Þjóðviljinn - 14.03.1956, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 14. marz 1956
Vort heimslíf er tnfl
Framhald af 7. síðu.
að sér allra hug. Enginn spyr
lengur hvað nýtt sé að gerast
í Bandaríkjunum eða Englandi.
Menn sjá eða skynja undir
niðri að allir straumar liggja
til sósíalismans. í vitund heims-
ins hafa Sovétríkin þegar frurn-
kvteðið í heimsmálunum. Það
er því ekki furða þó að þing
Kommúnistafiokks Ráðstjórnar-
ríkjjanna nú hafi vakið sér-
staka athygli um öll lönd, en
reyndar víðast á talsvert skyn-
samlegri hátt en hér á íslandi
í borgarablöðunum.
Sá mikli styrkur sem heimur
sósíalismans ræður nú yfir hef-
ur síðustu árin stórlega aukið
áhrifavald hans út á við, og
mun gera það í enn rikari mæli
næstu mánuði og næstu árin,
ogi einmitt Kommúnistaþingið
í jMoskvu mun brátt marka
djúp spor í alþjóðamálum með
þeim friðar- og vináttuhug
sem þar lýsti sér, og eru áhrif
þeþs þegar farin að koma í
Ijós.
Sú er hin fyrsta staðreynd
að ríki sósíalismans hefur tek-
ið sér fastan bólstað á jörðu
með þriðjung mannkyns innan
vébanda sinna. Hverjar tilraun-
ir sem auðvaldsríkin kynnu að
vilja gera til að hnekkja þeirri
staðreynd munu unnar fyrir
gýg og koma þeim sjálfum verst
í koll.
Staðreynd er ,að heimur sósí-
alismans eflist og víkkar með
hverju ári, en heimur auðvalds-
ins þrengist og skorpnar æ
méira saman, þó að í einstaka
löhdum geti um skeið verið um
aukna framleiðslu að ræða,
ekki sízt á grundvelii hins sí-
aukna vígbúnaðar, sem að sjálf-
sögðu hefnir sín þó verst er
fram í sækir.
Gagnvart þeirri staðreynd að
sósíalisminn og kapítalisminn
lifa í tvíbýli á jörðu er aug-
ijóst, eins og skýrt var tekið
fram í ræðum forystumanna
kommúnista á þinginu, að ekki
er nema um tvær leiðir að
velja: leið friðsamlegrar sam-
búðar og viðskipta eða leið
styrjaldar sem með hinum
nýju kjarnorku- og vetnisvopn-
um mundi valda geigvænlegri
tortímingu. Leiðtogar Sovétríkj-
anna ítrekuðu, hver af öðrum
að þeir .afheitröu gersamlega
leið styrj.aldar og vildu leggja
sig alla fram til að stuðla að
friðsamlegri sambúð hinna ó-
líku hagkerfa. Þjóðir sósíaiism-
ans _.eru önnum kafnar við
framkvæmdastörf' hafa ótak-
markaðan - auð og landrými,
þær þarfnast friðar og þrá frið,
og eðli og takmark sósíalism-
ans i sjólfum sér er friður,
friðsamleg sambúð allra þjóða
á jörðu. Stefna og megin-
hlutverk Sovétríkjanna, og
annarra landa sósíalismans, er
að vemda heimsfriðinn og
tryggja vinsamlega sambúð
þjóða i milli. Þessi stefna er
ekki aðeins í orði, heldur og
framfylgt í athöfnum. Þau
eiga hvert frumkvæðið af öðru
að vinsamlegum samskiptum
milli þjóða. Þau bjóða heim
ríkisstjórnum og þingmönnum
úr öðrum löndum, vísinda-
mönnum, menntamönnum og
fulltrúum alþýðu. Forystumenn
þeirra heimsækja önnur ríld.
Þau hafa fækkað í her sínum,
tekið þannig frumkvæði að
afvopnun. Þau berjast fyrir
banni á kjarnorkuvopnum og
vetnissprengjum. Þau hafa boð-
izt til að hætta öllum tilraun-
um með vetnissprengjur, ef
Bandaríkin geri slíkt hið sama.
