Þjóðviljinn - 07.09.1956, Page 1
ÆFR
Vinnuferð í skíðaskála ÆPK
um naístu helgi. Farið verður
kl. 4 á laugardag. Væntanlegir
þátttakendur skrifi sig á lista
á skrifstofunni, opin 6—8,
sími 7513.
Kaíróviðræður árangurslausar, — og
Bretar og Frakkar æfa innrásarlið
Egypfar segjast v7ð öllu búnir — Vonir eru enn fil
að vifi verSi komiS fyrir ráSamenn vesturveldanna
HHPPDRfETTI PJÚBUILJROS
Sala Afmælisheppdrættisins
er þegar hafin og nuinu marg-
ir kaupendur blaðsins í’. send-
ar nokkrar blolvkir he m nú
næstu daga eins og unJanfarin
ár.
Það er nú talið víst að viðræður fimmvelda-
nefndarinnar og egypzku stjórnarinnar um framtíð
Súezskurðarins séu strandaðar og engar líkur eru
taldar á því að þær leiði til nokkurs samkomulags.
Egyptar hafa ekki tekið í mál að gefa eftir ótvíræð-
an rétt sinn til óskiptra yfirráða yfir landi sínu, og
vesturveldin sitja við sinn keip og vilja ekki semja
upp á neitt annað en að skurðurinn verði settur
undir alþjóðlega stjórn.
Nefndin og Nasser forseti
og ráðgjafar hans hafa setið á
fjórum fundum, þeim síðasta í
fyrradag og stóð hann í tæpar
tvær klukkustundir. Á fundin-
um í fyrradag var ekkert ákveð-
ið um hvenær næsti fundur
skyldi haldinn og í gærkvöld
var heidur engin ákvörðun tek-
in um það. Fimmveldanefndin
sat sjálf lengi á fundi í gær.
f dag er helgidagur múham-
eðsmanna og verða því engin
fUndahöld. Hins vegar hefur
frétzt að nefndin hafi ákveðið
að halda heimleiðis á morgun
og er þannig iítill tími til stefnu,
ef nefndin ætlar að ræða frek-
ar við Nasser forseta.
Egyptar láta ekki undan
Fréttamenn segja, að það
muni þarflaust. Nasser hafi á
þeim fundum sem þegar hafa
verið haldnir lýst því afdráttar-
laust yfir að Egyptar muni aldrei
ganga að því að hefja viðræður
um breytingar á Miklagarðssátt-
málanum frá 1888 á grundvelli
þeirra tillagna, sem Dulles, ut-
anríkisráðherra Bandarikjanna,
lagði fram á Lundúnaráðstefn-
unni og samþykktar voru af
fulltrúum 18 ríkja þar. Þeir
taki ekki í mál að alþjóðleg
stjórn sem skerði fullveldi
Egyptalands verði sett yfir
skurðinn, enda séu þeir reiðu-
búnir að tryggja öllum þjóðum
fullkomið siglingafrelsi um
skurðinn, svo að ákvæði Mikla-
garðssamningsins séu í engu
brotin.
Ekki er þó algerlega útilokað
að fundur verði haldinn á
morgun áður en nefndin heldur
heimleiðis, en á þeim fundi verð-
ur vart um annað að ræða en
kurteislegar kveðjur. Nasser
mun með orðum Kaíróblaðsins
A1 Akhbar „þakka nefndarmönn-
um fyrir að hafa lagt á sig ferð-
ina til Egyptalands“.
Ðretar og Frakkar
æfa innrásarher
Horfur á skjótri lausn Súez-
deilunnar við samningaborð
hafa þannig versnað, og jafn-
framt auka Bretar og Frakkar
undirbúning sinn undir árásar-
stríð gegn Egyptum. Stórfelld
flotaæfing var við norðurströnd
Möltu í gær og tóku þátt í
henni bæði brezk og frönsk
beitiskip og flugvélaskip. Inn-
rásarbátar settu landgöngulið úr
flotanum og víkingasveitir hers-
ins á land, en beitiskip og flug-
vélar skýldu þeim með skothríð
og sprengjukasti.
Fyrsta franska herflutninga-
Frarrihald á 12. síðu.
Kona Jcveður mann sinn við skipshlið í hreskri höfn.
Skipiö flytur hann til Miðjarðarhafs og þaðan verður
hann ef til vill sendur í stríö heimsváldasinnanna á
hendur Egyptum. Vonandi verður komið í veg fyrir það.
Við skulum minnasí þess, ail
það sem fyrst og fremst heíur
skapað lúnn ágæta árangur í
söfu happdrættisins er það,
hversu margir liafa hér iagt
hönd á plóginn. Sameinuð
flytjum við fjöll, en sunúruð
erum við lítils megnug.
