Þjóðviljinn - 23.08.1953, Page 10

Þjóðviljinn - 23.08.1953, Page 10
Þcgar Parísarstúlkan setur upp liatt, þá er það líka hattur, sem segir sex, eins og þið sjá- ið á stúlkunni í svarta bóm- ullarkjólnum; hún er berfætt í sandölum tilbúin nð mæta hitabylgju. Stúlkan með langa fransbrauðið er í léreftskjól. Svartar flegnar blússur eru mikið noíaðar \áð mislit bóm- ulíarpils. Hvíta blússan er vin- sæl í París og hefur verið það í nokkur ár, án íillits til tízk- usnar. En einnig er hægt að sjá sérkennilegar Parísarstúlkur, eins og þessa með hestahalann. Eru Parisarstúlkurnar smekklegar? Margir halda, að það sé áð- eins auglýsing, þegar sagt er, að Parísarstúikurnar séu smekk legar. Ennfremur er sagt, að þær hafi betri aðstöðu til að eignast góðan fatnað en svo er ekki, því launin í Frakklandi eru lág og margt, þar á meðal fatnaður, mjög dýrt. Svo ekki er auðvelt fyrir þær að vera vel klæddar. Ekki er hægt að bera því við, að kotiur á ferðalagi í París setji svip á borgina, því þær skera sig oftast úr fyrir það, hve ósmekklega þær eru klædd- ar miðað við Parísarstúlkumar. !Þáð sem mest er áberandi við Parísarstúlkurnar er, hvað föt- in eru hrein og vel viðhaldin. Raf magnstakmö rkun 4 Ly..(i Hafnarfjörður og ná- *« llwvlll grenni, Reykjanes. Á morgun (mánud.) ÍhvArfS ^ágrenni Reykjavíli- " nveril ur, umhverfi EUiða- ánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjarsund, Ve3tur að Hlíðarfæti og þaðan til ejávar við Nauthólsvik i Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfelissveit og Kjalarn.es, Ámes- og Rangárvalíasýslur. Hvitar ’blússur eru alltaf snjó- hvítar og ekki kemur fyrir, að saumarhir á sokkunum séu skakkir eða að pilsið missítt. Ef maður býr á sama stað í París dálítinn tíma, fer máð- ur að kannast við fólkið í ná- gre.nninu, og þá vekur það undr un manns, að þær stúlkur, sem bezt ei’u klæddar, eru ailtaf í sömu fötunum. Stúlkan í fall- ega svarta pilsinu óg hvítu silkí blússunni er í því á hverjiim degi og verður að þvo blúss- una á kvöldin, t:l þess að hún sé alltaf jafn snjóhvít. Margar þessara velklæddu stúlkna eiga ekki mikið af fötum og yfirleitt eiga þær ekki annað en fötin, sem þær standa í. Þegar maður hefur komizt að þessu, dáist maður að þeim. Þær eru mjög hagsýnar í fatakaupum sínum og verða að vera það, ef þær ætla að ganga vel til fara. Svart og hvítt liafa alltaf verið taldir uppá- haldslitir þeirra, og þeir eru það eingöngu vegna þess hve hentugir þeir eru, því háegt er að nota þá sumar, vetur, vor og haust og á morgnana íim Framh. á 11. síðu. „Mér finnst það dásamlegt“, sagði Linda kát og eðlileg. „Mér finnst dásamlegt að ríða og ganga í rigningu. Mér er alveg sama þótt þú rekir mig út“. H’.'n sat í stól við eldavélina og brosti glaðlega til hans. „Hvers vegna varstu þá að koma hingað?“ sagði hann og var nú farinn að jafna sig. ,yNú — ég veit það varla — ég var víst eitnmana", sagði Linda með hægð. „Þú leizt út eins og mannleg vera þarna á veginum áðan, og ég hef lengi fari0 á mis við slíkan félags- skap“. „Hm. Ég vona að þú verðir ekkj fyrir von- brigðum", sagði Mark brosandi. Linda sá að hann var með fallegar hvítar tennur og að- laðandi munnsvip. „Eg var að elda mér kvöldverð. Einsetumaðurinn borðar ekki mikið vegna þess að það er svo erfitt að’ elda mat handa einum. Maður býr ýmst til of mikið eða of lítið". - Hann steig öðrum fæti upp á eldhúskoll og studdi olnboganum á hnéð meðan hamn beið þess að suðan kæmi upp á ketilkaffinu. Linda tók af sér regnhattinn og jakkann. Hún var í molskinnsreiðbuxum sem voru næstum vatns- heldar og sterklegum skóm. „Þetta er allra vislegasta hús“, sagði hún. „Já“, sagði Mark og leit í kringum sig. „Það er ekki sem verst íþegar litið er á allar aðstæður Klovacz. Veslings maðurinn. Ég geri tæplega ráð fyrir að hann eigi afturkvæmt". Hann teygði sig yfir eldavélina og náði í litla pönnu. Hann setti hana yfir eldinn með ögn af svínafeiti á. Brátt fór að snarka í feitinni og • hann íbraut tvö egg á pönnuna. Linda horfði á hann eins og hún hefði þekkt hann lengi. Hann sneri sér að henni. „Viltu þiggja matarbita hjá mér, eins og fólk segir á þessum slóðum, ungfrú Archer ?