Þjóðviljinn - 23.08.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1953, Blaðsíða 6
0) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 23. ágúst 1953 - 'j JMÓ0VIUINN , Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. ; Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktssion, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. ' 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. __________________________________________________✓ Samþykkt Vestmannaeyinga Enn hefur ríkisstjórnin ekki fengizt til að láta neitt •uppi tím það hverja staði Bandaríkiin hafa valið sér til að hella yfir sprengjum sínum í næsta mánuöi, hvort sem sú þögn stafar af því að ííkisstjórnip hefur ekki enn fengið að vita fyrirætlanir yfirboðaranna eða hún iheldur fast við þann vanda sinn að láta þegnana frétta erlendis frá þaö sem Bandaríkin ætia að gera á ís- landi. Þó hefur ríkisstjórnin tilkynnt að sú frétt Þjóð- viljans sé rétt að her Bandaríkjanna hafi fengið heimild til að athafna sig við ísland og yfir íslandi við stórfelldar heræfingar. Af fréttum þeim sem borizt hafa um æfingarnar frá bandarískum blöðum viröast mestar líkur benda til þess að ætlunin hafi verið að eyjar eða drangar 1 nágrenni Vestmannaeyja yröu fyrir skothríð og sprengjukasti. Hefur þetta aö vonum vakið mikla athygli og reiði Vest- mannaeyinga, og bæjarstjómin hefur nú einróma túlkað afstöðu íbúanna í afdráttarlausri og hvassyrtri sam- þykkt sem birt var hér í blaðinu í gær. Er öllum slíkum æfingum umhverfis Vestmannaeyjar mótmælt harðlega og þess krafizt að ríkiísstjórnin ábyrgist að friðsæld eyj- anna og nágrennis þeirra verði ekki rofin með slíkum ó- fögnuöi, enda myndu fallbyssuskothríð og sprengjukast raska stórlega fuglalífi, fiskisæld og siglingaöryggi. Á því er enginn vafi að meginþorrií landsmanna mun taka undir þessa afstöðu Vestmannaeyinga og styðja hana af alefli. Og röksemdir þær sem fram eru bornar í samþykktinni eiga ekki aðeins við um Vestmannaeyjar, heldur og alla aöra staði umhverfis landið. Þaö kemur ekki til mála að neinar íslenzkar eyjar verði þannig leikn- ar og að árásaræfingar verði stundaðar yfir landinu sjálfu, ríkisstjórninni ber að banna þann ófögnuð yfir íslandi og innan íslenzkrar landhelgi. En þaö er full á- stæða til að hvetja íbúana um allt land til að fylgja for- fordæmi Vestmannaeyinga meðan enn er tími til; það er eins víst að ríkisstjórnin láti ekkert uppi um árásarstað ina og að ósköpin dynji yfir þar sem menn hafa sízt vænzt þeirra. Hlutverk Framséknar Frásögn Þjóðviljans í gær um það atferli ríkisstjórnarinnar að stöðva bj’ggingu sambygginganna við Skeiðavog vakti mikla at- 'hygli í bænum og hefur áreiðanlega orðið til að opna augu margra fyrir skaðsemi þeirrar þjóðhættulegu stefnu sem fhaldið 1 og Framsókn fylgja í byggingamálum landsmanna. Hér er beinlínis gripið fram fyrir hendur fjárhagsráðs, sem ekki treysti sér til annars en leyfa byggingu hinna 36 íbúða, hrátt fyrir það hlutverk ráðsins að tefja og torvelda sem mest íbúðahúsabyggingar. En það sýnir glögglega samræmið í verk- um Ihaldsins