Þjóðviljinn - 04.07.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 04.07.1954, Side 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. júlí 1954 rttgeíandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflolckurlim. 5'réttastjórl: Jón Ejarnason. aitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), SlgurCur Guðmundsaon. Slaöamenn: Ásœundur Sigurjóns3or., Bjarnl Benediktason, Guö- •nundur Vigfúsaon, Magnús Torfi Ólafsson. <cug]ýsingast]óri: Jónsteinn Haraldsson. R.Ststjórn, afgreíðsla, auglýsingar, prentsmiBja: Skólavörðuatfg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áekriftarverð kr. 20 á mánuði S Reykjavík og nágrennf; kr. 17 ^onars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ISr Enda þótt togarastcðvunin hafi hafizt um miðja vetr- arvertíð og um 30 togarar af 43 hafi nú verið stöðvaðir iim langt skeið íiafa stjórnarblöðin ekki séð ástæðu til þess ’aö minnast á það vandamál nema mjög lauslega og með almennasta orð'alagi. Þess hefur ekki heldur orðið , | vart að ráöherrarnir hafi gefið sér tínia til að hugleiða f þétta stórfellda vandamál — þeir hafa verið önnum kafn- i ir við annað. Þeir hafa verið bullsveittir við aö skipta hernámsgróðanum á milli fyrirtækja sinna, og þegar tóm ] liefur geíizt hafa þeir stundað rifrildi um úthlutun á iúx-j usbilum. Og þá hefur ekki staðið á blöðum þeirra; þau hafa á víxl birt yfirlýsingar og geövonzkulegar hnútur, þar hefur verið komið við kvikuna, þótt stöðvun mikil- virkustu framleiðslutækja þjóðarinnar sé látin lönd og íeið. Þetta gefur mjög skýra mynd af viðhorfum stjórnar- ílokkanna til þjóðmálanna. Um sjö ára skeið hefur mál- um verið svo hagað hér á landi að framleiðslustörfin hafa oröið hornreka. Hverskonar milliliöum og óþarfagemsum hefur verið heimilað að hrifsa til sín arðinn af fram- leiðslustörfunum, og afleið'ingin hefur orðið sú að fjár- Tmagnið hefur streymt í slíka starfsemi vegna þess aöj hún hefur gefið mestar rentur. Það hefur einnig stuðlaðj að þessari þróun að togararnir voru að miög verulegu leyti teknir úr höndum einkabraskara á nýsköpunarárun- um og afhentir samtökum almennings og bæjarfélögum *uin lar.d allt. Þann þjoðholla rekstur vill auðmannastétt- in feigan. Og ríkisstjórn sú sem nú situr er valdatæki auðmannastéttarinnar og starfar samkvæmt hagsmun- um liennar og er sokkin á kaf í klíkuskap og innbyrðis ÍGgstreitu um gróða og annarleg völd. Þess vegna er stöðvun togaranna bæði fjarlægt vanda- mál fyrir ráöherrana, þeir hafa hugann bundinn við annað, og eins er þeim ósárt um þótt bæjarfélögin og samtök almennings komist í vanda — þá opnast nýir möguieikar á að auðmennirnir geti hirt þessi glæsilegustu framieiðslutæki þjóoarinnar. Að vísu þora þeir ekki a'ð' ganga rakleiðis að því verki en það hefur verið reynt að seigdrepa togaraútgerðina um langt órabil Um hitt er enginn í vafa að ef togaraflotinn væri í eigu gæðinga eins' og Björns Ólafssonar og Vilhjálms Þórs myndi fljótlega' verða tryggður góður og ábatasamlegur grundvöllur fyrirj reksturinn, þá myndu birtast greinar í stjórnarblöðunum,! jafn brungnar af tilfinningu og þær sem nú fjalla urn út-l