Þjóðviljinn - 07.09.1956, Blaðsíða 12
A!it logar i götuóeirðum í
suðurríkjum Bandaríkjanna
Óð/r sverting'iahatarar bjóða dómstólum
landsins byrginn, herlið á vettvang
Allt logar í óeiröum á götum og torgum borga og bæja
í suöurfylkjum Bandaríkjanna og eru þar aö verki óðir
svertingjahatarar sem bjóöa dómstólum landsins byrg-
inn og reyna aö hindra meö valdi að þeldökkir ungling-
ar neyti réttar síns til skólagöngu.
Til þessa hafa óeirðirnar ver-
ið mestar í Tennesseefylki, en
í gær brutust þær út í námu-
bænum Sturgis í vestanverðu
Kentuckyfylki.
Þar höfðu níu svertingja-
börn mætt til kennslu í gagn-
fræðaskóla samkvæmt því á-
kvæði stjórnarskrár Bandaríkj-
anna sem tryggir þeim jafnan
rétt á við hörn af öðrum kyn-
þáttum til skólasóknar í skól-
um sem reknir eru fyrir fé frá
hinu opinbera.
Þrátt fyrir úrskurð Hæsta-
réttar Bandaríkjanna sem
staðfesti þennan rétt þeirra og
þrátt fyrir ákvörðun stjórnar-
valda fylkisins að hlíta þeim
úrskurði, var komið í veg fyrir
að þau gætu setzt á skólabekk.
I gær ruddi sveit úr þjóð-
varnarliði fylkisins, vopnuð
vélbyssum og riffium, þeim
brautina gegnum þéttar raðir
óðs skríls, sem hvað eftir ann-
að gerði tilraunir til að hrifsa
börnin af hermönnunum.
Skriðdrekum með. opin byssu-
hlaup var komið fyrir fyrir
framan skólabyggingarnar.
Mörg upphlaup urðu í bænum
í gær og margir menn voru
teknir höndum.
Einnig í öðrum fylkjum
HiðomiiNN
Föstudagur 7. september 1956 — 21. árg. — 203. tölublað
Hjörleifur Sigurðsson opnar
málverkasýningu í kvöld
Hjörleifur Sigurðsson heldur fyrstu málverkasýning-
una í Reykjavík á þessu hausti. Hann opnar hana kl.
hálfníu í kvöld í Listvinasalnum viö Freyjugötu.
Á sýningu Hjörleifs að þessu
sinni eru 14 málverk, hið elzta
frá árinu 1952, en þá hélt hann
fyrstu sýningu sína i Reykja-
vík; og kemur nú fram öðru
StEZDEILAN
Framhald af 1. síðu
sinni. Einhver kynni að spyrja
hví hann sýni ekki fleiri myndir.
Hann kveðst að vísu hafa mál-
að fleiri myndir á þessu tíma-
bili, en hafi eyðilagt þær sem
hann taldi ekki ná því sem hann
ætlaðist til af þeim.
Sýning Hjörleifs verður opin 10
daga, eða til annars sunnudags-
kvölds, kl. 3—10 daglega.
Hvemig geta veðuratkuganir orðið
aivinnuveguuum að meira gagni?
Sænskur sérfræðingur hefur dvalizt hér sem
ráðunautur veðurstofunnar á þessu sviði
Undanfarinn mánuö hefur Dr. Anders Ángström, fyrr-
verandi veðurstofustjóri í Svíþjóö, dvalið hér á vegum
Sameinuðu þjóöanná sem sérstakur ráðunautur ríkis-
stjórnar íslands og Veöurstofunnar.
Dr. Ángström hefur kvnnt sér^
starfsemi Veðurstofunnar og
Svipaðir atburðir hafa gerzt
í mörgum borgum og bæjum í
öðrum suðurfylkjum Banda-
ríkjanna, t. d. í Alabama, Tex-
as og Virginíu.
