Þjóðviljinn - 10.01.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.01.1956, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 10. janúar 1956 U.M.F.A. limmÉíu ára Framnald af 9. síðu. kvæði“, og þótti slíkt vel gef- ast. Á fundum þessum voru mörg mál rædd og reifuð og mörg mál tóku þessir frumherjar og ræddu bæði á fundum sínum og í blöðum og er sumra þeirra getið í nefndum kafla í minn- íp.garriti UMFÍ. Má þar nefna fánamálið sem þeir létu mjög til sín taka, og satt að segja létu þeir flest' til sín taka, og andinn frá félaginu breiddist út Og festi rætur. Að fornum sið stigu kappar þessir á stokk og' strengdu heit. Eru frægar heitstrengingar þær er fram komu í 150 manna hófi sem haldið var á 1 árs af- mæli félagsins. Er þar fyrst heit- strenging Jóhannesar Jósefssonar að „halda í glímu velli á Þing- völlum 1907“. Heitstrenging Lár- usar J. Rist að synda yfir Eyja- fjörð og Þórhalls Bjarnasonar að vinna að og leita liðs að koma íþróttamönnum á OL 1908. Enn- fremur heitstrenging Magnúsar Matthíassonar að ganga á Súlu- tind og Kerlingarfjallstind fyrir næsta nýár. Heitstrengingum þessum (þær voru raunar margar fleiri) fylgdi kynngimögnuð orðræða, sem vakti enn meiri athygli á vilja og óskum þessara ungu manna. Um heitstrengingar þessar segir svo í minningarritinu: — „Hér var lofað að setja met í flest- um áhugamálum félagsins. Heit- strenging Jóhannesar setti kapp í Sunnlendinga, og varð til þess að menn fóru almennt að æfa með meira móti en áður. Heit- streging Lárusar og framkvæmd hennar varð mönnum fagurt fyr- irdæmi sem hefur sjálfsagt leitt til almennari sundiðkana. Oiym- píu-heitstrengingarnar átti líka HIN ARLEGA ÚTSALH Hefst í dag 10. janúar, og verður margt selt á ótrúlega, lágu verð'i, svo sem: Kjólaefni á 12.00 til 29.50 m, morgunkjólar á 68 kr., alullar-kvenpeysur á 130 kr., goifpeysur, alullar á 185 kr., kvenpeysur, baðmullar á 54 kr., barnapeysur, ullar á 80 ki\, baðmullar á 39 kr., kvenbolir, gallaðir á 16 kr., kvenbuxur, gallaðar á 16 kr., telpubuxur, stór nr. á 12.50, kvensokkar, baðmullar á kr. 9.50, -nylon, dökkir litir á 20 kr., karlmannasokkar á 8 ki\, karl- mannanærbuxur, síðar, á 25 ki\, drengjasport- blússur á 39 kr., kvenundirkjólar á 65 kr. o.m.fl. Einnig mikið af góöum taubútum. Verzlunin H. Toft Skólavörðustíg S — Sími 1035 Úfsalca - Útsalei byriar í dag Hattatóð Reykjavíkur Laugavegi 10 Málaskólinn Mímir Tungumálakennsla fyrir unga sem gamla. — Þér lærið að tala hið erlenda tungumál, þjálfist í notkun þess og venjist því að hlusta á það, án mikillar fyrirhafnar. Ný némskeið hefjast um miðjan mánuðinn. Enska — Þýzka — Danska — Franska — Spænska — ítalska. Kennarar: Einar Pálsson, Ute Jakobshagen, Erik Sönderholm, Franeo Belli, Sigfús Andrésson. Innritun daglega frá kl. 5—8 síðdegis. Málaskólinn Mímir Sóivallagötu 3 — Sími 1311 (þrettán. ellefu). mikinn þátt í þvi að sendir voru menn til leikanna í London 1908 og í Stokkhólmi 1912. Fjallgöngu- för Magnúsar Matthíassonar varð, ásamt öðru, til þess að hvetja menn til gönguferða. Nú fóru menn gangandi í tuga- eða hundraðatali „austur í Vagla- skóg“. Það hafði varla þekkst áður, en fór nú að þykja ógæt skemmtun. Mun siður þessi hafa haldizt öll sumrin, þar til bíl- fært. varð í skóginn.“ -— Þó ekkert UMFA sé nú lengur til fékk andinn frá hinum kraftmiklu vormönnum Akur- eyringa og virðingin fyrir þeim djarfa tilgangi sem' félagið ^var stofnað utan um Akureyringa til að minnast þessa afmælis, og fór vel á því. Ef til vill hefur margur óskað í hjarta sínu að enn væri UMFA til með sama baráttuvilja og sömu hugsjónir. Ef til vill hefur margur hugsað sem svo: eru ekki alltaf ný verkefni að koma í stað þeirra sem leyst hafa verið? Er ástæða til að slá nokkuð af þeim kröfum sem þeir gerðu til sjálfra sín og annarra? Vera má að einhverjum hafi dottið í hug að tímabært væri að endurvekja þetta gamla félag með nýjum mönnum en gamla kraftinum, og gera það í Gler-j árþorpinu, sem nú er hluti af; Akureyri og e. t. v. lítt numið land á sviði íþrótta- og ung- mennastarfsemi. UMFA er almennt talið fyrsta ungmennafélagið sem stofnað var, en á því leikur þó nokkur vafi og hafa orðið nokkrar um- ræður um það í blöðunum, og væri skemmtilegast að hið rétta kæmi fram. Það breytir hins- vegar engu um það að UMFA var um langt skeið forustufélagið og fá því komu sterk og góð á- hrif sem breiddust út, enda unnu Akureyringar ötullega að þessu útbreiðslustarfi. — Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þessum mönnum: Jóhannes Jósefsson formaður, Þórhallur Bjarnason ritari, Jónas Þórarinsson gjaldkeri. Otsala Amerískar enskar og þýzkar kápur kjólar pils # peysur blússur Komið tímanlega meðan nógu er úr að velja Nsnon h.f. Bankasiræii 7 ?>»>í>*>í>.L'.!>«>?>«!>s>»>í>»>?>»: NÝ MALAÐ OG ILMANDI IÍAFFI í loítþéttum sellophanumbúðum Epli Appelsínur Sífrónur Adesol Kandíssykur Matvörubúðir íðir («™) Niðstöðvarkatlar Miðstöðvarkatlar fyrir sjálfvirka olíukyndingu, 3 og 4 ferm. aö stærð með hitaspíral, fyrirliggjandi. Allai’ stærðir smíðaðar með stuttum fyrirvara, eftir beiðni. — Hagstætt verð. Iíeilir hí. Símar 6500 og 6550 Starlsmannalélag Reykjavíkurhæjar 30 ára Afmælisfagnaöur félagsins verður haldinn þriöjudaginn 17. janúar kl. 6 e.h. Aðgöngumiðar verða til sölu hjá bæjarstofnunum. ■ ■ I Þjóðviljann vantar unglinga ■ ■ til að bera blaðið til fastra kaupenda við / Nökkvavog og I Blesugróf. Talið við afgreiðsluna. m Þjóðviljinn. Skólavörðustíg 19. Sími 7500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.