Þjóðviljinn - 17.08.1956, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. ágúst 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (5
Slr Margar norskur
ENGINN sem fer um Nor-
eg og opin hefur augu
og eyru kemst hjá því
að verða var við þann ein-
kennilega tvíveðrung sem þar
í landi ríkir um málfar,
enda er alkunna, að tungu-
málin í Noregi eru tvö: ný-
norska og bókmál, eins og
þau nú kallast, — auk tungna
þeirra sem þjóðabrotin nyrzt í
Noregi tala, Finnar og Lapp-
ar (Samir). Nýnorska var áð-
ur nefnt landsmál og bókmál
var þá kallað rikismál. Öll eru
þessi heiti meir og minna vill-
andi, nýnorska er líka bókmál
í þessa orðs venjulegu merk-
ingu og bókmálið norska er
að sjálfsögðu ekkert fremur
en nútímanorska, þótt hitt
höfuðmálið sé eitt skreytt
heitinu nýnorska. Og bæði
málin eru vitanlega ríkismál.
Núverandi heiti hlutu málin
með síðustu stafsetningar-
breytingu sem Norðmenn
gerðu, 1938. Síðan mun hafa
komið upp sagan um Danann
sem var að skopast að Norð-
mönnum fyrir þetta ástand
þar og sagðist kunna sex
tungumál, auk móðurmálsins,
af þeim væru fimm norsk, en
engin norsk mállýzka, og hann
til tók nýnorsku, landsmál,
toókmál, rikismál og sam-
norsku.
1 opinberum ritum og þess
háttar eru málin nefnd ný-
norska (nynorsk) og bókmál
(bokmál), en toæði málin eru
jafnrétthá ríkismál. Bókmál
er likast dönsku og er stund-
um r.æsla lítill munur á því
og venjulegri dönsku, þá helzt
gamaldags, nema hvað þeim
Norðmönnum sem nota þetta
mál þykir fara vel að skreyta
málfar sitt nokkrum norskum
orðum og orðtökum sem ekki
tíðkast í dönsku. Auk þess er
stafsetning bókmálsins nokk-
uð frábrugðin danskri staf-
eetningu og fylgir þar norsk-
um framburði og ýmsum sér-
kennum í beygingum.
Bókmál (áður ríkismál) hef-
ur lengstum átt sitt höfuð-
vigi í höfuðborginni og héruð-
unum kringum Óslófjörð. Ný-
norska er á hinn bóginn
sprottin upp úr máli alþýð-
unnar til sjávar og sveita,
einkum í strandhéruðunum
vestanfjails, og er í sumu eins
konar samnefnari mállýzkn-
anna. I ýmsum greinum svip-
ar henni nokkuð til íslenzku
og færeysku.
Ekki er laust við að stund-
um hafi sumir íelendingar lit-
ið með nokkurri fyrirlitningu
og þótta vanþekkingarinnar
til máls'treitunnar í Noregi og
þá ekki sízt til nýnorsku. Hef-
ur mönnum þá fundizt norska
vera of lík dönsku til að geta
kallazt sérstakt mál, en ný-
norska á hinn toóginn helzt til
lík íslenzku til að menn gætu
látið hana njóta sannmælis.
Vill stundum hið sama verða
ofan á hvað snertir færeysku,
og spönim við þó ekki að
kalla þá frændur okkar þegar
við viljum sýna hvað við sé-
um lítiilátir. Þetta er gamla
sagan, fólki finnst það oft
hálfgert hrognamál sem minn-
xr mjög á þess eigin tungu.
Svo komast menn ekki heldur
hjá að verða varir við styrj-
aldarástandið sem ríkir milli
málanna í hugum fjölda Noi’ð-
manna. Þeirri deilu hefur ver-
ið valið heitið málstreita eða
málsstríð.
