Þjóðviljinn - 31.12.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.12.1954, Blaðsíða 7
/ Bjöm Magnússon: Jóhann beri Þegar ég var drengur, nokkru fyrir síðustu aldamót, heyrði ég oft talað um Jóhann bera. Hann flakkaði sveit úr sveit og á milli landsfjórðunga, altekinn eirð- arleysi. Stundum fréttist af hon- um suður í Borgarfirði eða véstur í Dölum, suður í Arnes- og Rangárvallasýslum, austur í Skagafirði, Eyjafirði, Þingeyjar- og Múlasýslum. Hann hafði búið búi sínu á Vígdísarstöðum í Línakradal, verið giftur og átt tvo sonu, búið við góð efni, verkmaður góður og hagur á hvað sem hann lagði hönd að og glæsi- menni og hinn mesti atgervis- maður. En svo varð hann herjaður af geigvænlegri hugsýki og skildi við konu og börn og flæktist að heiman. Talið var, að ástir í meinum hefðu raskað sálarró hans. Honum var komið til Jósefs Skaftasen i Hnausum, sem þá var fjórðungslæknir og var hann þar um tíma, en fékk engan bata. Þegar sýnt var að hverju fór um hagi hans, seldi konan jörðina og réðst til Ameríku með sonu þeirra tvo, er þóttu efnilegir drengir. Undarlegur þótti Jóhann í háttum, settist upp á bæjum án þess að biðja um gistingu. Gengi inn í bæina óboðinn, heilsaði ekki eða yrti á heimilismenn, gengi að auðu rúmi ef til vár, legðist upp í það og léti þar fyrirberast. Þægi ekki mat nema af húsfreyjunni og yrði hún þó að bragða á honum fyrst svo að hann sæi. Hann óttaðist að maturinn kynni að vera eitraður. Borðaði stundum á við tvo, fyrsta daginn, en síðan minna, svæfi aldrei í bað- stofu, færi út, þegar fólk fór að hátta og lægi í gripahúsi, auðum fjósbás eða garða, eða úti, að sumrinu, þegar gott var veður. Væri honum gefin flík og hann færi í henni heilli út á kvöldi, var hún kannski rifin að morgni. Margir trúðu því, að hann flygist á við drauga á nóttum og væri svona útleikinn eftir þá. Aldrei vildi hann hlýða á hús- lestra, sem þá var títt að lesa á hverju kvöldi að vetrinum. Það bar við á bæ nokkrum um vetur, að menn voru komn- ir inn frá hirðingu síðla dags. Portbyggt var á bænum. Stofa og maskínuhús undir lofti en baðstofa yfir, þar sem heimilis- fólkið sat við vinnu sína. Kon- ur kembdu og spunnu ull. Karl- ar unnu úr hrosshári reipi og gjarðir, og einn sat nærri ljósi og las sögu og aðrir hlýddu til. Heyrðist þá gengið upp stig- ann og hleranum lyft og upp á loftið kemur maður mjög hár vexti og mikill um herðar. Hann er ljós á hár og skegg, bjartur yfirlitum og fríður sýn- um. Ennið hátt og hvelft og augun blá undir miklum brún- um. Hann er góðmannlegur en mjög þungbúinn og raunaleg- ur, eins og hann búi yfir leyndri sorg, sem hann verður að bera einn en getur ekki trúað öðrum fyrir. Hann heilsar ekki, en lit- ast flóttalega um í baðstofunni og gengur að auðu rúmi og sezt þar og varpar mæðulega önd- inni. Hann er illa til fara og yzt fata í gulri olíukápu. Leðurskór á fótum, slitnir. Björn Magnússon er lesendum Þjóðviljans að góðu kunnur af snjöllum greinum. Hér ritar hann áhrifa- mikla og átakanlega frásögn af landshomamanninum Jóhanni bera. — Bjöm dvelst nú á Elliheimilinu Grund í Rvík. Hér er kominn Jóhann beri og er auðkenndur og hefur kom- ið hér fyrr. Húsfreyja þekkir kenjar hans, ber honum mat og mundu ekki éta meira tveir menn. Hann gerir matnum góð skil og hrauð diskana. Þakkaði ekki fyrir matinn, sem var þó almennur siður gesta. Húsfreyja bar honum þurra sokka og skó; þáði hann hvortveggja og ræddi ekki um. Síðan hallaði hann sér útaf í rúminu og héldu menn að hann hefði sofnað. Nú leið að þeim tíma er lesa skyldi húslestur. Vinnumenn- irnir, tveir ungir menn og all- knáir, höfðu ráðgazt um að nú skyldi Jóhann verða að hlýða á lestur. Höfðu þeir látið kistu, allþunga á hlerann og sezt á hana. Bóndinn hóf nú húslesturinn. Er þá sem Jóhann hrökkvi upp með andfælum, rís úpp snögg- lega og snarast