Þjóðviljinn - 14.09.1957, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.09.1957, Qupperneq 4
’&) — 1>JÓÐVII>JINN — Laugardagur 14. september 1957 Svo virðist af frásögnum manna, sem ferðazt hafa um hálendi landsins í sumar, sem minkurinn hafi nú lagt undir sig mikinn hluta hálendisins, a. m. k. norðanlands og vest- an, og uni þar lífinu hið bezta. Minkurinn er harðgerð skepna og lætur ekki á sig fá, þó að stundum blási kalt á öræfun- um. En fjölgunin er geysi- mikil og þvi má gera ráð fyrir, að þess verði ekki langt að bíða, að hann iáti sér ekki nægja að eiga einkum bústaði á fjöllum uppi og heiðum, heldur leggi einnig undir sig sveitir allar, og mun þá fyrst finnast fyrir alvöru, hvílíkur vágestur hefur tekið sér ból- festu í landinu. Befir og minkar. Refir hafa lifað í landinu allt frá því að lándnám hófst hér og hafa þá sennilega verið búnir að eíga hér heimkynni um langan tíma. Hafa þeir jafnan þótt illir i nábýli við Sauðfé landsmanna og því alla tíð verið reynt að útrýma þeim. Það hefur þó aldrei tekizt, en hins vegar hefur reynzt unnt að halda fj.qlguninni í skefj- um og þar með draga úr þeim búsifjum, sem af þeirra völd- um verða. En marga kindina hefur lágfóta samt lagt að velli öll þau ár, sem hún hef- ur búið hér í nábýli við okk- ur. En fleiri eru þó fuglarnir sem munu hennar aðalfæða. Minkar hafa aftur á móti ekki verið til hér fyrr en á síðustu árum. Þeir voru upp- haflega fluttir hmgað og ræktaðir í búrum vegna skinn- anna, sem eru allverðmæt. En fljótlega kom að því að einn og einn og. tveir og tveir sluppu úr haldi og hófu frjálsan búskap við ár og læki og vötn og tjarnir í byggð og óbyggð. Síðan hefur þess- um villtu minkum fjölgað svo að með ólíkindum er, og þeir hafa dreifzt um meirihluta landsins, án þess að við nokk- uð réðist. í nokkrum tilfellum hafa þeir komið heim að bæj- Verðmerkingarnar — Em verzlanir skyldugar að verðmerkja vörurnar? — Fylgizt með verðlaginu. BORGARI skrifar: „Póstur sæll! Eins og kunnugt er, fyr- irskipuðu núverandi stjórnar- völd á sínum tíma að verzlan- ir skyldu verðmerkja þær vör- ur, er þær höfðu til sölu; átti þetta að auðvelda almenningi að fyigjast með verðlaginu. Fyrst i sr.að virtist þessu vera sæmilega vel framfylgt, mað- ur sá ekki mikið af því, að verzlanir stilltu óverðmerkt- um vörum út í glugga, og segi ég fyrir mig, að mér fundust verðmerkingarnar vera mikils hagræðis, Nú sýn- ist mér sem margar verzlan- ir séu orðnar býsna kæru- lausar fyrir þessu; maður sér æ meira af óverðmerktum vönim í gluggum og hillum verzlananna. Nú vil ég spyrja: Eru verzlanir sk.yid- ugar til að verðmcrkja vör- urriar lijá sér? Og ef svo er hvers vegna er þá ekki geng- ið röggsamlegar eftir því að þær geri það undanbragða- laust? Ég tel, að .verðmerk- ingarnar séu ein aðalforsenda þess, að hægt sé að halda uppi því almenna verðlags- eftirliti, sem nauðsynlegt er. Almenningur þarf vissulega að vera vel á verði í þessum efnum og kvarta samstundis, ef honum finnst eitthvað öðruvísi en það á að vera“. — Pósturinn vísar spurning- um bréfritara til verðlags- stjóra og væntir þess að fá skýr svör við þeim, einkum því, hvort verzlanir séu skyld- ugar til að verðmerkja