Þjóðviljinn - 15.10.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.10.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Leck Fischer: niður að firðinum. Nafnið er svo skáldlegt.. Stígurinn hingað upp heitir meyjarstígur. Já, því ekki það. Meyj- arstígur upp í predikunarstól. Svo er Sorgleysa og Himnahæö. Sorgleysa er lystihús með als konar skrið- kvikindum og föstum bekkjum og Himnahæð er dálítil steinhæð með bekk, þar sem sólin er svo sterk aö engin getur setið. En ég lá sem sé í predikunarstólnum og hafði tekið stól frú Sewald án þess að vita af því. Það gerði ekkert til. Frú Sewald náði sér í annan stól og dró hann aö mér. Hún er dálítið skorpin ekkja, sem hefur verið gift lögfræðingi og á son sem er við nám. Hann á aö vcra lælcr ir líka. Hver ætiar sér það ekki? Hún kemst illa af, en nú er hún sem sé komin í leyfi og það var'eins og hver önnur heppni að við fengum miðdegismat í dag. Lánardrottnarnir þyi’past aö Frið- sældinni, eins og sagt er að hræfuglar á eyðimörk hópist aö dýri sem lagzt er fyrir til að deyja. Ég hef meöaumk- un með þeiin. Það er hírðuleysi að taka út 'vörur hjá fólki og borga þær ekki. Mér finnst þaö nálgast svik. Það hefur mér alltaf fundizt. Og meðan viö lágum og reyndum að sofna gekk Ejlersen og sló blettinn og illgengri sláttuvél, án þess að hirða um okkur. Hann minnir á frú Sewald er með dálitla ýstru. Andlitið er annars hið sama, dálítið þurrar, skorpnar kinnar og hvöss haka sem setur sultarsvip á andlitiö. Hann er yfir sextugt og hjólar í langferðir sínar á fornfálegu reiðhjóli, sem bundiö er^ saman hér og þar nuð seglgami. Frú Sewald heldur að hann sé til alls vís. Þaö lét tortryggilega í eyrum. Rétt eins og hinn skikkanlegi Ejlersen gæti átt það til að fremja morö og ræna friðsama vegfarendur. Ef frú Baden verður aö liætta er enginn til að annast Ejler- sen. Þá er hann búinn að vera og veröur að láta sér nægja ellistyrk. Ilann berst þannig fyrir sínu. Ég er farin að fá samuð með honum. Annars gat ég ekki hent reiður á öllu því stanzlausa málæði sem draup af vörum frú Sewalds eins og hun- ang. Ég hafði líka haft meö mér dagblað, en mér vannst enginn tími til að lesa, þótt nóg væri til að sökkva sér niður í. Heimurinn býr sig undir styrjöld og nýtur síö- asta sumarsins. Það var sólskin og ég var þreytt á loft- inu og seinagangi hins bjarta dagá. Ég var þreytt á að heyra talað um ekkjur og piparmeyjar sem hafa ekki fyrir útgjöldum sínum en langar þó til aö fá sómasam- lega jarðarför. Ég er þó kvenmaöur ennþá. Eða er ég sjálf aö því komin aö lenda í þessari biðröð. Einn góðan reðurdag hættir maður að vera kona og þá bíður mað- ur dauðans í tuttugu ár. Eða er það ef til vill alls ekki þannig? Frú Sewald vissi aö sjálfsögðu líka dálítiö urrTdóltur frú Baden. Hún vissi allt sem vert var aö vita um Frið- sældina og íbúana þar. Ebba gengur niður að brúnni, því að hún er aö horfa á ungan mann sem á heima hinum megin og er stundum að veiða fyrir sunnan prédikunarstólinn. Frú Sewald hefur ekki séð þau sam- an, en hún býst viö aö koma þeim á óvart einhvern daginn. Sambandið er ekki móöurinni að skapi. Því hvaö er hann? Ekki annað en vesall fiskimaður. En hann er kannski brúklegur karlmaöur, svaraði ég og gerði rödd mína blíða, en samt sem áöur sá ég