Þjóðviljinn - 23.08.1953, Side 4

Þjóðviljinn - 23.08.1953, Side 4
.953 - £)' — ÞJÓÐVIUINN — SunnudagTir 23. ágúst 1 f ■ mk Ritstj.: Guomundur Arnlaugsson SIKILEYJAR,LEIKUK Heimsmeistaramot unglinga, 6. umferð undan æppninnar. Friðrik Reichel (Austurríki). 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 d7—d6 3. d2—d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8—fG 5. Rbl—c3 a7—a6 Þetta er eitt nýjasta afbrigðið í Sikileyjarleik. 6. f2—f4 Dd8—c7 7. Bfl—d3 Rb8—d7 8. Ddl—f3 ---- Þessi leiur er- góður, þegar svartur hefur leikið Rb7, því að hann getur ekki hagnýtt sér stöðu drottningarinnar. 8. ---- b7—b5 9. 0—0 Bc8—b7 10. a^—a3 e7—e6 11. Kgl—hl Bf8—e7 j 12. Bcl—d2 Rd7—c5 13. Hal—el 0—0 ; 14. Df3—g3 Rc5xd3 Svartur á við örðugleika að etja, hvítur er búinn að ná snot- urri sóknarstöðu, sem spillist ekki við að biskupinn hverfur af borð- inu. 15. c2xd3 Dc7—d7 16. f4—f5! e6—é5 17. Rd4—f3 Rf6—e8 Hér kom Hfd8 sterklega til greina. Svartur er ekki nógu hug- kvæmur í vörninni, svo að hvítur íiær yfirburðastöðu. 18. Rf3—g5 Be7xg5 Hvítur hótar Dh3 svo að svart. ur verður annað hvort að fara í mannakaupin eða veikja kóngs- stöðu sína með h7—h6. 19 Dg3xg5 f7—f6 ' Nauðsynlegur leikur. 20. Dg5—h4 g7—g5? Þetta er full ofsaleg lausn á vandamálunum. Staðan er erfið, vegna þess að Hfl—f3—h3 vofir yfir. Til greina kom h6 og kóngs- flótti um f7, en örðugt er að segja hvað bezt er. 21. f5xg6 h7xg6 22. Hel—e3 Dd7—h7 23. Dh4—f2 Bb7—c8 Nú eru báðir komnir í tíma- þröng, einkum þó hvítur, Síðasti leikur svarts, sem eftirlætur hvít reitinn d5 handa riddaranum, er ill nauðsyn, því að hvíti hrókur inn má ekki komast á h3. 24. He3—g3 Ha8—b8 25. Rc3—d5 Hb8—b7 26. Hg3—f3 Hb7—f7 ABCDEFGH St ■ m, wm p ■ 27. Bd2—g5! ----- Hvítur vinnur nú peð, sem ætti að ríða baggamuninn, en ekki eru nema fáar mínútur eftir. 27. --- Kg8—g7 28. Rd5xf6 Re8xf6 29. Bg5xf6t Kg7—g8 30. Df2—g3 Hh7—h5 31. h2—h3 Kg8—h7 32. d3—d4! e5xd4 Eða Bb7 33. dxe5 Bxe4 34. Hf4 og vinnur. 33. Dg3xd6 d4—d3 34. e4—e5 Bc8—b7 35. Hf3xd3 g6—g5 Nú er f kákin orðin hrein hrað- skák, hvítur þarf vitaskuld að gæta sín fyrir Ðxh3f. 36. Hd3—g3 g5—g4 37. Dd6—d3f Kh7—h6 38. Hg3xg4 Hf7—d7 39. Dd3—g3 og nú fór svartur yfir tímatak- mörkin. Staðan er auðvitað alger- lega vonlaus, hvítur hefði getað tekið hrókinn, en í tímaþröng er sjálfsagt að velja hið einfaldasta. KveikJaFlsisi — -1 : wp Éelkiaaði Sjöunda skákdæmi Sveinn Halldórssonar: ABCDEFGH Hvítur á að máta í 2. leik. Lausn á 2. síðu. OtgerðarmeDD Skipsíjorar Reknetasiöngur og uppsett reknet, fyrtrliggjandi. Kaupfélag Hafuíirðinga Veiðarfæradeild — Sími 9292 Auglýsið í Þjóðvil|anuni NÚ veit ég ekki hvað ég á að segja. Þá segi ég bara: góðan daginn, hvernig líður ykkur? Eruð þið komin heim úr sum- arfríinu? Já, ég veit það, þið eruð komin heim og sezt við rit- vélina á skrifstofunum og byrj- uð að hamra, ekki slá skakkt, ekki slá skakkt, taugarnar í