Þjóðviljinn - 07.09.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.09.1956, Blaðsíða 7
FLmmtudagur 7. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Trl Akvöldum fara þarna fr.am stjórnmálaþrætur. Sendimenn flokkanna koma þangað og deila um stjórnmál, þeir hafa kaup fyr- ir. En hver sem vill getur kom- ist í stjórnmálaþrasið þarna. Menn standa í smáhópum og deila af ofsa. Allir tala oftast í einu. Allir reyna í senn að komast að og segja í sífellu: Ma scusi, en afsakið, scusi scusi. ... ítalir eru mjög mælskir. Þeim dugar ekki túngan ein heldur beita þeir öllum líkam- anum eins og balletdansari. Þótt þeir séu mælskustu menn í heimi þá tala þeir eins og þeir 'væru daufdumbir; með út- listandi bendingum, fettum og sveiflum og táknrænum lima- skvettum fylgja þeir eftir máli sínu af þvílíkri list og tækni að það verður sjálfstæð túlkun svo heymarlaus maður ætti að geta fylgst með, jafnvel mál- laus útlendingur, kannski eru orðin munaður sálarinnar, tón- list. Það er hætt við að stjórn- málamenn okkar myndu ekki gera góða fígúru þarna þótt þeir kynnu málið. Og nú eru fasistar aftur komnir í Galleríuna. Flokkur þeirra kallast MSI eins og ég sagði fyrr. Ég heyri einn þeirra segja við áheyrendur sína að það væri alltof mikið gert úr því að það hefðu verið til pólí- tískar fangabúðir á valdatíma fasistanna, það sé bara áróður, ekkert að marka. Það þótti ýmsum of gróf lýgi sem á hlýddu: þvættingur segja þeir. Þetta var feitur maður ákaf- lega hundingjalegur á svip og fólskur, — kannski gamall sölu- maður, farandsali sem missti starfann vegna óheiðarleika, hefur nú leigt sölutækni sína þeim sem kærðu sig um að kaupa. Ýmsir mótmæla orðum hans. Hann segir hraðmæltur: Jæja hverjir voru í fangabúðum hjá fasistum. Hann hefur þrjá menn að baki sér, einn er gríð- arlega stór af því tagi sem við sjáum stundum í fjölbragða- glímu í fréttamyndum, meira dýr en maður, það má lemja svona menn með vélknúnum íarartækjum án þess á sjái; já, hverjir voru i fangabúðum, $egir sölumaðurinn. Það voru svo margir, svara andmælendur. Jæja hverjir? segir hann svo snöggur og frakkur í ágengni sinni að hinir eru hálf hvumsa: Hverjir? nöfn, segir hann: nefnið nöfn nöfn nöfn. — Og gefur þeim engan tíma til svara, allur galdurinn er í því fólginn að gefa ekkert svigrúm til að hugsa. Hann segir strax aftur: Togliatti, var hann í fangabúðum fasista? Ha, var Togliatti? eða Longi? eða Secchi? Voru þeir í fangabúðum fasista, ha!? Hverjir voru þar? Hann er svo fljótmæltur og leiftursnar í frekju sinni að aðrir komast ekki að, þá geng- ur fram erfiðismaður lítill og magur, stóreygður eins og botn- fiskikönnuður, sólbrúnt andf- litið verður rautt af hugaræs- ingu, verkamaður; hann er á- kaflega reiður. Hann snýr húfu milli handa sér og segir stirð- rpáll af geðólgu: Bróðir minn, segir hann: bróðir minn, hann var i fanga- búðum. Bróðir yðar, segir sölumað- urinn: hvað er að heyra. Var hann í fangabúðum? Já, segir verkamaðurinn. Fyrir hvað var bróðir yðar i fangabúðum? segir sölumaður- inn með höstugleik rannsókn- ardómarans. Fyrir pólitík. Ha pólitík? segir hinn svo fljótur að enginn fser að átta sig: Ætli það hafi nú ekki verið fyrir eitthvað annað, segir hann með siðferðisþunga upp- ljóstrarans sem sér strax í kjarnenn og leyfir engar vífi- iengjur. Og nú gefix Wnn hin- um ekkert tóm að svara, band- ar honum frá sér orðlausum af undrun yfir ósvífninni, og leið- ir nú ræðuna að öðrum hlutum og togar með sér hugi áheyr- endanna og i öllum áróðri hans er hraði bifhjólaknapans sem ekur láréttur á lóðréttum virðist telja sér vegsauka að, lætur glóanda þess streyma í humátt eftir sykruðum orða- flaumnum eins og vatn úr könnu manns sem hefur lítinn garð og vökvar blómin sín á kvöldin. Með honum er ung og snotur kona fjarskalega rauna- leg i augunum sem hún rennir stolnum blikurh upp á hina ungu stæltu bolsévika kvölds- ins sem bóndi hennar heldur sig vera að rekja garninar úr. Og meðan hann gleymir sér í sætleika ræðunnar nær konan sér ofurlítið á strik. Bara