Þjóðviljinn - 19.09.1956, Qupperneq 6
.46) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. september 1956
DVIUINH
i
Útgefandi:
$.*zmehvnQa?flokkur alpýöu — Sósíalistaflokkurinn
Skipulag bæjarins
Tlyíorgunblaðið er með nokkrar
bollaleggingar í Reykjavík-
urbréíi á sunnudaginn um
skipulag og uppbyggingu mið-
bæjarins. Er því m.a. haldið
fram að ákvörðun um skipu-
lag standi á engan hátt í vegi
fyrir því að gamli miðbærinn
verði endurbyggður.
Þetta er mikill misskilningur
ef ekki annað verra. Það
eru að vísu til ýmsar hugmynd-
ir festar á pappír um skipulag
einstakra svæða í miðbænum.
Ekkert heildarskipulag af þess-
um elzta hluta bæjarins. hefur
verið gert eða samþykkt. Og
hinar einstöku hugmyndír hafa
ekki hlotið löglega afgreiðslu
eða staðfestingu viðkomandi
stjórnarvalda.
¥»að liggur í augum uppi að
æskilegast er að ganga frá
framtíðarskipulagi miðbæjar-
ins í heild en ekki í einstök-
um pörtum. Til þess hefur hins
vegar verið rík tilhneiging
hjá ráðamönnum bæjarstjórn-
armeirihlutans, einkum þegar
hagsmunir ákveðinna aðila
hafa krafizt ákvarðana. Hefur
þá ekki alltaf verið í það horft
þótt ákvörðun um skipulag og
staðsetningu einstakra bygg-
inga væri vægast sagt vafasöm.
Er í því efni skemmst að minn-
ast staðsetningar Morgunblaðs-
hallarinnar við Aðalstræti og
svo Iðnaðarbankans við Lækj-
argötu, en með honum á að
loka milli væntanlegs ráðhúss-
svæðis norðan Tjarnarinnar og
Lækjargötu!
Ibáðum þessum tilfellum voru
ákvarðanir um skipulag
teknar í samræmi við eftirsókn
ákveðinna aðila, sem töldu
hagsmuni fyrirtækja sinna rétt-
hærri en skynsamlegt skipu-
lag sem bærinn á að búa að
um langa framtíð. Þeir sem
að slíku standa taka á sig
þunga ábyrgð og verður aldrei
nógsamlega varað við slíkum
mistökum.
Verkefnið sem við blasir og
enga bið þolir er að ákveða
heildarskipulag gamla miðbæj-
arins og hefja síðan endur-
reisnina. Það á ekki að skipú-
leggja miðbæ Reykjavíkur í
pörtum heldur gera sér grein
fyrir heildarmynd þess skipu-
lags sem verður rammi upp-
byggingarinnar. Og allra hluta
vegna sýnist eðlilegt að efnt
væri til almennrar samkeppni
um það skipulag sem reisa á
miðbæinn eftir. Gætu þá kunn-
áttumenn í þessum efnum kom-
ið hugmyndum sínum á fram-
færi og það ætti að vera nokk-
ur trygging fyrir því að beztu
úrlausnir yrðu fyrir valinu.
Eru niðurjrreiðslur á vöru-
o
verði alltaf sjónhverfing;
Yísir segir í gær að það sé
íráleitt að telja það nokkra
kjarabót, þótt verð á kjöti og
öðrum landbúnaðarafurðum
haldist óbreytt og verð á slátri
og sláturafurðum lækki meira
að segja að miklum mun.
Kostnaðurinn við að halda
verðinu niðri og lækka það sé
greiddur úr ríkissjóði með al-
mannafé, og því hafi hægri
* höndin tekið það sem sú vinstri
rétti.
Að sjálfsögðu er það rétt að
kostnaðurinn við niður-
greiðslur er tekinn af almanna-
fé. En hins er einnig að gæta
að ríkisstjómin hefur ekki lagt
á neina nýja skatta af þessu
tilefni, féð er tekið af tekju-
afgangi ríkissjóðs. Á undan-
förnum árum hefur sem kunn-
ugt er sá háttur verið á hafður
að árlega hafa verið teknar af
almenningi mun hærri skatta-
upphæðir en þörf var á, þannig
að súm árirt hefur tekjuafgang-
ur ríkissjóðs numið hvorki
meira né minna en 100 milljón-
um króna. Það má segja að
með ráðstöfunum ríkisstjórnar-
innaj- nú sé verið að endur-
greiða hluta af þessari um-
framskattheimtu. Er slík end-
urgreiðsla að sjálfsögðu hags-
bót fyrir almenning, ekki sízt
þegar hún hefur jafnframt heil-
brigð áhrif á efnahagslífið,
heldur verðbólgunni í skefj-
um.
