Þjóðviljinn - 25.02.1954, Qupperneq 7
Fimmtudagur 25. febrúar 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Sagt heíur verið að íslcnd-
ingar séu í mörgu tilliti fjöl-
skylda frekar en þjóð. Svo
mikið er vist að ósjaldan verð.i
í lífi þeirra þær stundir er
þeir finna til sem fjölskylda.
Við minnumst öll slíkra stunda.
Það berast fregnir um mann-
íjón af völtíum eldsvoða, eða
skip sem. hefur farizt, eða flug-
vél sem hefur týnzt., og íslend-
ingár \rerða allir gripnir einum
söknuði,; einni hryggð. Ég hef
séð konu vökna um augun
við að lesa frásögn af sjóslysi,
og fullorðna menn hef ég séð
fölna upp er þeim barst fregn
um flugslys, — og samt var
þetta fólk ekki nákomið nein-
um þeirra sem þarna fórust.
Nema það var íslendingar eins
og þeir. — íslendingar hafa
yíirleitt orð á sér fyrir að vera
fálátir menn og dulir. Þó er
kannski hvergi að finna jafn
einlægar og sterkar tilfinningar
eins og í hjörtum íslendinga
á slíkum alvörustundum, Og
mundi ekki þama vera fólginn
mestur styrkur þeirra sem
þjóðar? Eða hvað er í raun
og sannleika að vera þjóð, ef
ekki éinmitt þetta: að geta
fundið til sem fjölskylda?
★
Og nú reynir melr en nokkru
sinni á þennán styrk okkar ís-
lendinga. Vegna þeirra boða-
falla útlendra ómenningará-
hrifa sem skelía á höfuðstað
landsins, er allt útlit fyrir að
æskulýðs hans bíði þjóðernis-
leg drukknun, svo framarlega
sem ekkert er að gert til að stýra
undan holskeflunum. Marga
hefur þegar tekíð fyrir borð.
Og gegn þessum voða, þessu
ægilega manntjóni, hljótum við
að bregðast sem ein fjölskylda.
Ei reykvískur ungiingur glat-
ar þjóðerni sínu og menningu,
þá er það auðvitað ekkert
einkamál höfuðstaðarins, held-
ur snertir það alla þjóðina;
enda er menningararfur hvers
einstaklings sameign allrar
þjóðarinnar. Og þetta þurfa
bændur í Austur-Skaftafells-
sýslu og íbúar hvers byggðar-
lags að skilja. íslenzk mehn-
ing er ekki aðeins í Austur-
Skaftafellssýslu, heldur einnig
í Reykjavík, og þó fyrst og
íremst bæði í Reykjavík og
Austur-SkaftafeUssýslu, — og
öllum öðrum byggðarlögum
landsins. Unglingurinn í
Reykjavík og bóndinn í Aust-
ur-Skaftafellssýslu kunna að
vera ólíkir um margt, en þeir
eru þó íyrst og fremst íslend-
iixgar báðir, meðlimir í einni
og , sömu fjölskyldu, og sá
síðarnefndi getur því ekki
horft á það aðgerðarlaus að
hinn fyrrnefndi hverfi út íyr-
ir borðstokk þjóðernis sins og
drukkni í hafróti- erlendrar ó-
menningar.
•k
En nú segir sjálísagt einhver
að skaftfellsku bændurnir hafi
ekki horft á þetta aðgerðar-
lausir, og sanni það fundar-
ályktun þeirra í Mánagarði.
Og víst er þetta rétt. Enda hef
ég þegar sýnt fram á, að á-
lyklun þeirra er í eðli sínu
mótmæli gegn hernáminu i
lieild. En hitt er engu að síður
staðreynd, að samkvæmt póli-
tískum kringumsíæðum í Aust-
ur-Skaftafellssýslu má fullyrða,
að flestir þeirra sem að álykt-
un þessari stóðu séu fylgjend-
ur hernómsflokkanna, og meiri-
hlutinn kjósendur Póls Þor-
steinssonar, — og sú staðreynd
sýnir, að þeir hafa ekki gert
sér grein fyrir kjama málsins.
Þessir sömu menn, sem lýsa
sig eindregna andstæðinga her-
nómsins, hafa — fyrir aðeins
hálfu ári •— kosið á þing
eindreginn stuðningsmaim^
þess. Eða, svo haldið sé áfram
með samlikingar af sjónum:
Þeir hafa samþykkt mótmæli
gegn holskeflunum, en sent
upp í stjórnpallinn mann sem
stýrjr skipinu undir þær. Og
það er ekki leiðin til að bjarga
áhöfninni.
★
Ég sagði áðan, að íslenzk
menning væri ekki aðeiias í
Austur-Skaftafellssýslu, heldur
einnig í Reykjavik, — og. öðr-
um byggðariögum landsins. ís-
lenzkri menningu verður þess
vegna ekki bjargað með því
einu að gera samþykkt gegn
þvi að sú hætta sem ógnar
henni haldi iimreið sina með
herstöð i Austur-Skaftafells-
sýslu. Jafnvei þó að vötn þau,
sem íalla um sandana, hafi
bægt frá þessu byggðarlagi
margri plógunni, og meðal ann-
ars fyrirbyggt það lengi áð
rottan kæmist þangað; — —
þá er hér á ferðinni sú plága
sem engin vötn fá stöðvað.
