Þjóðviljinn - 27.06.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.06.1956, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. júni 1956—* ÞJ^E>V1LJINN— (& RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASOU íslandsmótið M ¥isin Fram 3:2 eftir sefsir skemmtilegan leik Leikur þeirra Fram og KR var einn bezt leikni leikur er Reykja- víkurlið hafa leikið saman í lang- an tíma. Framararnir byrjuðu með miklum krafti og héldu uppi sókn svo að segja látlaust fyrstu 20 mín. Þeir náðu góðum sam- ][eik og komust oft næri'i marki íCR en þá skorti örugg skot. Á 12. mín kemst Dagbjartur inn fyrir vörn KR og með hraða sínum tekst honum að skora. Þetta jafnar KR á 25. mín. en það mark átti ekki að koma, og geta þeir Karl í markinu og Gunnar bakvörður skrifað það á sinn reikning'. Það sem eftir var hálfleiks var leikurinn jafn og skiptust á áhlaup á báða bóga. Áhlaup Framara voru byggð upp með stuttum samleik og hreyfan- legum, en leikur KR einkenndist meir af löngum sendingum. Báðir eiga tækifæri, Guðmundur Ósk- arsson á gott skot en markmáður KR ver, Karl nær knettinum og skaut en það fór í markmann og í horn. Atli Helgason komst líka innfyrir Gunnar Leósson og skaut fast en það fór í stöng og aftur- fyrir. Endaði fyrri hálfleikur 1:1, en Fram hafði haft meira af leikn- um á valdi sínu. KR-ingar hefja þegar hættu- lega sókn í byrjun síðari hálf- Sigurður með knöttinn fyrir opnu marki og gerir þrjár tilraun- ir til þess að skora en alltaf er fótur kominn fyrir. Síðasta mark- íð gerði Sigurður með skalla eft- ir sendingu frá vinstri útherja. Þá var markmaður Fram illa staðsettur og fékk ekki varið. Fram að þessu hafði leikurinn verið jafn og skyndiáhlaup á víxl, en síðuátu 15 til 20 mín. var Fram meir í sókn, en þeim tókst ekki að skora þrátt fyrir góða viðleitni. KR-ingar stóðu af sér Framhald á 10. síðu. 17. júní mótið á Akureyri hófst laugard. 16. þm og hélt áfram á sunnudag. Keppni þessi var stigakeppni milli ÍBA og UMES, og lauk með sigri IJMES, sem hlaut 57 stig gegn 50 stigum ÍBA. Bezta afrek mótsins var kúluvarp Gests Guðmundssonar UMES (726 stig). — Veður var mjög gott. Úrslit urðu sem hér segir: lOOm hlaup Hálfdán Helgason IBA 11,8 Þóroddur Jóhannsson UMES 11,8 Einar Helgason ÍBA 11,9 Bjarni Frímann UMES 12,1 beimsmet í spjót- kasti Það vakti mikinn fögnuð í Finn- landi að Nikkinen skyldi talcast að setja nýtt heimsmet í spjót- kasti, en það átti sér stað á sunnu- daginn var á móti í Kumois. Kast- aði Nikkinen 83,56 m sem er hvorki meira né minna en 1,81 m lengra en heimsmet Bud Held. Þar með hafa Finnar endurheimt forustusætið í þessari grein sem þeir áður höfðu haldið svo lengi. Þóroddur Jóhannss. UMES 12,75 Einar Helgason ÍBA 12,54 Kristinn Hauksson ÍBA 12,07 Stangarstökk Valgarður Sigurðsson ÍBA 3,40 Páll Stefánsson ÍBA 3,00 Ingólfur Hermannsson ÍBA 3,80 Spjótkast Ingimar Skjóldal UMES 