A nnars þurfa niðurgreiðslur
+ *■ úr ríkissjóði enganveginn
að vera sjónhverfing, eins og
Vísir heldur fram og oft hefur
orðið raunin. Það fer eftir því
hvernig fjár til þeirra er afl-
að. Séu peningarnír teknir af
auðmönnum og óþörfum milli-
liðum og notaðir til að lækka
vöruverð er auðvitað um beina
kjarabót að ræða. Víst hefði
farið mjög vel á því að þessir
aðilar hefðu þegar í stað greitt
kostnaðinn af þeim ráðstöfun-
um sem ríkisstjórnin hefur gert
til þess að hefta verðbólguna,
en framkvæmdimar hingað til
hafa aðeins verið til bráða-
birgða. Þess er að vænta að
þegar hin endanlegu úrræði
koma til framkvæmda verði
hlutur auðmanna og milliliða í
fyllsta samræmi við greiðslu-
getu þeirra, og Væntanlega
stendur þá ekki á heildsala-
málgagninu Vísi að láta fögn-
uð sinn í Ijós.
Tvær stöður
skákmótiii
Ur bréfi frá Giiðmundi Arnlaugssyni
Svo óvæntur sem sigur
Breta á Argentínumönnum
var, munaði litlu að hann
yrði enn stærri, því að hinn
sigurvani Bolbochan, sem
ekki hefur tapað skák á síð-
ustu þremur ólympíumótum,
var kominn í tapstöðu gegn
Penrose. Honum tókst að vísu
að rétta taflið við, en þetta
hafði þau áhrif á Pilnik, er
var með vinningsstöðu gegn
Wade, að hann tefldi illa af
sér, og um það leyti er sú
skák fór í bið, var ekki ann-
að að sjá, en Wade ætti unnið
tafl. En Wade fann ekki bezta
biðleikinn, og Pilnik tókst að
bjarga sér á skemmtilegan
hátt.
Wade
181 lil'ií'lll .
m vm W' i
mjAJAÆtk
km mkmk
.1
3vsHJ
inn 2. — Db4—d6! 3. Hcl
xc3 d3—d2 4. Hc3—c8+ Be7
—d8 (eini leikurinn) 5. Df7—
f6+ Kh8—g8 6. Df6—f7 + og
jafntefli með þráskák.
Þetta er ljómandi skemmti-
leg björgunarleið, og ekki
spillir að Pilnik fann hana
við borðið, þvi að hann hafði
fastlega átt von á 1. Dd8 og
talið skákina tapaða.
★
SKÁKIN er leikur, er ekki
þekkir til vorkunnsemi. Þar
gildir eins og stundum í líf-
inu, að glatað augnablik
vinnst aldrei að eilífu upp.
Margoft hefur einn veikur
leikur, andartaks þreytu-
merki, máð út árangurinn af
margra stunda striti. Þannig
fór fyrir Sigurgeiri í skák við
•Filipi frá Lúxemborg í arin-
arri umf. Sigurgeir átti jafn-
vel lakara framan af og ó-
hægt um vik að bæta sinn
hag. En með þrautseigju
tókst honum að smásnúa tafl-
inu sér í vil. Ekki gekk þetta
þó nema hægt, og þegar skák-
in fór í bið voru vinningslík-
urnar sannast að segja ekki
miklar. Eln Sigurgeir tefldi
ótrauður áfram næsta morg-
un og undir lokin var hann
búinn að sprengja hrókum
sínum og drottningu opnar
línur að óvinakónginum. En
þá var tímaþröngin komin til
sögunnar, Sigurgeir varð að
leika mjög hratt í flókinni
stöðu, og honum varð það á
að skipta um röð leikja, með
þeim árangri að öruggur vinn-
ingur breyttist í tvísýn tafl-
lok. Enn fór skákin í bið, og
þegar tekið var til við hana
þriðja daginn, og Sigurgeir sá,
að andstæðingurinn var orð-
inn svo mevr af brotlausri
vörn. að honum dat.t ekki í
hug að rsvna gagnsókn, held-
nr revndi ei.nungis að verjast
tapi, þá hélt Sigurgeir áfram
vinningstilraunum sínum. Að
lokum kom fram staða sú, er
myndin sýnir.
Sigurgeir
ASCDEFGH
Wf' m.
m. .
