Þjóðviljinn - 15.10.1957, Page 12
Fjárskiptchó/fíS nosr yfír suöurhluta Dala-
sýslu, allo Mýrasýslu og hluta af Snœfellsnesi
Mœ&iveiki hefur fundizt í fé á tveim bœjurn í suður-
Dalahólfinu svonefnda, en petta sama „hólf“ ncer einnig
yfir Mýrasýslu alla og hluta af Snœfellsnessýslu.
Verið getur pó að um sýkingarhættu sé pó fyrst og
fremst að rœða á 5 bæjum norðan Haukadalsár.
Á fimmtudaginn var voru
send til rannsóknarstöðvarinn-
ar á Keldum innyfli úr kind
frá Þorbergsstöðum í Dala-
sýslu og kom í ljós að þessi
kind hafði verið með þurra-
mæði. Einnig hafa verið send
til rannsóknar innyfli úr kind
frá næsta bæ við Þorbergs-
staði, Lækjarskógi, og reynd-
ist hún einnig hafa verið með
mæðiveiki.
Sauðfjársjúkdómanefnd liefur
nú fyrirskipað niðurskurð sauð-
fjár á báðum fyrrnefndum bæj-
um; er hann þegar hafinn og
verða innyfli fjársins send til
rannsóknar.
í athugxm hvað gera sbuli
Sæmundur Friðriksson for-
maður sauðfjárveikivarna-
nefndar er kominn vestur í
Dali til að rannsaka hvað bezt
muni nú til ráða og mun Guð-
mundur Gíslason læknir fara
vestur í dag. Að athugun
þeirra lokinni mun verða tekin
ákvörðun um hvað gera skuli,
en mikið er í húfi að vel tak-
izt.
40 þús.fjár x hólfinu
Norðan Þorbergsstaða er
Listi róttækra við
Stódentaráðs-
kosningarnar
Sl. sunnudag voru birt nöfn 6
efstu manna á lista róttækra,
sem nú bjóða fram einir eftir
að hafa haft samstöðu með
vinstrisinnuðu flokkunum tvö
undanfarin ár. Birtist listinn
hér í heild:
1. Guðmundur Guðmundsson
stud. med.
2. Guðmundur Georgsson
stud. med.
3. Sigurjón Jóhannsson
stud. oecon.
4. Þorvarður Brynjólfsson
stud. med.
5. Kristinn Kristmundsson
stud. mag.
6. Loftur Guttormsson
stud. philol.
7. Guðrún Helgadóttir
stud. philol.
8. Gylfi Már Guðbex’gsson
stud. philol.
9. Eyvindur Eiríkssou
stud. med. ,
10. Ósltar Halldórsson
stud. mag.
11. Héðinn Jónsson
stud. mod.
12. Kristinn Jónsson
stud. jur.
13. Stefán Sigurmundsson
stud. pharm.
14. Ittgóifur A. Þorkelsson
stud. philol.
15. Guðmundur Péturssoa
stud. med.
16. Ifallfreður Örn Eiríksson
stud. mag. t
17. Hörður Bergmann
stud. mag.
18. Hjölrtur Gunnarssou
stud. mag'.
Framhajd á 2. síðu.
mæðiveikigirðing og liandan
hennar tekur við Dalahólfið
svonefnda, en í því hólfi hafa
fjárskipti tvívegis farið fram.
Hólf það sem Þorbergsstaðir
eru í mun eitt fjárflesta hólf
á landinu, en það nær yfir aíla
suður-Dali, Mýrasýslu alla og
hluta Snæfellsnessýslu að
girðingunni er liggur um Álfta-
fjörð og Efjahrepp. Munu vera
í hólfinu samtals um 40 þús.
fjár.
