Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1955næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Þjóðviljinn - 24.05.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.05.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: ILLURFENGUR 3. dagur r að okkur skuli ekki geta sami'ö í þessu máli og ef til vill rennur upp sá dagur að þú veröur okkur sammála. En þér er aö minnsta kosti óhætt aö treysta því aö viö reynum aö standa við skyldur okkar samkvæmt samn- ingnum. — Ég hef aldrei búizt við öðru af ykkur, sagöi Grejs Klitgaard og tók í hendur mága sinna. Þeir voru hrærðir allir þrír. Þeir höfðu þekkzt frá blautu barnsbeini og undanfarna þrautamánuði höföu þeir tekið þátt í á- hyggjum hver annars. Nú var eins og leiöir þeirra skild- ust og þeir ættu ekki samleið framar. 2. KAFLI Það kastast í kekki með Grejs Klitgaard og prestinum, en sunnudagsvinnu'mii er lialdið 'afram. Grejs Klitgaard hafói safnaö aö .sér mönnum sem höfðu krafta-á, kögglum' og : verkið gekk eins og í sögu. Hann var ekki smeykur viö aö gefa piltunum gott akkorð og sjálfur tók hann þátt í verkinu og dró ekki af sér. Þaö var ekki einungis velferö hans og fjölskyldu hans sem var í húfi, þetta var líka kapphlaup viö tímann og hann var maöur sem ógjarnan vildi bíða lægri hlut. Á hverju kvöldi dróst hann dauöþreyttur í rúmið án þess aö gefa sér tíma til aö hátta og í dögun var hann kominn á kreik og á leiö niður aö ströndinni. Svo kom fyrsti sunnudagurinn sem unnið var viö sjó- Þennan sunnudag kvað allt við af vinnugný, höggum hnyðjanna, ískrinu í talíunum og hrópum manna á milli. inn. Flestir daglaunamennirnir voru mættir. Aðeins ör- fáir hinna heilögu héldu sig heima. Venjulega var strönd- in eyðileg á sunnudögum og ekkert heyröist nema garg sjófuglanna yfir klettunum. En þennan sunnudag kvaö allt viö af vinnugný, höggum hnyðjanna, ískrinu 1 talí- unum og hrópunum manna á milli. Það var eins og ein- mitt þennan dag væri sérlega mikið líf og fjör í vinnunni. Eins og yfirgnæfa þyrfti daufan óm kirkjuklukkunnar sem kallaöi til guösþjónustu. Kirkjan var full af fólki þegar presturinn steig í stól- inn. Hann stóð og leit yfir kirkjugesti sem sátu álútir, eins og þeir vildu leyna eftirvæntingu sinni eftir oröum hans. Niöur viö sjóinn var verið að fremja svívirðileg helgispjöll og presturinn vann ekki eftir akkoröi. Þegar berjast þurfti gegn synd og spillingu gekk hann í broddi fylkingar og vei þeim sem á vegi hans varð. í sókn hans var synd kölluö synd og helvíti nefnt sínu rétta nafni. Og miklu haföi hann komið til leiöar. Di-ykkjuskapur og holdsins fýsnum haföi hann útrýmt í sókninni. Brennivín var ekki lengur til í húsum hinna guðhræddu og þaö var álitið skelfilegt hneyksli ef stúlka þurfti að giftast í flýti vegna þess að hún átti von á barni. — Vei þeim sem hneyksiunum veídur, hóf presturinn mál sitt. Vei hverjum þeim sem ekki vill beygja sig fyrir vilja Drottins. Vei þeim sem ekki varpar sér í duftið og teygir arma sína mót krossinum. Rödd hans var hás og titraði af niöurbældri reiði meðan hann talaöi um