Þjóðviljinn - 31.12.1953, Blaðsíða 4
■r
16) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagiir 31. desanber 1953 --—
Grein Einars Oigeirssonar
I Framhald af 15. siðu.
þýðuflokkurinn enn álíta
heppilegasta á þá vísu að
veita jafnvel Framsókn 18
hingsæti, en sjálfum sér 8, —
eins og yrði eftir úrslitum
síðustu kosninga, ef kosninga-
frumvarp Alþýðuflokksins
næði óbreytt fram að ganga.
1 Baráttan um skilning og
stjómmálaafstöðu þess verka-
i Jýðs, sem enn fylgir Alþýðu-
i flokknum, — eða, það sem
væri enn betra, ef takast
mætti, — baráttan um sam-
starf Alþýðuflokksins \'ið
Sósíalistaflokkinn, í allsherjar-
sókn gegn íslenzku auðvaldi
og flokkum þess, er höfuðmál
komandi árs.
1 Afleiðingarnar af samstarfi
auðvaldsflokkanna og valrii
þeirra j-fir Alþýðuflokknum
©g — ásamt honum — yfir
Alþýðusambandinu, — hata
verið hinar Iátlausustu árásir
á lífskjör alþýðunnar siðustu
■ fimm, sex ár- Með þeim árás-
um á launakjör og félags-
1 rnálalöggjöf hefur nú verið
rsent meir en þriðjungnum af
ðaglaunumiHvers verkamanns,
tvöfalt íleira fólk hrakið út
i gamla herskála en var þar
-1946 og lífskjör alþyðu rýrð í
hvivetna.
Sósalistallolikurinn hefur
látlaust boðað elningu alls
verkalj'ðs gegn þessum árás-
um og skipulagt þá hörðu
varnarbaráttu sem háð hefur
Verið með verkföllum 1947,
1949, 1951 og vetrarverkfall-
inu mikla 1952 og með allri
þeirri kosningabaráttu, sem
háð hefur verið í verkalýðs-
samtökum, til bæjarstjórna og
Alþingis á þessum árum. Og
illa væri nú komið hag ís-
lenzkrar alþýðu, ef hún hefði
elcki háð þessa baráttu undir
forustu Sósíalistaflokksins af
þeim krafti og fórnfýsi, sern
raun ber vitni um.
En harðari barátta er fram-
1 undan. Kreppa er í aðsigi.
1 Auðmannastéttin mun að
vanda reyna að velta byrðum
hennar yfir á herðar' alþýð-
unnar. Auðvaldið íslenzka og
fiokkar þess eru bíræfnir og
frekir þessa dagana. Þeir vorti
hræddir og hikandi 1947, er
þeir eyðilögðu nýsköpunarlög-
gjöfina um útrýmingu heilsu-
3pillandi íbúða. Það munaði
aðeins tveim atkvæðum Al-
þýðuflokksforingja að þeir
g'ætu gert það- En nú drápu
allir þingmenn þeiiTa hiklaust
og ófeimnir tillögu Sósialista-
flokksins um að leiða þá lög-
gjöf í gildi á ný.
Harðnandi stéttaátök standa
þegar fyrir dyrúm.
Verkfall sjómánna á báta-
flotanum hefst á morgun.
Krafa sjómannanna á hendur
því einokunarauðvaldi, sem
hrifsar til sín gróðann af fisk-
framleiðslunni. er fjTst og
fremst hækkað fiskverð. Bæj-
arstjórnarkosningarnar um
allt land í janúarlok verða
þýðingarmestu stjómmála-
átökin milli alþýðu og auð-
valds, séi’staklega í Reykja-
vík.
Allsherjarbarátta alls ís-
lenzks verkalýðs fvrir bættum
lífskjörum er óhjákvæmileg á
komandi ári.
Samfelld sókn alþýðunnar á
sviði kaupgjtilds-., og stjórn
mála er viðfangseffíi komandi
árs. ,
Alþýðan býr sig til sóknar.
