Þjóðviljinn - 18.03.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.03.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. marz 1954 Sélma LagerlöJ: KARLOTTA LÖWENSKÖLD 47. og feg'ursta náma hennar. Það var góS staða og mun betri en tuttugu og þriggja ára unglingur hefði getað búizt við. Schagerström hefði verið himinlifandi, ef hann hefði ekki skilið að hún stóð á bak við tilboðið. Honum datt ekki í hug að halda að hún hefði tiltrú til hans og vildi gefa honum tækifæri til að afla sér frama. Nei, tilboðið gat ekki þýtt annað en það að hún vildi með alúð og vinsemd koma í veg fyrir að hann færi aftur til Kronbáck. Að vísu var hún honum ekki fjandsamleg, hún vildi hjálpa honum, en hún gat ekki þolað að hafa hann í návist sinni. Hann vildi líka gjarnan verða við þeirri ósk hennar og sýna sig aldrei framar fyrir augliti hennar, en áður en hann tæki við nýja starfinu var hann neyddur til að fara til Kronbáck og taka við fyrirmælum sínum. Og þegar hann var þangað kominn tilkynnti Fröberg verk- smiðjustjóri honum, að hann ætti að fara á fund kvenn- anna í stóra húsinu, vegna þess að skjólstæöingur hans þyrfti einnig að gefa honum fyrirmæli. Og þess vegna lagði hann af stað upp í litla salinn til hægri við forstofuna, þar sem konurnar vom vanar að sitja við handavinnu sína, og hún kom strax til móts við hann með útrétta handleggi eins og hún væri að taka á móti manni sem hún hefði lengi þráð. Og sér til skelfingar sá hami að hún var ein í herberginu. Það var í fyrsta skipti sem þau höfðu hitzt án þess að fleiri væru viðstaddir. Hjarta hans fór að slá hraðar, en ekki batnaöi það, þegar hún sagði glaðlega og eðlilega, að Gammalhytta, þar sem hann ætti nú að setjast að, væri .stór og mynd- arlegur herragaröur, og því gæti hann nú kvænzt hve- nær sem væri. Hann gat engu svarað, svo hryggur var hann yfir því, að hún lét sér ekki nægja að flæma hann burt frá Kronbáck, heldur vildi líka koma honum í hjónaband. Honum fannst hann ekki eiga þetta skilið. Hann hafði aldrei verið frekur eða ágengur. En hún hélt áfram með sömu hreinskilninni. — Það er fegursti staðurinn í landareign minni. Ég heí alltaf hugsaö mér að eiga þar heima, þegar ég giftist. Allh' aðrir en Schagerström hefðu skilið þetta, en hann hafði fengið strangt uppeldi frá blautu bams- beini, og hann sneri til dyra og ætlaði út. Hún var komin að dyrunum á undan honum og lagði höndina á huröarhúninn. — Ég hef hryggbrotið marga biðla á ævinni, sagði hún. Ef til vill er það sanngjarnt að ég fái hryggbrot, þegar ég biðla sjálf. Þá greip hann fast um hönd hennar til þess að geta opnað hurðina. — Hæöist ekki að tilfinningum mínum! sagði hann. Mér er alvara. J — Mér líka, sagði hún og horfði fast í augu hans. Og á þeirri stundu skildi Schagerström hvað ham- ingjan hafði ætlað honum alla tíð. Allur einmanaleikur, harka, söknuður, sem lífið hafði látið honum í té frám að þessu, hafði gert sál hans móttækilega fyrir þessari yfirnáttúrlegu sælu, til þess að hún gæti breitt þar úr sér vegna þess aö ekkert annaö var þar fyrir. r ARFURINN Þegar Schagerström