Þjóðviljinn - 06.09.1957, Page 11

Þjóðviljinn - 06.09.1957, Page 11
Föstudagur 6. september 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 m Dreynngað AndFegt jafnvægi verður oft meira að þeim loknum Margar konur ganga til móts við breytingaárin með ugg og kviða. Það stafar oft af því að þær hafa ekki nsega þekkingu á þeim líkamlegu og sálrænu breytingum sem eiga sér stað á þessum umskiptatímum líkam- ans. Oftast er þetta breytingatíma- bil á aldrinum 45—55 ára. Stundum er það nokkru fyrr, en þó sjaldan fyrir 38 ára aldur. Um norrænar konur giidir það yfirleitt að þegar tíðir byrja seint, hætta þær snemma. Ráðlegt að Ieita læknis árlega Einkennin eru þau sem kunn- ugt er, að tíðir verða óregluleg- ar unz þær hætta alvcg. Éf tíðir verða óeðlilega langvarandi og með stuttu millibili er nauð- synlegt að leita læknis. Það er staðreynd að 30% óreglulegra blæðinga á breytingatímabilinu eiga sér sjúklegar orsakir. Það er aldrei of oft endurtekið, að krabbame'n þarf _ ekki að vera hætíulegt ef það er meðhöndlað í tíma. öllum konum á breyt- ingatímabilinu er ráðlagt að leita læknis að minnsta kosti einu sinni á ári. Hitakóf og roði eru óþægindi sem draga má ■ úr með róandi lyfjum og vítamínum, einkum B og E. Draga má úr vaxandi fitu Offita er annað leiðinlegt vandamál í sambandi við um- skiptin. Hún getur stafað af truflunum á efnask/ptum, vegna þess að eggjastokkarnir hætta starfsemi og hafa m. a. áhrif á skjaldkirtiliínn. lír þessu má bæta með lyfjum. Oft er nóg að halda sig við ákveðið mataræði. Margar konur þjást af svefn- leysi á þessu tímabili. Litlir skammtar af hormónum undir lækniseftirliti nægja venjulega til að færa svefninn í eðlilegt horf. Breytingatímabilið stendur venjulega i 2—3 ár. Þá er líkam- inn búinn að venjast hinu nýja. Skýrslur hafa leitt í 1 jós að 30% kvenna á breytingatíma- biiinu hafa sem sagt engin ó- þægindi. af því, 60% lítii óþæg- indi og 10% verða allveikar. Konur standa betur að vígi gagnvart þessum umskiptum ef þær hafa það í huga að þær verða hressari. og glaðari þegar þau eru um garð gengin en þær hafa verið undanfarin tíu ár eða meira. Andlegt jafnvægi verður oft miklu meira eltir umskiplin og margar konur hafa þá fyrst tima og tækifæri til að rækja persónuleika sinn. Börnin eru uppkomin, heimilið orðið léttara og augu þeirra hafa opnazt fyr- ir því að þeirra biða margir möguleikar til að finna ný verð- mæti og ný hugðarefni. Konur eiga ekki að gera meira úr veikindum sínum en nauðsyn- legt er; á hinn bóginn mega þær ekki ofreyna sig og sizt af öllu einangra sig. Bezt er að reyna að finna hinn gullna meðalveg, svo að þær sökkvi sér ekki alveg niður í vandamál sín, en gleymi hins vegar ekki að taka tillit til sjálfra sín. Þær sem rækja vel verkefni sín, hafa heilbrigð áhugamál og lifa eðlilegu fjölskyldulífi kom- ast auðveldlega yfir breytinga- tímabilið. Anglýsið I Þj óðvil| i&nuita á eftirtöldum tæk.ium EASY þvottavélum BLACK & DECKER rafmagnshandverk- færum PORTER CABLE rafmagnshandverk- færum R C A ESTATE-eldavélum A B C olíukyndingartækjum P & H rafsuðutækjum HARRIS logsuðutækjum RIDGE snittvélum. ANNAST Raftækjavinnustofa Jóns Guðjónssouar Borgarholtsbraut 21 — sími 19871 ■ ■«■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■ ■■■*■■■■■ Vern Sneider: ÁGvsmb 76. Seiko skyldi ekki hafa verið viðstaddur veizluna, því að Fyrsta blóm söng dá- samlega söngva og hún dansaði með því- líkum ágætum að Fisby skildi vel að hún var frægasta geishan í 'Naba. En Fisby var mjög hreykinn af Hokka- ido. Já, jafnvel lögreglustjórinn varð að viðurkenna að enginn gat sungið „ba....ba.... ba....“ á jafn raunverulegan hátt og Hok- kaido, þ'ótt allir gestirnir hefðu reynt það einhvern tíma kvöldsins, bæði sem ein- söngvarar og samsöngvarar. Það var hljótt og kyrrt í þorpinu um morguninn. í kveðjui’æðu sinni kvöldið áð- ur hafði Fisby sagt öllum, einnig Sakini, að þeir mætu sofa til hádegis — og sú til- kynning vakti feikna fögnuð. Fisby hefði sjálfur sofið út, ef hann hefði ekki verið einn þeirra manna sem vakna ævinlega fyrir klukkan átta og haldast ekki við í rúminu. Nokkrar konur sáust á stjákli hér og þar. Og ein þeirra, sem sé ungfrú Higa Jiga með Sakini grútsyfjaðan í eftirdragi stefndi beint til aðalstöðvanna. Þegar ungfrú Higa Jiga stóð fyrir fram- an skrifborð Fisbys, óskaði hann þess að hann hefði ekki farið á fætur því að ung- frú Higa Jiga var vitund yggldari en venjulega, enda var hún talsvert úrill þennan morgun. „Húsbóndi,“ sagði Sakini hásri röddu. „Veiztu hvað hún halda?