fram á gólfið og að hleranum, þrífur í axlir vinnumanna og varpar þeim frá sér, ýtir kistunni til hliðar, opnar hlerann og þýtur niður stigann. Þetta gerðist í svo skjótri svipan að varla varð auga á fest. Vinnumennirnir stauluðust á fætur allsneyptir. Þessi saga barst bæ frá bæ. Fýsti enga að glettast við Jó- hann eftir þetta. Enginn vissi afl hans, en talið var að hann væri heljarmenni að burðum. Mér var forvitni að sjá þenn- an dularfulla förumann. Loks bar fundum okkar saman norð- ur í Svarfaðardal, sumarið 1906. Eg hafði ráðizt að Bakka til Vilhjálms bónda Einarsson- ar til vor- og sumarverka. Vilhjálmur leiddi mig til baðstofu eftir dimmum göng- um, og er inn kemur á gölfið verður mér litið til hægri í rúm, sem stóð undir hliðinni. Situr þar öldungur flötum beinum og hafði stungið höndunum undir lærin. Hann var mikilleitur í andliti, ennið hátt og hvelft, kjálkar langir og sterklegir, hakan breið, nefið beint, augun blá og gáfuleg, sköllóttur ofan á höfðinu, en hvíthærður og síð- hærður, alskeggjaður, en skegg- ið rytjulegt, hvítt á litinn. Hann sat mjög álútur, svo að hakan nam við bringuna. Hann var í nærfötum úr hvítu vaðmáli en engri ytri-skyrtu. Nærskyrtan var opin að framan eins og treyja. Bringan var breið og hvelfd, loðin og hærð. Á kviðn- um vottaði fyrir ístru. Eg varpaði á hann kveðju og rétti honum höndina. En hann gegndi ekki ávarpi mínu og leit ekki við mér. Eg gekk inn í innra húsið, og er ég hafði tekið mér sæti, spurði ég bónda, hver hann væri þessi mikilúðlegi öldungur, er tæki ekki kveðju manna. Vilhjálmur sagði mér, að hann héti Jóhann, kallaður „beri“. Hefði hann komið að Bakka fyrir þremur árum, um haust, í útsynningskrapaveðri, mjög fáklæddur og illa skæddur og í olíukápu yztri klæða. Sagði hann för sinni heitið vestur til Skagafjarðar yfir Heljardals- heiði. Bað hann bónda um vet- urvist, sagðist ekki treysta sér yfir heiðina í misjöfnu haust- veðri og ekki orðinn fær um að hrekjast milli manna. Lofaði hann greiðslu fyrir vistina, kvaðst eiga peninga hjá Karli Berndsen, kaupmanni á Hóla- nesi á Skagaströnd. Þetta reynd- ist rétt. Auk þess lofaði hann styrk frá sonum sínum í Ame- ríku, átti hann af þeim ljós- myndir og virtust það vera myndarmenn. Vilhjálmur, sem var raungóð- ur maður og höfðinglyndur, sá aumur á þessum þjáða og lang- þreytta ferðalang, skaut yfir hann skjólshúsi. Var hann þar um veturinn. Sumarið eftir varði hann tún og engjar. Fór hann út á nærklæðum og æpti og hóaði á búpeninginn hárri og sterkri rödd, voru skepnurnar mjög hræddar við hann. Um Framhald á 20. siðu. Föstudagur 31. desember 1054 — ÞJÓÐVILJINN — 19 Gleðllegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Kústa- og penslagerðin, Hveríísgötu 46 | GleðUegt ngárt ■ Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ■ ■ ■ ■ „Lady", lílstykkjaverksmiðja ■ ■ ■ ■ , —— ...................... e ' | Gleðllegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ■ ■ „ 1 Landssmiðjan ■ ■ ■ _______________ ■ — ............ , —,— ■ ■ i Gleðilegt ngár! » Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ■ ■ ■ ■ Verzlunin Laugateigur, Laugateig 24 ■ ■ - ________________ ■ ......-........ ... i „ ■ ■ .... ■ ] GleðUegt ngár! n » Þökkum viðskiptin á liðna árinu. ■ ■ ■ Afgreiðsla Laxfoss GleðUegt ngár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Efnalaugin Lindin GleðUegt ngár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Prentmyndagerðin Litrof GleðllegÉ nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu, Verzlunin Ljósafoss, Laugaveg 27 Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ljósmyndastofan A S í S GleðUegt ngár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Lúllabúð GleðUegt ngár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Lýsi h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.