Þjóðviljinn - 26.09.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1956, Blaðsíða 1
IFR félagar eru beðnir að mœta kl. 8.30 í kvölcL í félags- heimilinu í Tjarnar- götu 20. Mjög áríðandi að allir mœti og komi stundvíslega. Vesturveldin eru ekki horfin frá að leysa Súezdeiluna mað valdbeitingu Pineau vill engu lofa um að valdi verði ekki beitf, telur bandamenn Frakklands hafa brugðizt þvi í gær, daginn áður en kærur stjórna Bretlands og Frakklands og egypzku stjórnarinnar vegna Súezmálsins komu fyrir fund í ÖryggisráSi SÞ, lýsti Pineau, utanrík- isráðherra Frakklands, því yfir, aö hann gæti engu lof- að um það, að valdi yrði ekki beitt til að leiöa deiluna til lykta. Robert Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, sem var for- maöur nefndar þeirrar, sem fyrri Lundúnaráðstefnan um Súez skipaði til viðræðna við Nasser forseta, sagði í þing- ræðu 1 Canberra í gær, að vesturveldin ættu ekki að vera feimin við að tala um að þau myndu beita Egypta valdi, ef nauðsyn krefði. | ÞjóSnýHng á j Indónesíu 2 ■ ! Samgöngumálaráðherra Indó- E ! nesíu ti’kynnti í Djakarta í \ ! gasr, að stjórn Indónesíu : j ■ : hefði ákveðið að þjóðnýta * 2 ■ : járnbrautirn-ar á Súmötru, en ■ j þær hafa hingað til verið í ■ ! eigu Hollendinga. Talsæsíminn ylr Manzhaf ttkinn í r >■ r Pineau gaf utanríkismálanefnd franska þingsins í gær langa skýrslu um Súezmálið og ráð- stefnuna í London. Hann lýsti yfir því, að franska stjórnin væri staðráðin í því að reyna eftir mætti að finna friðsamlega lausn á deilunni, en hann sagðist Jió ekki geta lofað neinu um það, að valdi yrði aldrei beitt, hvern- ig svo sem egypzka stjórnin hag- aði sér. Christian Pineau Pineau bætti við, að þau lönd sem hefðu verið treg í taumi á síðustu tveim mánuðum myndu eiga mesta sök, ef ástandið versnaði og egypzka stjórnin gerði sig seka um ráðstafanir, sein ógnuðu heimsfriðnum, í þeirri trú, að henni yrði leyft að italda áfram á þeirri braut sem liún hefði Iagt inn á. Pineau sagði það sína skoðun, að Súezvandamálið hefði orðið Sovétríkin unnu Rúmena í síðustu umferðinni með 2 x/2 vinning gegn iy2. Júgóslavar sem höfðu sömu vinningatölu og Ungverjar fengu annað sæt- ið, af því að þeir höfðu unnið einu landi fleira en Ungverjar. erfiðast viðureignar 20. sept- ember s.l., þegar Martino, utan- ríkisráðherra ftalíu, hefði lýst yfir því, að ítölsk skip myndu eftir sem áður greiða egypzkum stjórnarvöldum gjöld fyrir afnot af Súezskurðinum. Eftir það, sagði Pineau, dró mjög úr áhuga okkar á „notendasamtökunum". í skýrslu sinni drap Pineau hvað eftir annað á hina órjúfan- legu einingu Bretlands og Frakk- lands í allri Súezdeilunni og sagðist um leið harma, að sama væri ekki hægt að segja um samskipti Frakka við suma aðra bandamenn sína, — og átti þar greinilega við Bandaríkin. Tillaga frá Sovétríkjunum? Fulltrúar Frakklands og Bret- lands hjá SÞ ræddu í gær við alla fulltrúana í Öryggisráðinu, en það kemur s.amam á fund í dag til að ræðla Súezmálið, Sennilegt er að harðar deilur verði á fundinum, en þó verði að þeim loknum ákveðið að taka málið á dagskrá. Það er ekki búizt við að umræður um sjálf deilumálin hefjist fyrr en í næstu viku, og munu utanríkis- ráðherrar Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna þá koma til New York til að taka þátt í þeim. Fréttamenn segja, að í New York sé talið sennilegt, að full- trúi Sovétríkjanna muni leggja til þegar á fundinum í dag að ráðið banni báðum deiluaðilum alla valdbeitingu, meðan það hefur deiluna til meðferðar. Danir hlutu á sama hátt tíunda sætið, á eftir Sviss, en undan Rúmenum. Bent Larsen, danski skák- meistarinn, hlaut bezta vinn- ingshlutfali allra keppenda á 1. Framhald á 12. síðu. Hann sagði í ræðu sinni, að þau ríki sem ættu skip í förum um Súezskurð ættu að vera reiðubúin til að beita Egypta efnahagslegum refsiaðgerðum, ef Sameinuðu þjóðirnar reyndust ekki megnugar þess að ráða fram úr Súezdeilunni. Hann sagði, að Sovétríkin gætu með neitunarvaldi sínu í Öryggis- ráðinu komið í veg fyrir, að SÞ gerðu jákvæðar ráðstafanir í Súezmálinu og þá myndu brezku samveldislöndin eiga um fjór- ar leiðir að velja: 1) Þau gætu skipulagt víðtæk- ar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Egyptalandi. . R. G. MENZIES 2) þau gætu beitt valdi