48,69 Björn Sveinsson IBA 45,72 Helgi Valdimarsson UMES 45.02 Eiríkur Sveinsson ÍBA 42,44 Örfuss. Mót UMAH 17. júní mótsS é Ákyreyri 94nemenduríhér- aðsskólanum á Laugarvatni Héraðsskólanum á Laugar- vatni lauk 31. maí s.l. í skólan- um voru 94 nemendur, 16 þeirra þreyttu gagnfræðapróf og stóð- ust prófið 13, 15 tóku lands- próf, 14 stóðust prófið. María Hjaltalín, Reykjavík, hlaut hæsta einkunn í gagn- fræðaprófi 7,72, Guðr.ún Hall- dórsdóttir, Búrfelli, Árn., hlaut 6,82, Sigurborg Jónsdóttir, Sílf- urtúni, Gull., hlaut 6,79. I miðskólaprófi fékk Sigríður Bergsteinsdóttir, Laugarvatni 7,11 en í landsprófi Eysteinn Pétursson, Höfn, Hornafirði, hann hafði nálega ág. eink., en veiktist og tók síðar próf í einni námsgrein, Rakel Kristjánsdóttir úr Hafnarfirði, hlaut 7,68 og Ás- dís Kristinsdóttir, Kleifum við Blönduós 7,42. I 2. bekk hlutu hæstar eink- unnir: Gunnar Karlsson, Gýgj- arhólskoti, Árn., 8,75. í bókleg- um greinum hlaut hann ág. eink. 9,32. Sigurgeir Sig'mundsson, Syðra-Langholti Árn., 8,50 og Kristfríður Björnsdóttir, Sveina- tungu, Mýrasýslu, 8,19. I 1. bekk hlutu hæstar eink- unnir: Elín Snorradóttir, Torfa- stöðum, Árn., 8,55, Sigurður Sím- onarson Brunnastöðum, Gull., 8,50 og Margrét Halldórsdóttir, Hallgilsstöðum, N-Þing., 7,95. Nemendur fóru eina ferð til Reykjavíkur saman, voru tvll kvöld í Þjóðleikhúsinu og skoð- uðu söfnin. Árshátíð héldu nemendur. Skemmtiatriði voru: ræða, leik- þættir, kórsöngur, upplestur, þa? á meðal saga samin af nemer^da, ioks var dans. Áður en nemendur fóru frái skólasetrinu gróðursettu þeiít 4000 trjáplöntur. Heilsufar flestra nemenda vaj| mjög gott. ÖryggisráðiS ! ræðir Alsír í gær felldi Öryggisráðið meS sjö atkvæðum gegn einu tillö'gu sovézka fulltrúans um að frc ',a umræðum um ástandið í Alsís um óákveðinn tíma. Hafa 13 Asíu- og Afríkuríki lagt til að ráðið ræði Alsír þegar í staðt en 10 önnur Asíu- og Afríko.« ríki, þeirra á meðal Indland, telja að það geti spillt fyrir því að friður komist á í Alsir eg málið sé rætt á alþjóðavctt* vangi að svo stöddu. Fiugvél fórst Flugvél frá Venezuela, Supar* Constellation með 74 menn inn- anborðs, fórst nýlega í Laft! skammt undan New York. Elriúff kom upp í vélinni þegar verið var að sleppa eldsneyti sökuroj vélbilunar og hrapaði hún í nió- inn. Talið er að allir 'sem r.'.eð. henni voru hafi farizt. Hjartans þakkir, skyldfólk og vandamenn, félög og allir vinir nær og fjær, sem minntust mín sjö- tugrar, þann 12. þ.m. Þakka hlýjar heimsóknir, veglegar gjafir, skeyti, stökur, blóm og söng. Heill og blessun fylgi ykkur öllum. Halla Loltsdóttir leiks og valt knötturinn eftir slánni að ofanverðu í stað þess að fara undir. Nokkru síðar komst Dagbjart- ur enn innfyrir og átti þar fótum fjör að launa og komst í skot- færi og skorar. Litlu síðar er Sigurður kominn ótrúlega frír innfyrir og Þor- björn líka án þess að vera