Ég get ekki stillt mig um
að bregða hér upp tveim smá-
myndum sem sýna svolítið inn
í þennan málstreituheim. Þeg-
ar ég var við háskólann í
Osló síðastliðinn vetur sat ég
einhverju sinni til borðs með
Norðmönnum sem voru stífir
bókmálssinnar. Þá var mér
sagt í óspurðum fréttum að
Halldór Kiljan væri farinn að
hafa þungar áhyggjur af því
að það væri miklu réttara af
honum að láta þýða bækur
sínar á nýnorsku en toókmál,
en jafnframt toáðu þessir
Norðmenn mig lengstra oi’ða
þess að beita öllum mínum
áhrifum til þess að Nóbels-
verðlaunahöfundurinn flanaði
ekki út í þá vitleysu, nýnorsk-
an væri ekkert menningarmál
eins og ég vissi vel. Ég lofaði
víst litlu og ætla ekki heldur
að efna. neitt, því að satt að
segja finnst mér íslenzkur
stíll og íslenzkt efni ekki
njóta sín eins vel í þýðingum
á nokkurri erlendri þjóðtungu
sem á nýnorsku; og væntan-
lega mætti segja svipað um
færeysku. Norskir bókmáls-
sinnar lesa dönsku ekki síður
en nýnorsku.
Hin myndin er frá Björg-
vin. Þar var síðastliðið vor
haldin svokölluð „ríkismáls-
vika“ meðan ég var þar, og
langt fram eftir kvöldi hljóm-
aði grammófónmúsíkk, dans-
lög og slagarar, gegnum
málmhátalara á sölúturni úti
á aðalgötu borgarinnar. Með
þessu vildu bókmálssinnar
vekja athygli á málstað sín-
um í málstreitunni.
En hver er nú sögulegur
uppruni þessa klofningsá-
stands? Hér skal reynt að
lýsa því að nokkru.
^ íslenzka og gamal-
norska
Þegar litið er á sögulegan
aðdraganda málstreitunnar í
Noregi eru það mállýzkurnar
sem valda miklu í þeim langa
aðdraganda, og til að fá
nokkra hugmynd um það
verðum við að leita eins langt
aftur í tímann og við kom-
umst með góðu móti. Hér er
rétt að minna á að mállýzkur
þurfa ekki að standa í neinu
sambandi við mállýti, eins og
mörgum finnst sjálfsagt, held-
ur er orðið dregið af orð-
unum mál og lýður (=fólk).
Það er þó auðvitað rétt að
oft má kalla eina mállýzku
réttari, fegurri eða uppruna-
legri en aðra mállýzku í hinu
eða þessu atriði.
Það er alkunna að hinir
fyrstu íslendingar, landnáms-
mennirnir, komu frá Noregi
og tunga þeirra var hin sama
og Norðmanna á þeim tíma.
Þetta kemur líka skýrt fram
í því þegar Norðmenn (Indre-
bö o. fl.) tala um gammel-
norsk, sem skiptist í marga
hluta, hvar af sumt var talað
í hinum norsku nýlendum fyr-
ir vestan haf, á Hjaltlandi
og Suðureyjum, sumt í Fær-
eyjum og sumt á Islandi. En
til að geta talað um hina eig-
inlegu fornnorsku, verða þeir
þá að skipta gammelnorsk í
heimenorsk og fleira. Ekki
verður því neitað að nokkuð
verkar þetta orðalag illa á
Islendinga, því að það sem til
dæmis í norskum skólum er
kallað „gammelnorsk“ (og er
skyldunámsgrein) er í raun-
inni ekkert annað en gömul
íslenzka, og gamalt íslenzkt
mál er samtímis „gamal-
norska“, því að lengi vel eft-
ir landnámsöld á íslandi hef-
ur verið talað að öllu leyti
sama mál í Noregi (að
minnsta kosti vestanfjalls) og
á íslandi, þó að þar hafi sjálf-
sagt verið mállýzkumunur. —
Raunar er það alkunna að við
þurfum ekki að fara út fyrir
íslenzka nútímatungu til að
finna dæmi um mállýzkumun
milli héraða, því að alþekktur
er til dæmis munurinn á sunn-
lenzka og almennasta fram-
tourðinum annars vegar og
framtourði flestra Norðlend-
inga (að minnsta kosti austan
Héraðsvatna) hins vegar á
orðum eins og stúlka, vanta,
kempa, eða til dæmis mis-
munandi framburður á hv 1
upphafi orða, þar sem alút-
breiddasti framburðurinn er
kv- (og þar með ruglað sam-
an hvölom og kvölum). Sumir
segja Jietta dugir, en aðrir
þetta dugar, sumir tala (eða
töluðu) um meisa, aðrir um
laupa og enn aðrir um lirip
(til að láta hey í). Allmikið
fleira mætti til tína um mál-
framburði og orðafari, en
þetta er aðeins tekið sem
dæmi til skýringar. Og á sögu-
öld hefur munur á íslenzku
og norsku ef til vill verið
meiri en er nú milli norð-
lenzku og sunnlenzku hér.