■ ■ ■ I
éÉI
■-
ABCDEFGH
Pilnik
I þessari stöðu á svartur
leik. Og ef hann hefði leikið
1. Dd8 var eina vörn hvíts
Dc6, en það nægir ekki, svart-
ur leikur 2. — d2 3. Hcdl
Hd4—d3 vinnur á ýmsa vegu
eftir því hvernig hvítur leik-
ur. En Wade áleit Db4 kæmi
að sömu notum og lék þvi
þessum leik í biðleik: Dað—
b4. En nú er röðin komin að
Pilnik: 1. De8—f7f. Nú eru
tveir möguleikar: 1) 1. —
Kh6 2. h2—h4! (og auðvitað
ekki g3—g4 vegna IIxf4) d3
—d2 3. Hcl-gl! d2—dlD 4. g3
——g4!! og hvítur á að vinna,
því að svartur getur ekki^
komizt hjá máti nema með
ofsalegum fórnum. Eða 2)
eins og sv. teflir: 1. — Kg7
—h8 2. a2—a3!! (og ekki Hx
e3 vegna Dbl+! 3. Hgl Db7+
4. Hg2 d2! og svartur vinnur,
því að eftir tvær skákir á e8
og f7 fer svarti kóngurinn til
h6 og hvítur getur ekki hindr- KomAn er út öðru sinni bókin Icelandic Lyrics, frum-
að dlDf, er vinnur þegar í kvæði og þýðingar, er Þórhallur Bjarnarson prentari gaf
stað. Vitaskuld má svartur; fyrst út árið 1930, en Richard Beck prófessor valdi og
ABCDEFGH
Filipi
Sigurgeir skákaði síðast með
hróknum, en andstæðinguriniii
bar sinn hrók fyrir skákina.
Hann er búinn að reikna út,
að fari Sigurgeir í hróka-
kaup getur kóngurinn drepið
peðið og náð þó c-peðinu.
(Hins vegar má hvítur vita-
skuld ekki drepa með g-peð-
inu, því að þá á svartur tvo
frelsingja, og hvíti kóngurinn,
nær að vísu hvorum þeirra
sem er, en ekki báðum, svo
að annar ryður hinum leiðina
með því að fórna sér). Fari
Sigurgeir hins vegar frá með
hrókinn er taflið jafntvísýnt
og áður, eða kannske öllu
heldur einsýnt, því að vafa-
samt er að nokkuð sé unnt að
gera.
En Sigurgeir fór hvorki i
hrókakaup né lék hrókniim
frá. Hann lék c4—c3! Og riú
vaknaði andstæðingurinn við
vondan draum, kóngurinn
verður að fara eftir peðinu, ef
það á ekki að verða drottn-
ing, en þá kemur Hxf3 ðg
annað hvort svarta peðið
rennur upp. 1 örvæntingu
sinni lék andstæðingurinn Hf3
xf8, en gafst upp eftir c3—c2.
ekki drepa hrókinn á c3 i
þessu afbrigði, því að þá
mundi hvítur vinna: 2. —■
Dxc3? 3. De8ý Kg7 4. Dxe7+
Kh6 5. Df8+ Kh5 6. g4+ Kh4
7. Dh6 mát.)
Svartur bauð hér jafntefli
því að hann sá að ef hann
leikur 2. — d3—d2 kemur 3.
a3xb4 d2xclD+ 4. Hg2—gl og
nú getur svarta drottningin
ekki valdað biskupinn, svo að
svartur er í vandræðum, og
gæti tapað, hann á engar
skákir. Á svipaða leið fer ef
hann leikur 2. — Dxa3. Þá
verður framhaldið 3. Hxc3! og
hvítur ætti að vinna því að
svartur getur ekki tekið hrók-
inn af sömu ástæðu og fyrr
(De8ý, Kg7, Dxc7+ o. s. frv).
Þess vegna er eini möguleik-
bjó til prentunar. ÞaÖ er hin fegursta bók, og er hin nýja
útgáfa ljósprentun hinnar fyrri. Útgefandi er einnig hinn
sami.
Þýðingarnar eru allar yfir á
enska tungu, og er bókin þann-
ig gerð að frumkvæðið er á
vinstri síðu hverrar opnu, en
þýðingin til hægrL Og er af
þeim sökum auðvert um saman-
burð. Þýðendur eru þessir: Magn-
ús Á. Árnason, Bogi Bjarnason,
Paul Bjarnason, Sir William
Craigie, Runólfur Féldsted, Erl.
G. Gillie, Gudmund J. Gíslason,
Jakobina Johnson, Skúli John-
son, Christopher Johnson, Eirík-
ur Magnússon og Vilhjálmur
Stefánsson. En kvæðin eru m.a.
eftir þessi skáld: Bjarna Thor-
arensen, Bólu-Hjálmar, Jónas
Hallgrímsson, Grím, Gröndal,
Steingrim, Matthías, Einar Bene-
diktsson, Stephan G. Stephans-
son, Stefán frá Hvítadal, Davíð,
Guttorm J. Guttormsson. Stutt
æviágrip allra, höfundanna birt-
ast með kvæðunum, svo og and-
litsteikningar af þeim öllum, en
þær gerði Tryggvi Magnússon
á sínum tíma.
Bókin, sem er 269 blaðsíður,
birtir margan gimstein íslenzkra
ljóða. En um þýðingarnar sjálf-
ár verður ekki dæmt í frétt; en
hlutur Jakobinu Johnson mun
að minnsta kosti hafa verið tal-
inn góður er bókin kom fyrst út.
Og fróðlegt er að athuga þýð-
ingar eftir Vilhjálm ■ Setfánsson.
PKKl