syndina, um djöfulinn sem gekk ljóslifandi á meðal okkar og var ævinlega reiðubúinn að tæla okkur að hann mætti síöan taka sálir okkar og fleygja þeim niður í eldhaf helvítis. Nokkrar konur grétu í hljóði og stórir, fílefldir sjómenn óku sér óró- lega til á höröum bekkjunum. í þessari fátælcu sjáv- arbyggð þekkti fólk hættur lífsins og refsingu synd- anna. Þaö voru ekki margir í kirkjunni sem áttu ekki ættingjá sem höfðu drukknaö í ólgandi hafinu, og þeir höfðu kynnzt örbirgð og erfiöleikum þegar veiöi eöa uppskera brugðust algerlega og hungurvofan beiö ógn- andi viö dyr þeirra. Þeir höfðu vakaö um nætur til aö bíöa eftir bátum sem komu ekki í land og þeir höföu. borið mörg náköld lík heim frá sjónum. LífiÖ var rnisk- unnarlaust og alvaldurinn á himnum var hræðilegur í reiði sinni gegn þeim sem óhlýðnuöust orðum hans. En góöur var hann líka, það vissu guðs börn, ást- ríkur faöir öllum þeim sem játuöu syndir sínar og tóku meö bljúgu hjai’ta á sig þær raunir sem sendar voru aö ofan. Aöeins hann gat gefið sálarró, aöeins í náðai’- faömi hans var alsæluna aö finna, hins þyrnikiýnda sem hafði þolaö skelfilegar þjáningar okkar vegna og meö blóöi sínu lyft okkur upp í eilífa sælu. — Viljið þiö fylgja honum eða ætliö þiö aö þrjózkast við? spuröi pi’esturinn og andlit hans vai’Ö enn hörku- legra. Viljið þið hlyöa á þau orð sem ég flyt ykkur sem auömjúkur þjónn hans eöa ætliö þiö aö daufheyrast við því sem ég hef að segja ykkur í hans eilífa nafni? Viljið þið vei'a eins og þeir sem berja höfðinu viö stein: inn? Jú, þessum pi’esti vildu þeir fylgja og hlýöa á orö hans. Hann var ekki bústinn og mildur boöberi meö hógvær ’orö og hunáng á vörum. Hann var hrjúfur og ofsafeng- inn í sálinni og gekk berserksgang í bai’áttunni gegn því illa. ÞaÖ guðspjall sem hann boöaði gaf hinu erfiða lífi innihald og þjáningarnar höföu ekki veriö til einskis. Þær voru sending Drottins aö sálir fólksins mættu frels- ast. Lífið var illt og hættulegt, en sú kemur tíö aö viö mætumst í fögnuði á strönd sælunnar. — Svo söfnumst við saman fyrir utan kirkjuhliöiö eftir messu, sagði presturinn. Og viö göngum saman niöur að hafinu til aö mæla hvatningarorö til hinna eimiMsþáttnr Dtvarpið Framhald af 6. síðu. maimaeyjadagskrárinnar. Þó tekur út yfir allan þjófabálk að heyra faðir í aukafalli. Kristilegt félag stúdenta annaðist fimmtudagskvöldið, þá var uppstigningardagur. Það félag mun hafa fengið ein- hvern rétt á því kvöldi ár hvert, og er nú uppi nokkur hreyfing um að fá þann dag úr lögum, svo að hægt væri að fá eitthvert annað útvarps- efni það kvöldið, því að meiri þynnka er ekki hugsanleg. Leikrit laugardagsins, ,,Tond- eleyo'*, er allmikill skáldskap- ur og vel meðfarið af leik- enda liálfu, en grunntónn þess er alltof andstyggilega brezk- ur kynþáttahroki gagnvart svörtu nýlenduþrælunum, til þess að viðunandi sé, að ís- lendingar taki það til fiutnings fyrir þjóð sína. Einu-. sitini ' lét maður í ljós von irrn'-1 að útvarpssa.gan mundi vera hin merkasta. Nú er hún á stigi marflats kjaft- háttar og fullkomið vonleysi um að úr