Þjóðviljinn - 02.11.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. nóvember 1954 m i i g g n t i © i ð i E NIÐURSUÐU VÖRUR -<?> í Útsala —Útsala Verzlunin er að flytja Allt á að seljast. Mikið af nýjum vörum. Mikill afsláttur Ægisbúð Vesturgötu 27. Andspyrnu- hreyfingin hefur skrifstofu í Þingholts- stræti 27. Opin alla virKa daga kl. 7—9 síðd., sunnud kl. 4—6. Komið og takið áskriftalista og gerið skil. Nauðsynlegt, að aðseturs- slcipfi séu ávallf filkynnf Manntal fellur niSur I Reykjavik Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Hagstofu íslands um allsherjarspjaldskrána og ráðstafanir í sam- bandi við niðurfellingu manntals í Reykjavik: Ibúaskrá frá allsherjarsjald- skránni kemur í stað manntals. Vegna spjaldskrár þeirrar yfir alla landsmenn, sem kom- ið hefur verið á fót, hefur bæjarstjórn Reykjavíkur á- kveðið að felia niður manntal í Reykjavík í ár. I stað þess kemur íbúaskrá frá alls- herjarspjaldskránni, er lætur í té slíka skrá fyrir öll sveit- arfélög landsins. Beitt verður viðurlögum. Síðan nýju tilkynningará- kvæðin komu til framkvæmda vorið 1953, hefur verið leit- azt við að kynna þau sem bezt, og getur nú enginn af- sakað sig með því, að honum. sé ekki kunnugt um þau. Fram að þessu hefur eldd verið beitt viðurlögum fyrir brot gegn þessum áicvæðum, og er ætlunin, að húsráðend- um og öðrum hlutaðeigendum verði áður gefinn kostur á að bæta úr vanrækslu í þessu efni. í því skyni eru þessa dagana borin í hvert hús í Reykjavík eyðublöð undir til- kynningar um þá, sem farizt hefur fyrir að tilkynna. Hlutverk húsráðenda og húseigenda. Tilkynna skal þá, sem bætzt hafa í húsið síðan 1. des. í fyrra og hafa ekki enn verið tilkynntlr. Á skrá, sem fylgir eyðublöðunum, sést, hvaða einstaklingar eru tald- ir hafa verið í húsinu 1. des. 1953, samkv. allsherjarspjald- skránni. — Einnig þarf að tilkynna þá, sem síðan 1. des. 1953 liafa farið til útianda til tilkynningarskyldrar dval- ar þar. Hins vegar skal ekki tilkynna þá, sem flutt hafa í annað hús í Reykjavík eða út á land, — þeir eiga að til- kynnast af húsráðanda í því húsi, sem þeir hafa tekið sér aðsetur í. Tilkynna skal alla, sem eru í húsinu 1. nóvember 1954, en voru þar ekki 1. des. í fyrra samkv. hússkránni — enda sé ekki þegar búið að tilkynna þá. Fáeinar undantekningar frá þessari reglu eru taldar í leiðbeiningum, sem húsráð- endur og húseigendur eru beðnir að kynna sér vandlega. Óskað er eftir því, að menn leiðrétti skekkjur, sem kunna að vera í nöfnum og fæðing- ardögum á hússkránni 1. des. 1953, sem ásamt eyðublöðum undir aðseturstilkynningar og leiðbeiningar eru borin í hvert hús. Gögn hvers húss eru heft saman, þegar þau koma í hús- ið, og má ekki leysa þau í sundur. Húsráðandi, sem þarf að útfylla aðseturstilkynn-<^> ingu, gerir það, án þess að losa eyðublaðið frá hinum blöðunum, og hann afhendir næsta húsráðanda öll gögnin samföst. Húseigandi er í ábyrgð fyr ir því, að þessi gögn fari um hendur allra húsráðenda í húsinu, og að þeim öllum sé skilað þannig í einu lagi til Manntalsskrifstofunnar eða lögregluvarðstofunnar í síð- asta lagi 8. nóvember. I fjöl- býlishúsum með mörgum í- búðareigendum er húsráðandi á 1. hæð (eða á neðstu íbúð- arhæð, ef ekki er íbúð á 1. hæð) beðinn um að sjá um, að gögnin berist um allt hús- ið, og að þeim sé skilað á rétt- an stað. Athygli ér vakin á þvl, að húsráðandi, sem hefur engan að tilkynna — hvort sem það er vegna þess að enginn hef- ur flutt í húsnæði það, er hann hefur til umráða, eða af þvi að tilkynningarskyldu hefur þegar verið fullnægt — þarf ekki að gera annað en athuga hússkrána og leið- rétta hana, ef þess er þörf. Ef hann er jafnframt húseig- andi, þarf hann auk þess að sjá um, að gögnunum verði skilað á Manntalsskrifstofuna eða lögregluvarðstofuna í síðasta lagi 8. nóvember, hvort sem nokkuð hefur verið gert við þau eða ekki. Eins og áður segir er húsráðandi á 1. hæð beðinn um að gera þetta, þegar um er að ræða fjölbýl- ishús