Þjóðviljinn - 23.08.1953, Side 7
Sunnudagur 23. ágúst 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Eigandi ísbars, Walter D.
Phillips, var myrtur heima hjá
sér kl. 22 að kvöldi sunnudags.
Nágrannarnir hljóta að hafa
heyrt skotið, en þeir skiptu sér
ekki af því. Því allir, og einnig
Phillips, voru með hugann bund-
inn við sjónvarpssendingu,
„Mál verndarengilsins“, og í
henni heyrðust svo mörg byssu- Eftir Boris Loskin
skot að enginn tók eftir þessu
eina aukaskoti — því sem drap
gamla manninn.
upp ráð til þess að krækja í pen-
inga.
$untmáa
* Teikningar eftir I. Semjonoff
Morðingjarnir (sem voru
tveir) voru gripnir höndum,
þegar þeir fóru út úr húsinu.
Stundarfjórðungi síðar stóðu
þeir frammi fyrir Hartley varð-
stjóra í lögreglustöðinni.
Fyrir Hartley var þetta að-
eins venjulegt mál — einn
þeirra þúsunda glæpa sem dag-
lega eru framdir í Bandaríkjun-
um. Honum fannst málið leiðin-
legt, og áður en hann yfirheyrði
unga manninn og stúlkuna
hringdi hann til Mansons, blaða-
manns sem ævinlega fékk að
fylgjast með því sem gerðist á
lögreglustöðinni. Manson var
vanur að fá staðreyndir þær
sem fyrir lágu og skrifa blóði
drifnar frásagnir sem entust í
a- m. k. fimm tölublöð.
Meðan Hartley beið eftir Man-
son virti hann morðingjana tvo
fyrir sér áhugalaust. Ungi maður
inn hlaut að vera um tvítugt,
stúlkan ekki eldri en 18 ára, og
þeim virtist leiðast eins og varð-
stjóranum: þarna sátu þau og
jórtruðu tyggigúmmí og störðu
út í bláinn.
Manson lýt standa á sér.
Sennilega hefur hann verið að
skrifa um skemmtilegra morð,
og Hartley ákvað að byrja
strax á yfirheyrslunni og láta
Manson fá staðreyndirnar þegar
hann kæmi.
Eftir fyrstu spurningamar
kom í Ijós að ungi maðurinn var
stúdent og hét Frank James og
unga stúlkan fyrirsæta og hét
Bessie Benton, en síðan spurði
varðstjórinn hvað þau hefðu
gert þennan sunnudag frá því
um morguninn þar til morðið
var framið.
Hér er frásögn þeirra, eins og
hún var vandlega skráð af Hart-
ley varðstjóra:
Varðstjórinn: Segið þið mér
nú hvað þið hafið haft fyrir
stafni í allan dag.
James: Ja, það er sunnudagur
í dag, svo að við fórum fremur
seint á fætur. Við lásum allan
morguninn.
Varðstjórinn: Hvað voruð þið
að lesa?
James: í gærkvöld kom ég
heim með heilan hlaða af bók-
um. Og það voru góðar bækur:
„Heimspeki brjálæðisins", „Lík-
ið með kámugu fingurna“, „Ást-
arsöngur kyrkjarans", „Ekki
deyja á þröskuldinum hjá mér.“
Bcssie (heldur áfram): Já, og
„Dauðinn upp á afborgun“,
„Heili sé líkinu“, „Morð hafa
forgangsx-étt“, „Berið líkkistuna
mína varlega" .... Sjáurn nú til,
hvað var meira? Jú, „Myrtur í
kjól“? og „Líkklæði handa
ömmu“ ....
Varðstjórinn: Hverjar af bók-
unum lásuð þið?
Bessie (áköf): Eg las sögu
eftir Agötu Christie sem heitir
„Vitnisburður blóðsins“. Það er
geysigóð saga. Sjáið þér nú til,
Poirot á að rannsaka glæp sem
þegar er búið að dæma annan
mann til dauða fyrir. Hann hef-
ur engar sannanir — þangað til
hann finnur gulnaða úrklippu
um þrjár konur sem hafa horfið.
Þá veit hann hver morðinginn
er. Hann fer heim til hennar —
en þá er búið að myrða hana, og
svo.......
Varðstjórinn: Þakk, þetta er
nægilegt. (Við James). Hvað
lásuð þér?
James: Eg las „í þrefaldri
hættu“ eftir Rex Stout. Það er
geysigóð saga um Nero Wolfe.
Brúnhærð stúlka játar að hún
lxafi myrt lögi'egluþjón. En hún
lýgur, hún er bara brjáluð, og
það er það sem Wolfe á nú að
sanna. Hann vex-ður að gera það
í snatri áður en nýtt morð verð-
ur framið. Það er geysigóð saga.
Bessie: Mér finnst ekkert
varið í hana.
