Þjóðviljinn - 07.12.1957, Síða 1
VILIINN
Munið
iRPPORETTI AÉÍÍUIfflS
, mm i -
Laugardagur 7. desember 1957 — 22. árgangur — 277. tölublað *
Fiiigfiokkar Albýðuflokks og Framsóknar neita
»v ........væma loforðið um brottför hersins
Mjög alvarleg tíðindi haía gerzt í hemámsmálum; þingílokkar Framsóknarílokksins og Alþýðu-
ílokksins hafa hafnað því algerlega að taka upp að nýju samninga við Bandaríkin um brottför hers-
ins, neita þannig enn að framkvæma það loforð sem réð úrslitum um myndun núverandi stjórnar.
Þessir afburðir leggja öllum hernámsandstæðingum þá skyldu á herðar að hefja nýja sókn til þess
að fryggja efndir á hinum marggefnu loforðum þessara flokka um brottför hersins. Það er nú augljóst
að því aðeins verður fyrirheitið um brottför hersins efnt að forustumenn þessara flokka verði knúnir
til þess af nægilega öflugu almenningsáliti; nú verður án taíar að hefja nýja sókn og slaka hvergi
á fyrr en fullnaðarsigur er unninn.
1. nóvember s.l. skrifaði þingflokkur Alþýðubandalags-
ins hinuni stjórnarflokkunum bréf, lýsti yfir því áliti
sínu „að nú sé tími til kominn að hefja þegar samninga
við Bandaríkjastjórn um endurskoðun samningsins frá
1&51 með það fyrir augum aö' herinn hverfi úr landi“
og iagði til að tilkynning um það yrði birt fyrir nóvem-
berlok og þegar yrði sett nefnd, skipuð fulltnium allra
stjórnarflokkanna til samninga við Bandaríkin.
Eftir ítrekun af hálfu Alþýðubandalagsins bámst loks-
ins svör í fyrradag og voru þau algerlega neikvæö. Þmg-
flokkur JFramsóknarflokksins telur það „ekki tímabært“
að taka upp samninga um brottför hemámsliðsins og
Alþýöuflokkurinn „hafnar“ tillögum Alþýðubandalagsms.
Hér ■ fara á eftir bréf Al-
þýðubandalagsins, Framsókn-
arflokksins og Alþýðuflokks-
ins nm hernámsmálin, og er
. nánar vikið að þeim í for-
ustugrein blaðsins í dag.
Bréí Alþýðubandalagsins
„Reykjavík, 1. nóv. 1957
Þegar núverandi ríkisstjóm
var mynduð, var það eitt af
aða.Ilatriðum í stefnuskrá og
samningsgrundvelli ríkis-
stjómarinnar að framfylgja á-
lyktun Alþingis, er gerð var
28. marz 1956, en þar segir,
að íekin skuii upp endurskoð-
un samningsins við Bandarík-
in frá 1951 með það fyrir
augum „að herinn liverfi úr
landi“. „Fáist ekki samkomu-
lag um þessa breytingu, verði
málinu fylgt eftir með upp-
sögn samkv. 7. gr. samnings-
ins".
f nóv. og des. s.l. var því
frestað að hefja sainningana
við Bandaríkin uni brottför
hersins. Lýstu ráðherrar Al-
þýð’ubandalagsins því yfir 6.
des. 1956, að þeir væru sain-
þykkir því, að „frestað yrði
UM NOKKRA MÁNUÐI
samningum þeim, sem ráðgert
var að hefjast skyldu“ 15.
nóv. um brottflutning liersins.
Jafnframt tóku Jicir fram í
yfirlýsingu sinni eftirfarandi,
sem niðurstöðu af röksemdum
þeirra og skilyrðum:
„Munum við samkvæmt
þessu vinna að því, að fljót-
lega verði hafin endurskoðun
vamarsamningsins samkvæmt
ályktnn Alþingis 26. marz
1956 — með það fyrir auguin
að hann fari af landi burt“.
Aðrir ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar og stuðningsflokkar
hennar voru og þeirrar skoð-
unar, að hér væri aðeins um
frest á framkvæmd ályktunar-
innar að ræða, en ályktun Al-
Framhald á 6. síðu.
Herinn burt
Munið fundinn í Gamia bíói á morgun
Fundurinn sem Rithöfundafélag íslands og Félag ís-
lenzkra myndlistarmanna boða til í Gamla bíói, til að'
herða á kröfunni um brottför bandaríska hersins frá
íslandi, en á morgun kl. 2 e.h.