“ spurði hann. „Eða ertu boðin út í kvöldverð?" Linda hló og sagði; „Ef þú leyfir mér að þvo upp á eftir. Ég er hrædd um að emginn matur verði eftir þegar ég kem heim hvoit eð er, og húsbóndinm er lítið fyrir að borðað sé milli mála“. Hún horfði á Mark meðan hann lagði matinn á borð. Hendur hans voru fín- gerðar og styrkar. Linda var að brjóta heil- ann um hann, en hún spurði engra spuminga. Þegar allt var tilbúið benti Mark henni að setjast. Þá sá hann að liún var búin að taka ofan hattinn og hár hennar ljómaði mjúkt og gljáandi kringum rjóðar kinnamar. Hún sett- ist við borðið á móti honum. Þau horfðu hvort á annað. Mark fann allt í einu að hann gat ekki litið af henni Hann ýtti stólnum sínum til baka og hallaði sér fram á borðið. Augu hans voru dökk og íhugul og augnaráðið næstum. ópersónulegt. Fari það kolað, hugsaði hann, svona yndis- leg stúlka á ekkj að koma manni á óvart. „Mér iþætti gaman að vita hvaðan ,þú kem- ur“, sagði hahn kjmlegri röddu. Linda horfði alvarleg í augu hans. Það var eins og hún væri í leiðslu og gæti ekki svarað. Regnið lamdi litla húsið og vindurinn hvein í birkitrjánum. Þessi veðurhljóð undirstrikuðu hlýjuna og notaleikann 1 litla eldhúsinu. En þau gerðu annað um leið. Þau vöktu ótta við einveru, hræðslu við auðnina í sálum þeirra tveggja sem þarna fundu skjól. Andartak horfð ust þau í augu í leit að skilningi, sameiningu gegn öflunum sem voru að verki í kringum þau. Þetta andartak var eins og hlýtt hand- tak. Linda leit niður fyrir sig. Hún tók upp gaffal og lét hann niður aftur. Marlc Jordan studdi hönd undir kinn og horfði á hana. „Eg trúi því“, sagði hann alvarlegur í bragði „Ég.veit að ég á eftir að elska þig“. Linda hló vandræðalega. Hún var hrædd við augnaráð hans. Og hann sagði þetta eins og hann vildi vita, hvernig það léti í eyrum. „Jæja? Er þá ekki viðkunnanlegra að þú segir mér hvað þú heitir", sagði hún og reyndi að tala í léttum róm. Hún tók upp gaffalinn. Mark var undrandi á sjálfum sér. Hvað hafði eiginlega hlaupið í hann í kvöld? Sjálfsagt haf.ði hann gert hana lirædda. „Fyrirgefðu — ég ætla ekki að gera þig hrædda. En ég er alveg viss um það. Ég ætlaði bara að segja þér, að ég hef aldrei fyrr fengið s'/ona heimsókai — rétt eins og örlögin hefðu ákveðið hana. Ég hef verið hræðilega ein- mana“. Undarlegar tilfinningar gerðu vart við sig í brjósti Lindu meðan hann talaði. Hana lang- að til að fara til hans og snerta hár hans, strjúka fingrunum gegnum hár þessa ókunna manns, svo að hann yrði henni ekki lengur ókunnur. „Já“, sagði hún. „Ég kannast vel við það“. Hún rétti fram höndina og hallaði sér nær honum. Hamn tók um hönd hennar og þrýsti hana léttilega og þau brostu hvort til annars. „En þú hefur ekki enn sagt mér hvað þú heitir", sagði hún. Hann rétti úr sér í stólnum. „Nei, ham- ingjan góða. Ég heiti Jordan — Mark Jordan. Nú skulum við borða. Þú hlýtur að vera svöng“. Hann rétti henni brauðið. „Hvernig er kaffið?" spurði hann andartaki siðar. „Alveg prýðilegt", sagði hún. „Þú ert fyrir- myndar matsveinn". Þau voru aftur orðin eðlileg og á næstu mínútum urðu þau. kunnug hvort öðru. Þau mötuðust,. borðuðu egg og steiktar kartöflur, brauð og sultaðar villiplómur úr Klovaczbúinu og drukku kaffi. Þau töluðu um lífið í Oeland og hina kaldranalegu fegurð, sem þau höfðu bæði tekið eftir þegar þau komu þangað. Mark hafði ekki kynnzt neinu fólki ennþá. Linda lýsti nágrönnunum fyrir honum í stuttu máli. Honum fannst gaman að athugunum hennar. „Sandbofólkið býr næst þér“, sagði hún. „Frú Sandbo telur sjálfri sér trú um að hún sé fegin því að maður hennar sé dáinn, en í rauninni er hann eins lifandi núna og hann hefur nokkru sinni verið“. Hún sagði lionum frá Garefjölskyldunni og frá hinu þunga fargi sem virtist hvíla yfir ölliun á heimilinu. „Júdit er dásamleg. Hún er eins og villi- hestur — það er réttasta lýsingin á henni. En Caleb ann henni ekki andartaks hvíldar svo að hún geti hugsað. Ég kemst sjaldan nálægt henni, þótt mig langi til að kynnast henni nánar". ,,Hm — ég býst við að þú gætir gert margt fyrir hana ef þér gæfist tækifæri til þess“, sagði Mark. Hann sagði henni ýmislegt um sjálfan sig, um uppeldi sitt hjá prestunum sem höfðu tekið hann að sér þegar faðir ‘hans dó áður en hann mundi eftir sér; hann sagði 'henni það litla sem hann vissi um móður sína, enska OLINJ' OC CftMW* Hvernig stendur á því að þú kyssir svona guð- - dómlega? O, ég vax’ vanur að þeyta lúðurinn, þegar ég var í skátahreyfingunni. Gefðu mér eldspýtu, Nonni. Gjorðu svo vel. Nei, hvað he'.durðu? Ég hef gleymt sígarettun- um líka. Það var slsemt; réttu mé þá eldspýtuna aftur. Rödd í símanum: Er þetta þriðja. kona Sigurð- ar? Nei, fjórða lconan lians; þér hafið válið rangt númer. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. ágúst 1953 13. dagur eftir MARTHA OSTENSO Villigœsir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.