Fimmtán hvítir menn sem
h'andteknir voru í bænum Clin-
ton í Tennessee í síðustu viku
fyrir að hafa komið á stað
kynþáttaóeirðum voru látnir
lausir í gær gegn trygingu.
Maður einn sem hafði hótað
að hann myndi koma með
flokk manna og leysa fangana
úr haldi var sjálfur handtekinn
skipið sem til Kýpur kemur kom
til Limassol í gær með sveitir
úr franska flughernum. Von er
á fleiri skipum næstu daga.
Egyptar viðbúnir
Kaíróútv'arpið sagði í gær, að
Egyptar væru reiðubúnir að
verja land sitt ef Frakkar og
Bretar réðust á það. Þeir hefðu
allar Arabaþjóðir að baki sér
og myndu auk þess eiga vísa
aðstoð sjálfboðaliða frá ýmsum
löndum.
Tassfréttastofan sovézka skýrði
framkvæmt byrjunarrannsókn
á því, á hvern hátt veður-
athuganir og rannsóknir á veð-
urfari geti orðið atvinnuvegum
landsmanna að meira gagni en
nú er.
í tiiefni af dvöl dr. Ang-
ström hér bauð veðurstofu-
stjóri nýlega til umræðufund-
ar, þar sem eftirfarandi efni
voru rædd;
1. Hvaða veðurathuganir
skuli gera og hversu víðtækar
til að fullnægja þörfum land-
búnaðar, sjávarútvegs og iðn-
aðar.
2. Á hvern hátt skuli unnið
úr athugunum, svo að þær
verði að sem mestu gagni fyrir
hina ýmsu aðila, sem á þeim
þurfa að halda.
3. Á hvern hátt megi koma
á eða auka samvinnu milli
Veðurstofunnar og annarra vís-
inda- og tæknistofnana um
rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna.
Á fundinn var boðið ýmsum
sérfræðingum, sem álitið var
að hefðu not fyrir veðurathug-
anir eða upplýsingar um veður-
far við störf sín.
Að loknu framsöguerindi Dr.
Ángström tóku allmargir fund-
armenn til máls. Ýmsar óskir
komu fram viðvíkjandi spám
og veðurfarsrannsóknum, og
voru allir sammála um, að
niánari samvinna væri æskileg
milli Veðurstofunnar og stofn-
ana þeirra, er þeir voru full-
trúar fyrir. Að tillögu veður-
stofustjóra var ákveðið að
stofna fasta rvefnd til að skipu-
leggja nánara samstarf þess-
ara aðila.
Afhygli manna beinist nú að
Marz sem er nálægt jörðu
Þessi nœsti nágrannahnöttur jarSarbua
er nú ,,oSeinsn 56 millj. km frá okkur
I nótt munu stjörnufræðingar um allan heim beina
sjónaukum sínum aö reikistjörnunni Marz, sem nú er
nær jörðu en hún hefur verið lengi, eða „aðeins“
56.509.000 kílómetra, en hnettirnir koma næst hvor öör-
um á 15 ára fresti.
ÞJOiflUANN
vantar ungling
til blaðburðar
Háteigsveg
Undanfarin tvö ár, meðan
fjarlægðin milli hnattanna hef-
ur farið minnkandi, hafa
stjörnufræðingar rannsakað
Mars í kíkjum sínum. 1954 tók
alþjóðleg Marznefnd til starfa
og aldrei fyrr hafa verið gerð-
ar jafnsamhæfðar rannsóknir á
þessum nágrannahnetti okkar
jarðarbúa og að þessu sinni.
„Farvegir" eða „skurðir"
Allt frá því að ítalskur
stjörnufræðingur, Giovanni V.
Seliiparelli, tók árið 1877 eftir
einkennilegum rákum á yfir-
borði Marz, sem hann kallaði
„canali‘“ (,,farvegi“), hafa
staðið miklar deilur um Marz.
Þær deilur stöfuðu að miklu
leyti af því, að orðið „canali“
var ranglega þýtt „skurðir“, en
það orð gefur ótvírætt til
kynna að þar hafi skyni gædd-
ar verur verið að verki.