James: Nei, því þú ert
alveg galin í þessar teiknisögur
þínar, en ég vil heldur sannar
bókmenntir.
Bessie: Eg sá nýtt hefti af
Manhunt-sögunum í morgun.
Þeim ættuð þér að fylgjast með,
varðstjóri. Þar fær maður spenn
ing fyrir hvern eyri. Það er
hægt að kaupa þær allstaðar.
Beinagrind dregur stúlku inn í
líkvagn. Maður með handjárn
lendir niðri í sýrugeymi. Svo
voru myndir af manni sem var
rifinn í tætlur af hundi. Og
það er annar sem hákarl étur.
Varðstjórinn: Það skiptir ekki
máli með þennan hákarl. Við
skulum halda okkur við efnið.
Þið voruð þá að lesa í allan
morgun?
James: Ekki í allan morgun.
Fyi’st sáum við „Rauða þráðinn"
í sjónvarpinu.
Bessie: Það var ekkert varið
í hann, hin sendingin var langt-
um betri. Hún hét „Tættar taug-
ar“ og hún tætti að minnsta
kosti mínar taugar sundur —
ég titraði og skalf.
James: Þér hefðuð átt að sjá
hana, ég varð að hella í hana.
viskíi. Eg hélt hún ætlaði að
kyrkja mig (hlær).
Varðstjórinn: Og hvað gerðuð
þið svo?
Bessie: Við gengum út. Við
fórum á listsýningu. En þær
myndir! Eg var alveg ringluð
þegar við komum út. En Frank
var hi-ifinn af þeim.
James: Þetta voru fjandi góð- •
ar myndir — „Ófi-eskjan“ eftir
William Baziotes, sjáið þér til,
hún var sett saman úr mismun-
andi hlutum, og svo var mynd
eftir Pereira, aðeins fei-hyrning-
ar og strik í krákustígum. Og
mynd eftir Graves — kynstur
af strikum sem litu út eins og
konuhár eða strá með fugl í
miðjunni. Gi’aves er snilling-
ur ....
Varðstjórinn: Nú er nóg kom-
ið um þessa list. Áfram með
söguna.
Bessie: Svo fengum við okkur
að di’ekka og fórum á veitinga-
hús til að dansa.
James: Það var sunnudagur,
sjáið þér, og við höfðum ákveðið
að hvíla okkur.
Bessie: Þegar við fórum úr
veitingahúsinu keypti James
hefti af „Life“. í því var klausa
um ballett, sem við héldum að
væx’i eitthvað fyrir okkur. Hann
hét — hvað hét hann nú aftur,
Frank?
James (hugsar sig um):
Hann hét .... sjáum nú til ....
„Svanavatnið“. En svo hættum
við við það, því það stóð í
„Life“ að þetta væru „hinar
sorglegu leifar hins sígilda rúss-
neska balletts“. Rússneskui’, það
Bessie: Eg stakk upp á því að
við reyndum að vinna okkur inn
Æ J peninga með því að dansa.
Varðstjórinn: Þér eigið við að
w vjj x\'f ) þið hafið ætlað að reyna að
vinna verðlaun í samkeppni um hver dansaði bezt?
var nóg hr. varðstjói’i, þér skilj-
ið.
Bessie: Þá ákváðum við að sjá
almennilegan ballett, „Búrið“.
James: Hann er eftir Jerome
Robbins. Hann er líka snilling-
ur, eins og hann listmálarinn . ..
nú hef ég gleymt hvað hann
heitir .... Nú, en hvað um það,
í þessunx bailetti er karlkónguló
sem lendir í þjóðfélagi kven-
kóngulóa ....
Bessie: .... og verður ást-
fanginn í einni þeix'ra ....
James: .... Þá verða hinar
auðvitað afbrýðisamar og tæta
karlkóngulóna í sundur. Eg skal
segja yður þ.að, þetta var ballett
í lagi, og hann stóð bara í fimmt-
án mínútur.
Varðstjórinn: Hvað gerðuð þið
svo?
Jaines: Við fengum okkkur að
borða og fórum í bíó.
Bessie: En við fórum ekki
strax..
Varðstjórinn: Hversvegna
ekki'!*
James: Bessie og ég lentum í
rifrildi. Eg sagði að við skyld-
um fara og sjá „Byssuna" sem
þeir sýna í 42. götu. En Bessie
sagði að hún væri ekki góð, hún
viidi sjá „Þar sem byssan drottn
ar.“ Þá stakk ég upp á því að
við sæjum „Byssubæinn“. því
ég hafði séð hina myndina. En
Bessie sagðist hafa séð hana, og
hún sagði að við skyldum sjá
„Byssuskot réttlætisins". En þá
sagði ég að það væri sunnudaga-
skólamynd; við skulum fara og
sjá „Leiftrandi byssur“ sagði ég.