að hún gæti fengið nokkrar bolsé- vikaadressur í laumi aumingja konan. Nokkru utar vitnar langur ■ skálkur í II scrittore suedese Hamsun og slær öllum hinum kyrfilega við því enginn þekk- ir neitt til þessa merkilega rit- stúlkur; 100 lírur í kvikmynda- húsum úthverfanna — tveggja tíma törn. En þessi tvö hlut- verk eru fatnáðarspursmál. Það vantar líka í hann nokkrar framtennur, skerfur hans til hinnar blóðugu stéttarbaráttu. Áróðursmaðurinn vinnur við það sem kvikmyndaleikarinn tapar á. Sléttur pómeraður maður með menntaðan hóglíf- issvip fagurlega skreyttur fing- urgullum hefur verið að stæla við hann, hann segir: Það er gaman að ræða við yður, ég held við ættum að hittast aftur, hvar eigið þér heima? En kommúnistinn sér gildr- una og gefur ekkert upp. Maður með bifhjól kemur hvað eftir annað að reyna að tosa félaga sinn burt, sá er flæktur í háværa kappræðu, — Scusi un momento solo, segir T Ii o i u. 5, g i e i n veggjum hinnar stóru ámu fjöl- leikahússins. Orðabólur eins og Gloria delia patria og II nostro santo dovere, hin heiga skylda vor, stiga upp undir glerþak Galleríunnar eins og marglit- ir ballónar fyiltir eiturgasi, — springa þar, allir eru svo upp- teknir að horfa á ballónana biásna upp að þeir taka ekkert eftir hvellinum. Ég geng að hiusta á annan hóp. í miðjunni stendur ungur kommúnisti á rauðri skyrtu fleginni í háisinn allt niður í svartan skógarjaðar bringunn- ar. Hann segir: Hafiði ekki annað að segja? Ég kom hingað í Gaileriuna til að heyra tóninn í ykkur. En mér list ekkert á. Stór'maður skrækróma hall- ar undir flatt og segir ísmeygi- lega: Hvemig er með þennan Stalín ykkar. Kommúnistinn: Afsakið það er enginn Stalín á dagskrá. Við ætlum að kjósa borgarstjórn í Róm. Ég veit ekki til þess að sé neinn Stalín í framboði. Skrækur: Þið sleppið ekki svona billega við hann Stalin ykkar. Kommúnistinn: Þér hafið eitthvað villst herra minn. Við erum í Róm. Mætti ég benda yður á að þetta land heitir Ítalía, kannski þér viijið fá breiddargráðuna líka. Við höf- um engan Stalín i framboði. Og þar að auki veit ég ekki betur en hann sé dauður. En þessir tveir kappræðu- menn festast í einni rauf hljómplötunnar, það verður sí- felld endurtekning, ég fer að næsta hópi. Þar er lítill feitur maður sköiióttur og miðaldra að tala og taia söðulbakaður og sperrt- ur með guil i tönn sem hann höfundar Hamsun sem þessa stundina er orðinn sænskur, — það gerir ræðumaður heldur ekki og gjörsigrar andstæðinga sína i þágu einhverrar glæpa- mannaklíkunnar svo unun er á að hlýða. Mér skilst allir flokkar berj- ist fyrir sömu hlutunum af ræðum þessa kvölds, allir berj- ast fyrir frelsi, meira brauð, betri hús, fagurt mannlíf, svo maður tali nú ekki um lýðræði. En jafnframt gruna allir alla um græsku, öngum virðist vera trúandi. Hvarvetna er sannað með óyggjandi rökum að and- stæðingarnir hafa ekki einung- is rangt fyrir sér heldur séu sálir þeirra gróðrarstía fyrir allar verstu hneigðir. Einn hópurinn er næstum kominn í handalögmál. Þeir sem hafa yndi af blóðsúthell- ingum hljóta oft að verða hræðilega vonsviknir á Ítalíu. Þegar áhugamaður um víga- ferli er orðinn sannfærður um það þar sem hann hefur hlust- að á tvo menn deila að nú muni þeir fara saman og ekki hætta fyrr en annar eða báðir liggi í blóði sínu þá yppta þeir öxlum og allt fellur í ljúfa löð, gott ef þeir fallast ekki í faðma og sverja hvor öðrum ævilang- an trúnað. Þetta getur farið hræðilega með taugar nor- rænna „mannamyrða og brunn- míga“. Aftur kom ég hvar kommún- istinn stendur. Hann er búinn að ná sér upp úr þessari stóru kommúnistisku grammófónrauf samtíðarsögunnar: Stalín er kapútt. Hann er ungur maður, með þesskonar útlit að ef hann væri ekki kommúnistiskur áróð- ursmaður væri hann líklega filmræmuelskari fyrir unglings- ræðumaðurinn: afsakaðu bara augnablik, og heldur áfram að þrefa. Hinn lætur bifhjólið ganga. Svo gefst hann upp og ekur burt. Oratorinn tekur ekk- ert eftir því. Þannig er deilt frameftir nóttu, vopnaðir lögreglumenn í móleitum