Þjóðviljinn - 07.09.1956, Page 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 7. september 19956
Marz í jarðnónd
Framhald af 12 síðu.
á okkar eigin sólkerfi, þegar
jþeim opnuðust nýir heimar í
þeim órafjarska, sem fullkomn-
ustu sjónaukar og útvarpskíkj-
ar ná til, hafa aftur fengið á-
huga á þessu máli.
Snjóhettur á heimskautunum
Gufuhvolfið sem umlykur
Marz er miklu þynnra en gufu-
hvolf jarðarinnar, varla meira
en 100 km á þykkt, en gufu-
hvolf jarðar er um 500 km. Af
þeim sökum er auðvelt að
kanna yfirborð Marz jafnvel í
tiltölulega litlum stjörnusjón-
aukum.
Það fyrsta sem menn taka
eftir er að hvítar hettur eru
á heimskautum Marz eins og á
heimskautum jarðarinnar. Þær
vaxa og minnka eftir árstíð-
um og eru vafalaust hrím eða
snjór. Snjórinn er ekki djúpur,
varla meira en þumlungur á
dýpt að því talið er.
Grænir blettir
Ýmislegt annað merkilegt
má sjá á yfirborði Marz. Þar
má sérstaklega nefna stóra
græna bletti, sem verða haust-
brúnir þegar sumri hallar, en
grænka á vorin. Þessi litaskipti
eiga sér stað í fullu samræmi
við þær breytingar sem verða á
stærð heimskautahettanna.
Lífsskilyrði
Þrátt fyrir snjóinn á heim-
skautunum er það enn óvíst
hvort vatnsgufa er í gufuhvolfi
Marz, en telja má ólíklegt, að
líf geti þrifizt án hennar. Auk
þess þykjast menn hafa gengið
úr skugga um, að ekkert súr-
efni sé í gufuhvolfi Marz. En
óbundið súrefni er ekki algert
skilyrði fyrir lífi. Það er ekki
tiltölulega mikið af súrefni í
okkar andrúmslofti, og auk
þess eru til lífverur á jörðinni,
sem ekki fá súrefni sitt úr
loftinu, heldur afla sér þess
á annan hátt.
Lífverur á jörðinni eru mjög
háðar hitaskilyrðum, þola
fæstar minni hita en nokkru
fyrir neðan frostmark og fæst-
ar meiri hita en 60—70 stig,
a. m. k. ekki til lengdar. Frá
þessu eru að vísu til undan-
tekningar, en lífverur jarðar-
innar þola ekki hitastig sem
eru mjög undir eða yfir þess-
um mörkum. Samkvæmt mæl-
ingum er hitinn á Marz frá
-5- 70 stigum á Celsíus upp í
um + 4 stig við heimskautin,
og frá -r-45° upp í + 180°
við miðbaug. Hitasveiflurnar
þar útiloka því varla líf.
,,Skurðirnir“ margumræddu
Ekki er hægt að skilja svo
við Marz að ekki sé minnzt
nánar á „skurðina", sem áður
voru nefndir. Bandarískur
stjörnufræðingur, Percival
Lowell, sem teiknaði kort það
af Marz sem við birtum í dag,
hélt því fram og leiddi að því
nokkur rök, að hér væri um
að ræða áveituskurði, sem
skyni. gæddar verur hefðu
grafið til að veita því vatni
sem myndast á vorin þegar
snjórinn bráðnaði á heimskaut-
unum til þurrkasvæðanna á
hnettinum svo að hægt væri að
stunda þar akuryrkju. Þessar
bollaleggingar hans vöktu
mikla athygli, ekki sízt það at-
riði, að Marzbúar hlytu að
hafa jafnað öll sín ágreinings-
mál fyrir löngu, þar sem þeim
væri lífsnauðsyn að vinna allir
saman að hinum miklu mann-
virkjum.
Voru skrifaðar um þetta
margar bækur, skáldsögur og
pólitísk heilabrot. Sú kunnasta
mun vera bók H. G. Wells
um árás Marzbúa á jörðina, en
Orson Welles las upp úr henni
í útvarp í Bandaríkjunum
nokkru • fyrir stríð og gerði
söguna svo sennilega, að margt
fólk þar vestra trúði hverju
orði.