að í fjárhagsráði eru fulltrúar þess látnir greiða atkvæði með fjárfestingarleyfum til Skeiðavogshúsanna en í ríkisstjórninni hindra fulltrúar sama flokks að íbúðarhúsin fái að rísa af grunni! Þannig er þáttur fhaldsins og kemur hann engum á óvart sem þekkir vinnubrögð þessa hræsnisflokks auðstéttarinnar. En það er ekki síður athyglisvert að hér gegnir Framsókn því aumkvunarverða hlutverki að skapa ágreining i fjárhagsráði og krefst þess að málinu sé skotið undir úrskurð ríkisstjórnarinnar, sem síðan bannar byggingu íbúðanna. Þannig hefur stjórnar- flokkunum sameiginléga tekizt að koma í veg fyrir að 36 hentugar og vandaðar íbúðir risu í höfuðstaðnum, þar sem hundruð fjölskyldna standa á götunni eða búa í óhæfum og heilsuspillandi íbúðum. Samræmið í orðum og gerðum afturhaldskurfa Framsóknar- flokksins sézt bezt þegar það er rifjað upp að fyrir kosning- arnar 1949 og bæjarstjórnaikosningarnar 1950 þóttust þeir forenna í skinninu af áhuga fyrir úrbótum á húsnæðismálum reykviskrar alþýðu. Hver minnist ekki fjálglegra skrifa Tímans þá <og birtingar á myndum af ömurlegum braggahverfum og kumböldum sem íhaldið dæmir fátæklingana í Reykjavik til að búa í. Efndir Framsóknar í húsnæðismálunum þekkja allir og er þarflaust að rif ja þá sögu upp nú. Þar eins og annars staðar hefur hún staðið við hlið íhaldsins og nú síðast haft forustu um að hindra byggingu 36 nýrra íbúða sem reisa átti með nýju og hagkvæmu fyrirkomulagi og bærinn átti kost á til ráðstöfUnar. - Hesturinn rétti iarkostur skemmtiferðafólks um óbyggðir EINS og skýrt var frá í blaðinu síðastliðinn mið vikudag, ®ru hér á ferð sex ferða- menn frá Bretlandseyj- um, 4 Skotar og 2 Eng- lendingar. Ferðast þeir uni landið á hestum. Er það Búnaðarfélag ís- lands, Ferðaskrifstofan og Flugfélág íslands, sem gangast fyrir þess- ari ferð í auglýsingar- skyni. Þeir lögðu af stað sl. niiðvikudag austur að Guilfossi, fóru þatan á hestum að Geysi, þaðan til Laug- arvatns, síðan til Þing- valla og loks um Uxa- hryggi til Borgarfjarð- ar. Síðast liðinn föstudag bauð Ferðaskrifstofa rikisins blaða- mönnum austur á Þingvöll til að hitta þessa reiðgarpa .að máli. Auk blaðamanna voru í förinni forstjóri ferðaskrifstof- unoar við annan mann. ftveir frá Búnaðarfélagi íslands, Gísli Kristjánsson ritstjóri og Ólafur Stefánsson ráðunautur, svo og Ásgeir Jónsson frá Gott- orp sem einskonar aldursforseti hestamanna, en hann er á 77. aldursári. í förinni voru auk þess fjórir listamenn, þeir Sigurður Ólafsson söngvari, Þórarinn Guðmundsson fiðlu- leikari, Fritz Weisshappel píanó ■leikari og Jóhannes Fggertsson sellóleikari. DRUKKIN HESTASKÁL AÐ GJÁBAKKA. Fy.rs-t var haldið austur að Gjábakka, og bar þar fund- um saman við ferðamenn. Kom flokkurinn þeysandi niður hall- ■ann. Voru reiðskjótamir fjöru- tíu, en knapamir tólf, svo að segja má að þeir 'hafi verið vel ríðandi. Fararstjóri er Gunnar Bjarnason, en fylgdarmenn þeir Páll Sigurðsson frá Foma- hvammi, Steinþór Gestsson frá Haeli og Þorkell Bj arnason frá Laugarvatni. Var Páll með 15 hesta, Steinþór með 12 og Þor- kell með 13. Með 1 förinni var einnig fulltrúi frá ferðaskrif- stoíunni og ein borgfirzk stúlka Nanna Björnsdóttir. Ætlaði hún upphaflega aðeins að fylgja Páli Sigurðssyni á leið, en gat ekki skilið við svo ágætian flokk og 'hugðist halda förinni áfram. Högni T'orfason, fréttamaður útvarpsins, var einn frétta- mianna í reiðbuxum, enda var honum strax fenginn gæðingur og ákvað hann fljótlega að slást 'í förina tH' Borgarfjarðar. 