Þau hafa átt frumkvæði að
sáttum við Júgóslavíu, að frið-
arsamningi við Austurríki og
afhent Finnum Porkkala. Þau
hafa gert tillögur um öryggis-
bandalag Evrópu sem tryggja
mundi frið í Evrópu og sam-
einingu Þýzkalands. Á öllum
þingum eiga þau frumkvæði
að tillögum í friðarátt.
Friðarmálin voru því eðlilega
ofarlega á baugi á þinginu og
friðarhorfur ræddar ýtarlega
og skilgreindar fræðilega, einna
ýtarlegast af Molotoff utanrík-
isráðherra. Hann og íleiri vitn-
uðu í orð Leníns að á meðan
imperíalismi ríkir og kapítal-
ismi er styrjaldarhætta ekki úr
sögunni. Hins vegar eru í heim-
inum gerbreyttar aðstæður, í
fyrsta lagi frá því fyrir heims-
styrjöldina 1914—’18, þegar
ekkert sósíalistiskt ríki var til
og alþjóðasamtök verkamanna
gegn styrjöld brugðust, einnig
frá því fyrir síðustu heims-
styrjöld, þ.egar Sovétríkin stóðu
ein í baráttunni fyrir vemdun
sameiginlegs öryggis og friðar.
Nú er ekki aðeins allur heim-
ur sósíalismans með þriðjungi
mannkyns í fylkingu friðarins,
heldur mörg lönd önnur, Ind-
land, Afganistan, Burma,
Egyptaland o.fl. í fylkingu
þeirra þjóða sem vinna að friði
stendur nú einn og hálfur mill-
jarði manna eða 3/5 alls mann-
kyns. Enn bætist við að ný-
lenduþjóðirnar styðja yfirleitt
þessa stefnu, Þar að auki þrá-
ir almenningur um heim allan,
einnig í auðvaldslöndunum,
frið, og öll hin alþjóðlégu frið-
aröfl hafa skipað sér í hina
öflugu Heimsfriðarhreyfingu,
fjölmennustu fjöldasamfök sem
nokkru sinni hafa orðið til
á jörðu. Þannig hafá skapazt
algerlega nýjar aðstæður til
að hindra styrjöld. Styrjöld er
ekki örlögbundin', ekkí óhjá-
kvæmileg. í fyrsta sinn á
jörðu hafa skapazt skilýrði til
að afstýra styrjöld, Og Molótoff
komst svo að orði áð ef verka-
lýðsstéttin um öll lönd Samein-
aðist í baráttunni fyrir friði
yrði engin styrjöld.
Ég hef orðið svona langorður
um þetta mál vegna þess að
það varðar okkur íslendinga
mest alls, þar sem sjálft líf
þjóðarinnar, vegna hersetunnar,
er í voða, ef til styrjaldar kem-
ur. Verndun friðarins varðar
líf íslenzku þjóðarinnar.
Margir ræðumanna á þinginu
lögðu á það ríka áherzlu að
marxisminn er ekki stirðnaðar
fræðikenningar, ekki dauðar
kennisetningar, heldur lifandi
sífrjó þjóðfélagsvísindi. Þjóðfé-
lögin eru í stöðugri þróun, taka
sífelldum breytingum. Vísindi
marxismans eru í því fólgin
að meta sem réttast þjóðfélags-
ástandið og lögmál þess hverju
sinni til þess að geta ætíð
fylgzt með framvindunni og
verið hverjum tíma og öllum
aðstæðum vaxin. Vísindamenn
sósíalismans hlífast aldrei við
að endurskoða og gagnrýna
hvert tímabil sem hjá líður.
meta hverju sinni hinar nýju
.aðstæður sem komnar eru til
sögu og haga stefnu sinni í
þjóðmálum í samræmi við þær
á sem raunhæfustum grund-
velli.