En íslenzka auðvaldið býr
sig til nýfíá árása í trausti
á sundrungu alþýðurmar.
Sú von þess verður að
bregðast- Líf og velferð þús-
unda alþýðufjölskýldna liggur
við.
Allt, sem verkalýðshreyfing
Islands hefm’ skapað í sextíu
ára baráttu, er í hættu, ef
auðvaldinu tekst að sigra. í
þeim átökum, sem næsta ár
geymir í skauti sér. Því yfir-
stétt Reykjavíkur lætur kné
fylgja kviði, ef hún þorir.
Það þekkja þeir sem sáu
framan í fasistískt fés henn-
ar. þegar nazisminn breiddist
út og Morgunblaðið tók ást-
fóstri við hann eins og nýfas-
ismann ameríska nú.
Þessvegna verður, ef vel á
að fara, annaðlivort að gerast
á komandi ári — eða hvor-
tveggja: Islenzkur verklýður
að sameinast i til nýri-ar sig-
ursællar sóknar gegn auðvald-
inu undir forustu Sósíalista-
flokksins, eins og harm gerði
1942, — æða Aiþýðuflokkurinn
að taka upþ samstarf við Sós-
ialistaflokkirui á öllum sviðum
þjóðlífsins til þess tryggja
sigur alþýðunnar yfir auð-
valdinu i þeim átökum, sem
framundan eru.
Sameinaðir stöndum vér —
og sigrum. Sundraðir föllum
vér. — Það er ályktunin, sem
íslenzkur verkalýður verður
að draga af atburðum ársins
sem er að kveðja.
En sigurinn er verkalýðnum
vís, strax á næsta ári, ef
hann aðeins stendur samein-
áður um sókn fyrir eigin mál-
stað- Það hefur Sósíalista-
flokkurinn sýnt og sannað
með rejiislu áranna 1942-46.
Minnug þeirrar rejnslu og
sextíu ára baráthu sinnar
mun íslenzk alþýða helga ár-
ið 1954 sameiningu krafta
siiuia og sigri málstaðar síns.
II.
En það er ekki aðeins að
velferð alþýðunnar sjálfrar
■velti á því, hvemig verka-
lýðshreyf. tekst að valda
verkefni sinu á komandi ári.
Fyrr en varði yar alþýðan
kölluð tíí forj’stu í frelsisbar-
áttu íslands og nú er svo
komið að frelsi þjóðarinnar
og sjálfstæði, jafn\el til-
vera hennar, er undir þvl kom
ið að verkalýður fslands rej'n-
ist hlut'.erki sínu vaxinn.
Á því ári, sem byrjar á
morgun, er lýðveldið okkar
áratugs gamalt. Það er ekki
hár aldur. En það þurfti ekki
einu sinni svona fá ár til
þess, að auðvaldsflokkarnir,
sem þóttust mikið af því fyr-
ir 10 árum að taka þátt í
stofnun þess, svikju það og
ofurseldu það amerísku auð-
valdi. 10 árum eftir stofnun
lýðveldisins stendur Sósíal-
istaflokkurimi einn allra
flokkanna, ér stofnuðu það,
með hreinan skjöld- Keflavík-
ursamningur, Mai’shallsamn.
ingur, Atlanzhafssamningur,
hemámssamningur standa
sem brennimörk á ennum allra
hiiuia.
Sósíalistaflokkurinn hefur
aldrei hvikað frá málstað ís-
lenzks þjóðfrelsis í átökunum
við erient Vald.
Yegíia trj'ggðar hans við
málstað Islands hefur sósíal-
istísk alþýða landsins orðið
brjóstfj’lking íslendinga í
hinni nýju sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar.