í gær kom út blaðlð Herima
VflSIW
Ræðumenn
á fundinum eru
Gils Guðmundsson rithöfundur,
Guðmundur Böðvarsson skáld,
Jónas Árnason rithöfundur,
Svavar Guðnason llstmálari, í>br-
varður Ömólfsson stud. philol.
og Vilborg Dagbjartsdóttir kenn-
ari les ættjarðarkvæði.
burt, sem listamenn og stúd-
entar gefa út. Hefst það á ávarpi
it'il íslqtizku þjóðariinnar, sem
100 listamenn og stúdentar und-
irrita. Aðrar greinar í blaðinu
eru: Hefjum nýja sókn, eftir
Framhald á 6. síðu.
Skiladagur í
happdrætti
Þjóðviljans }
Sparið okkur vinnu >
og íyrirhöín með [
því að skila strax 1
fyrir selda miða. \
Afgreiðsla happ-
drættisins að Skóla-
vörðustíg 19 verður
opin til kl. 7.
í kvöld. j
Skilið strax
í dag.
Gervitunglsskeyti Bandaríkjamanna
sprakk og eyðilagðist á jörðu niðri
Bandarikfamenn sagSir vera sorgmœddir og au<$mýkfirr
engin ný filraun fyrr en i fyrsfa lagi effir mánuS
Vanguardflugskeyti það sem bera átti fyrsta banda-
ríska gervitunglið frá tilraunastööinni við Cape Canaver-
al í Florida út í geiminn komst aldrei á loft. Klukkan
15.46 í gær eftir íslenzkum tíma var hreyfill fyrsta stigs
þess settur í gang, en í stað þess að lyftast frá jöröu lagð-
ist skeytið á hliöina og sprakk í þúsund mola. Ekkert
manntjón varð, en tvö fyrstu stig skeytisins gereyddust
og ný tilraun til að koma gervitungli á loft frá Banda-
ríkjunum verður ekki gerð fyrsta mánuðinn.
Vanguardflugskeytið hafði nota straujárnið til að jafna
þær“.
í'rslitastundin kl. 15.46
1 fyrrinótt hófst síðasta
endurskoðun á flugskeytinu og
ákveðið var að skjóta því á
loft kl. 15.46 eftir íslenzkum
tíma. Það hafði verið tilkynnt
með nokkrum fyrirvara og um
gervöll Bandaríkin biðu menn
með öndina í hálsinum af eftir-
væntingu.
Nú var stundin komin að
Bandaríkin eignuðust líka sitt
gervitungl, lítið og létt að visu
hafði
verið í skotstöðu siðan um
síðustu helgi.' Hver einasti
hluti þess hafði verið skoðað-
ur aftur og aftur. Nokkrir gall-
ar höfðu komið í ljós, og
varð það ásamt óhagstæðum
veðurskilyrðum til þess að til-
rauninni var frestað hvað eftir
annað. En lítið var þó gert
úr þessum göllum og hlaðafull-
trúi landvarnaráðuneytisins,
Herschel Schooley, henti gaman
að þeim: „Það voru smádældir
í eldflauginni og við urðum að
miðað við sovézku spútnikana
tvo, um 2 kíló að þyngd, en
þeir eru rúm 80 og 500 kíló.
En mjór er mikils vísir — og
þessu gervitungli var ásamt
tveim-þrem öðrum sem á eftir
áttu að koma ætlað það hlut-
verk að ryðja brautina fyrir
annað og stærra tungl, sem
senda á út í geiminn á næsta
ári.
Lyftist ehM frá jörðu
Allt virtist vera klappað og
klárt. Stjómendur tilraunarinn-
ar komu sér fyrir í byrgi úr
járnbentri steinsteypu um 100
metra frá skotturninum, en allt
í kringum tilraunasvæðið var
krökkt af fólki með sjónauka
sem beint var að hinu 72 feta
háa flugskeytis. Og ekki vant-
aði blaðaljósmyndara, kvik-
myndara, sjónvarps- og út-
varpsmenn.
Þáð var þrýst á hnappinn
sem settí hreyfil fyrsta stigs
flugskeytisins i
gang. Logandi
útblásturgasið
þeyttist úr enda
eldfiaugarinnar,
bvo virtist eitt
andartak sem
hún ætlaði að
hefjast á loft,
en í staðinn
hallaðist hún og
steyptist til
jarðar og um
leið varð gífur-
ieg sprenging.
Eldlogar stóðu
I allar áttir og
nikið reykský
Jtt flugskeyta ivirflaðist upp.
Bandaríkjaima á.llt þetta gei-ð-
springur í loftl Lst á nokkrum
sekúndum.
Fjörutíu mínútum síðar var
eldurinn slokknaður. Þá kom í
Framhald á 5. siðu.