Þjóðviljinn - 24.06.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 24. júlí 1966 — ÞJÓÐVILJINN — (9
TRYGGVl EMILSSON, vwraformaður Dagsbrúnar:
- Átvinnuleysi og ótti
eða atvinna og öryggi
Geta þeir enn hrætt fólkið
til fylgis við sig Sjálfstæðis-
menn? Þeir hafa óspart beitt
þeim aðferðum á undanförn-
um árum, og enn er þeirra
aðalvopn í kosningabríðinni
að hræða fólk, hóta atvinnu-
leysi. Ef herinn fer, segja
þeir, verða þeir atvinnulausir
sem nú vinna hjá hernum.
Tríiir fólkið þessu eða að her-
setuvinna sé bjargráð, sem
byggja megi á? Ég held ekki,
en þeir verkamenn sem fylgja
Sjálfstæðisflokknum af ótta,
gera það vegna þess að þeir
treysta ekki sínum eigin sam-
tökum og hafa glatað sjálfs-
traustinu og fela því höfuð-
andstæðingi verkalýðssam-
takanna fox'sjána.
Atvinnuleysi er fyrirbæri
auðvaldsþjóðfélags og fylgi-
fiskur þess. Þegar aúðmaður
eða auðsöfnunarfélag, telur
sig ekki græða nóg, þá er
verkamönnum, sem hjá þeim
vinna, visað á götuna. At-
vinnurekandi í auðvaldsþjóð-
félagi hefur takmarkaðar
skyldur við þjóðfélagið og
engar við verkamenn, aðeins
að hann græði sjálfur er hans
skylda.
Það er á vitund þjóðarinnar
að allstór hópur íslenzkra
manna græðir offjár á her-
setunni á Keflavíkurflugvelli,
og þangað hafa þeir sogað til
sín stóran hóp verkamanna
og iðnaðaximanna, sem hrak-
izt liafa frá heimilum sínum,
vegna þess að „atvinnurekend-
ur og auðvaldssambræðslan
græða meir á því að láta
vinna á „Vellinum".
Að hersetuvinnan er með
öllu neikvæð fyrir íslenzkt
þjóðfélag varðar fjárafla-
mennina ekkei't um, en fyrir
alían ajmenning, skiptir hér
raunverulega lífi eða dauða.
Vegna hersetuvinnunnar
hverfa meim að heiman, sjáv-
arþorp missa stóran hóp
---------------------------<S
Oft ratasi
kjöftugum satt á
munn
Þórhallur Vilmundarson
hafði orð á því liálfkjökr-
andi í útvarpsumræðunum
að engin hagsmunasamtök
stæðu að baki Þjóðvarnar-
flokknum. Þetta er hárrétt
athugað hjá Þórhalli. Eng-
inn, hvorki liagsmunasam-
tök né einstaldingar, treysta
þeim flokki.
Að baki Alþýðubandalags-
ins standa voldug liags-
munasamtök, það eru sam-
tök íslenzku þjóðarinnar til
að hrinda ofurvaldi aftur-
lialdsins, það eru samtök
íslenzku þjóðai'innar til að
reka af höndum sér erlendan
her, það eru samtök íslenzku
þjóðarinnar til að bæta kjör-
in og konia í veg fyrir verk-
föll.
! SIGUK ALÞÝÐEBANDA-
LAGSINS ER SIGUR ÞINN
sinna ihraustu sona. Flestir
þessir menn senda að sjálf-
sögðu peninga heim til fjöl-
skyldunnar, en undirstöðu at-
vinnulífsins, vinnu allra þess-
ara manna heima í sínu plássi,
er kippt burt.
Sjómaður yfirgefur bátinn
sinn, bóndinn jörðina sína og
skepnurnar. Á vellinum á að
fást auðteknari gróði, verka-
maðurinn og iðnaðarmaðurinn
hverfa frá heimilum sínum.
Auðsafnendur heimta að her-
setan verði framlengd og
krefjast fleiri manna fi'á ís-
lenzkri framleiðslu til að
vinna fyrir herinn.
Nú í kosningahríðinni gei’ir
Tryggvi Emilsson
Sjálfstæðisflokkurinn hersetu
á íslandi að sínu aðalmáli,
bandaríska gullið er honum
meira. virði en íslenzka mold-
in og fiskimiðin. Og það liefur
verið stofnað hræðslubanda-
lag af hægri mönnum úr tveim
fyrrverandi vinstri flokkum.
Þeim glýjar líka bandaríska
gullið í augum, en þora ekki
að viðurkenna það fyrr en
eftir kosningar.
Við megum ekki missa
gjaldeyrinn frá hernum,
segja þessir ofureyðslumenn,
sem nú stjórna fjármálunum,
en skyldi sá gjaldeyrir sem
íslenzki verkalýðurinn, sem nú
vinnur á vellinum, gæti skap-
að við þjóðnýt störf, ekki
verða giftudrýgri?