hlutun á lúxusbílurn. Að hengja bjölluna á köttinn dfcsKKöBasínieri PJkisstjórnin hefur óspart halöið því frara að him hefði hinn inesía nug á því að lialda verðlaginu í skefjum. Sá hugur staíar^ þó einvörðungu af hræðslu við verklýðssamtökin, og hvenær sem lækifsri gefst reynir rikisstjórnin að velta nýjum byrðum verð- hækkana yfir á alþýðu manna, þótt hún telji nú hollast að vera smátækari en fyrr. Á s.l. ári sveik ríkisstjórnin loforð sín frá desemberverkxöllunum miklu um fast verðlag á kaffi, og nú hef- ur smjörskamraturinn verið minnkaður um helming, og það jaírgilfíír samsvarandi verðhækkun á þeirri vörutegund. Verðhækkunin á smjöri er rökstudd með því að annars væri hfEtta á að birgðir þrytu. Þó nam ,,offramleiðslan“ 88 tonnum : júnlbyrjun og mikið magn af nmjöri hefur eyðilagzt á undan- förnum árura og fariö í sápu vegna of hás verðlags. En jafnvel þótt þessi röksemd væri viðurkennd á hún samt engan rétt á eér. Afstaða ríkisstjórnarinnar virðist vera sú að nú þurfi að takmarka smjörneyzluna á kostnað þeirra sem minnst hafa efn-j in: þeir snauðustu geti hætt að éta þessa vömtegund, líkt og tíðkaðist á kreppuárunum fyrir stríð! Ef talið er að framleiðsl- an hrökkvi ekki fyrir neyzhi, bar ríkisstjcrninni að sjá um að allir ættu sama kost á smjöri og það var þeim mun auðveid- ara sem hún heldur uppi skömmtunarbákni, sem hefur það verk-' efni helzt að afhenda eitt pund af smjöri við skaplegu verði á! þremur mánuðum! Það hefur gengið á ýmsu í afskiptum islenzkra stjórn- arvalda af hernámsliðinu, eftir að sýnt þótti að vest- ræn menning skartaði ekki sínu fegursta í dagfari þeirra ungu manna sem hingað voru sendir. Kom fljótlega að því að fólk krafðist þess að settar yrðu skorður við framtaki garpa þessara og síðan hefur það verið eitt helzta verkefni utanríkisráðu neytisins að leita uppi nýjar og nýjar aðgerðir í því skyni. Það varð einna fyrst að Bjarni Benedilctsson fól lög- regluþjónum sínum á Kefla- víkurflugvelli að semja eins- konar afrekaskrá verndar- anna, og gerðu þeir á skömmum tíma svartan lista þar sem skráðar voru meira en 100 kornupgar stúikur sem staðnar höfðu verið að skækjulifnaði og ósæmilegu framferði og höfðu lært þær íþróttir af þeim mönnum sem hingað voru kornnir til að tryggja þjóðinni hlutdeild í sameiginlegri arfleifð lýð- ræðisríkjanna. Flutti ráð- herrann skýrslu um þetta skrásetningarstarf á þingi og taldi niðurstöðurnar sönnun þess að sízt væri ástæða tii aðfinnslu; alit væri harla gott. Virtist ráðherrann verða mjög undrandi þegar aðrir t.öidu skrásetninguna sönnun um hið gagnstæða, enda hefur þjóðinni gengið treglega að ná sama sálar- þroska og hirm ágæti ráð- herra. Engu að síður taldi Bjarni Bénediktsson þann kost vælistan að grí :a til nýrra ráða. Var nú tilkynnt að settar hefðu verið strángar reglur um samskipti íslend- inga og hernámsliðsins; skyldu hinir erlendu menn aðeins fá að koma til Reykjavíkur ákveðna darra, og áttu þá að vera horfnir úr höfuðborginni kl. 10 að kvöldi og komnir í háttinn syðra á skaplegum tíma. Voru reglur þessar birtar með stórum fyrirsögnum í stjórnarblöðunum sem sönn- un þess að nú væri