Væri til dæmis það virki menn-
ingar okkar, sem Reykjavík er,
fallið í hendur hinni útlendu
menningu, er hætt við að sú
stórskotahríð óhollra áhrifa,
sem beint yrði þaðan út um
byggðir landsins, mundi gera
mönnum erfitt fyrir um varnir
íslenzks þjóðernis í Austur-
Skaftafellssýslu. Þeir eru mikl-
ar skyttur, Bandaríkjamenn,
og spara ekki púðrið, hvort
sem um er að ræða blóðugt
strið eða menningarstríð.
★
Þetta er sem sagt kjami
málsins. Á skal að ósi stemma.
Það er ekki nóg að hefna
þess í héraði sem hallast á
Alþingi. Það er ekki nóg að
gera samþykkt gegn hemám-
inu í héraði, en íela umboð
sitt manni sem vinnur að eil-
ingu þess á Alþingi. Það er
ekki nóg fyrir þjóðina að neita
að láta setja hlekk um hönd
sér eða fót, en stuðla um leið
beinlínis að þvi að lilekkur sé
Jónas Árnason:
lagður að hólsi hennar og hert-
ur jáfnt og þétt; enda kann að
fára svo ilra síðir, að sá hlekk-
ur verði hertur það fast, að
ekki skipti lengur máli hvort
hlekkur sé um hönd eða fót.
Eða svo : enn sé gripið til
samlíkingarinnar af " sjónum:
Til þess að verja skiplð áföllum
er aðeins ein leið, og kemur
ekki önnur til greina, sú ein
leið að senda upp í stjórnpall-
inn menn sem hægt er að
treysta til að stýra undan hol-
skeflunum. íslenzka þjóðin,
sem er í hjarta sínu ein-
dreginn andstæðingur hemáms-
ins, verður að velja nýja menn
til að fara með umboð sitt ó
Alþingi, menn sem eru sannir
fulltrúar hennar, menn sem
eru, eins og hún, eindregnir
andstæðingar hemámsins.
★
Og til þess að þetta megi
takast verða aliir sannir ís-
lendingar að bindast samtökuna,
— skapa með sér einingu um
þetta stórmál, sem varðar líf
og tilveru þeirra sem þjóðar.
Og sú eining verður umfram
allt að byggjast á gagnkvæmu
trausti,. — og ekki síður gagn-
kvæmri virðingu.
Sá dólgsháttur, sem foringjar
Þjóðvarnarflokksins hafa í
frammi við sósíalista, er til
dæmis alvarleg vísbending um
það, hvemig andstæðingar her-
námsins eiga ekki að haga sér,
vilji þeir af heilum hug efla
málstað íslands. í tölublaði því
af Frjálsri þjóð sem út kom
14. febrúar siðastliðinn, birtist
til dæmis á forsíðu grein, þar
sem segir meðal annars:
„Meðan Sósialistaflokkur-
inn var eini flokkurinn, sem
í heild beitti sér gegn bæki-
stöðvum Bandaríkjamanna
hor, seig sífellt á ógæfuhlið.
KefláVÍkursamningurinn var
gerður, herstöðvasamningur-
inn var gerður, ákvörðun
var. tekin uni margar nýjar
herstöðvar úti um land, boð-
uð var herseta í útjaðri
Reykjavíkur".
Af þessu virðist lesendöm
ætlað að draga þú ályktun, að
ásælni Bandaríkjamanna hér
sé þvi að kenna, að Sósíalista-
flokkurinn hefur aOtaf barizt
gegn henni af fullri djörfung
og festu. Eða með öðrum orð-
um:
Ef Sósíaiistar hefðu farið að
dæmi Þjóðvamarforingjanna
og látið lijá líða að berjast
gegn Keflavíkursamningnum,
þá hefði aldrei neinn Kcflavík-
Hemámshugleioingar HI.
ursamningur verið gerður.
Ef sósíalistar hefðu farið að
dænii Þjóðvarnarforingjanna
og látið hjá líða að berjast
gegn Atlantshafssamningnum,
þá hefði aldrei neinn Atlants-
hafssamningur verið gerður.
Ef spsialistar hefðu farið að
dæmi Þjóðvamarforingjanna
og látið hjá líða að berjast
gegn hemámssamningnum, þá
hefði aldrei neinn hernáms-
samningur verið gerður.
í stuttu máli: Ef sósíalistar
hefðu verið jafn litlir baráttu-
menn, svo ekki sé sagt ‘kjark-
menn, eins og Þjóðvamarfor-
ingjarnir, og látið hina banda-
risku ásælni afskiptalausa, þá
hefði þessi áSælni stoðvázt. Og
þár með hefði auðvitað aldrei
orðið til neinn Þjóðvamarflokk-
ur, cg íslendingar þessvegna
aldrei fengið að vita hvað bjó
í þeim miklu mönnum. sem
hafa á hendi forustu hans.