Að flytja þannig inn erlent
gull í stað þess að nýta betur
fiskimið og mold, boðar hrun,
og það skríður þegar undan
fótsporum hersetuboðberanna,
og því er það lífsskylda alþýð-
unnar á íslandi að taka völd-
in af starblindu mönnunum á
erlendu gyllivonina og setja
menn að valdastólum á ís-
landi sem trúa á land sitt og
þjóð.
Þegar herinn loks hverfur
burt, sitja nokkrir menn uppi
með gróðann, en vinnandi fólk
lifir ekki á þeim peningum,
sem þessir stjórnvörðu spek-
úlantar hafa grætt á liei'set-
unni. Þeir peningar koma elcki
alþýðu manna að notum.
Fólkið kemur heim að niður-
nýddri jörð, eða hálfeyddu
sjávarþorpi, ef það hafnar þá
ekki, allt í höfuðborginni en
festunni í lífi þess, tengslun-
um við undirstöðuatvinnuveg-'
ina, trúnni á landið sitt, hefur
ríkisstjórnin og þeirra fylgj-
endur reynt að sundra.
Máski skilja hergróðamenn-
imir þetta ekki, en alþýðan í
landinu skilur það, og þvi
munu fleiri og fleiri fylkja
sér um Alþýðubandalagið,
sem gerir , skilyrðislausa
kröfu til þess að herinn hverfi
af íslenzkri grund, svo þjóð-
in geti heilsteypt snúið sér að
alihliða uppbyggingu atvinnu-
vega og menningaiiífs.
Sagt er að nær tvö þúsund
fullvinnandi menn hafi horfið
frá framleiðsluatvinnuvegun-
um á völlinn. Hér er um stór-
an hóp að ræða hjá okkar
fámennu þjóð. Þessir menn
eiga allir að koma heim, yf-
irgefa þá lífvana atvinnu sem
þeir nú stunda, og í krafti al-
þýðusamtaka og allra þessara
vinnandi handa er hægt að
bjóða hverju mannsbami inn
á braut framfara og alls-
nægta.
Hersetuvinnan á íslandi er
leið til atvinnuleysis. Hátt á
annað þúsund fullvinnandi
menn hafa hrakizt frá heim-
ilum sínum, frá þjóðnýtum
störfum, og horfið á ,,völlinn“.
Undii’stöðu atvinnuveganna
hefur í þess stað verið bjarg-
að frá auðn með innflutn-
ingi erlendra verkamanna.
í átta ár hefur enginn tog-
ari verið keyptur til landsins,
en bílar fyrir 30 togara virði.
Sjávarútvegurinn býr því við
hrörnandi skipakost. Gjald-
þrot felst í næstu sporum rík-
isstjórnarinnar. Kreppan fylg-
ir fast eftir og Hræðslubanda-
lagsforkólfur boðar hæfilegt
atvinnuleysi. Fyrir ríður ó-
hófseyðsla, en úi'ræðaleysi
bak.
Alþýðubandalagið boðar ör-
yggi. Það hefur verið sýnt
fram á að væru atvinnutæki
og afli fullnýtt, mætti auka
gjaldeyristekjurnar um 300
miiljónir kr. árlega.
íslendingar þurfa ekki að
óttast atvinnule'ysi. Það er
hægt að endurnýja togarana
og það verður gert, ef al-
þýðan skilur nú sinn vitjunar-
tíma. Það á að virkja stór-
fljótin og undirbyggja þann
stóriðnað, svo fullnýtt verði
hráefni framleiðslunnar, og
stórauka þannig útflutnings-
verðmætin, og það hefur ver-
ið sýnt fram á að það er hægt
_að útvega nægilegt fé til
slíkra stórframkvæmda.
Hver verkamaður sem
hverfur frá sjómennsku, iðn-
aði eða landbúnaði í vinnu
hjá hermöngurunum, skilur
eftir auðan reit. Gjaldeyris-
tekjurnar, sem þeir afla rík-
isbúinu eru gylling ein, sam-
anborið við það sém þeir gætu
unnið landi og þjóð, og þeir
finna sjálfa sig slitna úr
tengslum, við lífræn stöi’f.
Vinnuhendur nær tvö þús-
und manna eru dýrmætari
en sá auður sem hersetu-
braskarar kaupa sér völd með.
Gefum íslenzku atvinnulífi
og auðnum íslands auð þess-
ax'a. vinnandi handa. Erlendur
her á að víkja strax af ís-
lenzkri grund.
Tryggvi Emilsson.
A ÍÞRÖTTIR
HITSTJÓRI: FRlMANN HELCASOIf
ísienzku stúlkurnar komu j
skemmtiiega á óvart 1
íþróttasíðunni hafa borizt
blaðaummæli norskra blaða um
landsleik Islands og Noregs í
handknattleik kvenna sem fram
fór á þriðjudaginn 1 Osló og
endaði með sigri norsku stúlkn-
anna 10:7. Verður það að kall-
ast mjög góð frammistaða hjá
íslenzku stúlkunum í þessum
fyrsta leik þeirra á erlendri
grund og það landsleik. Þær
voru óheppnar með veður þar
sem það rigndi annað slagið
svo völlurinn var rennblautur.
