Þjóðviljinn - 25.02.1954, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 25.02.1954, Qupperneq 5
Forsætisráðherra Italíu er bendlaður við eiturbyrlun MorSings sem þóffisf vifa ýmislegf óþœgi- legf um hann fannsf láfinn í fangaklefa dag* inn effir oð ráSherrann fók Wð embœffi - Fimmtudagiir 25. februar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Fyrir hálfum mánu'ði, þriSjudaginn 9. febrúar, lézt fangi einn í fangelsinu í Palermo á Ítalíu með vofeiflégum hætti. Allar líkur benda til að fanganum hafi verið byi'l- að eitur og grunur er á að það hafi verið gért að fyrir- lagi eins mesta valdamanns á Ítalíu. Nafn fangans var Gaspare Pisciotta, sem var einn af leiðtogum mafíunnar á Sikiley. Valdamaðurinn er Mario Scelba, sem settist í stól forsætisráðherra á Ítalíu daginn áður en Pisciotta lézt. í mörg ár hefur glæpaflokk- urinn, sem kallast mafía, hald- ið uppi ógnarstjórn á Sikiley. Eigendur stórjarðanna á eynni hafa notað mafíuna til að kúga bændur til hlýðni; hver sem hef- ur dirfzt að standa uppi í hárinu á þeim, hefur mátt eiga von á heimsókn glæpalýðsins og þá getað prísáð sig sælan, ef hann fékk að halda lífinu. Bændum sem krafizt hafa lægri leigu og hærra verðs fyrir afurðir sínar hefur verið rutt úr vegi umsvifa- laust. Minnisstætt er blóðbaðið Portella delle Ginestra fyrsta maí 1947. Verkalýðssinnar, sem þar Voru saman komnir til að halda upp á hátíðisdag verka- lýðsins, urðu fyrir árás glæpa- manna úr mafíunni. Sjö voru myrtir, 33 særðust. Tengsl milli óaldarflokksins og ráðuneytis. Mafían hafði myrt tugi manna um alla Sikiley, og fjöldi lög- reglumanna hafði fallið í viöur- eign við óaidarflokkínn. Þetta var ekkert leyndarmál og ’.óg- reglunni var einnig kunnugt um, Þorp fer á hreyfingu „Veltandi «311“ í Wales er á góðri leið að eyða þorpið Blaina. Margar fjölskyldur hafa orðið að flýja hús sín vegna þess að þau geta hrunið á hverri stundu. Húsin hafa skekkzt og missigið vegna þess að jarðlögin sem þorpið stendur á hafa gengið í bylgjum í nokkra daga. Talið er að ölduganginum valdi þrýst- ingur á jarðlögin vegna skriðu- falla í fjalli sem bærinn stendur undir. Höggormar leita í mannabíbýli Fljótið Fitzory í Queehsland í Ástralíu hefur flætt yfir bakka sína og valdið miklum •usla. tbúarnir á flóðasvæðinu hafa orðið fyrir þungum bú- sifjum, en sjaldan er ein báran stök, og flóðin hafa leitt af sér nýja plágu. Tugþúsundir höggorma hafa nefnilega leitað skjóls inni í húsum þeim, sem standa upp úr vatninu og í- búarnir eiga fullt í fangi með að ráða niðurlögum þeirra. 1 húsi einu voru um daginn drepir 75 höggormar á einum jog sama degi. hver var leiðtogi flokksiiis. Hanii hét Giuliano. En hvernig sem á því stóð, reyndist lögreglunni á Sikiley erfitt að hafa uþp á Giuliano og félogum hans. Sagt Gaspare I’lciotta var, að mafían hefði sambönd við innanríkisráðuneytið og þaðan hefðu komið fyrirmæli um, að ekki yrði gengið milíi bols og höfuðs á óaldarflokknum. Þá sat í sæti innanríkisráðherra maður úr flokki kaþólskra, lög- fræðingur að nafhi Mario Scelba. Þorðu ekki að halda lengur að sér höndum. Þegar kom fram á árið 1951 var krafan um að tekið yrði fyrir morðferil Giulianos og fé- laga orðin svo almenn, að stjórn De Gasperis sá sér ekki annað fært en að aðhafast eitthvað í málinu. Auk þess höfðu brezk, frönsk og bandarisk blöð gert út blaðamenn til Ítalíu til að komast að öllum sannleika um þetta mál. Spurningin var á allra vörum; Hvernig stendur á því, að enginn getur haft upp á Giuliano og félögum hans? Giuliano finnst myrtur. Lögregluflokkur var gerður út um sumarið og fann felustað Giulianos — og lik hans. Einn af undirforingjum hans hafði skotið hann til bana. Sá hét Gas- pare Pisciotta. Lögreglan hand- tók Pisciotta og félaga hans sem næð honum voru. Scelba bauð honum 50 millj. lírur. 