Þegar kemur fram á 13.
öld fer að verða nokkur breyt-
ing á þessu. Þá hefur fram-
burður islenzku breytzt mikið
frá því sem var á landnáms-
öld og norska fer líka að
breytast, en ekki á sama hátt.
Til dæmis má nefna að enda-
sérhljóð taka þá mjög að
breytast í e í norsku (eins og
áður hafði gerzt í dönsku og
sænsku) og i ritum frá þeim
tíma má sjá rithætti eins og
daghe, þar sem Islendingar
hafa alltaf stafsett daga, Nor-
eghar eða Noregher, þar sem
Islendingar tóku vist strax á
14. öld eða fyrr að segja
Noregur. Norðmenn voru ekki
eins einangraðir og íslending-
ar og þeir höfðu hirð og að-
alsstétt sem oft kom frá Dan-
mörku eða Svíþjóð, einnig
Þýzkalandi. Þeir skrifuðu
ekki heldur bækur eins og Is-
lendingar, heldur voru rit-
störf þeirra mest bundin við
skjöl alls konar og skilríki, en
engin þörf knúið þá eins og
Islendinga til þess að segja frá
afrekum forfeðra sinna. Auð-
vitað hafði norskur almenn-
ingur bókmenntir af einhverju
tagi (þjóðsögur, sagnir, þjóð-
kvæði) sér til dægrastytting-
ar eins og íslendingar, en
þær bókmenntir voru yfirleitt
aðeins sagðar mann fram af
manni kynslóð eftir kynslóð,
ekki ritaðar á. bækur. Fyrir
bragoið var ósjáifráð and-
staða gegn breytingum á mál-
inu minni meðal Norðmanna
en Islendinga, og mál Norð-
manna greindist í fjölda mál-
lýzkna, en málið á Islandi
breyttist nær eins um allt
land. Auk þess má sjá merki
a. m. k. þriggja mismunandi
norskra ritmála að fornu;
þau uxu upp við menntasetr-
in í Þrándheimi, Björgvin og
Osló.
Hnignun norskrar
tungu
Ekki er þó því að neita að
þrátt fyrir litlar heimildir
sjást sums staðar merki þess
í fornum skjölum að norskur
almenningur hefur ekki alltaf
verið hrifinn af máli yfir-
stéttanna eða fínna fólks. Til
dæmis segir í bréfi frá 1489
Verkfall þetta hófst 6. júní,
eftir að verkamenn höfðu hafn-
að sáttatilboði. I upphafi náði
það til um 26.000 verkamanna,
en upp á síðkastið hafa margir
þeirra tekið upp vinnu hjá at-
vinnui’ekendum sem ekki eru í
Vinnuveitendasambandinu. Að
sjálfsögðu hefur það verið því
þyrnir í augum að ófélags-
bundnir atvinnurekendur skyldu
fást til að verða við kröfum
verkamanna.
frá deilu sem kom upp milli
drykkjufélaga á Þelamörk
vegna þess að annar sletti
lágþýzku (hefur víst dvalizt
erlendis og þótt fínt að sletta
útlenzku), og henni lyktaði
með mannvígum.