★
Og víst er þessi niðurstaða
að vissu leyti rétt, það .er
eingöngu vegna baráttu sósíal-
ista sem Þjóðvamarílokkurinn
hefur orðið til, og þjóðin þar
með eignazt þær glæsilogu
frelsishetjur sem honum
stjóma. Aðeins eru hinar taun-
verulegu forsendur niðurstöð-
unnar nokkuð aðrar en þær
sem Frjáls þjóð rejmir að telja
fólki trú um. Því að ef Sósíal-
ístaflokkurinn hefði ekki barizt
gegn Keflavíkursamningnum,
gegn Atlantshafssamningnum,
gegn hernámssanmlngnum og
gegn hverju því skrefi sem
Bandaríkjamenn hafa stigið til
aukinna ítaka á þessu landi,
þá hefði enginn verið til að
vara þjóðina við þcim háska
sem þessum framkvæmdum
fylgir, og hún þar af leiðandi
aldrei skilið sinn vitjunartíma.
heldur flotið sofandi að feigð-
arósi. Hins vegar tókst það,
fyrir. ötula baráttu Sósíalista-
flokksins, að reisa mikla and-
spyrnúöldu gegn hemáminu; og
þegar hún var risin — en diki
fyrr — varð til flokkur sá
sem ber heili Þjóðvarnar. Það
voru ekld foringjar Þjóðvam-
arflokksins, sem reistu þessa
oidu, heldur var það hún sem
reisti þá, — reisti þá til þeirra
pólitisku metorða sem þeir
blása sig nú upp af. —
ik
Þessvegna verður bað að
kallast meir en lítil ósvífni af
húlfu flokks, sem þannig er til
orðinn — og telst þrátt fyrir
allt hvergi nærri hálfdrætt-
ingur við Sósialistaflokkinn í
fylgi — þegar hann sendix-
sósialistum kveðju eins og þá
sem getur að líta á öftustu
síðu í áðurnefndu tölublaði
Frjálsrar þjóðar:
„Hin pólitíska Ííkkista
þeirra tsósíalista) stendur
opín, og þeir geta valið á
milli þess að láta nota sig,
þegar svo stendur á til þess,
sem þeir eru brúklegir, með
þeim skilyrðum, sera jxeim'
eru sett, eða skriða elía ofan
í hina svörtu kistu og leggj-
ast innáij. tíðar til hinztu
hvíldar."
Og mun hér eflaust einhverj- '
um sýnast, að mistilteinninn
þykist vera orðinn eikin sjálf.
En þó að ef til vill væri rétt-
ast að við sósíalistar svöruðum
þessari ósvífni Bergs Sigur- ■
björnssonar og félaga hans við
Frjálsa þjóð með því einu að
segja; „Það er aldeilis upp*
á ykkur t>-ppið, strákar," — þá
ber þó öðru fremur að hafa
það hugfast, að hér er ekki .
túlkuð afstaða þeirra fjölnxörgú
óbrejdtu þjóðvarnarmanna, sem
af einlægni vilja berjast gegn
hernáminu, og skilja hvað múi-
stað íslands er fyrir beztu.
★
Og það er sannarlega mál-
stað fslands fyrir beztu, að
þessum og þvílíkum dólgshætti
linni. Vilji foringjar Þjóðvarn-
arflokksins láta eitthvað goty
af sér leiða fyrir þann mál-
stað, ættu þeir að beina orku
sinni að einhverjum jákvæðari
verkefnum en því t. d. að
lemja frá sér auðvirðilegustu
lygaspítum afturhaldsins og
brigzla okkur sósíalistum úm
þjónkun við Rússa.
★
Olgeir Lúthersson, bóndi á
Vatnsleysu í Fnjóskadal, hefxir
tvisvar hér í blaðinu skorað á
foringja Þjóðvarnarflokksins
að sanna upp á sósialista slíka
þjónkun í stað þess að láta
þar nægja brigzlyrðin ein, og
skal sú áskorun hér með ítrek-
uð enn einu sinni. í hverju
er Rússaþjónkun sósíallsta fólg-
in?
Er hún fóígin í þvi að þeir
börðust gegn Keflavíkursamn-
ingnum?
Er hún fólgín í þvi að þeir
börðust gegn Atlantshafssamn-
ingnum?
Er hún fólgin í því að þeir
börðusti gegn herstöðvasamn-
ingnum?
Er hún fólgin í því að vegna
þessarar baráttu sinnar hafa
þeir hafa orðið fyrir hinum ó-
svifnustu ofsóknum aí lxálfu
afturhaldsins, margir misst at-
vinnu sína, aðrir misst mann-
réttindi ævilangt og fengið
þunga fangelsisdóma?
í fám orðum spurt: F.r
Rússaþjónkun sósíalista fólgin
í því að síðan Bandarikin hófu
Framhald á 8. sítiu
HOLSKEFLURNAR
OG
MADURINN VIÐ
STÝRIÐ