Eitt af því sem tekið var til
endurskoðunar á þinginu, með
hliðsjón af breyttum aðstæðum
og auknum styrk sósíalismans,
var spurningin um ólíkar leið-
ir til valdatöku alþýðu og
framkvæmdar á sósíalisma eft-
ir séraðstæðum 1 ýmsum lönd-
um, og hefur þetta mál reynd-
ar verið á dagskrá hjá ýmsum
kommúnistaflokkum utan Ráð-
stjórnarríkjanna á undanförn-
um árum, t.d. Kommúnista-
flokki Ítalíu. Friðsamleg þing-
ræðisleið til valdatöku al-
þýðu er við þær aðstæður
sem nú hafa skapazt talin lík-
leg og framkvæmanleg í ýms-
um löndum.
Skáldjöfurinn Einar Benedikts-
son sem alla ísienzka hluti sá á
heimsmælikvarða hóf eitt
kvæða sinna á þessum hending-
um:
Vort Iand er í dögun af annarri
öld.
Nú ris elding þess tíma sem
fáliðann virðir.
Og síðar í erindinu segir:
Vort heiiuslíf er tafl fyrir glögg-
eygan gest,
þar sem gæfan er ráðin ef leik-
urinn sést, —
og þá haukskyggnu sjón ala
fjöll vor og firðir.
Ég get vissulega tekið und-
ir með þeim mönnum sem telja
það ámælisvert að vera að
sækja línuna til Moskvu, eins
og þeir komast að orði, eða
láta sér detta í hug að apa
eftir Rússum. í sjálfú sér kem-
ur okkur Rússland ekkert frem-
ur við en önnur lönd. Aðstæð-
ur þar eru gerólíkar og
hér, vandamálin sem þeir eiga
við að etja allt öiinur. En það
er annað sem okkur Varðar, og
varðar umfram allt annað: hug-
sjón sósíalismans og staða hans
í heiminum nú, því að eftir
framtíðarhorfum sósíalismans
á jörðinni, hvort sem hann á
sér höfuðból í Sovétríkjunum,
Kína eða annars staðar, fara
framtíðarhorfur okkar sjálfra.
Þegar við höfum dáðst ,að Sov-
étríkjunum, er það ekki vegna
tilbeiðslu á Rússlandi eða Rúss-
um sem slíkum, heldur vegna
þess að þau urðu fyrstu ríki
til að framkvæma sósíalismann
á jörðu og hafa staðið trúan
vörð um hann í 38 ár og gef-
ið öllu mannkyni ný fyrirheit.
Nú eru fleiri lönd en Rússland
komin til sögu, heilt ríkja-
bandalag sósíalismans, hið
máttugasta á jörðu.
Sósíalisminn er sú braut sem
liggur til framtíðarinnar með
þær hugsjónir sem mannkyn-
ið hefur borið í brjósti frá
alda öðli um efnahagslega vel-
megun, menningu, bræðralag,
réttlæti og frið á jörðu. Stefna
hans er ekki bundin neinu ein-
stöku landi né neinum landa-
mærum. Hann verður ekki
haminn bak við neitt jámtjald.
Hann verður ekki veginn með
orðum, og það bíta ekki á hann
nein vopn lýginnar. Hann verð-
ur ekki einu sinni kæfður með
vetnissprengjum. Það þarf eng-
inn að gera sér vonir um. Sósí-
alisminn er framvindu- og lífs-
aflið á jörðinni. Hugsjónir hans
eru tendraðar í brjósti milljóna
manna um heim ailan. Það
er ekki lengur til land á jörðu,
ekki þjóð í heimi, þar sem ekki
frarnsýnustu stéttir og framsýn-
ustu men'n tengi vonir þjóða
sinna við sigurhorfur sósíal-
ismans. Hánn er vonin í brjóst-
inu, samvizka þjóðanna, ofinn
inn í alla drauma mannkyns-
ins um fegurra líf, um bjartari
framtíð.
Sérílagi gefur sósíalisminn
smáþjóðunum bjart fyrirheit.