'Urðu 'þá fréttaritarar dagblað- anna gulir af öfund, jafnvel hinna rauðu blaða. Bretarnir í förinni eru: Pat Paterson skozkur landbúnaðar- ráðunautur, Jock Kerr Hunter starfsmaður hjá félagi, sem skipuleggur ferðir á smáhestum, Alastair Borthwick blaðamaður og útvarpsfyrirlesari, Paul Mangan ljósmyndari og starfs- maður hjá ferðaskrifstofu, Frank Micklethwáite kvik- myndatökumaður og Alastair Dunnett blaðamaður. Voru þeir mjög ánægðir með þá áfanga, sem að baki voru. Kváðust þeir óiþreyttir, en lengu þó harð- sperrur fyrsta daginn. Aðspurð- ir kváðu fþeir það ekki haf.a valdið neinum örðugleikum eða misskilningi, þó hestarnir væru alls ókunnugir enskri tungu. Lærðu þeir fljótlega „come on“ og „stop“. Einn hestur hafði einu sinni dottið undir einum, en hvorugan sakaði. Ásgeir frá 'Gottorp taidi þó vafasamt, hvort rétt væri að temja fyrst hesta, ef fluttir yrðu út, taldi heppilegra, að þeir lærðu málið jafrlhHða tamningunni. Að Gjábakka var drukkin ■hesta- og Skotaskál í tilefni af því, að Skotar voru þarna helmingi fjölmennari en Eng- lendingar. SUNGNAR HESTAVÍSUR í VALHÖLL. Þegar til Valhallar kom, upþhóf Sigurður Ólafsson söngv ari og hestamaður raust sina og söng hestavisur og ljóð. Söng hann: Sumargleði, Skúlaskeið, Sprett og Á Sprengisandi. Reyndust þau ágætlega valin og var útbýtt enskum texta. Þórarinn Guðmundsson hefur samið Lag við Sumargleði og tileinkað hestamönnum. Söng Sigurður það bæði fyrst og seinast, og tóku siðast allir und. ir. Var ekki hætt fyrr en Bret- arnir kunnu lagið. Meðan Skúlaskeið var sungið mátti sjá að Bretar tóku með hluttekningu þátt í hinum harmsöguiegu örlögum Sörla, en á Spretti og Sprengisandi fóru þeir allir að iða, og var sem þeir sætu á fjörugum fák- um. Var nú setzt að kvöldverði, og var þar meðal annars á borð- um þjóðarréttur íslendinga, skyrið. ÍSLENZK OG SKOZK ÆTTJARÐARÁST. Undir borðum héldu ræður: Gunnar Bjarnason; Pat Pater- son og Alastair Dunnet. Ræddi Gunnar um Þingvöll og skýrði hinum erlendu gestum frá því, iað 'þeir væru hér á helgasta stað íslenzku þjóðarinnar. Pat- erson Og Dunnett lýstu báðir ánægju þeirra félaga með ferð- ina frá upphafi og þökkuðu á- ■gæta 'gestrisni. Lýstu þeir sem Skotar samkennd sinni með sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Lét Dunnet svo um mælt, að enda þótt fo-rfeður Gunnars Bjamasonar hefðu ekkj komið til Skotlands forðum í friðsam- legum erindagjörðum, væru þeir sem afkomendur fullkomn- ir vinir. Sagði hann Skotland 'lítið land eins og ísland, en það væri ekki stærð landsins og fjöldi fólkisins, §em mestu viarð- aði heidur steerð hjartans. Báðir dáðust þeir að fegurð Islands, andstæðum