Er líf á Marz?
Þau áttatíu ár sem síðan
eru liðin hafa bæði stjörnu-
fræðingar og leikmenn í þeim
fræðum reynt að finna svör
við ýmsum spurningum. Er líf
á Marz? Búa þar lífverur svip7
aðar mönnum? Eða er stjarn-
an löngu útkulnuð, eins og
stjörnufræðingar höfðu áður
talið? 1 hugum almennings og
þá sérstaklega blaðalesenda
hafa þessar spurningar orðið
ágengari, eftir að fréttir tóku
að berast um „fljúgandi
diska“, sem að sögn sumra
hlutu að hafa komið úr him-
ingeimnum og geimsiglinga-
fræðingar tóku að tala um lík-
ur á því að bráðum gætu menn
brugðið sér á milli hnattanna
í okkar sólkerfi.
Meira að segja stjörnufræð-
ingar sem voru löngu orðnir
þreyttir á þessum stöðugu
vangaveltum um líf á Marz og
höfðu orðið heldur lítinn áhuga
Framhald á 10. síðu
Kort petta af Marz og „skurðum“ peim sem hann taldi
sig sjá teiknaði bandaríski stjörnufrœðingunnn Percival
Lowell, og leiddi um leið rök að pvi, að peir væru grafnir
af skyni gæddum verum. Enn eru skoðanir skiptar um
rákirnar á yfirborði reikistjörnunnar.
Allar myndirnar eru til sölu,
nema ein sem er í einkaeign.
frá því í gær, að hópur skip-
stjóra úr kaupskipaflota Sovét-
ríkjanna á Kyrrahafi væri far-
inn til Egyptalands til að taka við
störfum sem hafnsögumenn í
Súezskurði.
Brezka þingið kvatt
saman
Brezka stjórnin kom saman á
ráðuneytisfund í gær og var á-
kveðið að kalla báðar deildir
þings saman á miðvikudaginn
til að ræða um Súezmálið. Eden
fór beint af ráðuneytisfundinum
flugleiðis til Skotlands til að
skýra Elísabetu drottningu frá
málavöxtum, en hún dvelst þar
um þessar mundir.
f Washington kallaði Dulles
utanríkisráðherra utanríkismála-
nefndir beggja deilda þings sam-
an á fund til að skýra þeim frá
hvernig málin stæðu nú eftir
fundina í Kaíró. Dulles ræddi
Súezmálið einnig við Eisenhow-
er forseta í gær og ennfremur
við fulltrúa Bandaríkjanna hjá
SÞ. Fréttamenn vestra telja að
Bandaríkjastjórn hafi í hyggju
■að leggja Súezmálið fyrir SÞ,
eða réttara sagt Öryggisráðið.
Verður vitinu koniið
fyrir þá?
Liðsflutningar Breta og
Frakka og annar styrjaldarund-
irbúningur þeirra benda ein-
dregið til þess að stjórnir þeirra
séu enn ekki horfnar frá því
að kveikja ófriðarbál í löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs.
Brezka borgarablaðið Manch-
ester Guardian sagði fyrir helg-
ina, að „brezkir og franskir her-
menn muni sennilega þegar
ganga á land í Egyptalandi ef
Nasser forseti hafnar tillögum
vesturveldanna“.
Þetta blað hefur orð fyrir
að fara ekki með fleipur þegar
rætt er um athafnir brezkra
stjórnarvalda og það má því
telja líklegt að eins og Kaíró-
viðræðurnar standa nú muni
veruleg hætta á að styrjöld vofi
yfir þessa dagana.
Enn standa þó vonir til að
vitinu verði komið fyrir ráða-
menn vesturveldanna. Stjórn
þingflokks Verkamannaflokks-
ins og brezk verkalýðshreyfing
kröfðust þess í gær einróma að
valdi yrði ekki beitt, heldur yrði
deilan lögð fyrir SÞ.