannað. 10. Rökin fyrir hinni marg- nefndu íþróttasamvinnu segir Sigurður að séu þau, að íþróttamönnum okkar sé treystandi, „að þeir hafi til >að bera sjálfstraust og sjálfs- virðingu, uð þeir þekki sinn vitjunartíma, og sé því treyst- andi til að hafa samskipti“ við setuliðið. Ja, sei sei. Það ex svo sem ekki hætt við öðrú en forustumennirnir hafi ráð með að skjóta sér bak við ungmennin, ef illa skyldi til takast. Ég nenni nú ekki að tína fleiri spjarir af Sigurði að þessu sinni. Ef hann á eftir að koma fram með rit- smíðar öðru sinni, vil ég gefa honum það heilræði að ræða um málefnið en ekki óvið- komandi hluti. En framkoma hans og þeirra. félaga hefur sannfært mig enn betur um nauðsyn þjóðareiningar gegn her á íslandi og gegn íslenzk- um málsvörum hersins. G.M.M. Upphlaupéð í Berlén skulum athuga nánar við onn- ur fækifæri, Sigurður. Fyrst og fremst hef ég hvorki sagt né skrifað þessi orð um Gísla og mun ekki heldur bera hann þeim sökum. Þú hlýtur að þekkja merkingu orðanna, sem þú notar, Sigurður, svo að þér verður ekki liðið að halda því fram, að ég beri á Gísla fjárdrátt. Eg hef engar ástæður til þess. Spurningar mínar voru þessar orðréttar: „Mætti nú spyrja íþróttafor- ustuna hversu marga tugi þús unda króna Gísli Halldórsson (sá sem rogaðist með atkvæða fjöldann á þinginu) hefur fengið fyrir aukastörf hjá í- þróttahreyfingunni á undan- förnum missirum? Eða. hefur Gísli aðalstarf sitt hjá íþrótta hreyfingunni? — Þið hafið eitt sterkt svar: Skiölin á borðið. Hvers vegna ekki svara á þann hátt. 9. „Er ástæða til að ætla, að við nú í dag stöndumst ekki þann vanda, sem stafar af dvöl hins fámenna varnar- liðs? Eg fullyrði að svo er ekki,“ segir Sigurður. Reikult er rótlaust þangið. Og furðu- legt má það teljest, að heyra slík orð frá manni, sem með framkomu sinni hefur stórlega aukið á þann gífurlega vanda sem stafar af samneytinu við Framhald af 5. síðu lítið af því sem ég var sjálfur vitni að: Þeir brutu gluggarúðu í bökaverzlun og hlóðu bálköst úr bókunum eftir ósviknum nazistafyrirmyndum. Rauður fáni, sem jafnan hef- ur verið tákn verkalýðshreyf- ingarinnar, var rifinn niður og brenndur. Æpandi lýðurinn, sem að miklu leytí' samanstóð af unglingum í síðjökkum og miamiskyrtum, sem ekki þekkj- ast í Austur-Berlín, fór fram og aftur um göturnar syngj- andi nazistasöngva. Brotizt var inn í matvörubúð, hveiti og sykri var stráð á akbrautina og ungir slánar mölvuðu þús- undir eggja. Nú — slík verk eru ekki unnin af verkamönnum. í ó- svikinni kröfugöngu fyrir bætt- um kjörum og lækkuðu verð- lagi. Ef þeir sem leggja í kröfu- göngu eru hungraðir — og það voru þessir ekki — getur vel hugsazt að þeir ráðist inn í matvörubúð, en þeir fleygja þá ekki matnum. Rúður geta brotnað, en bálkestir eru ekki hlaðnir úr bókum. Og verkamenn brenna ekki rauða fána, einkum og sérílagi ekki í Þýzkalandi, þar sem rauði fáninn er ekki aðeins merki kommúnista, heldur engu að síður sósíaldemókrata og sjálfrar verkalýðshreyfing- arinnar. Eftir óeirðirnar komst allt í sama lag í borgarhlutanum á mjög skömmum tíma, og strax daginn eftir bar það eitt vitni um hvað óvenjulegt hefði átt sér stað, að varðmenn úr sovéthernum stóðu á gatnamót- um. Ég rita þessar línur 22. júní,. þegar 12 ár eru liðin frá inn- rás Hitlers í Sovétríkin. Þeirri landvinningaherferð lauk með ósigri, en í öðrum hluta Þýzka- lands, Vestur-Þýzkalands, eru Krupparnir og Schachtarnir, sem hleyptu því stríði af stað, aftur komnir úr grenum sínum og hafa söðlað herfáka sxia. Þeir hafa strengt þess heit að þeir muiíi hefna ósigursins í nýrri styrjöld, og það eru engar ýkjur að segja, að at- burðirnir sem áttu sér stað í Austur-Berlin 17. júní var fyrsta högg þeirra, allsherjar- æfing undir þriðju heimstyrj- öldina. Það sómakæra fólk, sem býr í Austur-Þýzkalandi og lært hefur af reynslunni, kom í veg fyrir tilraunina með aðstoð sovéthermannanna. Og það er einhuga um að hindra hverja tilraun sem gerð verður til að steypa Þýzkalandi og heimin- um út í nýja styrjöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.