Þjóðviljinn - 14.09.1957, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1957, Blaðsíða 1
 Laugardagur 14. septcmber 1957 — 22. árgangur — 20C. tölubl. Ljóðviljann vantar nokkrd unglinga til blaðbnrðar § næstunni, bseði í Rcykjavlls og Kópavogi, Mý útsvarsskrá verður kærufrestur auglýstur Á undaulialdi sínu kveinkaði íhaldið sér þó við að sam- þvkkja skýlausa tillögu. sem allir bæjarfulltrúar minni- hlutaflokkanna stóðu að, um nýja niðurjöfnun útsvara Aukafundur var boðaður í bæjarstjórn Reykjavíkur síðdegis í gœr og var um- rœðuefnið, hvernig bœjarstjórnin skyldi bregðast við úrskurði félagsmálaráðuneyt- isins í útsvarsáLagningarmálinu. Á fundinum stóðu allir sjö bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna að til- lögu þar sem lagt var fyrir niðurjöfnunarnefnd að hefjast þegar handa um^ niðurjöfnun útsvara og leggja fram nýja útsvarsskrá. íhaldsfulltrúarnir treystust ekki til að fella þessa tiilögu hreinlega, en sátu hjá er greidd voru atkvæði um hana, svo að hún fékk ekki stuðning bæjarstjómar. Þess í stað samþykkti íhaldið tillögu, þar sem ákveðið er að gera nýja skrá yfir útsvör gjaldenda í bænum og auglýsa kærufrest að nýju. Til þess að breiða yfir sárasta brodd ósigurs síns í málinu er samþykkt meirihlutans jafnframt hlaðin einstæðum skætingi í garð íélagsmálaráðherra, og á bæjarstjórnar- fundinum í gær var ekki gerð tilraun til að svara úrskurði ráðuneytisins með lagatilvitnunum eða rökum heldur eingöngu með gífuryrðum og svigur- mælum í garð ráðuneytisins. unarneínd og bæjarstjórn á- kvæðu að taka ekkert mark á honum, og myndi sú Ieið valda miklum málaferlum, og í annan stað leið sú er niðurjöfnunar- nefnd hefði valið og tek n var? upp i tillögu borgarstjóra. Til- laga þessi var í 10 liðum og eins og áður er sagt að miklum hluta skætingur í garð félagsmálaráð- herra og ráðuneytis líkt og ræða flutningsmanns. íhaldið ber eitt ábyrgðina Ingi Iv. Helgason, bæjarfull- trúi sósíalista, tók næstur til máls. Sagðj hann í upphafi að harma bæri að ástæða hefði gef- Framhald á 3. síðu Útsvarsálagningarmálið var eina múl á dagskrá aukafundar- ins 1 gær og stóðu umræður um það í rúma þrjá tíma. „Að gera skrá yfir útsvör“ Gunnar Thoroddsen borgar- stjórj fylgdi málinu úr hlaði. Viríist borgarsíjóri all velMfyrir- kallaður og mún betur undirbú- inn til ræðuhalda en á síðasta bæjarstjórnarfundi. Hann rakti 1 fyrstu stuttlega úrskurð félags- málaráðuneytisins og skýrð síðan frá fundi sem niðurjöfn- unarnefnd hélt um málið í gær, en þar var samþykkt með 3 at- kvæðum gegn einu tillaga svo- hljóðandi: „Niðurjöínunarnefnd hefur notað sömu starfsaðferðir við á- lagningu útsvara í ár og undan- farin ár, án þess að félagsmála- ráðuneytið eða aðr.r hafi vé- fengij lögmæiti þeirra starfs- aðferða. Þó að nefndin telji eftir atvikum ekki ástæðu til að hverfa frá fyrri vinnubrögðum, telur hún rétt, þar sem viss formsatriði hafa ver;ð véfengd, að gera skrá yfir útsvör gjald- enda i bænum, samkv. IV. kafla útsvarslaga, og auglýsa kæru- frest að nýju.“ Björn Kristmundsson bar fram svofellda breytingartillögu: „Síðari hluti tillögunnar orðist svo: Þó að nefndin telji eftir at- vikum ekkj ástæðu til að hverfa frá fyrri vinnubrögðum, þ. e að framkvæma nokum hluta á- lagningarinnar í vélum, ákveð- ur hún með tilvísun til úrskurð- ar félagsmálaráðuneytisins. dags. 11. þ. m., að framkvæma nýja niðurjöínun, svo sem bar er mælt fyrir.