rang- stæðir, var engu likara en að Haukur hefði gleymt sér augna- blik. Sigurður fær knöttinn og skorar auðveldlega. Á 16. mín er Keppa við Noreg í dag Norðurlandameistaramótið í haiulknattleik kvenna hófst í Abo í Finnlandi í gær. | Kepþtu þá ísl. stúlkurnar við þaor dönskú og þær norsku \ið sænsku stúlkurn- ar. 1 dag heldur mótið á- fram í Karis og keppir ís- Iand þá við Noreg og Finn- land við Danmörku. Á morgiln fer kcppnin fram í Helsinki og eigast þá við fsland og Svíþjóð og Finn- land og Noregur. Á láugar- dag fara síðustu leikirnir fram í Helsinki. Finnland keppir við fsland og Svíþjóð ! við Danmörku. 400m hlaup Sveinn Jónsson UMES 55,5 Páll Stefánsson ÍBA 56,5 Valgarður Sigurðsson ÍBA 56,8 Þorsteinn Marinósson UMES 57,7 ‘ 1500m hlaMHi Sveinn Jonsson UMES 4.26.5 Otto Tuliníus, ÍBA 4.39,2 Vilhelm Guðmundss. UMES 4.43,3 Magnús Stpfánsson ÍBA 444,8 Langstökk Helgi Valdimarsson UMES 6,09 Garðar Ingjaldsson ÍBA 5,86 Þóroddur Jóhannsson UMES 5,75 Svanbjörn Sigurðsson ÍBA 5,64 Kringlukast Gestur Guðmundss. UMES 41,97 Þóroddur Jóhannss. UMES 35.54 Garðar Ingjaldsson ÍBA 33,10 Eiríkur Sveinsson ÍBA 30,82 lOOm lilaup ÍBA A-sveit ÍBA B-sveit UMES 48,3 48,6 48,6 Hástökk Helgi Valdimarsson UMES 1,60 Svanbjörn Sigurðsson ÍBA 1,55 Páll Stefánsson ÍBA 1,55 Valgarður Sigurðsson 1,55 Kúluvarp Gestur Guðmundsson UMES 13,56 Héraðsmót Ungmennasambands Austur-Húnavatnssýslu var hald- ið á Blönduósi 17. júní sl. Mótið setti Snorri Arnfinnsson, en ræðu flutti Þorsteinn Gíslason prófast- ur í Steinnesi. Síðan hófst í- þróttakeppni. I frjálsum íþróttum voru sett fjögur héraðsmet: í hástökki stökk Karl Berndsen UMF Fram Höfðakaupstað 1,65 m, Pálmi Jónsson UMF Hvöt Blönduósi hljóp 3000 metra á 10 min. 11,7 sek, Sigurður Sigurðsson UMF Fram Höfðakaupstað kastaði spjóti 48.17 m og Úlfar Björnsson UMF Fram Höfðakaupstað varp- aði kúlu 13.40 m. Flest stig hlutu Sigurður Sig- urðsson 31 st. (fyrstur í 4 grein- um, annar í 5 greinum) og Pálmi Jónsson 28 stig (fyrstur í 5 grein- um, annar í 2 greinum og fjórði í 2 greinum). é{m Jhm mEkn&iE&zm U V/D APNAOUÓL Aðvörun Um stöðvun atvinnurekstiar vegna vanskila á söluskatti í Kópavogi Samkvæmt kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og heimild í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 112, 28. desember 1950, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt I. ársfjórö- ung 1956, stöövaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreidda söluskatti ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaöi. Þeir sem vilja komast hjá stöövun, veröa aö gera full skil NÚ ÞEGAR til bæjarfógetaskrifstofunnar, Neöstutröö 4. Lögieglustjóiinn í Kópavogi, 25. júní 1956. AfíNAfíHOL HEF 0PNAÐ tannlækningastofu í Tjarnargötu 16. — Sími 80086 Viötalstími kl. 10—12 og 2—6 SIGURBÍÖRN PÉTURSSON, tannlœknir ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.