Bein áhrif dönsku og sænsku
urðu þó meiri en þýzku. Hið
opinbera (lcirkja, konungsvald
og umboðsstjórn) byrjaði að
hætta að nota norsku sem rík-
ismál um aldamótin 1400 og
síðasta bréfið sem umboðs-
stjórn Dana skrifaði á norsku
er frá 1564. — Mun þar hafa
verið að verki lögmaður
norskrar ættar (Jón Símonar-
son). Biskupsstólarnir í Osló
og Niðarósi taka upp hreina
dönsku í ritum sínum um
aldamótin 1500. — Það er til
lítils að ásaka Norðmenn
þeirra tíma fyrir að hafa týnt.
máli sínu. Þetta efni var þeirr-
ar tíðar mönnum engan veginn
hugstætt á sama hátt og okk -
ur. Þjóðernistilfinning í nú •
tímamerkingu kemur ekki
fram fyrr en síðar, þó að vit-
anlega hafi þeir sem byggðu
sama land oft fundið að þeir
áttu sameiginlega hagsmuni.
Og frá aldamótunum 1300 var
Osló orðin fast setur kon-
ungsvaldsins, því að héraðið
þar umhverfis, Víkin, var orð-
ið miðpunktur ríkisins og
mikilvægasti hluti þess. Þar
með var leiðin auðveldari
danskri tungu að þoka burt
máli innfæddra manna, menn-
ingarstraumar komu sunnan
að, en ekki frá bændum og
fiskimönnum utan höfuðstað-
arins. Og um þessar mundir
áttu Norðmenn, Danir og vSví-
ar sér stundum einn konun'g
(þóttmeykóngur væri á stund-
um). Allt var þetta til að
ryðja brautina fyrir meiri og
minni sameiningu málanna. —
Það liggur nærri að skjóta
því hér inn í að mismunur á
dönsku, norsku og sænsku er
ekki meiri en svo að engum
mundi detta i hug að kalla
það mismunandi mál, ef öll
löndin væru eitt ríki og hefðu
verið um aldir, því að ‘þá væru
þjóðirnar allar ein þjóð og
ritmálið eitt og hið sama.
Auðvitað mundi sú norræna
tunga skiptast í miklar og
margbreytilegar mállýzkur, en
þær væru þó ekki ólíkari inn-
byrðis en mállýzkur ýmissa
stórmálanna eru nú. Munur á
mállýzku og máli er sem sagt
ekki nema stigsmunur og það
eru iðulega ytri ástæður sem
ráða því hvað er kallað mál
og hvað mállýzka.
stöðva framleiðslu byggingar-
efnis. Hafa þeir lýst yfir verk-
banni á sementsverksmiðjur,
tígulsteinasmiðjur o. fl. og skal
það hefjast 23. ágúst.
Samningaumleitanir hafa nú
verið teknar upp milli fulltrúa
atvinnurekenda og verkamanna..
Financial TIMES
Framhald af 1. síðu
um styrkleika sinn með því að
neyða vilja sínum upp á smá-
þjóð, sem er að verja sjálf-
stæði sitt og fi’amkvæmir ein-
ungis hdgan rétt sinn sera.
fullvalda ríki.“
Verkbann
Þetta ætla atvinnurekendur
lýzkumun í íslenzku, bæði í að koma í veg fyrir með því að
Árni Böðvatrsson,
sendikennari:
Frá
málstreitunni
norsku
Fyrsti hluti
Verkbann svar við samningum
Verkfall 1 byggingaiönaðinum í Noregi hefur staðið nú
í rúma tvo mánuði.