hafði eftir þriggja ára hjónaband misst hina heittelskúðu konu sína, kom í ljós að hún lét eftir sig erfðaskrá og í henni stóð að allar hennar eigur ættu að falla 1 hlut eiginmannsins ef hún dæi barnlaus á undan honum. Og þégar búið var að gera upp búið, borga út upphæðir til nokkurra gamalla þjóna og lasburða ættingja, tók Schagerström við hin- um geysilega arfi. Á öllum eignum Schagerströms andaði fólkið Iéttara þegar búið var að ganga frá þessu máli. Fólki líkaöi " vel að allar eignimar voru í höndum eins manns og það,, taldi það sérstaka hamingju að það var dugandi og,. framtakssamur maður sem átti að stjóma öllum þess- • um námum og verksmiöjum. En stuttu eftir að Schagerström hafði tekið við arf- ' inum fór verksmiðjustjóra, fi-amkvæmdastjóra, bústjóra og skógarverði, með öðmm orðum alla þá sem sáu um , rekstur fyrirtækja hans, að gruna að þessi nýja tilhögun , hefði litla ánægju í för með sér. Schagerström hélt á- ■ fram aö búa í Stokkhólmi og það eitt var afleitt, en það ' hefði þó verið bærilegt ef hann hefði svarað bréfum " þeirra. En hann lét það aö mestu undir höfúð leggjast. , Það þurfti að kaupa þakjárn, selja brotajárn. Það þurfti , að skrifa samninga um aíhendingu kola og viðar. Það , þurfti aö ráða menn í lausar stöður, gera við hús, borga reikninga. En frá Schagerström komu hvorki bréf né 1 peningar. Stundum svaraði hann að hann hefði með- ' tekið bréf og hann mundi senda fyrirmæli seinna, eh ' úr því varð aldrei. Eftir örfáar vikur var allt komið á ringulreið. Sumir , ráðsmennimir sátu með hendur í skauti, aðrir hófu framkvæmdir á eigin ábyrgð og það var næstum enn ■ verra. Allir voru þeirrar skoðunar að Schagerström væri ekki rétti maðurinn til að annast þennan umfangs- mikla rekstur. Sá sem var óánægðari en nokkur annar vai- ef til vill , Fröberg verksmiðjueigandi í Kronbáck. Schagerström ■ hafði alltaf verið eftirlæti hans og hann vænti sér mik-1 ils af honum. Þótt hann hefði harmað það sárt að hin" glaðlynda og glæsilega stúlka sem ólst upp á heimili hans var ekki lengur lífs, þá hafði það þó verið honum , huggun að eignir hennar, sem hann hafði svo lengi ann- , CjttMS OC CAMM t Ferðamaður settist inn í bíl viS hliðina á stúlku, sem var a5 spegrla si?. JÞa8 er ósiður að vera að spegla sig, aldrei Iít ég í spegli, sagði liann við stúlkuna. Það finnst mér þó að þér ætluð að gera, svaraði stúlkan; þá ga*tuð þév séð hvað aðrir verða að þola. — (lsCenzk fyndni). Dóttirin: He’durðu ekki, pabbi, að tveir geti íifað eins ódýrt og einn? Faðirinn: Vissulega, Sem stendur iifum við mamma þin ódýrar en þú. Ungur maður kom í biómabúð og ætlaði að kaupa rauðar rósir. Allt í einu fcll hann í þungar hugsanir. Þér ifliið auðvitað að segja henni það með rósum, sagði af- greiðslustúlkan brosandi. Þá duga ekki minna en þrjár tylft- ir. Nei nei, sagði ungi maðurinn. Það er nóg að hafa þ®r sex. Ég vil ógjarnan scgja of miiiið. Piparkerling: Ekkert skU ég í stúikunum sem eru síhræddar þó einhver elti þær . . . Þegar einhver dóninn tekur upp á því að elta mig, þá sný ég mér bara við — og þá er