'>á væri vel sloppið
Ekki ætti að vera ástæða til
að óttast að veikin sé komin
um allt hólfið. Sýkingarhætta
er hinsvegar mjög mikil og
mest á þeim 5 bæjum sem eru
vestan (norðan) Haukadalsár,
Framhald á 2. síðu
Kirsuberjagarðurinn eftir Tsé-
koff frumsýndur n.k. laugardag
Fyrra leikriiið sem Walter Hudd setur á
svið Þjóðleikhússins á þessu starfsári
N.k. laugardagskvöld verður leikritiö KirsuberjagarÖ-
urinn eftir rússneska skáldiö Anton Tsékoff frumsýnt í
Þjóöleikhúsinu. Leikstjóri er Engiendingurinn Walter
Hudd.
Jónas Kristjánsson hefur
þýtt leikritið, en Lothar Grund
málað leiktjöld eftir fyrirsögn
leikstjórans og Pauls Mayo,
ensks leiktjaldamálara. Tónlist-
Walfcer Hudd
in og önnur hljóð, sem flutt
eru á sýningu leikritsins, voru
tekin á segulband í London.
Leikendur eru: Arndís
Björnsdóttir, Guðrún Ásmunds-
dóttir (ung stúlka sem lokið
hefur námi við leikskóla Þjóð-
leikhússins en var við fram-
haldsnám í London á s.l.
vetri, Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir, Indriði Waage, Valur
Gíslason, Baldvin Halldórsson,
Ævar Kvaran, Bessi Bjarna-
son, Herdís Þorvaldsdóttir,
Lárus Pálsson, Benedikt Árna-
son, Hildur Kalman og Jón
Aðils.
Eitfc af mestu leikrita-
skáldumim
Walter Hudd leikstjóri er ís-
lenzkum leikhúsgestum að góðu
kunnur síðan liann setti á svið
■ Forsetalijóiiin
komu Sieim í gær
Forseti íslands, Ásgeir Ás-
geirsson, og forsetafrú I)óra
Þórhallsdóttir konm heim urn
kl. 7 í gærkvöld með flug-
vél Loffcleiða frá Kaupmanna-
liöfn.
Draum á Jónsmessunótt eftir
Shakespeare hér í Þjóðleikhús-
inu um jólin 1955, en sú sýn-
sýning vakti mikla atliygli og
hrifningu. Síðan hefur Hudd
starfað við leikhús í London
og m.a. stjórnað sýningn á
Shakespeare-leikritum við liið
kunna leikhús Old Vic.
Höfundur leikiútsins, Anton
Tsékoff, var sem kunnugt er
eitt mei’kasta leikritaskáldið á
19. öld, f. 1860 d. 1904. Leik-
ritið Kirsuberjagarðurinn var
frumsýnt í Moskva 1904 og
lék þá Stanislavskí eitt af
hlutverkunum, það sem Indriði
Waage fer með hér í Þjóðieik-
húsinu.
Er -blaðamenn ræddu stund-
arkorn við Walter Hudd í gær,
sagðist hann hafa haft mikil
kynni af verkum Tsékoff og
leikið í mörgum þeirra, m.a.
1951 í Þrem systrum sem Leik-
félag Reykjavíkur sýndi hér í
fyrra. Hudd benti á að Tsék-
off hefði verið alger bylting-
armaður á sviði leiklistar á
sínum tíma og skapað nýja
stefnu í leikritum. Hann var
í Rússlandi það sem Henrik
Ibsen var á vestui’löndum.
■'fy
Næsta verkefni Þjóðleikhúss-
ins á þessu starfsári verður
leikrit Peter Ustinovs Roman-
off og Juliett og verður Walt-
er Hudd þar einnig leikstjóri. ■
Þriðjudagur 15. október 1957 — 22. árgangur — 231. tölublað
Fulltrúar 55 þjóða sitja nú stofnþing Alþjóða lcjarnorkustofn-
unarinnar í Vínarborg. Stofnunin á að viima að því að greiða
fyrlr friðsamlegri hagnýtingu kjarnorkunnar. Myndin sýuir
fnlltrúa Islands á kjarnorkuþinginu, þá Péfcur Eggarz sexidi-
ráöiinaut (t.v.) og Magnús Magnússoxi eðlisfræðing.
koma tli kafisms um helgiita — Tveii
bátar sömu stæiðar væntaaiegis síðar
Tveir nýir fiskibátar komu til landsins um helgina.
