Þjóðviljinn - 22.06.1955, Síða 1
Miðvikudagur 22. júní 1955 — 20. árgangur — 136. tölublað
Sprengingar u
Kgpureg
Sprengingar hafa verið í
ýmsum borgum á Kýpur und-
anfarnar nætur. Hafa sprengj-
ur sprungið við hernaðarmann-
virki Breta og lögreglustöðvai*'’’*
brezku nýlendustjórnarinnar.
Nehru óskar friðarstefnu
Sovétrakjanna framgangs
Búlzt viS aS hanrs undirriti saminga
um samvinnu Indlands og Soyétrikjanna
Nehi*u, forsætisráö'hen’a Indlands, ávarpaði í gær fjölda-
fund 1 Moskva ásamt Búlganín, forsætisráöherra Sovét-
ríkjanna.
Yfir 100.000 Moskvabúar sóttu
útifund á íþróttaleikvang'i, þar
sem forsætisráðherrarnir töluðu.
Var þeim báðum fagnað inni-
lega.
Búlganín fer til Indlands
Nehru kvað stjórnskiplag Sov-
teknir í Marákó
Faure, forsætisráðherra
Frakklands, skýrði þinginu í
París frá því í gær að hafnar
væru handtökur Frakka í Mar-
okkó. Er þarna um að ræða
1 hermdarverkamenn þá, sem
undanfarna mánuði hafa myrt
tugi Marokkómanna og Frakka
sem vilja veita landsmönnum á-
lirif á stjórn landsins. Meðal
liinna handteknu eru lögreglu-
menn. Hingað til hafa yfirvöld-
in ekki blakað við hinum
frönsku hermdarverkamönnum.
SteSa Perons
þykir óviss
Fréttamenn í Buenos Aires eru
ósammála um það, hvort Peron
forseti hafi enn óskert völd eða
hvort nefnd hershöfðingja hafi
tekið við stjórn landsins eftir
uppreisnartilraunina sem bæld
var niður í síðustu viku. Frétta-
ritari Reuters telur að valdasól
Perons sé hnigin en íréttaritari
Times í London álítur að hann
sé eins fastur í sessi og nokkru
sinni fyrr.
étríkjanna og Indlands ólíkt en
með þeim hefði aldrei risið nein
óvild.
Hann kvaðst vilja óska sovét-
stjórninni til hamingju með við-
leitni hennar til að draga úr við-
sjám í heiminum, einkum þó síð-
ustu tillögur hennar um af-
vopnun.
Þá skýrði Nehru frá því, að
hann hefði boðið Búlganín að
heimsækja Indland og' hefði því
boði verið tekið.
Mun einskis láta ófreistað.
I svarræðu sinni sagði Búlgan-
ín, að sovétþjóðin fylgdist af
vakandi athygli með viðleitni
Indverja til að reisa í landi sínu
þjóðfélag með sósíalistisku sniði.
Hann lýsti því yfir að á fundi
æðstu manna fjórveldanna eftir
mánuð myndu Sovétríkin einskis
láta ófreistað til að lægja viðsjár
í heiminum. Við vonuin að aðrir
verði þar ekki eftirbátar, sagði
Búlganín.
Efnahagsaðstoð
Fréttamenn í Moskva fullyrða,
að áður en Nehru fer þaðan
muni hann undirrita samninga
um samvinnu Indlands og Sovét-
ríkjanna, aðallega um tækni-
og efnahagsaðstoð frá Sovét-
ríkjunum við iðnvæðingu Ind-
lands.
Nehru hefur ferðast um Sovét-
ríkin í tíu daga. Frá Moskva
fer hann til Varsjár og þaðan
til Belgrad. Eden forsætisráð-
herra hefur boðið honum að
koma til London áður en hann
heldur heim.
HeimsfriHarþing sett
á Helsmki í dag
í dag verður þing HeimsfriÖarhreyfingarinnar sett í
Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Þing þetta munu sitja yfir (búðar ríkja með mismuríandi
þjóðskipulag.
t
Átti frumkvæði að fundi
'æðstu manna
Það var Heimsfriðarhreyfing-
in sem bar fram fyrir fimm ár-
um hugmyndina um fund æðstu
manna stórveldanna til þess að
ræða deilumálin og reyna að
draga úr viðsjám í heiminum.
Sú hugmynd er nú að verða að
veruleika.
Þingið í Helsinki sækja nokkr-
ir íslendingar.
2000 fulltrúar frá um 70 lönd-
um. jþar hittast stjórnmálamenn,
vísindamenn, listafólk, verka-
menn, bændur og embættismenn
af öllum kynþáttum og trúflokk-
um, fulltrúar voldugustu fjölda-
hreyfingar sem nokkru sinni hef-
ur risið í heiminum og átt heíur
ómetanlegan þátt í því að knýja
heimsmálin inn á þá þróunar-
braut sem nú virðist vera að
opnast, þegar nær allar ríkis-
stjórnir hafa viðurkennt nauð-
syn samningaviðræðna um lausn
deilumála og friðsamlegrar sam-
Nehru
Bræðslusíldarverð-
ið 70 krénur málið
Atvinnumálaráðherra hefur heimilaö Síldarverksmiöj-*
um ríkisins aö kaupa bræðslusíld í sumar föstu veröi á kr.