vör- •urnar. Þá tek ég eindregið undir áskorun bréfritara til almennings um að slaka ekki á sinu eigin verðlagseftirliti. Fólk á ekki að láta jafnvel smávægilegustu frávik frá því að öllum verðlagsákvæðum sé hlýtt og framfylgt, afskipta- laus. Sívakandi athygli og eft- irlit fólksins sjálfs er sterk- asta aðhaldið, sem hægt er að setja verzlununum. Ég var dálítið hissa á því, þegar eitt blaðanna sagði frá. því um daginn að á tímabili hefði molasykur verið talsv.ert ó- dýrari hjá KRON en kaup- mönnum, án þess að fólk viríist gefa því neinn gaum. Ég hélt, að fólk fylgdist bet- ur en svo með verðlaginu á algengustu-vörutegundum, að sumum verzlunum héldist at- hugasemdalaust uppi að selja þær á miklum mun hærra verði en aðrar verzlanir. Ég hef heyrt fólk segja sem svo að allar vöyur hafi hækkað í verði að undanförnu, og sömuleiðis segja aðrir, að sumar vörur hafi lækkað í verði. Ég veit að það er hægt að nefna dæmi um hvort- tveggia. Og nú skora ég á lesendur blaðsins að benda mér bréflega á nokkur dæmi um hækkað vöruverð og jafn- mörg dæmi um lækkað vöru- verð. Ég sagði að hvort- tveggia" væri til, og ’ eg trúi ekki öðru en lecendur Bæjar-, póstsins fylgist það vel með verðlaginu, að þeir geti fvrir-] hafnarlitið orðið við þessum , tilmælum. leggja sig um og brugðið sér í hænsna- hús og hafa þá ekki látið við það sitja að fá sér nokkra kjúklinga í gogginn, heldur hafa þeir jafnan gengið af hverri hænu dauðri og hönum með. Slíkt er eðli minksins, að drepa miklu meira en hann hefur þörf fyrir til átu. Virð- ist hann mun blóðþyrstari en lágfóta, sem að jafnaði drep- ur aðeins sér til matar. komi að gagni til að draga úr útbreiðslu og fjölgun minksins verður að gera alls- herjar herferð um land allt, þar sem minks hefur orðið vart. Og sennilega myndi það þó ná skammt. Kannski er eina vonin að sýkja nokkra minka smitandi veiki og sleppa þeim síðan lausum í von um að stofninn næði að smitast og falla þannig. Slíkt er að vísu ómannúðleg aðferð og ekki hægt að mæla með henni nema öll önnur ráð þrjóti, en þess er líka að gæta að við illan er að eiga. Og vera má að dæmið komi til með að standa þannig áður en lýkur, að annað hvort verði landsmenn að sigra minkhir., eða ella, að stór landssvæði,, sem nú eru byggð, hljóti að fara í auðn. Minkurinn sigrL Minkaplágan er þegar orðin uggvænleg, og of lítið hefur enn verið reynt til að af- stýra henni. Svo má ekki leng- ur ganga. Það má ekki bíða þar til of seint er að spyrna, við fótum. Kannski vita dýra- fræðingar eða þeir, sem fróðir eru um lifnaðarhætti minks- ins hér eða erlendis, einhver ráð, sem að gagni mega koma, og hulin eru leikmannsaugum, en þeir mega þá ekki liggja á þeim. Hér bráðliggur á, að gerðar verði ráðstafanir, sem að gagni mega koma. Fuglalíf og silungsár. Ef svo heldur áfram sem horfir um útbreiðslu minksins hér á landi er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að allt fuglalif leggist hér niður á tiltölulega skömmum tíma. Svo mikill fjöldi minka er nú kominn út af þeim tiltölulega fáu dýrum, sem sloppið hafa úr haldi, að með sama áfram- haldi um fjölgun, er óhætt að fullyrða, að eftir nokkur ár verða minkarnir á Islandi nokkur hundruð þúsund