“ Breyíingartillaga Björns var felld með 3:1 atkv. Gífuryrði í stað raka Ræða borgarstjóra var að öðru leyt; safn gífuryrða í garð fé- lagsmálaráðherra og ráðuneytis- is. Úrskurður ráðuneytisins byggðist „efnislega ekki á nein- 'A4 ú~- Hér er uppdráttur af bænum og er talið frá austri til vesturs; eldhús, skali, stofa og búr og gangur á milli. um rökum", væri „eklcert nema orðhengilsháttur og bókstafs- trú“, .meinloka sem ekki fengi staðizt." Um tvær leið;r væri að velja, er svara ætti úrskurði ráðuneyt- isins. 1 fyrsta lagi að niðurjöfn- Ilér er stofan eins og hún leit út að greftri Ioknum. sumar mt ppgröft ú Bær graíinn upp, sem lagðist í eyði í Öræfagosinu mikla 1362 í gæi kvaddi Gísli Gestsson, safnvörður, blaðamenn á sinn fund og skyrði frá því, að nú væri að mestu lokið uppgreftri á bæjarrústum þeim hjá Hofi i Öræfum, sem fundust um sumarið 1955. Mun bærinn hafa heitið Grund og lagðist i eyði 1362. Það var sumarið 1955, er ver- ið var að vinna i kartöflugarði rétt njá Hofi í Öræfum, að kom- ið var niður á bæjarrústir. Er betur var að gáð, reyndist þania vera fjós og hlaða og var hvort tveggja óvenju vel varðveitt, því þarna hafði fallið feikn af vikri og voru stærstu hnullung- arnir á stærð við mannshöfuð. Bæjarröðin er um 40 metra löng og skiptist hún þannig, talið frá ausiri til vesturs: Eld- hús, skáli, stofa og búr. Auk þess fundust svö smáhýsi fyrir aftan bæinn og hefur annað þeirra verið baðstofa. Einjiig fundust lengra frá tvö smáhýsi önnur, byggð saman. Hefur ann- að þeirra verið svokallað sofn- Þótti alveg Ijóst að vikurinn hús, en í þeim húsum var þurrk- hefði fallið í Öræfajökulsgosinu að korn við eld. Ekki er vitað mikla árið 1362, en þá féll sveit- in Litlahérað alveg í eyði, en Litlahérað er nú nefnt Öræfi. Var nú tekið að leita að bæj- arhúsum og fundust þau um 100 m frá fjósinu og hlöðunni. í sumar dvaldi Gísli Gestsson safnvörður þarna í 6 vikur við uppgröft og rannsóknir og er verkinu að heita má að fullu f lokið. fyllilega um merkingu orðsins sofn, en þetta orð er einnig notað í Færeyjum. Eins og áður er sagt hafa rúst- irnar varðveitzt sérstakiega vel undir vikurlaginu og standa all- ir veggir enn og einnig neðstu þakheilur. Aftur á móti hefur vikurinn unnið vel á öilum við, en sýnt þykir samt sem áður, að veggir hafi verið þiijaðir með timbri og í skála hefur verið fjalagólf, enda aldrei ver- ið neinn hörgull á rekavið á þessum slóðum. Ekki fundust margar minjar á staðnum, og hefur fólkinu senni- lega tekizt að flýja bæinn með allt sitt er gosið hófst. Þó fund- ust þarna brýni, snældusnúðar, tveir eða þrír kvarnasteinar og steinkolur. Einnig fannst þar hengilás, sem er eins og hengi- lásar, sem gerðir voru á þessum tíma og er það frekari sönnun á því, að rétt sé til getið um á hvaða tíma bærinn hefur lagzt í eyði. í fjósinu standa básarnir enn óhaggaðir og hafa þe;r verið sex. Hlaðan hefur verið mjög stór á þeirra tíma mælikvarða, 14 m á lengd og 2 m á dýpt og hefur sennilega rúmað um 100) hesta af heyi. Þarna rétt hjá er hlaða nú í dag, sem mjög svipar til þessarar, en er þó dálítið minni. Fullvíst þykir, að bær þessi Framhald á 8 síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.