70,00 máliö og ennfremur að gefa þeim viðskiptamönnum
verksmiöjanna, sem kynnu að óska, kost á aö leggja síld-
ina inn til vinnslu og fá þá greiddar viö afhendingu 85%
af áætlunarverði, kr. 64,70, þ.e. kr. 55,00 og endahlegt
verð síöar þegar reikningar verksmiöjanna hafa verið
gerðir upp, enda tilkynni viðskiptamenn það fyrir 7. júlí
ef þeir óska aö leggja síldiha inn til vinnslu.
Tillaga þessi byggist á áætl-
un framkvæmdastjóra og stjórn
ar verksmiðjanna og því að nið-
ur eru felldar afborganir af
nýju verksmiðjunum á Siglu-
firði og Skagaströnd, er nema
kr. 2.125.000,00 og ennfremur
framleiðslugjald, er nemur 8%
af hráefnisverði.
I fyrra var bræðslusíldarverð-
ið kr. 60,00 málið og hækkar
verðið nú . vegna verðhækkunar
á síldarlýsi og sildarmjöli.
Vonir um batnandi horfur í alþjóöamálum setja svip
sinn á 10 ára afmælishátíð SÞ í bandarísku borginni San
Francisco.
Búlganín
Stjórn Scelba á
Iieljarþröm
Talið var víst í Róm í gær
að Scelba, forsætisráðherra
Ítalíu, myndi leggja lausnar'-
beiðni sína fyrir Gronclii forseta
í dag. Eftir fund miðsíjórnar
Kaþólska flokksins varð ljóst að
endurskipulagning stjórnarinnar
megnar ekki að briia ágreining-
inn innan flokksins og milli hans
og smærri flokkanna sem að
stjóminni standa. Talið er víst
að Scelba kjósi heldur að biðjast
lausnar af sjálfsdáðum en að
bíða ósigur í atkvæðagreiðslu
um vantraust á þingi.
Strax í setningarræðu Eisen-
howers Bandaríkjaforseta kvað
við tón, sem ekki hefur heyrzt
undanfarið i munni bandarískra
ráðamanna. Þangað til fyrir
tveim mánuðum neituðu' þeir
með öllu að sækja stórveldafund
og siðan hann var ráðinn hafa
þeir sagzt vera vantrúaðir á að
þar yrði um nokkurn árangur
að ræða.
Eisenhower sagði, að svo virt-
ist sem krafa þjóðanna um frið
hefði nú áhrif á allar ríkisstjóm-
ir. Vonir stæðu til að á fjór-
veldafundinum í næsta mánuði
yrði byrjað á því að rífa í
sundur hina ægilegu vél tor-
tryggni, ótta og eyðingar. sem
reist hefði verið siðan SÞ voru
stofnaðar.
Fréttaskýrandi brezka útvarps-
ins sagði í gær, að hinn nýi
tónn í ræðu Eisenhowers væri
vottur þess að Bandaríkjastjórn
væri farin að álíta að einhver
árangur í afvopnunarmálunum
gæti náðst á fjórveldafundinum.
Macmillan, utanríkisráðherra
Bretlands, talaði á fundinum í
San Francisco í gær. Hann kvað
ýmislegt benda til að viðsjár sé
að lægja.
Annar ræðmnanna í gær var
Thor Thors sendilierra, fulltrúi
íslands. Lagði liann áherzlu á
þá ábyrgð, sem hvíldi á forystu-
mönnum stórveldanna. Þeir yrðu
að finna leiö til að binda endi á
vígbúnaðarkapphlaupið og kalda
stríðið. Ella blasti tortíming við.
Utanríkisráðherrar Vesturveld-
anna hafa lagt tillögur sínar ura
starfstilhögun á fundi æðstu
manna fyrir Molotoff, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna. Segja
fréttamenn að hann hafi fallizt
á þær í meginatriðum og lofað
endanlegu svari innan tveggja
daga.
SeySssM
Vegna sumarleyfa í Prentsmiðju Þjóðviljans og
par af leiðandi erfiðleika á prentun blaðsins í fullri
stœrð verður Þjóðviljinn næstu tvo mámiði að
jafnaði aðeins átta síður, en 12 síður einu sinni í
viku. í ágústlok hefst aftur útgáfa blaðsins í fullri
stærð, 12 síður daglega.
1 vikunni sem leið hóf verka-
kvennafélagið Brynja á Seyðis-
firði verkfall, þar sem ekki
hafði náðst samkomulag við
atvinnurekendur um nýja kaup-
og kjarasamninga. Stendur þa<3
verkfall enn.
Atvinnurekendur á' Seyðia-«
firði hafa boðið seyðfirzkum
verkakonum sömu kjör og v.k.
f. Framsókn í Reykjavík, en.
verkakonur á Seyðisfirði krefj-
ast sama kaups og Brynja á
Siglufirði samdi um, eða kr.
7,92 á klst.
Hafiiarverk- i
f alli lokið
í gær lauk fjögurra vikna
verkfalli 20.690 hafnarverka-
manna í sex brezkum borgum.
Hefur stjórn Alþýðusambands
Bretlands tekið félag þeirra
aftur í sambandið svo að deila
þess við Flutningaverkamanna-
sambandð getur hlotið eðlilega
rr>“ðferð.