röggsam- lega á málum lxaldið. Hlið- stæðar auglýsingar voru festar upp á Keflavíkurflug- velli — með þeirri skýringu að reglurnar tækju aðeins til þeirra sem klæddust her- mannafötum; ef menn kæmu sér upp' borgarabúningi skyldu þeir frjálsir ferða sinna og athafna, enda mætti þá ekki greina hver maður- inn væri. Þannig tókst þessum snjalla ráðherra að fullnægjá öllu réttlæti jafnt við landa sína sem erlenda vini og spilafélaga, auk þess sem hann tryggði klæðskerum óvænta atvinr.u. Og síðan gekk allt sir.n vanagang. í fyrsta skipti í sögu landsins var fólk í Reykjavík dæmt fyrir að gera sér laus’.æti annarra að féþúfu. Það kom í ljÓ3 að sjálft sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík lét hermönnum í té Iista vf- ir þá staði í bænum sem veittu slíka fyrirgreiðsiu. Herrnennirnir héldu áfram að iðka þá einu íþrótt, sem þeir , kunnu, á innbomum mönnum, stinga þá með hníf- um og berja, þar til einni hetjunr.i tókst að lemja iífið úr aldurhnignum manni í Keflavík. Ýmsir dularfullir atburðir gerðust á v'eitinga- stöðum í Reykjavík, og í Vestmannaeyjum afklæddist ein fylgikona verndaranna á almannafæri; hafði fengið snert af lofthræðslu í aflíð- andi halla, að sögn dóms- málaráðherrans. Afrekaskrá- in varð sífelit lengri og fjöl- breytilegri, þótt ráðherrann væri að vísu hættur að gefa Aiþingi skýrslu um fjölda, þeirra stúllina sem orðið liefðu fuihiuma í vestrær.ni siðprýði. E Ekki er kunnugt- að her- mennirnir hafi séð ástæðu til • að kvárta undan reglum þéim sem settar voru, þóít fatakostnaður ykist til muna af þeirra völdum, en þeir innbornu voru miður á- nægðii- og urðu sífellt djarf- mæltari um andstöðu sína. Og þar kom að Framsóltnar- flokkurinn sá sér leik á borði að hagnýta sér þetta ástand. Rannveig Þorsteinsdóttir flutti á þingi alrnemia tillögu um nauðsyn þess að einangra hernámsliðið, og í síðustu kosningabaráttu liöfðu Fram sóknarmenn mjög á lofti kenninguna um nauðsyn þess að tryggja þjóðinni bæói vernd og gagnvernd: vernd gegn Rússum og vernd gegn verndinni gegn Rúss- um, c-g virtist þá jafnframt opin leið til að geia lcerfið enn margfaldara með tíman- um. Þótti fiokknum takast vel upp, og loks sá. Bjami Benediktsson þann kost vænstan að víkja úr stól sín- um og fela öðmm að gera næstu reglur. Voru þegar teknir upp samningar við ráðarnenn fyrir vestan haf. B Svo sem kunnugt er skal vanda það vel sem á að standa lengi, og viðræöurnar við stórmennin stóðu óra- tima og voru umluktar hinni mestu leynd. Alþingi fékk ekkert að vita um gang mál- anna, og utanríkisráðherr- ann nýi tók sér meira að segja fari heim frá Norour- löndum milli kónga til að segja þingheimi að hann liefði ekkert að segja. Þann- ig leið mánuður af mánuði, en loks rann upp hin stóra stund. Ráðherrann nýi hélt ræðu x útvarpið 26. maí og tiikynnti að ákveðið hefði verið að krca hinar vestrænu stríðshetjur inni í mann- heldum búfjárgirðingum og jafnframt hefðu verið settar nýjar reglur sem „Ieysi á viðunandi hátt þau vanda- mál sem uppi iiafa verið í samskiptum Isleudinga og varnarliðsmanna", og gengju þær ,,í gildi nú þegar“. Var að sjálfsögðu sigurhreimur í rödd ráðherrans þegar hann skýrði frá þessum miklu umskiptum. 