að tölu, og ef þeim fjölda ekki tekst að útrýma fuglalífinu þá er það ekki hægt, og til einskis að tala framar um of- veiði af mannavöldum. Þá veiðir minkurinn einnig silunginn úr ám og vötnum, því -að hann er jafnfær í vatni sem á landi, og trúlega fúlsar hann þá ekki við laxi. Það má því reikna með, ef ekki verður aðgert, að öll lax- og silungsveiði verði brátt úr sögunni á íslandi, ög mun mörgum þykja súrt í broti. Og hvað verður svo, þegar mirikurinn hefur etið upp allah fugl og silung, mun hann þá ekki gerast áleitnari við bú- fénaðinn en hingað til hefur verið? Sennilega eru hestar og kýr óhult fyrir honum, en sauðfé alls ekki, a. m. k. mun hann eiga hægt með að bana unglömbum. Um hænsn og aðra alifugla þarf ekki að ræða. Slíku er hans uppá- hald að kála. Minkaveiðar. En hvað skal gera ? Hvernig á að stöðva pláguna miklu ? j Við því hefur enginn fundið j fullnægjandi svör að svo j komnu. Fyrst eftir að plágunnar j varð vart var ráðinn einn maður með nokkra hunda til að veiða minkana. Varð að sönnu nokkur veiði, en ek’ki sem neinn veginn nægði til að stöðva útbreiðsluna. Og er ekki hægt að gera ráð fyrir að með slíkum veiðum verði nokkru sinni hægt að ráða | niðurlögum þessa illþýðis. Hins vegar gefur það ( nokkra jhugmynd um, hve mikil útbreiðr.Ian er orðin, að , i bóndi í Skagafirði, sem a einn f veiðihund ættaðan frá Carlsen minkabana, hefur með aðstoð f hans veitt um 90 minka i sumar. Nokkuð hefur einnig verið veitt í gildrur, og má vera, að þannig mætti ná nokkrum ár- angri. En til þess að veiðar ^ með hundum eða gildrum . Námsflokkar Reykjavíkur Innritun hefst föstudaginn 20. sept. og lýkur þriðjudaginn 1. okt. Innritað verður alla virka daga á þessu tímabili í Miðbæjarskólanum kl. 5 til 7 og 8 til 9 síðdegis. Kennsla byrjar fimmtudaginn 3. okt, Allar nánari. upplýsingar við innritun. Skólastjóri, Innil&gar þakkir til allra e,r minntust mín á sextugsafmœli rnínu. Hallöór Pétursson, í’ ’ Snælandi. MARKAÐUR1N N Laugavegi 100 og Haínarstræti 5 líögverjalancl Framhald af 12. síðu. vitnisburðum fyrir Ungverja- landsnefnd SÞ. 1 umræðuiium á Allsherjar- þingi SÞ i gær um Ungverja- landsskýrsluna tók Lal, full- trúi Indlands, til máls. Hann kvað hvorki friðinum í lxeim- inum né ungverslcu þjóðinni gagn gert með þvl að kveða upp áfellisdóma eins og málum væri nú komið. Það sem mestu máli skipti væri að v-ilji ung- versku þjóðarinnar næði fram að .ganga. Fulltrúi írlands héfði bent á leið til þess, þegar hann lagði til að herir Vesturveld- anna og Sovétríkjanna yrðu smátt og smátt fluttir á brotl úr Evrópulöndum undir eftir liti SÞ. Indverslci fulltrúinn kvaðsl hvorki geta greitt atkvæði með skýrslu Ungverjalandsnefndar- innar né tillögunni um fordæm- ingu á stjórnum Sovétríkjanna og Ungverjalands. Þetta mætti þó alls ekki skilja svo að Ind- landsstjórn hefði velþóknun á því, sem gerzt hefði í Ung- verjalandi. Fulltrúi Júgóslavíu sagði, að skýrsla Ungverjalandsnefndar- innar væri allt annað en hlut- læg og tillaga Vesturveldanna væri hvorki heilbrigð né líkleg til að láta gott af sér leiða. Kvaðst hann þvi hvorki geta, fylgt skýrslunni né tillögumii.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.