Enn þá er ekkert svar fengið
við spurningunni um af hverju
þessar rákir á yfirborði Marz
stafa og jafnvel af sumum
haldið fram, að þar sé aðeins
um sjónblekkingu að ræða.
Reynt hefur verið að taka ljós-
mynd af rákunum gegnum
sjónauka, en þær myndir hafa
hingað til ekki leyst vandann,
og hafa bæði þeir sem eru viss-
ir um að rákimar séu sjón-
blekking og þeir sem eru á
annarri skoðun talið myndirn-
ar sanna sitt mál. Teikningum
sem menn hafa gert af rák-
unum eftir að hafa séð þær
MIÐGMÐUR
Þórsgötu 1
Leggjum áherzlu á góðar
veitingar og góða þ jónustu
Mrelfö ykUuv mót n
MIÐGARDI
í sjónauka ber heldur ekki
saman. Evrópskir stjörnufræð-
ingar hafa alla tíð haft minni
trú á þessum rákum en starfs-
félagar þeirra vestan hafs.
Vonandi tekst nú að fá úr því
skorið hvorir hafi meira til
síns máls.
Samt sem áður líf
Hvað sem þessum rákum líð-
ur hallast nú æ fleiri fræði-
menn að því að á Marz séu
frumstæðar lífverur og hafa t.
d. sovézkir vísindamenn á
síðari árum sýnt fram á að líf-
verur sem hafast við ofarlega
á háum fjöllum á jörðinni búi
við svipuð lífsskilyrði og eru
fyrir hendi á Marz, og myndi
tilvera þeirra eða annarra
skyldra á Marz skýra þau lita-
skipti sem verða á yfirborði
hnattarins eftir árstíðum.
Hins vegar trúa því nú fáir
að þar búi skyni gæddar ver-
ur. Það myndu helzt vera þeir
sem gabba sum blöð til að
skýra frá því undir stórum
fyrirsögnum að þeir hafi séð
„fljúgandi diska‘“ á lofti.
ás.
Helgafell
Framhald af 3. síðu.
ar í Genf. Hefur verið samið
um litprentanir á Strokuhesti
eftir Jón Stefánsson, málverki
eftir Kjarval er hann nefnir:
Það er gaman að lifa, uppstill-
ingu eftir Ásgrím og abstrakt-
mynd eftir Þorvald Skúlason.
Ennfremur hefur verið samið
við 10 aðra málara um litprent-
anir á verkum þeirra.
Prentuð hafa verið 1050 eiil-
tök, en .af þeim eru ekki seld
nema 500 hér á landi, hin verða
seld víðsvegar um heim .Skólar
eiga að ganga fyrir um kaup
þessara mynda hér á landi, og
einstakir landshlutar fá myndir
eftir ákveðnum reglum. En af-
greiðslan hefst sem sagt í dag.
Þá hefur Helgafell ákveðið
útgáfu lítilla bóka um hverni
ara. Verður ritgerð um hverni
málara, ein litmynd og 10 mynd-
ir eftir hann í svörtu og hvítu’
í hverri bók. Tvær þær fyrstu
koma í næsta mánuði um Schev-
ing, ritgerð eftir Björn Th.
Björnsson og Þorvald Skúlason,
ritgerð eftir Valtý Pétursson.
ullarkiólaefni
Ný sendíng — Mjög glæsilegt úival
------Athugið------
Aðeins í einn til þrjá kjóla aí
hverju eíni
MARKABURINN
Haínarstræti 11
Vélar frá Tékkóslóvakíu
Viljum vekja athygli á, að í sambandi við
vörusýninguna í Brno fást nú margs konar
vélar með stuttum afgreiðslutíma frá Stroj-
export, útflutningsdeild tékkneska
vélaiðnaðarins
Vinsamlegast gerið oss aðvart nú þegar um
þarfir yðar á alls konar verksmiðjuvélum
HÉÐINN