rætist. — Sagan eftir Þóri Bergsson, sem Andrés Björnsson las á mið- vikudagskvöldið, var lika fá- dæma innihaldslaus flatneskja. — Það ætti að vera vandalítið fyrir Ijtvarpið að verða sér út um betri sögur til flutn- ings. Góða hljómlist ber að þakka sem oft fyír. Ungversku sálmalögin og tónverkiu eftir Olav Kielland í flutningi Sin- fóníuhljómsveitarinnar með einsöng Guðmundar Jónsson- ar á fimmtudaginn, einsöngur Ólafs frá Mosfelli á mánudag- inn og kynning á lögum Skúla Halldórssonar á föstudaginn, var hvert öðru ágætara. Þá Ódýrir barnaskór sjaldnast góðir En ppi egar r að Barnaföt eru dýr og flestir ilja að sjálfsögðu reyna að ná sem ódýrust barnaföt, og laður getur verið heppinn og áð í ódýrar flíkur og góðar im leið ef maður leitar fyrir sér í búðunum, og 3Ótt peysa eða undir- Eötin endist ef til vill íkemur en maður lefði vonað, hefur Darnið ekkert illt af pví. annað verður á teningnum^ um skófatnað ræða. Maður arf að vara sig á ó- ýru skónum, því að tgið á þeim er oft mjög slæmt g getur farið illa með barns- átinn. Það er ekki nóg að kórnir séu nógu langir, heldur r engu síður mikilvægt að þeir éu nógu háir. Ódýrir skór ru oft þunnir á tána og af- nðingin er sú að tærnar kom- st varla fyrir. Barnsfætur eru íjúkir og eftirgefanlegir og eir geta verið í skóm sem kki eru mátulegir án þess að eir virðist þvinga þá. En ftur á móti aflagast fótur- tn, þótt óþægindin af því komi kki alltaf i ljós fyrr en á full- rðinsaldri. Takið eftir hvað skórnir á lyndinni eru þykkir á tána. vona mikið rúm þurfa tærnar f vel á að vera. Hvað lengd- ia snertir er oft erfitt að átta |sig á því hvort hún er nægi- leg, því að oft vill fóturinn jsíga fram i skóinn, þannig að jtærnar kreppast en bil er við | hælinn og manni finnst sem jskórinn sé of stór. Til þess að vera öruggur þarf maður að velja skó úr mjúku leðri, þann- ig að hægt sé að finna utanfrá | hvernig fer um tærnar. Treystið ekki því sem börnin segja um skóna, því að þau segja iðulega að skórnir séu mátulegir þótt þeir séu í rauninni of litlir. Að þessu leyti er hreint ekkert að marka börnin. Golítreyjur á ströndina Golftreyjur eru orðnar tízku- flíkur utanvfir flegna strand- kjóla, stuttbuxur og jafnvel sundbol. Þessar treyjur eru ná- kvæmlega eins og þær sem not- aðar eru við pilsin á veturna. Flestar eru þessar golftreyjur einlitar, en litavalið er mjög margbreytilegt. ber ekki að gleyma nemenda- tónleikum Laugarnessskólans í barnatímanum á sunnudaginn. Og rétt er að þakka, að morgunútvarpið flytur að jafnaði þess háttar tónlist, sem alþýðu manna er gott að vakna við. G. Ben. auglysið 1 ÞJÓÐVILJANUM Köflótt sænsk húfa í nýlegu hefti af sænska blaðinu Baí-ngarderoben fund- um við þessa snotru, köflóttu húfu, sem hægt á að vera að sauma heima. Köflóttu húfurn- ar eru alþjóðleg tízka. Þær eru svo snotrar og líflegar a‘ð ung- lingar í öllum löndum kunna vel að meta þær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað (24.05.1955)
https://timarit.is/issue/215271

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað (24.05.1955)

Aðgerðir: