Þjóðviljinn - 07.12.1955, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.12.1955, Síða 4
 '4) - t ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. desember 1955 Smr sem margir haffa of Enskar kvikmyndir njóta talsverðra vin- sœlda hér á landi og reyndar ekki að ástœðu- lausu. Meðan á stríoinu stóð og á fyrstu árum eft- ir lok þess voru sýndar hér allmargar myndir, þar sem Englendingarnir lýstu á mannlegan hátt baráttu og þjáningum á Alec Guincss i ensku gam- anmyndinni um hvitkladda erfiðustu árunum; sumar þeirra voru nær alger- lega byggðar upp eins og heimildarkvikmyndir, aðrar báru greinilegan svip þeirra, en í næst- um allar myndirnar var fléttað hinni góðlátlegu brezku kímni. Siðan tóku við nokkur ár, sem ein- kenndust af óvissu og eft- iröpun Hollywoodkvik- rhynda, en um 1950 hófst brezk kvikmyndagerð enn til vegs og á næstu miss- erum komu fram nokkr- ar myndir, bæði gaman- myndir og sorgarleikir, sem báru nýtt, ósvikið enskt svipmót og unnu hjylli margra kvikmynda- húsagesta víðsvegar um heim. Þessar m.vndir fjalla að öllum jafnaði um líf alþýðumannsins í gleði og sorg, og oft bregður fyrir hófsam- legri kaldhæðni, þegar drepið er á raunhæf vandamál daglegs lífs, eins og t. d. þegar ríki Ameríkaninn gerir gys að sveittum sjómönnum í myndinni Skotinn og skútan. Þessi þróun er að sjálf- sögðu ekkert gleðiefni íyrir stjórnendur i ITolly- wood eða bandaríska ut- anríkisráðuneytið. Eitt- hvað verður að gera til að sporna við henni, og Lundúnablaðið Daily Worker lýsti því í sum- ar hvað verið er að gera í þeim efnum. AMERÍSK ÁHUIF Með fjármagn frá bandarískum kvikmynda- félögum að bakhjarli er hú hafin framleiðsla á nýrri gerð mynda, oft. með þátttöku bæði enskra og bandarískra leikara. í fyrsta lagi er hér um að ræða stríðsmyndir, sem nú eru gerðar á allt annan hátt en meðan á stríðinu stóð (og gild- ir reyndar það sama að nokkru leyti um banda- rískar myndir). í þess- um nýju myndúm er stríðinu lýst sem „spenn- andi ævintýri án nokk- urrar nánari skilgreining- ar og án þess að sýna fram á sambándið milli ævintýranna og barátt- unnar við fasismann." í sumum myndanna er jafnvel lögð áherzla á stéttarlega samstöðu brezkra og þýzkra þgr- foringja. Fjölmargar myndir ery einnig gerðar beinlínis í þeim tilgangi að skapa andúð meðal bíógesta á hinum sósíalísku löndum eða þjóðfrelsishreyfingum nýlenduþjóðanna. Ýmsum kunnum og vinsælum leikurum eins og til dæm- is Jack Hawkins, Katha- rine Hepburn, Alec Guin- ess, Clark Gable, Bob Hope, eru fengin hlut- verk í myndum, sem segja frá fangelsunum saklausra Vesturevrópu- búa eða Ameríkana í hinum dularfullu lö.ndum austursins, eða undirróð- ursstarfsemi ófrýnilegra kommúnista meðal „frjálsra þjóða“. Geta má þess að Alfred Hitchcock hefur stjórnað töku myndar, sem lýsir baráttu hvíts jarðeiganda í Afríku við innfædda uppreisnarmenn, sem eru undir áhrifum frá komm- únistum. Ein aðalmyndin í þéss- um flokki er „1984“, sem gerð er eftir skáldsögu hins látna höfundar Ge- orge Orwell. Edmond O’Brien leikari frá Iiolly- wood og Michael Red- grave fara með aðalhlut- verkin; AuSafin sem freista morgunkaffið er drukhið við einka sundlaug (úr bandariskri mynd með Alan Ladd i aðalhlutverki). Það hefur verið gert áð- ur og oftar en einu sinni, en er þó alltaf jafn lærdómsríkt. I þetta sinn hefur Nýsjálendingurinn Gorclon Mirams, starfs- máður við kVikmyndaeft- irlitið þar í landi, athug- að og gert sundurliðaða skrá um efni síðustu 300 bandarísku og ensku myndanna, sem hann hef- ur séð. í hverri enskri mynd voru að jafnaði framin Ein af beztu ensku gamanmyndunum frá siðustu árum cr „Skotinn og skútan", en par fer Paul Douglas mcð aðalhlutv. fjögur afbrot, en átta í þeim bandarísku; aðeins 6. hver. ruypd.ypr afbrota- _ laus. í 16% Hollywood- myndanna voru glæpa- mennirnir látnir vera geðveikir og í 20% þeirra voru gefnar ýmiskonar ó- skiljanlegar og fjarstæðu- kenndar „sálfræðilegar“ ; skýringar á afbrotunum. Því hefur almennt ver- ið haldið fram, að allar sakamálamvndir sýni „að glæpir borgi sig ekki“, en að áliti Mirams er boðskapur myndanna frekar eitthvað á þessa leið: Glæpamennirnir liía nógu lengi til þess að fá notið ávaxtanna af af- brotum sínum, en þegar þeir af einni eða annarri ástæðu (löggæzlan kemur þar við sögu í aðeins 50% tilfellanna) eru fangaðir, borga þau sig auðvitað ekki. Af 2424 persónum kvik- myndanna voru 34% auð- menh eða jafnvel millj- ónamæringaiv 45% voru vel í efnum en aðeins 16% - fátæklingar — hundraðshluti þeirra, sem. lítið áttu fyrir sig að leggja, var heldur hærri í ensku myndunum en í þeim tandarísku, en munurinn var óveruleg- ur. Ef spurt er, hvaðan öll þessi auðæfi komi, má svara því til, að af 1500 persónum í banda- rískum myndum lifðu að- eins 6 (sex) á eigin vinnu. Það er alkunna að unglingar verða fyrir miklum áhrifum frá kvik- myndum og sumir til- einka sér jafnvel ýmis- legt sem í þeim getur að líta. Geta menn því farið nærri um afleiðing- arnar, sem stöðug sýning á verkum og „vinnu“að- ferðum þessara fjölmörgu glæpamanna hefur, glæpamanna sem komast yfir ævintýralegan auð með einu eða tveimur skammbyssuskotum, svo ekki sé minnzt á „lista- mennina“, sem öðlast frægð á einu kvöldi og auðgast þá svo, að þeir geta búið á dýrustu hótel- unum og haft heilan her- skara fagurra kvenna í krihgum sig . G. SKRIFAR; Dagiega mun- um við eftir ýmsu, sem við teljum þess vert, að minnast á opinberlega, t. d. í dag- blaðinu okkar, ýmsu, • sem liggur okkur á hjarta og við vildum gjarnan koma á fram- færi. Dagblöðin eru tilvalinn vettvangur fyrir slíkt. En við látum oftast nægja að hugsa málin og tala um þau hvert við annað og komum því sjáldnast í framkvæmd að skrifa nokkuð. Við viljum skrifa. um það sem okkur fiiinst afiaga fara og vera öðruvísi heldur en það ætti að vera, og líka um það, sem okkur finnst lofsvert. Þannig er það með mig, og ég tel víst, að því sé einnig þann veg farið með marga aðra. Mér gremst þegar ég sé leið- iníeg orð og áberandi mál- villur í ágætum greinum eða eögum, sem eru að öðru leyti vel skrifaðar eða þýddar, eins og þegar vinir mínir við Þjóð- viljann tala um að eitthvað útheimti eitthvað, í stað þess að segja að eitthvað krefjist einhvers. Siðara orðið er bæði fallegra og auðskildara og hefur auk þess það til síns ágætis, að það er íslenzka. Af því að Þjóðviljinn ber af öðrum biöðum um vandað málfar og læsileik, veiður Daglegt mál — Tímarit og kvikmyndir okkur ennþá starsýnna á mál- lýtin, þegar um þau er að ræða. Orð eins og að uppgöfga hef ég ekki séð á prenti, svo að ég muni eftir, en því miðúr hef ég oft heyrt það í ræðu. En ég hygg, að ef menn gerðu sér ljóst, hversu leiðinlegt þetta orð er — og vitlaust, mundu þeir ekki nota það. Það er reglulega fáránlegt að segja uppgöfga í staðinn fyrir uppgötva, sem þýðir að grafa eitthvað upp. Stundum heyrum við vel rit- færa menn tala um að kljúfa þrítugan hamar, eða að ltljúfa erfiðleikana, í stað þess að klifa þá eða sigrast á þeim, sem virðist heldur auðskild- ara. Við- getur talað um, að klífa erfiðleikana, því að erf- iðleikarnir geta verið nokk- urskonar múr, sem við verð- um að yfirstíga til þess að vinna sigur. Að klífa þrítug- an hamar er gamalt máltæki, orðið til á þeim tímum, er það var aðeins á valdi frækn- ustu manna að fara slíkt tor- ieiði. Þá var á einskis manns færi að kljúfa þrítugan ham- ar, enda þótt nú rhegi ségja að öldin sé önnur af því að ný og áður óþekkt orka hefur verið leyst úr læðingi og tekin í þjónustu mannsins, orka, sem megnar að kljúfa þrítug- an hamar í bókstaflegum skilningi. En rétta merking þessa talsháttar er sú, að sigrast á miklum eríiðleik- um, sem fjöldanum er um megn, eða að taka á sig mik- ið erfiði til að ná því marki, sem keppa á að. 1 Morgunblaðinu stóð: „í sitt hvorri deild Alþingis11 osfrv. Það sem fréttamaðurimi ætl- aði að segja, var það, að tvö frumvörp um hliðstætt efni hefðu korftið fram í Alþingi, sitt í hvorri deild. Svona rit- háttur er naumast sæmandi fullorðnum manni með dálitla skólagöngu að baki. Við heyr- um börn og unglínga segja eitthvað á þessa leið: „Við eiguin sinn hvora (eða sitt hvora) bókina, í staðinn fyrir „við eigum sína bókina hvor“ (eða hvort). Þessi málvilla virðist færast nokkuð í vöxt. Alloft heyrum við brðin faðir, móðir, systir, bróðir, dóttir beygð ranglega. Við heyrum jafnvel sagt: „Til bróðirs mins, til Jóns bróðirs", í stað- inn íyrir: „til bróður míns, tii Jóns bróður míhs“. Einnig heyrum við sagt: ;,Til föðurs míns, til móðir minnar til syst- ir minnar, til Jóhönnu Jóns- dóttir" í staðinn fj'rir; „til föður míns; til móður minnar, til systur minnar, til Jóhönnu Jónsdóttur“. Við heyrum líka stundum ruglað saman orðunum hvor og hver. Hvor á við annan af tveimur, en hver við einn af fleirum en tveimur, og virðist ekki erfitt að læra, ef við hugsum um það, og merk- ingarmunurinn er augljós. Þetta verður að nægja um málvöndun og málfræði að sinni, en af nógu er að taka í því efni. ★ ★ ÞAD hefur sjálfsagt slegið ó- hug á flesta við lestur frá- sagnanna af árásinni á Theó- dór Siemsen kaupmann og ekki að ástæðulausu. Fyrir- mjmdin virðist sótt í glæpa- tímarit þau, sem mikið eru auglýst núna, enda telja kunnugir þau beztu kennslu- bækur í því, hvernig á að fremja ýmis ódæðisverk. Þessi atburður virðist hafa vakið menn til nýrrar umhugsunar um að banna sölu þessara sorprita hér á landi, bæði inn- lendra og útlendra, og þá einnig lestur þeirra 1 útvarpið. Þau eru mikið lesin af ung- lingum, sem nú eru margir yfir það hafnir að lesa bækur, sem gætu haft þroskandi á- hrif. Vonandi verður þar elcki látið sitja við oröin tóm, og því fyrr sem hafizt er handa, því betra, og þá verður glæpa- myndunum iíkiega ekki gleymt. Það þarf að fylgja því fram, að börn sjái ekki þær myndir, sem þeim eru bann- aðar. Hvernig væri að bæjar- yfirvöld og bamaverndarfé- lög tækju sig saman um að reka kvikmyndahús, sem ein- göngu sýndu góðar og þrosk- andi barnamyndir t.d. á tím- anum 15-19 á daginn? Þetta er alvörumál, sem eklti má skiljast við fyrr en búið er að leysa það. Eigendur kvik- myndahúsanna virðast ekki finna hjá sér nógu ríka köll- Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.