hann þot- inn á augabragðl. r - N k. > Flauel, velour - og flelra Flauel er margs konar og það er stundum erfitt að átta sig á hvað er hvað. Það er ef til vill gott að vita að flauel og velour er nákvæm- lega hið sa.ma. Velour er franska orðið yfir flauel og maður þekkir orðið úr mörgum nöfnum á flaueli. Velour chiff- on er ekki annað en silkiflauel og húsgagnavelour er það sem áður fjTr var kallaö piuss. Flauel er einkennilega ofið;. það er föst uppistaða sem í er ofinn aragrúi smáenda sem standa upp úr efninu og gefa yfirborðinu mýkt og slikju. | Flestar flauelstegundir eru i mjög sterkar. Þetta á einkum við um bómullarPauel sem yf- irleitt er ofið riflað eða haft með sléttum og mjúkum fleti, velveteen, en það er ensk út- SaifoEÍseruð bémullareÍÐÍ gáfa af obð'nu velvet, sem einnig þýðir flauel. Ullarvelour er hið eina af efnunum sem ekki er ofið sem flauel, og útlit þess kemur af sérstaka aðferð sem notúð er við efnið þegar búið er að vefa það. Það er mjög heitt og heppilegt í þykka kjóla og kápur, en það er ekki eins sterkt og bómullarflauelin. Hreingerningaráð Flestar húsmæður hafa heyrt talað um sanforiseruð bómull- arefni og eru hriinar af þeim. Þær vita að þau efni hlaupa því nær ekki. Sanfornsering er aöferð sem r.otuð er við bóm- urarefnið til þess að fá' það til að hlaupa eins mikið og gert er ráð fyrir að viíkomandi efni geri við venjulega með- ferð. Þess vegna getur húsmóð- ir orðið vör við að sanforíser- að rfni hleypur örlítið eftir langvarandi þvott, En það er kallað sanforíser- að vegna þess cins að ma'ðurinn sem íann upp þessa aðferð, hét Sanford og aðíe.rðin hefur ver- ið nefnd efíir honum: Þegar maður er að gera hreint og ber sápuvatniíf á vegginn kemur það iðulega fj'r- ir, að sápuvatnið rennur af hendinni og niður eftir hand- leggnum, þegar maður þvær fyrir ofan sig og þtað er ekki sérlega þægilegt. Einkum er það óþægilegt, þegar máður er í ermalöngum slopp. Ef maður vefur mjúkum klút una úln- liðinn og festir hann með lás- nælu, tekur hann við öllum þessum dropum. í. Gsáílml Af stóru hvítkálshöfði er skor- ið lok og höfuðiö er holað inn- an. Það er síðan' fyllt með Ví kg af góðu kjötfarsi, helzt heimatilbúnu. Lokið lagt á aft- ur, bundið er utanum höfuðið og það síðan soðið í vatni í 1-1V2 klst. Kálið sem tekið var innanúr höfðinu er soðið mcð og borið fram með hvitká'e- höfðinu ásamt Ijósri sósu úr soðinu, bragóbættri með dá- litlu múskati og rúgbrauði eöa soðoum kartöflum. ÞtZKUB BAUÖGRAUTUR %1 af vatni blandaðir % 1 af góðri saft og í þessu eru soðin 150 g hrísgrjón í 1 klst. I grautinn er bætt ca 100 g sykri og hann er borimi fram kaldur með nýmjólk. Tii helmilisþát.tar Þjóð^iljans. MOBGTJNHUGEEIÖING IIÚSMÓHURINNAR I stofun.nl minni ég stend viC a3 þurrka burt ryki5 af síólum os boröum, en gleymi svo fyrlr vikið, að rykfallinn anda minn ekki ég nógru vei hiröi. Ætli að hann e5a stofan sé meira vlrði? Þ0RSTEINK ÁSGRlVsilR NJÁLS GATA •GllllSHIOIR* GXZ9S GRtrns s > GATA NJÁLSG.'l8-SÍMI8l52f) | L U' —< 1 | IAUGA 1 VfGUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.