Bessie sagðist ekki vilja sjá
liana ....
Bessie: .... og ég vildi ekki
sjá hana af því að ég hafði séð
hana áður. Eg sagði: Við skulum
fara og sjá „Annie, náðu í byss-
una þína,“ en Frank sagði nei,
„Þegar byssux'nar tala“ væri
langtum betri. Þá sagði ég: Eg
vil annaðhvoi’t sjá „Syngjandi
byssur“ eða „Byssuskot11, en
Frank sagði: Jæja, þá skulurn
við sjá „Ástarsöng sexhleyp-
anna“, en liana hafði ég séð á
sunnudaginn var.
James: Þá sagði ég: Hvernig
væri að sjá „Eg drap Jesse
James" eða „Eg drap Geron-
imo“, eða ef þú vilt það ekki þá
skulum við sjá „Eg drap Kid
Billy“. Eg sagði að það væri
bezt fyrir okkur að ákveða citt-
hvað í snatri, annars væri sunnu
dagurinn liðinn. Svo lét ég hana
velja í eitt skipti fyrir öll:
„Skjóttu til að drepa“, „Æði í
götunni“ eða „Upphafið að
dauðanum.“
Varðstjórixín: Hvað varð svd
ofaná?
Bessie: Við fórum að sja
„Fljúgandi diskin,n“, en þeir
vcru komnir með nýjar myndir
cg við sáum tvær: „Hvernig er
hægt að lifa af kjarnorkuárás"
og „Líkið sem hvarf“.
Varðstjórinn: Hvað gerðist
\ SVJ?
James: Ja, peningarnir voru
búnir, en okkur langaði til þess
að sjá vaxmyndasafnið. Hafið
þér nokkurntíma komið þang-
að? Þeir eru búnir að fá vax-
mynd af Jim Conacker. Það var
hann sem kálaði 3Ö manns ..
Varðstjórinn: Eg hef engan
áhuga á Jim Conacker; ég vil
vita hvað þið gerðuð.
Janies: Við reyndum að finna
James: Nei, í þoldansi, eins og
Billy og Vivian King, sem döns-
uðu í mörg hundruð klukku-
tíma í einni striklotu.
Bessie: Það er skelfing langur
tími ....
James: Og okkur vantaði pen-
ingana strax, því í dag er sunnu
dagur, og við ætluðum að hvíla
okkur.
Varðstjórinn: Jæja, áfram
með söguna.
James: Þetta er allt og sumt.
Við fórum að eins og í „Skrið-
drekaárásinni.“
Varðstjórinn: Þér, Frank
James, stúdent, og þér, Bessie
Benton, fyrirsæta, játið þá að
hafa myrt Walter D. Phillips í
dag kl. 22 og gert ykkur sek um
rán?
James og Bessie: Einmitt, það
er rétt ....
— o —
Þetta stóð í lögregluskýrsl-
unni. Við getum bætt því við að
Fi'ank James, Bandarikjamaður-
inn ungi, og Bessie Benton, vin-
kona hans, og Hartley varðstjóri
eru tilbúnar persónur. En allt
hitt, nöfn kvikmyndanna, sjón-
varpssýninganna, teiknisagn-
anna og síðustu afreka í banda-
rískum bókmenntum og listum
— er tekið beint úr veruleikan-
um,
Einmitt þannig er sú daglega
siðmenning sem haldið er að
bandarísku þjóðinni.
Tollskrárendur-
skoðun vegna inn-
lends iðnaðar
18. apríl sl. skipaði fjármála-
ráðherra fimm manaa nefnd til
þess að endurskoða 1. nr. 62
1939, um tollskrá o.fl., með til-
liti ti’ þess, að innlendur iðn-
aður hafi hæfilega og skynsam
lega vemd gegn innflutningi er-
lendra iðnaðarvai’a.
Nefndin hefur síðan starfað
að þessari eudux'skoðun toll-
skrárinnar og meðal annars
leitað t'l ýmissa félagssamtaka
og óskað rökstuddra tillagna
þeirra í þessa átt. Hún hefur
og farið fram á það við ýmis
fyrirtæki, að þau sendu vei’ð-
útreiknlaga yfr tilteknar iðn-
aðarvönu'.
Fjármálaráðuneytið lagði
fyrir nefndina að ljúlca stöi’fum
fyrir 15. sept. n.k. Það er því
nauðsynlegt, að þeir aðilar,
sem en i hafa ekki komið á
framfæri v'ð nefndina tillögum
sínum, láti það ekki dragast
lengur, ef unnt á að verða að
taka tillit til þe’rx-a.
Lokst er mælzt til þess að
Iþeir, sem ekki hafa enn sent
umbeðna verðútreikninga, geri
það sem allra fyrst. — Nefnd-
in vinnur störf sín í alþingis-
húsinu.