Norsku stúlkurnar léku á
,,takka“-skóm á þessu blauta
grasi en þær islenzku voru á
sléttum skóm, og gátu blöðin
þess til að það hafi haft áhrif
á leik þeirra.
Eitt blaðið segir: Kvenna-
landsleikurinn í handknattelik
milli Noregs og íslands varð
nokkuð skemmtilegur, mörg
möi'k gerð og skemmtileg
augnablik. — Við getum sagt
að úrslitin hafi verið réttlát
eftir leik og tækifærum.
Islenzku stúlkurnar byrjuðu
betur og-náðu fljótt forustunni,
3:1. — en það leið ekki lang-
ur tími þar til lið Noregs
fann leikinn sem leiddi til sig-
urs. Ánægð getum við þó ekki
verið með leik norsku stúlkn-
anna — — maður saknaði
hreyfanleiks í sókninni, og það
sama lienti íslenzku stúíkurnar.
Auk þess notuðu þær lítið út-
herjana. — Annað blað segir:
Islenzku stúlkurnar byi’juðu að
skora með langskotum frá mið-
framverði liðsins, Sigríði Lút-
hersdóttur, og það leit út fyrir
að gestirnir ætluðu að skora
tvisvar áður en Jorun Kjure
tókst að jafna. En svo kom
Sigríður og skoraði tvö mörk
áður en þeim norsku tókst að
koma skipan á sókn sína. — I
hálfleik stóðu leikar 6:3. I síð-
ari hálfleik hófu þær islenzku
sókn aftur og um stund stóðu
leikar 7:6 — en svo komu þrjú
norsk mörk í röð, en síðasta
markið gerðu svo íslenzku
stúlkurnar.
Islendingai’nir voru - aðeins
lakari hvað tækni snertir, og
við höfðum heyrt að iiðið léki
með hröðum leik, en hvað þetta
snertir urðum við fyrir svo-
litlum vonbrigðum. Smátilraun-
ir til línuleiks voru gerðar en
án árangurs. Sendingarnar
fram voru ekki nógu nákvæmar
og voru því auðveldar fyrir
norsku vörnina. Island átti
liættulega skyttu þar sem Sig-
ríður Lúthersdóttir var, og
gerði hún 4 af mörkunum.
Guðmundsdóttir eitt.
Þriðja blaðið segir m.a.: Is-
lenzka liðið kom nokkuð
skemmtilega á óvart. — Nor-
egur vann leikinn á meiri
hraða. Gestirnir létu alltof oft
norska skyndísókn koma sér á
óvart því í þessari sókn tókst
framherjunum ekki að komast
í vörn í tæka tíð. Það var í
rauninni þetta sem gerði út um
leikinn. Við vissum fyrirfram
að íslenzku stúlkui’nar voru
skotharðar og fyrir því feng-
um við sönnur. Þær kunnu líka
að hnitmiða skotin. Bezta ís-
lenzka stúlkan var markmað-
urinn Geirlaug Karlsdóftir, sem
bjargaði oft meistaralega og
var eins góð og markmaður
okkar Berit Haugerud. Næst
henni kemur svo Sigríður Lút-
hersdóttir, sem var bezt í sókn
og vörn. — Þær sem höfðu
mesta leikni voru EHn Guð-
mundsdóttir og Guðlaug Krist-
insdóttir.
I stuttu bréfi sem barst frá
einum úr hópnum segir að leik-
ur á línu hafi ekki tekizt í
leiknum, sem stafaði, ;supipart
af því að hindrunarleikur þeirra
norsku er miklu harðari en
við eigum að venjast heima. Og
eftir dómnum þar, þá dæmunx
við of strangt.
Munið oS:
Kjörseðilfinn verður ógildur,
ef þið krossið við aðra lista
en G-listann eða ef þið
ki'ossið við nöfn frambjóð-
enda annari'a flokka en Ai-
þýðubandaiagsins.
Kjörseðillinn verður ógildur
fyrir alla alþýðu þessa
lands, ef andstöðuflokkar
Alþýðubandalagsins Kbma
sterkir frá þessum kosning-
um, vegna þess að sá styrk-
leiki verður notaður til á-
rása á lífskjör almennings.
SIGUR ALÞÝÐUBANDA-
LAGSINS ER SIGUR
ÞINN!
XG í Reykjavík og tvímenn-
ingsk jördæmunum!
X við nafn frambjóðenda j
einmenningsk jördæmunum!
Helga Emils gerði tvö og María
Arnesingar! Fylkið ykkur um Alþýðubandalagið!
Munið X G-listinn
Kjóslð f ramb j óðendur Alþýðu-
bandalagsins! - X G-listinn!