til að koma aftur á alþjóðlegri stjóm á skurðinum, 3) þau gætu haldið áfram samningum svo fremi sem ekki yrði fallið frá grundvallarsjón- armiðum þeirra og 4) þau gætu látið Egyptum eftir stjórn skurðarins og fall- izt þar með á algert skipbrot samveldisins í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. „Fyrsta skotið í herferð“ Menzies sagði það jafngilda sjálfsmorði fyrir samveldislönd- in að falla frá reglunni um al- þjóðlega stjórn Súezskurðarins. Þar kæmi engin málamiðlun til Pólsk Migflugvél III Danmerkur Pólsk orustuflugvél af gerð- inni MIG-15 lenti í gær á flug- velli við Rönne á Borgundar- hólmi og baðst flugmaðurinn hælis í Danmörku sem pólitísk- ur flóttamaður. Tvær pólskar orustuflugvélar af sömu gerð lentu á Borgundarhólmi árið 1953 og báðust flugmennimir hælis og var veitt það. Islendingar urðu í öðru sæti í B-riðli olympíuskákmótsins Bent Larsen haíði bezt vinningshlutíall á 1. borði, síðan Botvinnik og Friðrik Moskvu í gær. Lokaskeyti frá Guðmundi Arnlaugssyni. Skák Baldurs Möller og Kolumbíumannsins Degreiffs úr síðustu umferð olympíuskákmótsins lauk með sigri Baldurs. Urðu tslendingar þar með í öðru sæti í B-riðli mótsins, hlutu 27 vinninga, einum vinning minna en Austurríkismenn. greina. Ef þjóðnýting skurðarins væri látin afskiptalaus, myndi það verða öðrum uppörvun til annarra lögbrota, sem myndu stórskaða efnahag okkar heims, eins og hann orðaði það. Þjóðnýting skurðarins hefði greinilega verið fyrsta skotið í herferð, sem hefði verið hafin í því skyni að gera þjóðir Vestur-Evrópu algerlega háðar duttlungum eins manns. „Ekki feimnir við að tala um valdbeitingu“ Menzies komst síðan þannig að orði: „Við þurfum ekki að vera feimnir og hræddir við að nefna orðið vald. Við eigum að forðast valdbeitingu ef við getum það, en jafnframt verðum við að koma á trauötu skipulagi á grundvelli laga og heiðvirði, þar sem ránskapur borgar sig ekki“. Menzies fordæmdi þá kenn- ingu, að aldrei mætti beita valdi nem,a með samþykki Öryggis- ráðsins. Þær þjóðir sem ættu skip í siglingum um Súezskurð yrðu þvert á móti, að vera við- búnar því að beita efnahagsleg- um refsiaðgerðum. Hann lauk máli sínu með því að segja: „Við stöndum nú við vegamót nútímasögunnar. Glötun bíður okkar ef við veljum ekki hina réttu leið“. Leiðtogi ástralska Verka- mannaflokksins og stjómarand- stöðunnar, Evatt, gagnrýndi Framhald á 12. síðu i noikUR i gær í gær var tekinn í notkun sæ- talsími yfir Atlanzhafið, milli Englands og Norður-Ameríku. Brezkt skip hefur í tvö ár unnið að lagningu símans og kostaði hún um 42 millj. dollara. Brezka póstmálastjórnin, samgöngu- málaráðuneyti Kanada og banda- ríska símafélagið A.T.T. eiga símann í sameiningu. 36 satntöl geta farið. fram um símann sam— tímis. Áður hafa símtöl yfir Atlanz- hafið farið fram gegnum útvarp, og hefur samband oft verið slæmt vegna lofttruflana. Dönsk skipafélög viíja hafa ébundn- ar hendur Danska þingið samþykkti í gær með 130 atkvæðum gegn 7 atkvæðum kommúnista að Danir skyldu gerast ,aðilar að „notendasamtökum Súezskurðar- ins.“ H. C. Hansen, forsætis og utanríkisráðherra, skýrði þing- inu frá því, að danskir skipaeig- endur hefðu lagt til við stjóm- ina að hún gerðist aðili að sam- tökunum, þó með því skilyrðí að hún skuldbyndi þá á engan hátt til að sigla aðrar leiðir eiuNi þeir teldu sjálfir beztar og held-< ur ekki til að greiða öðrum gjöld fyrir afnot af Súezskurðinum en. þeir teldu hentugast. Gunnar Egilson kosinn full- trúi Félags hljóðfœraleikara Gunnar Egilson, formaður Félags ísl. hljóðfæraleikara yar kosinn fulitrúi félagsins á Alþýðusambandsþing í haröri allsherjaratkvæðagreiðslu. Allsherjaratkvæðagreiðslu í Félagi ísl. hljóðfæraleikara um fulltrúa á Alþýðusambandsþing lauk í gærkvöldi. Atkvæði greiddu 90 af 95 sem eru í fé- laginu, en 3 félagsmenn eru fjar- verandi úr bænum og gátu því ekki kosið. A-listinn fékk 53 atkvæði og var Gunnar Egilson kosmn aðal- fulltrúi, en Óskar Cortez vara- fulltrúi félagsins. B-listinn, en hann skipuðu þeir Þorvaldur Steingrímsson og Sverrir Garðarsson, fékk 37 atkv. Við fulltírúakjör til síðasta Alþýðusambandsþings í Fél. ísl. hljóðfæraleikara fékk A-listinn 32 atkv. en B-listinn 29. M Gunnar Egilson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.