“ „Hvað heldur hún?“ spurði Fisby. Hann var líka hás eftir allan sönginn kvöldið áður. „Jú, hún halaa við kannski ekki hafa neinn siðaðan mann hér.“ „Engan siðaðan mann!“ Fisby varð steini lostinn. „Sakini, þú skalt segja henni, að ég hafi aldrei séð glæsilegri hóp —“ „En hún ekki tala um í gæi'kvöldi, hús- bóndi. Hún vita allt um það, því hún var í garðinum að kíkja inn.“ Sakini neri svefndrukkin augun. „Hún tala um þenn- an morgun.“ „Gerði einhver eitthvað af sér í morg- un?“ spurði Fisby. „Já, húsbóndi. Sjáðu til, í morgun á- kveða hún að hafa tedrykkjuveizlu í nýja cha no yu húsinu. Og hún ákvoða að hún þarf að hafa nokkra náunga að æfa siðina á.“ „Nú?“ „Já, og þegar náungarnir sjá hver það er, þá koma þeir ekki til dyra. Þeir bara fara aftur að sofa.“ „Ég' býst við að þeir séu dálítið þreyttir núna,“ sagði Fisby til skýringar og réttlæt- ingar. „Sjáðu til, þeir — “ „En ungfrú Higa Jiga segja siðaðir menn fara stra:: á fætur og segja : Já, góðan dag- inn. Ég koma undir eins.“ Fisby hélt að áhöld gætu verið um það, en hann sagði ekkert því að .hann vildi ó- gjarnan munnhöggvast við ungfrú Higa Jiga. „Og hún spyrja Seiko líka,“. hélt Sakini áfram. „Hún alltaf haJda hann góður ná- ungi. En í morgun hann bara vilja mála diska. Og hún segja. það ekki kurteisi af honum þegar hún bjóða honum að drekka te með sér.“ „Jæja, hvað á ég að gera í rnálmu ?“ spurði Fisby. „Jú, hún halda að af því þú ert eini sið- aði maðurinn í þorpinu þú kannski vilja koma og drakka te með henni.“ Fisby bjóst nú við að það væri orðnrn aukið, en hann var næstum einn á fófum og hún hafði gripið ihann glóðvolgan. Hvað gat hann gert annað en þiggja boðið, eða öllu heldur hlýðnazt skipuninni. ,,0g ungfrú Higa segja tedrykkja abtaf formleg, húsbóndi. Hún vilja þú vera í slopp eins og í gær. Og hún verða" tilbúin eftir fimmtán mínútur.“ Fisby stóo upp af skrifborðsstólnum. Nú varð hanu að ganga upp hlíðina tjl að f ra í sloppinn. „Ö, Sakini,“ sagði hann. „Hvar á ég að hitta þ.ig?“ Sakini srieri sér við í skyndi. „Verð ég líka að fara, húsbóndi?“ „Auðvitað. Hvernig á ég annars að vita hvað er að gerast? Og vilt þú ekki vera / ið- aður maður?“ Sakini klóraði sér í höfðinu. „É;; v'Idi heldur sofa, húsbóndi. Þú segja ég geta átt frí í morgun.“ Fisby neri á sér hökuna. „Tja, þegar te- drykkjunni er lokið máttu eiga frí a’Ian daginn. Hvernig lízt þér á það?“ Þótt Sakini hefði ekki mikinn áhuga á tedrykkjunni, þá varð hann frídegirum fegmn, því að hann ætlaði að veiða. 3vo fór hann til að fara í sloppinn. Síðan hittust þeir aftur í aðalstöðvunum og gengu saman að húsi ungfrú Pliga Jiga — skrumskældu, ómáluðu tveggja her- bergja. húsi í þéttum bananalundi. H'r.ura megin við beran, gróðurlausan húsagarð- inn, harðan eftir spark ótal fóta — stóðu tvær kónur við þunga steinkvörn og möl- uðu soya baunir. „Þetta er mamma ungfrú Higa Jiga og Takamini frænka hennar“. sagði Sakini. „Þær búa til baunamauk.“ Hann benti. ,,0g þarna amma ungfrú H ga Jiga í föðurætt og hún segja þeim hvei-nig þær eiga að gera það.“ Fisby hneigði sig fyrir konunum og þeg- ar þær brostu til hans sá hann að með þeim var mikið ættarmót, þótt þær vairu aðeins tengdar. Allar voru þær axlasignar með langa handleggi og bogna fætur og litu út alveg eins og ungfrú Higa Jiga. Amman sagði eitthvað og Sakini þýddi: „Húsbóndi, hún biðja þig að afsaka að pabbi ungfrú Higa Jiga er ekki hér, en hann er i bakgarðinum að gefa svínunum." ,,Það gerir ekkert til,“ sagði Fisby. „Ekki minnstu vitund. Og meðal annarra o:ía, Sakini, spurðu hvernig Hiyoshi líði.“ „Ö, þú eiga við bezta svínið hennar ung- frú Higa Jiga?“ „Já, einmitt.“ Sakini spurði. Og amma ungfrú Higa Jiga sem virtist hafa orð fyrir hópnum þegar hún var viðstödd, hristi höfuðið dap- urlega. ,, Hún segja honum ekki líða mjög vel í morgun, húsbóndi. í gær hann Átrjúka burt aftur og fara út á akrana og borða of margar sætar kartöflur. Nú e'r hann með magapínu." „Það var leitt,“ sagði Fisby. ,,Ég vona það sé ekkert alvarlegt.11 „Þær ekki halda það, húsbóndi. Þær gefa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.