hve henni varð hverft við og hendurnar á henni fóru á iö. Hún glennti upp augun rétt eins og ég hefði afhjúp- aö mig í bókstaflegum skilningi og ekki bara komið upp um það munnlega hve lastafull og spillt kona ég hlaut að vera. Nú er mannorð mitt gersamléga eyðilagt. Iíafi þær ekki veriö forvitnar fyrir, þá eru þær þaö áreiðanlega nú. Frú Sewald lá svo á að kornast niður af prédikunarstólnum að þaö var næstum grunsamlegt. AÖ hugsa sér hvaö hún er, fróöari eftir. Það var svo sumarmildur og fagur dagur í dag og ég lá ein og ánægð og reyndi aö rifja upp eitthvað fallegt. Ég lá og reyndi að segja upp sjálfa mig: Þú hefur lifað ýmislegt fallegt. Hvers vegna kemur ekki góð minning og endurnærir þig. Hvers vegna eítu enn þrúguð af því sem þú fórst frá. Og ég lokaði augunum og Hálfdán brosti til mín og þaö var aftur sumai’ eins og þá. Ég hef lifað eitt einasta sumar á ævi minni. Eitt einasta villt og gott sumar. Það var aldrei annað. Við hittumst á ströndinni. Ég hef sjaldan séð eins fallegan karlmannslíkama og Hálfdáns. Hann minnti ekki á gráfölan maðk sem allt í einu sleppur út í sól- skiniö. Ég var tuttugu og fimm ára og hafði ekki fengið sumarleyfi fyrr. Það var svo auðvelt að kynnast. Hann snart hönd mína? Sjáðu, sagði hann, nú er fjara, eftir sex tíma fer aftur aö flæða. Það er eilíf hringrás eins og hjá stórri klukku sem aldrei stanzar. Fjórum dögum seinna varö ég ástmey hans í húsi sem hann hafði fengið aö láni og í rúmi sem hann átti ekki. Ég vissi hvað honum lá á hjarta, og þó fór ég meö honum. Það héngu myndir á veggjunum í stof- unni og ég gleymi þeim aldrei. Gamall, sviphreinn maöur sat í stórum stól og horföi ástúðlegum augum á ungan ástarfuna okkar og barn brosti og hélt á rúð- óttum bolta. Fyrir utan gekk hin mikla klukka hafsins meðan við bergðum hvort á öðru og vorum óþreyt- andi. Ég varö um kyrrt nóttina og fólkiö á gistihúsinu glápti á eftir mér. Það var óþrifalegt, ömurlegt gistihús meö rifnu veggfóðri og lélegum mat. Svo flutti ég til Háifdáns og viö vorum saman í viku. Ég bjó til mat handa honum og borgaöi hann. Það var ekki nema sanngjarnt.' Hann var tuttugu og eins og ég fjórum árum eldri. Hann var ekki farinn að vinna sér neitt inn. Ég átti peninga. Og ég varð önnur manneskja vegna þess að karlmað- ur hafði snortið mig. Hendur hans voru svo tillitssamar til þess aö hræða mig ekki, en ég var ekki hrædd. Ég tók 4 móti honum með opin augun. Má ég ekki hrópa það yfir allar gömlu kvensurnar hvaö einu sinni kom fyrir mig. Því ekki aö segja það í stað þess að heyra laumulegt fótatak þeirra fyrir utan dyrnar mínar og heyra hvíslið í þeim ganga munn frá hrunni, þegar þær halla sér hver aö annarri, anda hver upp í aöra og skiptast á leyndardómum. Ég hef veriö kona eins og hver önnur og- ég er þaö enn. Sumarið það varð ég nýfædd og eldgömul undir höndum karl- manns. Hann kenndi mér allt og ég lifði, liföi til hins éám&ii&þát&UB* Röntgenmyndin af barnaskónum til vinstri sýnir greini- lega aö hann ýtir stórutánni inn að hinum tánum, svo að fóturinn tekur smám saman á sig lögunina á skónum: afleiðingm er skökk stóratá og hnýtt bein. Hin röntgen- myndin sýnir barnsfótinn í skó meö réttri lögun. Hlutverk skóframleiðanda Það er býsna erfitt að finna skó sem er í raun og veru