góðu lagi eftir hálfsmánaðar- hvíld, engin þörf á mistökum, nú er að láta hendur standa fram úr ermum, tíminn bíður ekki, hraði hraði, við lifum á öld vélanna, öld tækninnar, vísindanna „at- ómið sundrast .... og börnin horfa hissa á þetta hvíta ljós“, nei nei, ekki skáldskap, vélar vélar, þetta er öld hjólanna og hjólin snúast og snúast viðstöðu- laust, ótal smáhjól, aragrúi af þeim, smá og stór hjól, hefurðu orðið ástfanginn í sumar, stúlka litla? Nei, ekki ég, nei nei, aldrei ástfangin nema á haustin, þegar dagarnir fara að styttast og kvöldin að lengjast. Ekki að tala um ást- ina, ekki ekki, jú jú, en tíminn bíður ekki, prent- vélarnar segja úa úa, þær verða að fá í sig jafnt og þétt, áfram áfram, hröð handtök, engin ró, við lifum á öld óróleikans, burt með alla nákvæmni, fréttir ber- ast, óeirðir í Teheran, beint í prentvélina, fólkið les það á morgun, enginn tími til að hug- leiða, síminn hringir, hvað er nú? alltaf er það eitthvað! skakkt númer? nei, rukkari; engir peningar; koma á morg- un, hringja seinna; hvað er að gerast? Fólk er að tínast heirn úr sumarleyfum, gott að koma heim, ró, hvíld, ekki lengi, þó að kvöldin séu kyrr og fögur og sólin lengi að ganga undir og skýin sigli löturlega um himin- geiminn eins og ekkert liggi á, því að vélarnar bíða, hjólin halda áfram að snúast, nú er að láta hendur standa fram úr ermum, siminn hringir aftur, hvað er nú? ailtaf eitthvað! við lifum á öld hraðans, en nú er ég að gefast upp, ég get ekki haldið svona áfram, ég fæ sina- drátt í handlegginn, verk í höf- uðíð, en ég verð að halda áffam, ég er nauðbeygður til þess, blað- ið kemur út á morgun, prent- vélin segir úa úa, mér er nauð- ugur einn kostur, ég *verð að skrifa hvort mér líkar betur eða verr, ertu nú í góðri stöðu? banka- maður, telja peninga, þúsund, tuttugu þúsund, þrjátíu þúsund, þrjú hundruð þúsund, sem þú átt ekki sjálfur; erfitt verk, en þó er þrjú hundrað þúsundsinn- um erfiðara að skrifa bæjarpðst, skrifa, skrifa, annars verður gapandi eyða í blaðinu, engin undanbrögð, prentvélin segir úa úa, ég er að þrotum kominn, engin hugsun, engin hugsun, en hvað um það? áfram þangað til komin eru nógu mörg orð, ertu verkamaður? ekur þung- um hjólbörum, mokar sandi upp á bíla; erfitt verk; en ekki fær maður sinadrátt í handlegginn af því, eða höfuðverk og svima, nei, nei, nú gefst ég upp, úa úa, ekki þýðir að gefast upp, ertu læknir? nóg að gera; bið- stofan troðfull, .síminn hring'ir: ég þarf að komast á skurðarborð ið strax, má engan tíma missa, er að gera stóran verzlunar- samning við franskt fyrirtæki; magasár? já, magasár, enginn tími til að liggja í bælinu, þyrfti helzt að hafa síma í sjúkrastof- unni, fljótt fljótt, hef étið of mikið af kryddmeti; við lifum á öld magasársins, öld tækninn- ar, öld símans, öld kjarnorkunn- ar, öld mannvits sem nær of skemmt; en við lifum,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.