0 Þegar í stað var hafizt handa um kaup á gii’ðingar- éfni. því ráðherrann hafði að sjáifsögðu tryggt Sambandi íslenzkra samvinnuféiaga umboðið og var þar um veru- legan ábata að ræða. Herma fróðir menn að girðingarnar eigi að kosta 18 milljónxr króna, þannig að gaddavír- inn verður ekki spáraður, en ágóðahlutur sá sem félagi ráðherrans er vís mun vera um tvær milljónir fyrlr við- vikið. Ekki vonx þó umboðs- launin fyrr tryggð en Þjóð- viljinn fékk þungar ákúrur fyrir að ræða um girðingar þessar og hagnýtingu þeirra og bollaleggja um hversu mjög þær muni auka til- breýtileika í þjóðlífinú, og segir Tíminn að þessi skrif muni verða þýdd á ensku handa verhdurunum og kom- ist þeir nú að öilu saman — allt sé eyðilagt. Virðist þannig hafa verið ætlunin að króa hermennina inni með fullkominni leynd, þar til þeir vöknuðu einn góðan veiíþ. urdag, umluktir gatidavír frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Er Sahnarlega' illa farlð - að þessi merka hernaðaráætlun hefur ' verið eyðilögð, þótt maður hefði mátt ætla að floblti íslenzkra bæatía yrði vart siiotaskuid- úr því að fiuna upp nýjar- smöiunaraðferðir. í girðingarmálum eru um boðslaunin þó tryggð, hvað sem meira verður, en um reglurnar nýju er lakari sögu að segja. Þótt liðinn sé meira en mánuður síðan þær áttu að taka gildi hafa þær ekki fengizt birtar, hvorki með iliu né góðu. Hefur ver- ið ýmsum getum að því leitt hvað valda myndi, og hafa eumir talið að þarna hafi Framsókn fundið upp eitt af leynivöpnum þeim sem nú eru mest í tízku í veröidinni. Ilitt er þó staðreynd að stríðsmennirnir hafa haldið fast við fyrri iðju og færzt í aukana, m.a. un.nið ný afrek í þeirri vinsælu íþx’ótt að í’áðast á íslenzka löggæzlu- menn, berja þá, stinga þá og grýta. Hefur þetta allt þótt næsta dularfullt þar til skýr- ingin fékkst lolcs í Tímanum fyrir nokkrum dögum. Ut- anríkisráðherrann hefur ekki þorað að koma reglunxim á fi’amfæri af ófta við ,,að þær mundu þá mælast illa fyrir hjá varnarliðsmönnum“. B Þannig er ljóst að upp er komið gamla vandamálið um köttinn og mýsnar. Þær síð- arnefndu höfðu sem kunnugt er mikinn hug á því að tak- marka mjög sambúðina við þann fyrrnefnda. Var málið rætt í þaula og margar til- lögur uppi, þar til einni mús- inni datt það snjallræði í liug að ekki þyrfti annað eu hengja bjöllu á köttinn; þá væri auðveit að varast hann. Þótti þessi tillaga „leysa á viðunandi hátt þau vanda- mál sem uppi hafa verið“ og var samþykkt í einu hljóði. Exi íramkvæmdin strandaði eins og allir vita á því að eng inn þorði að heixgja bjölluna á köttinn af ótta við að það myndi „mælast illa fyrir", og stendur svo enn í dag. Það or þetta vandamá! hug- rekkisins sem stjórnarflokk- arnir hafa verið að glíma við árum saman með hlið- stæðum árangiú. Sá einn ei' munurinn að Bjarmi Bene- diktsson hengdi upp bjöllú sína, en hafði hana hljóm- lausa; Kristinn Guðmunds- son segist hafa hvellandi bjöllu, en þorir ekki að hengja hana u xp. Og köttur.- inn ieikur m ,8"slra /f'ryu* H hala. ♦—«—«—■• ♦ ■ •» --♦— ♦- -

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.