Sú þjóðfrelsisbarátta, sem
þjóð vor nú heyr við
amerískt aúðvald, liefur stétta
baráttu verkalýðsins upp í
æðra veldi. Hver sigur verka-
lýðsins í hagsmunabaráttunni
við erlent og imilent auðvaid
verður um leið sigur íslenzku
þjóðarinnar í viðureigninni við
fjandmann hennar: ameriska
aúðvaldið. Það sást bezt i
verkföllunum í maí 1951 og
desember 1952. — En þetta
þýðir um leið að kröfumar
til andlegrar forj-stu alþýð-
unnar fyrir þjóðinni verða því
meiri.
Það er íslenzkri alþýðu ó-
metanlegt, að — eins og
beztu skáld og hugsjónamenn
aldámótanna mögnuðu hana
kj’nngikrafti kvæða sinng, er
uppreisn hennar gegn okinu
hófst — svo s'tanda og í dag,
þegar örlagaríkustu átökin rið
auðvaldið utan lands og innan
gerast, beztu snillingar þjóð-
arinnar á sviði bókmemita og
lista Halldór Kiijan Laxness,
Jóhannes úr Kötlum, Þórberg-
ur Þórðarson o. fl- víi hiið
hennar í fj'lkingarbrjósti. Þ i)
er ekki aðeins að slíkir menn
máttki og stækki andlegá al-
þýðuna sjálfa. Þeir gera meir:
þegar ameriskt hérnám óg
j’firstéttarsvik mj-rkva ísland
í augum mannkynsins, varp-
ar list Halldórs Kiljans Lax-
ness ljóma á landið og bar-
áttu þjóðarinnar, firrir ísland
smán, gerir Ej'juna livítu aft-
ur í augum heimsins að því
Fróni þar sem menning fólks-
ins og frelsisást berjast og
sigra.
Oft liefur verið þörf, en nú er
nauðsjm fyrir allan þann skap-
andi mátt, sem skáld og lista-
menn, menntamenn Islands,
geta í té látið til þess að
magna þjóð vora, svo hún
standist þá eldraun, er bíður
hennar. Og á árinu, sem er
að líða hefur orðið stórfelld
vakning á þessu sviði. Aldrei
síðan í orrahríðinni kringum
1908 og í eldskírn verkalýðs-
hreyfingarinnar og hennar
„rauðu petma“ á miðjum
fjórða áratug aldarinnar, hef-
ur ísenzk alþýða og skáld
hennar ort eins mikið af eld-
heitum ættjarðarljóðum og á
síðasta ári. Hvarvetna er
gróska og sókn í því andlega
lífi, sem tengist frelsisbaráttu
fólksins. Skáldsögur ungra
höfunda magnast ádeilu á
rotnandi valdakerfi j'firstétt-
arinnar- Sagnaritun í anda al-
þýðunnar, gagntekin mikil-
vægi þeirrar stúndar, sem
er að líða, blómgvast og
ej’kst. Rithöfundarnir leita til
allra alda þjóðsögunnar, tii
að draga fram fyrir augliti
hennar allt, sem getur gert
hana nógu. sterka, til a’ð
standast í einvíginu við amer-
iska auðvaldið og þjónsflokka
þess. — Og sjálfstæðisbarátt-
an nýja þarf á þ\i að halda
Framhald á 17. siðu
Gleðilegt nýór!
Þökkum viðskiptin ó liðna árinu.
nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Íiandssiniðjan
CíMllegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Sig. Þ. Skjaldberg h. f.
Iiieðllegt itýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árínu.
i
TOLEDO
fileðllegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Afgreiðsla Laxfoss
nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
'V erzlunin Krónan, Mávalilið 25
(fleðílegt nýár!
yinnuheiniilið að Keykjalundi
S. í. B. S,
ffleðilegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Freyja, sælgætis- og efnagerð
Cileðilegt nýár!
*
Þökkum viðskiptin á liðna árínu.
/ Eegnboginn, Laugavegi 62
fjfeðilegt itýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.,
Hósgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar
Greitisgötii 6.
fjleðiiegt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Söluturninn, Hverfisgötu 1