með mörgum íbúðar- eigendum. Góð samvinna við almenning nauðsynleg. Þess er vænzt, að hlutað- eigendur bregðist fljótt og vel við því, sem hér er farið fram á, m.a. til þess að ekki þurfi að gripa til annarra ráða. Aðseturstilkynningar eru nauðsynlegar fyrir rekstur spjaldskrárinnar. Sá meginmunur er á eldri tilhögun þessara mála og hinni nýju, að í stað þess að skrá alla á hverju ári, eru að- eins gerðar áriegar breyting- ar á vélspjaldskránni, eftir tilkynningum um aðseturs- skipti fólks, og eftir skýrslum presta um fæðingar, skírnir, hjónavígslur og mannslát. En að öðru leyti er sami spjalda- stofninn notaður frá ári til árs, við gerð íbúaskrár o.fl. Ibúaskrái’nar, sem spjald- skráin lætur sveitarfélögum í té, geta ekki orðið réttar, nema hún fái tilkynningar um öll aðsetursskipti, sem eiga sér stað, og má af því ráða, hversu mikilvægt það er, að allir fullnægi tilkynningar- skyldu. Að vísu var skylt að tilkynna flutning í Reykjavík, áður en lög um tilkynningar aðsetursskipta voru sett 1953, en það hafði takmarkaða þýð- ingu, vegna þess að hinar ár- legu manntalsskrár voru ekki að neinu leyti byggðar á flutn ingstilkynningum. En eftir að allsherjarspjaldskráin kom til sögunnar eru flutningstil- kynningar — öðru nafni að- seturstilkynningar — megin- undirstaða hinnar árlegu íbúa- skrár, sem kemur í stað mann Framhald á 11. síðu. <r~ Rússneska POBEDA" heíur þegar sannað ágæti sitt á íslenzkum vegum Sterkbyggður, hár undir, aílmikil vél, þægilegur í akstri á misjöfnum vegum. Bifreiðin er til sýnis í Bílaverzluninni á Ægisgötu 10 Bifrelðar- og landbanaðarvélar h.f. ósmtím Prestar í húsvitjun — Lestur barna og fullorðinna — Rangar beygingar, málvillur, hljóðvillur SVIPALL skrifar: Þegar ég var lítill, varð mér mjög illa við, er ég heyrði þess getið að presturinn væri væntanleg- ur í húsvitjun. Þá vissi ég að hann mundi láta mig lesa, og það virtist mér með því versta er ég vissi af í þá daga. Síð- an hefur það haldizt, að mér hefur ekki verið um presta gefið, hvort sem það á rætur sínar að rekja til þessa eða ekki. Það sem ég hræddist mest, eins og fleiri börn á þeim tímum var það að lesa vitlaust. Það fannst mér ævi- löng skömm sem ekki var hægt að losna við. Nú eru börnin liætt að Iesa fyrir prestinn, nú lesa þau fyrir alla þjóðina og ferst það engu síður en fullorðnum, sem í útvarpið lesa. Það er ekki óalgengt að heyra fullorðið fólk misbjóða málinu með^ röngum beygingum og hljóð-a villum, sem talar eða les í út-í varp, og er það mjög leiðin- legt og skaðlegt. Hér á ég^ við þá sem vitað er að hafaðj eitthvað lært í íslenzku málil og hljóta þess vegna að vita^ aðalbeygingarreglur málsins,^ sem hverju fermingarbarni er'j' nú orðið gert að skyldu að i læra. Þetta hlýtur því að" stafa af hugsunarleysi og j fljótfærni, og er það síztJ betra. — Einna mest ber ) af hugsunarleysi og fljótfærni, og er það sízt betra. Mest ber á því að föðurnöfn kvenna séu ranglega beygð, sérstak- lega ef þau standa í þolfalli og þágufalli og jafnvel eignar- falli. En fleira kemur þó til greina, svo sem málrómur manna og annað. Einu sinni flutti maður nokkur erindi í útvarpið, ef erindi skyldi kalla, því að lítið heyrð- ist til hans annað en ræsking- ar, en þær eru ekki sérlega aðlaðandi í útvarpi. En fyrir þetta varð maðurinn frægur um allt land, þótt sú frægð yrði á annan hátt en hann hefur sennilega ætlazt til. Sumir mundu nú segja, að þetta séu óþarfa aðfinnslur og smámunir einir, þótt eitt og eitt orð sé skrifað, talað eða beygt skakkt, en þegar betur er að gáð, þá liggur okkar menning fyrst og fremst í því smáa, það er ekki aðalatriðið að gera stóra hluti, heldur hvernig. Ef smið- urinn hugsaði alltaf sem svo, að smágallar (smíðisgallar) gerðu ekkert til á þeim hlut- um er hann smiðaði, það tæki enginn eftir þeim, þá yrði hann aldrei góður smiður. — Hluturinn vitnar alltaf um meistara sinn. Annað hvort lof eða last. — Svipall.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.