sn;ð- inn eftir lö^un fótarins, svo breiðan að hægt sé að hreyfa í honum tærnar og þar sem stóra- táin fær að standa beint frarrt ,eins og skaparinn hefur ætlað henni. En þegar lög- un fótanna rekst á við tizk- una, þá ber tízkan hærri hlut og við hirðum þá ekki um það, þótt t Výi skórnir eyði- leggi fæturna, enda er sjálf- sagt' ekki nokk- ur leið að fá skó sem brjóta ekki á einhvern hátt í bága við lög- un fótanna. í Danmörku fékk læknir einn skóframleiðanda tii að fram- leiða hjúkrunarkvennaskó sem voru rétt lagaðir frá líffræði- legu sjónarmiði, en -raunin varð sú að enginn vildi nota þá. Einkum er mikilvægt að barnaskórnir séu, með réttri lög- un, þvi að barnsfóturinn er svo mjúkur að hann aflagast auð- veldlega. Tímarnir breytast — og meimimir Framhald af 6. síðu. í fljótu bragði. En þar sem vinir minir við Frjálsa þjóð eiga í hlut og ef til vill er ekki vanþörf að skýra lítil- lega „breytta“ stefnu Sósíal- istaflokksins í launamálum, mun ég svara þessari kveðju fáeinum orðum. Stefna ríkisstjórna Verka- mannaflokksins í Bretlandi eftir striðið í launamálum, sem kölluð var „launafryst- ingarstefnan," miðaði að þvi að halda kaupgjaldi óbreyttu í landinu. Stefna þessi var réttlætt með viðreisnarþörfum landsins. Á síðara kjörtíma- bili stjórna Attlees var stefna þessi harðlega gagnrýnd af vinstri armi Verkamanna- flokksins og kommúnistum sökum þess, að þjóðarfram- leiðslan fór vaxandi, en verð- lag liækkandi. Aukningu þjóð- arframleiðslunnar var vai’ið til vígbúnaðar. Þegar hervæð- ingin var sem mest, mun hafa látið nærri, að sjöundi hver maður í Bretlandi hafi bein- línis eða óbeinlínis unnið að hernaðarstörfúm. — Vinstri menn töldu það rangt, að auk- in afköst í brezkum iðnaði yrðu notuð til að standa straum af herkostnaði og. ný- lendustríðum í stað þess að láta þau standa undir bætt- um lífskjörum almennings. Vegna þessa ágreinings unj hernaðarútgjöld klofnaði stjórn Verkamannaflokksins að lokum, eins og kunnugt er, og fiýtti það fyrir falli hennar. Ástandið hérlendis í at- vinnumálum er gerólíkt því atvinnuástandi, sem var í Bretlandi tvö síðustu stjórn- arár Verkamannaflokksins. •—• Afli fiskiflotans í ár er lítið eitt minni en i fyrra. Og sennilegt er, að þjóðarfram- leiðslan 1957 verði tvö ' minni en 1956. Verðlag er undir eftirliti. íslenzka krónan er ofmetin og erfioleikar á að halda uppi formlegri skrán- ingu hennar, en hitt vitað, að gengisfelling mundi liafa í för með sér skerðingu lífskjara alls almennings. Við þessar aðstæður hefur Sósialista- flokkurinn talið rétt og skylt að mæla ekki með upp- sögn kjarasamninga og kaup- kröfum. Komi það hins vegar í ljós, að launþegar séu orðn- ir afskiptir við skiptingu þjóð- arteknanna,, verður Sósíalista- flokkurinn án efa fyrstur til að mæla með, að launþegar rétti hlut sinn. Reykjavík, 12. okt. 1957. Haraldu’v Jóhannsson. Framfarir Sovét- ríkja í vísindum Framhald af 5. síðu. stjórnina, á að fylgjast með öllum nýjungum á, sviði vísinda og tækni, utan lands sem inn- an, og sjá um að vitneskju um þær sé komið áleiðis. Nefndin á að hafa umsjón með -aliri tækniþróun og henni ef falið að sjá svo um að tækninýjung- ar verði svo fljótt sem unnt er teknar í notkim í atvinnu- lífinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.