Annar til Hafnarfjarðar en hinn til Stöövarfjaröar. Þetta
eru stálbátar, um 75 lestir, smíöaöir í Austur-Þýzkalandi.
Báturinn sem kom til Hafnar-
fjarðar heitir Álftanes og' er
Ingólfur Flygenring eigandi
hans. Skipstjóri verður Guð-
mundur Guðmundsson, sem áð-
Ur var skipstjóri á Reykjanes-
inu. Báturinn raim fiska fyrir
frystihús Ingólfs Flygenrings og
er ætlunin að hann fari á rek-
netaveiðar ef afli skyldi glæðast.
Úivarpsumræða
kvold
Fyrsta umræða fjárlaganna
hefst á miðvikudagskvöld (ann-
að kvöld) kl. 8.15, og er útvarps-
umræða samkvæmt þingsköpum.
Flytur fjármálaráðherra þá
framsöguræðu • og fulltrúar
flokkanna taka til rnáls.
„Ekki nauðsyn að auk«
íslendinga é A-band«
Ha
Hér liefur liaft stufcta viðdvöl
Tlieodore Fraucis Green, öld-
ungadeildarmaður á Bandaríkja-
þingi frá Bhode Islaiul og for-
maður utanríkismálanefndar
deildarinnar. Hann ræddi við
blaðameim í gær.
Herra Green, sem nú er af
léttasta skeíði, kominn á tíræð-
isaldur, hefur verið falið það
verkefni að vekja hrifningu,
eins og hann orðaði það, fyrir
starfsemi Atlanzhandalagsins í
aðildarríkjum þess, en á það
þykir slcorta. Hann mun ferð-
azt til allra aðildarríkjanna ut-
an Bandaríkjanna og er ísland
fyrsta landið sem hann kemur
til í Evrópu. Hann mun dvelj-
ast tvo—þrjá daga í hverju
landi og reyna að komast að
því hvað hægt sé að gera.til að
auka áhuga manna á bandalag-
inu.
Hér sagðist hann hafa rætt
við „leiðtoga íslendinga" og
komizt að þxrí að þeir „teldu
enga nauðsyn á sérstökum ráð-
stöfunum til að auka áhugann
á Atlanzbandalaginu á íslandi".
verið.
Báturinn sem kom til Stöðv-
arfjarðar heitir Kambaröst.
Skipstjóri á honum verður Karl
Kristjánsson.
Þetta er þriðji stálbáturinn
af sömu stærð, sem smíðaður
er fyrir íslendinga í Austur-
Þýzkaíandi. Hinn fyrsti þeirra,
Húni fór til Skagastrandar og
kom hann til landpins fyrir
nokkrum vikum.
Væntanlegir eru tveir bátar
enn af sömu stærð, og fer ann-
ar til Sveinseyrar við Tálknafjörð
en lvnn til Suðurnesja.
Skoíié imn um
gga m
Elcki tókst að fá vitneskju um
hverjir þessir „leiðtogar hefðu. 0g umræddum tíma, að gefa sig
S.l. laugardagskvöld var
skotið inu um gluggarúðu á
íbúðarhúsi einu liér í bænurn,
en til ailrar inildi sakaði eng-
an.
Atvik þetta skeði um kl. hálf
tíu i íbúð Jóns Hafsteins tann-
læknis á 3. hæð hússins Brá-
vallagötu 16. I herbergi því
sem skotið lenti voru þá
staddar ung dóttir Jóns og
vinkona hennar. Kom skotgat
á rúðuna en kúlan, 22 cal. riff-
ilkúla, lenti milli loftbita og
lofts og sat þar föst. Þótti
sýnt að kúlunni hefði verið
skotið úr nærliggjandi garði.
Síðdegis í gær var rannsókn-
arlögreglan enn ekki búin að
upplýsa þetta mál og biður
hún því alla þá, sem orðið
hafa varir grunsamlegra
mannaferða á þessum. slóðum
frani.