þess og sér- stöku andrúmslofti. Sagði Dunn et, að þeir hefðu ekki komið hingað allir vanir hestamenn, en þeir myndu liins vegar fara héðan alvanir. SKOZK ÞJÓÐLÖG OG ISLBNZK STiEMMA. Að loknum ræðuhöldum hófst almennur söngur. Voru ýmist sungin skozk eða íslenzk þjóð- 'lög, m. a. kveðin ein íslenzk stemrna: Brestur vín og forotnar gler, bregðast vinir kærir. En á Blesa eru mér allir vegir færir. ■Vísa þessi féll í góðan jarðveg hjá þeim erlendu gestanna, sem fengu hana þýdda á ensku. HRINGDANS. Það er til marks um, hve þreyttir ferðamennimir voru að ríða Lyngdalsheiði frá Laugar- vatni 'til Þingvalla, að þá er 'borðhald, ræðuhöld og söngur höfðu staðið á aðra klukku- stund, voru uppi háværar radd- ir um, að dans yrði stiginn. Þórarinn var strax fús til að leika fyrir dansinum, en þó vantaði nokkuð: Dömur voru helztil fáar. Að visu var þama ein reiðkona, ein blaðakona og einn Skoti í pilsi, en það þótti heldur lítið. Fór þá forstjóri ferðaskrifst'ofunnar á stúfana og er það tiil marks, að fátt muni honum óméttugt, að innan stundar þustu inn í salinn hópur kvenna. Voru þarna komnar starfsstúlkur Mjólkur- stöðvarinnar, sem voru þama í iskemmtiferð og höfðu aðsetur í öðrum stað í Valhöll. Hófs’t nú almennur hringdans. Klukk- an hálf tólf héldu blaðamenn laftur til ReykjaVíkur, en reið- fólk fók á si'g náðir. Töldu sumir ekki veita af að safná kröftum undir áframhald ferð- arinnar um Uxahryggi að Hvanneyri og þaðan að Varma- land; með viðkomu í Faxaborg á Hvítáiþökkum, þar sem Borg- firðingar lialda töðugjöld á sunnudag. Þeir, sem kynnast islenzka hestinum, munu vart kjósa ann- an farkost til skemmtiferða um óbyggðir. Athugasemd I síðasta tölublaði Þjóðviljans er það haft eftir mér, að ann- ar þeirra brezku pilta, er týnd- ust á Öræfajökli, muni hafa „verið eitthvað vanur (jökla- fer’ðum) en hinn óvanur að mestu“. Til þess að fyrirfoyggja misskilning vildi ég taka það fram, að aðspurður um það, hvort ‘þessir tve'r piltar hefðu ekki verið með öllu óreyndir, svaraði ég því til, a'ð ég vissi ekki betur e.n að annar þeirra að minnsta kosti hefði haft nokkra reyns’u í jöklaferðum. Þar með ékki sagt, að hinn hafi verið með öllu óvanur, en um það veit ég ekki nógu miki'ð enn til að geta fullyrt neitt. Hitt er rétt, að það er óvarlegt fyrir tvo menn að ganga á Hrútsfjall og er.n óvarlegra er að ganga á Öræfajökul eins og íslenzkt ferðafólk hefur oft gengið, án sæmilegs útbúnaðar og öruggs fylgdarmanns og furða, að a'drei skuli hafa íilot- ■zt slys af. Væri æskilegt að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að slikt komi elcki aftur fyrir. Sigurður Þórarinsson. Kofoð á 1550 in dýps Tveir liðsforingjar í franska Fotanum lcöfuðu fyrir heigina í neðansjávarkú’u Piccards 1550m undir hafflötinn skammt frá Toulon og er það dýpra en mönnum hefur áður tekizt a'ð komast. L’ðsforingjarnir voru 2(4 tíma undir jrfirborði sjáv- ar. Þeir munu á næstunni reyna að kafa niður á 2000 metra dýpi. Piccard muu sjálf- ur reyna á næstunni að lcomast niður á 3000m dýpi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.