Menn þurfa eklu annað en líta
í 'kring um sig og sjá hvernig
þær eru settar í auðvaldsheim-
inum. Herveldin troða þær und-
ir fótum, taka þær herskildi,
gera sig heimakomip, skipa
þeim fyrir verkum, gerast hús-
bændur í landi þeirra. Og hv.að
svo ef þær viljá mótmæla
og rísa undan kúguninni? Lít-
ið til Malaja, Algeir, Kenía,
og nú síðast Kýpur, sem er
herstöð eins og ísland. Sjálf-
stæðishreyfing þessara þjóða,
knúin fram af lífsnauðsyn, er
barin niður með blóðugu of-
beldi, ekki smábömum hlíft,
ekki erkibiskupar lengur frið-
helgir, ekki hin heilaga kirkja.
Slík er saga auðvaldsins, blóði-
drifin, óhjúpaðri með hverjum
áratug, eftir því sem brakar
meira í stoðum þess. ,
Sósíalisminn afinemur arð-
rán manns af manni. Hann
afnemur á sama hátt arðrán
einnar þjóðar af annarri. Hann
lítur ekki á eina þjóð annarri
rétthærri, hann metur þær
ekki eftir höfðatölu. Hahn skap-
ar einmitt hverri þjóð áður ó-
kunna möguleika til að njóta
sín, njótá hæfileika sinna, arf-
leifðar sinnar og sérkenna. Til
erú innan Ráðstjórnarsam-
bandsins stórar þjóðir og smá-
ar, jafnvel þjóðabrot fámennari
en íslendingar, sem blómgvazt
hafa undir skipulagi sósíalism-
ans og leggja nú fram sinn
þjóðlega skerf til atvinnulífs
og menningar Sovétríkjanna.
Einmitt við sósíalismann, hið
nýja framtiðarþjóðskipulag á
jörðinni eiga orð Einars Bene-
diktssonar: Nú rís elding þess
tima sem fáliðann virðir.
Staða og styrkur sósíalism-
ans í heiminum með öllum
þeim framtíðarvonum sem við
hann eru tengdar, hinni hrað-
fara þróun sem á sér stað í
ríkjum hans, friðarstefnu hans
og síauknum viðskiptum út á
við, gefur íslenzku þjóðinni
margskonar hagstæða mögu-
leika til aukinna viðskipta og
samvinnu við þau, eins þó að
hún hafi ekki enn skilyrði,
vilja eða þroska til að gefa
alþýðunni völdin og taka upp
skipulag sósialismans. Hér eiga
sannarlega við orð Einars
Benediktssonar:
Vort heimslíf er tafl fyrir glögg-
eygan gest,
þar sem gæfan er ráðin, ef leik-
urinn sést.
Spurningin er: Eiga stjórn-
málamenn vorir þá hauk
skyggnu sjón sem Einar talar
um?
Allir straumar liggja til sósí-
alismans, 'liggja í friðarátt.
Vilja stjórnmálamenn íslands
gera sér grein fyrir því og
draga af því réttar ályktanir.
Vilj,a þeir afneita stríðsstefnu
sinni og skipa fslandi í frið-
arfylkingu þjóðanna?
Og þó er spurningin miklu
fremur:
Hvað ætlar alþýðan að gera?
Ala fjöll og firðir fslands,
hefur alþýðan til sjávar og
sveita, þá haukskyggnu sjón
sem tímarnir krefjast?
m
(innitujarófyoi
S.M.S.
öti
rnníTv * ftotr
*"•**■■■•■■■■■■■•■■■■■■■■■■••■•■•■■•■■■■■•■■■:
Skiptimétorar!
Leggjum áherzlu á að hafa ávallt fyrirliggjandi upp-
gerða MÓTORA í flestar gerðir Ford bifreiða. — Einnig
gerum vér slíka mótora upp fyrir yður á mótorverkstæði
voru. — TÖkum útgengna mótora, ógallaða í skiptum,
MAGSTÆTT VERB.
Atvinnubifreiðastjórar, sparið tíma og peninga með því
að iáta oss annast fyrir yður mótorskipti.
Gallalaus vinna 09 fljot afgreiðsla era
einkunnarorð vor. — Reynið viðskiptin
SVEINN EGILSSON H.F.
Laugavegi 105 — Sími 82950.