Þetta er glæsilegt og auð-
seljanlegt happdrætti, látum á-
rangurinn verða eftir því.
I»yitgri réíliir
á skákinótinu
Eftir sex umferðir á olympíu-
skákmótinu í Moskva hafa ís-
lendingar 13 V2 vinning og 4 bið-
skákir.
5. umferð var tefld við Chile í
fyrradag og tapaði Friðrik þá
fyrir Flores, Ingi vann Letelier
en skákir Baldurs og Arinbjarn-
ar fóru í bið. Baldur tefldi sína
biðskák í gær og tapaði henni.
Sjötta umferð fór fram i gær
og tefldu íslendingar við Finna.
Skák Friðriks og Ejanens fór
í bið, Ingi tapaði fyrir Sale, skák
Freysteins og Reds fór í bið og
Sigurgeir gerði jafntefli við
Niemela.
Fjölmargar konur fæða i baðherbergi
eða göngum Fæðingarstofnunarinnar
Gera þarf tafarlaust ráðstafanir tii þess að bæta
ír þessu neyðarástandi
Erindi yiirlæknis vegna ástands þessa heíur ekki veriS sinnt
í hálft annað ár
Engin ákvörðun um afstöðu
Islands til Súez-deilunnar
„ísland styður Vesturvéldin í Súez-deilunni“
segir Morgunblaðið í stórri fyrirsögn á forsíðu i
gœr. Undir fyrirsögninni er birt skeyti frá París,
þar sem sagt er aö á fundi Atlanzhafsráösins
þar í borg hafi verið samþykkt tillaga sem lýsti
stuðningi við Vesturveldin í Súesdeilunni, og
Morgunblaöið bœtir því svo við aö þar sem ekki
sé getið um sérstööu íslands hljóti íslenska ríkis-
stjórnin einnig að standa að samþykktinni.
Út af þessum sérkennilega fréttafíutningi Morg-
unblaðsins vill Þjóðviljinn taka það' fro/m að rík-
isstjórnin hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um
afstöðu íslands til Súez-deilunnar, og utanríkis-
ráðherra íslands, Emil Jónsson, mætti ekki á
þessum fundi Atlanzhafsráðsins.
Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Inga R. Helgasonar
á bæjarstjórnarfundi í gær og lagði hann til í málinu eftirfar-
andi:
„Bæjarstjórn Reykjavíkur er Ijóst að ástand þaö, sem
nú ríkir í húsnæðismálum Fæðingardeildar Landsspítal-
ans er meö öllu óviðunandi og að þörf er skjótra úrbóta.
Fyrir því felur bæjarstjórnin borgarstjóra aö hefja nú
þegar viöræöur viö heilbrigðismálastjórnina um tafar-
lausar framkvæmdir til aö leysa þau vandkvæöi, sem af
húsnæöisskorti Fæöingardeildarinnar leiðir“.
Ingi kvað bæjarbúa vita vel
að þrengsli hefðu verið í Fæð-
ingardeildinni í langan tíma, en
raunverulega væri ekki um |
þrengsli að ræða, heldur bein-
línis neyðarástand. Hann minnti
á að í þrem heilbrigðisstofnun-
um, sem eru í smíðum eða ver-
ið að ljúka, Heilsuverndarstöð
bæjarins, sjúkrahúsi bæjarins
og viðbótarbyggingu Landsspít-
alans er ekki gert ráð fyrir að
fram fari fæðingar, og þvi ó-
hjákvæmilegt að ráða bót á
þeim óviðunandi þrengslum
sem nú eru í Fæðingardeild-
inni.
Gamlár syndir
Ingi ræddi nokkuð hve óhag-
anlega húsið hefði verið byggt
á sínum tíma. Fyrst hefði
kjallari hússins verið grafinn
niður á fast, en síðan fylltur
upp með grjóti, og þar með
eyðilagður flötur einnar hæðar.
Þá er húsið þannig að engin
dagstofa er fyrir konurnar, Að-
eins 2 salerni eru fyrir hver
25 rúm og þau eru úti í enda
gangs.
Barnastofurnar eru það litl-
ar að þær eru fyrir neðan lág-
markskröfur um rými fyrir þá
tölu barna sem þar er höfð.
2/t allra fæðinga
í Fæðingardeildinni fara nu
fram % allra fæðinga í bæn-
um á hverju ári. Slíkt er bygg-
ingunni algerlega ofvaxið. Að
vísu hefur verið létt af bygg-
ingunni skoðun vanfærra
kvenna og flutt yfir í Heilsu-
verndarstöðina, þar sem engar
aðstæður voru til að hafa hana
áfram þarna.
4. hver kona á ganginum
1 byggingunni eru 4 fæðing-
arstofur, og í þeiin eiga að
fara fram 1550 fæðingar á áril
Framhald á 3. síðtL