einkennisbúningum með kaskeiti standa álengdar með gamla riffla um öxl eins og refaskyttur um aldamótin. Þeir gefa deilumönnum horn- auga milli þess sem þeir horfa á fótleggi miðaldra vændiskonu á rósóttum silkikjól með loð- dýr um hálsinn sem herðir gönguna þegar hún sér þá. Vasaþjófar með hvitt um hálsinn eins og íslenzkir kosn- ingasmalar vappa milli hóp- anna og leita færis á þeim sem ugga ekki að sér i hita ræð- unnar. Aðrir skarta minna á dökkum skyrtum eins og hænsnaþjófar og hafa ekki listamannafingur hvítbrysting- anna. Veitingahús er opið skammt frá með kaffibar þótt nótt sé. Þar stendur dampurinn upp af stórri voldugri kaffivélinni. Syfjaður þjónn slær tappann í Chiantiflösku. Svo skrúfar hann kaffisíuna frá, slær henni við, hann lætur nýtt kaffi í: svo kemur þetta indæla kaffi: Caffe espresso, ofurlítill bolli með svo sterku kaffi að einn grófur kaffisvelgur ofain af íslandi er strax orðinn nýr og betri maður. (Guð minn al- máttugur en sá munur eða drekka kaffi á veitingahúsum á íslandi, enda skilst mér það íslenzka veitingahúsakaffi sé framleitt úr viðbrenndum soja- baunum frá Hondúras í sjötta eða sjöunda gæðaflokki sem er flutt til New York til að búa til úr því fingrafarablek, það sem af gengur er fyrst próf- að á nokkrum útvöldum fillip- ínskum galeiðuþrælum og er þeir hafa ekki lyst á því er það sent til íslands i tankskip- um frá Panama, með slíkan farm geta þau aldrei sokkið þótt skip þessi hafi allra skipa mesta tilhneigingu til þess að nálgast hafsbotninn. Svo situr maður á kaffihúsi í Reykjavík og segir molakaffi takk og er þá ekki þessi andskoti borinn fyrir mann i bollanum.) Eftir kaffibollann geng ég á heimleið og stanza þó enn i Galleríunni til að horfa á tvo menn sem hafa drukkið mikið í kvöld og hafa vaxið svona tvær þrjár mannslengdir af þvi og rísa yfir samkomuna í allri sinni nýfengnu stærð, tveir hamingjusamir gúllíverar hinn- ar sælu léttúðar og ábyrgðar- leysis sem veitir svo mikla yf- irburði yfir dvergríki áhyggju- fullra þjóðmálaskúma. Svona standa þeir álengdar. Nú fer að bera á kristilegum. vakningatrúboða sem hingað til hefur verið að reyna að fá á- heyrn með hógværum um- íölum sem enginn héyrir frem- ur en gamlan betlara sem leik- ur á lélega fiðlu við bakdyr kvikmyndahúss þegar fólks- straumurinn flóir út frá átak- anlegri og uppbyggilegri kvik- mynd. Allt í einu er eins og drottinn hafi hnippt i hann og sagt honum að hafa sig að því, hann hafi fengið postuilegt raf- magn í rassinn. Hann bólgnar allur skyndilega og þenur sig eins og froskur á hættunnar stund, svo treðst hann inn í einn hópinn sem hefur deilt ákaflega um skattamál, slær út frá sér höndum eins og til að bjóða smiðnum að reka nagla í gegn og hrópar hásri röddu meðan rafmagnið lyftir hárinu eins og á galdramanni sem stendur á háum kletti við hafs- brún um óveðursnótt og spilar á himininn magíska tokkötu . með eldingum: Þið eruð allir sekir, öskrar hinn hási ákær- andi yfir mannkyn galleríunn- ar. Ha! Hvað? spyrja áheyrend- ur og vakna við vondan draum. Þið hafið krossfest Hann. Svo! Hvem? Hann sem gaf líf sitt á krossi. Þessi ofurþunga ákæra hæfir þann sem mest fann til stærð- ar sinnar, annan drykkjurút- inn. Það er sem hrópað væri frá tindi til tinds. Hann kemur reikandi með blóðuga ákæruörina út úr hjartanu eins og Þormóður Kolbrúnarskáld í Stiklastaða- orustu flóandi í samvizkutárumi fyrir hönd alls mannkynsir.s sem myrti og fellur snöktandi um hálsinn á trúboðanum. Við þennan atburð skoiar yf- irbyggingunni fyrir borð í tára- flóðinu og þessir hávöxnu ut- anrammamenn hverfa til sinn- ar mannlegu stærðar og týnast í hina normölu mannlífsmynd virkra daga. Gamall götusópari á bláum strigaskóm með hampsólum kemur hljóðlaust' aðvífandi eins og hann hafi komið ríðandi á sóp sínum úr fjarlægri veröld erfiðisins þar sem þýðir ekkert að vera að tala. Hann stanzar og hlustar og svo heldur hann áfram að sópa. Sóphljóðið fyll- ir vídc.ii' ?- þögn'in sezt að í Galleríunni. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.