29. ágúst 1951 var Pisciotta leiddur fyrir rétt í Palermo, sak- aður um fjölda morða. Og þegar þennan fyrsta dag réttarhald- anna skýrðí hann dómaranum fró því að innanríkisróðherrann, Mario Scelba, hefði boðið sér 50 milljón lírur fyrir að þegjo um allt sem hann vissi um Giu- liano og athæfi hans. Þessa yf- irlýsingu Pisciotta er að finna í réttarbókunum. Pisciotta var lokaður inni klefa i fangelsinu í Palermo, a- samt .föður sínum, sem einnig var meðlimur í óaldarflokknum. Áburður hans á Scelba var ekki rannsakaður nánar, enda þótt blöð vinstri flokkanna krefðust þess hvað eftir annað, og héldu fram að Scelba og aðrir leið- togar hægri flokkanna hefðu haft náin tengsli við mafíuna. Vítamíntafla eða eitur? Áttunda febrúar s.l. fól forseti Ítalíu, Einaudi, Mario Scelba að mynda stjórn og strax fyrsta daginn tókst honum að fá sam- þykki sósíaldemokrata til þátt- töku í samsteypustjórn og þar með tryggja sér meirihluta. Morguninn eftir var Gaspare Pisciotta að venju fært kaffi og með því vítamíntafla. Hann skolaði töflunni niður með kaffinu. Samkvæmt frásögn föður hans féll hann í öngvit áður en þrjár mínútur voru liðn- ar frá því að hann tók inn töfl-' una. Hann var fluttur á sjúkra- hús fangelsisins, en var látinn áður en þahgað kom. JJndarleg tilviljun. Þetta þykir ítölsku blöðunum undarleg tilviljun. Þeim finnst það einkennilegt, að Gaspai-e Pisciotta, sem hafði ekki farið dult með, að hann vissi ýmis- ilegt, sem gæti verið óþægilegt fyrir Mario Scelba, skyldi látast einmitt daginn eftir að Scelba i var falið að mynda stjórn. Lík Pisciotta hefur verið kruf- ið til að komast að banameininu, en lögreglan hefur ekki viljað birta niðurstöðu krufningarinn- ar. En það er altalað að stryknin hafi valdið dauða hans og lækn- arnir, sem likið krufðu, hafa lát- ið á sér skilja, að dauðann hafi ekki borið að höndum með eðli- legum hætti. Myndirnar eru frá Mið-Ameríku. Blaðinu voru sendar pœr frá upplýsingaskrifstofu SÞ í Káupmannahöfn og fylgir sú skýring, að pœr eigi að sýna hvernig par mcetist and- stœður fortíðar og framtíðar. Annars vegar gamall troð- inn götuslóði, hinsvegar nýtízku brú úr stáli og steinsteypu Framleiðsla Sovéfríkjanna fimmföiduð 197© fró 1950 - segja bandarískir hagíræðingar í bók um efnahagsþróun Sovétríkjanna, sem kunnir- bandarískir hagfræðingar hafa tekið saman, er ni. a. komizt a? þeirri niðurstöðu, að framleiðsla Sovétríkj- anna verði nær fimm sinnum meiri árið 1970 en 1950. Hagfræðingarnir draga í efa þær tölur, sem sovétstjórnar- völd birta um framleiðsluaukn- inguna. Þeir þýkjast sjálfir geta reiknað út, að framleiðsl- an hafi ekki aukizt þar svo ört, sem opinberar tölur gefa til kynna. Engu að síður er niður- staða þeirra eftir slika „endur- skoðun“ opinberra skýrsina sú, að í Sovétríkjunum aukist fram leiðslan svo margfalt á við aukninguna í auðvaldsheimin- um, að það sé ekki sáman berandi. Einn af höfundum bókarinn- ar, prófessor Hodgman, segir Átveizla þar sem maturinn kostar 50,000 kr. ó monn 1000 Bandaríkjamenn munu á næstunni taka þátt í átveizlu, sem á að standa í sex vikur og kostar 50.000 kr. á mann. Undirbúningur undir veizl- ima hefur staðið í 15 ár. Hann hófst árið 1939, en skjóta varð veizlunni á frest, þegar strið- ið skall á, en nú stendur hún fyrir dyrum. Þáð er franskur matreiðslumaður, Eugéne Plu- mon, sem stendur fyrir veizl- unni. Hann hefur lofað þátt- takendmn, að þeir fái a.m.k. 400 rétti, ,sem hann hefur búið til sérstaklega fyrir þessa veizlu. Átið hefst í Npw York. Þar verða 72 réttir framreiddir. Síð- an veröur flogið þvert yfir Bandaríkin og komi'ð við í tólf borgum, þar sem dvalizt verð- ur í tvo til þrjá daga og setið við matarborð í sjö til níu stundir á hverjum degi. Útvegaðár hafa verið 100,000 flöskur af úrvalsvínum frá Frakklandi, svo að sælkerarnir geti skolað niður öllum þeim mat, sem fyrir þá verður bor- inn meðan hófið stendur. að áætla megi framleiðsiuaukn- inguna í Sovétríkjunum á ári hverju um 8%, en það svarar til þess, að fi’amleiðslan verði árið 1970 orðin 4,5 sinnmn meiri en árið 1950. Opinberar skýrslur Sövétríkjanna sýna hins vegar, að framleiðsluaukn- ingin síðasta ár nam 12% og aukningin verður því að sjálf- sögðu enn meiri á þessu tíma- bili. Eitginnveitsína ævina fyrr en... Þekktur fjallgöngumaður, George White að nafni, sem hafði margsinnis klifið tinda í Hima’ajafjöllum og komizt til byggða aftur heill á húfi, hras- aði eitt sina, þegar hann gekk niður úr ræðustól, þar sem hann hafði haldið fyrirlestur um ævintýri sín. Hann haus- kúpubrotnaði og beið bana samstundis. Frá þessu er sagt í sænsku líftryggingablaði, sem hefur tínt saman fleiri svipaðar sög- ur. Henry Stanford komst oft í hann krappan, þegar hannt var i flughernum á striðsárun- um. en slapp jafnan heill á húfi. Hann féll úr rólu, þegar hann var í heimsókn hjá for- Framh, á 11. síðu,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.