Þjóðviljinn - 05.01.1958, Síða 7
Sunnudagur 5. janúar 1958 ÞJÓÐVILJINN (7
Hugðust liía á herstöð en
sjá íram á eymd og volæði
Þungbœr reynsla smáþjóSar I sfrlSi og friSi
I
í mjóddinni á Miðjarðarhaf-
inu milli Sikileyjar cg
Túnis liggur eyjan Malta, 316
ferkílómetra kaiksteinsklettur,
sæbrattur á þrjá vegu en hall-
ar til austurs. Frá Möltu má
ráða yfir siglingum mjlli aust-
ur- og vesturhiuta Miðjarðar-
hafs, og þegar sögur hefjast
var hún ein af nýlendum sigl-
ingaþjóðarinnar Fönikíu-
tnarma. Síðan hafa örlög
Möltu jafnan farið eftir
valdahlutföllum. við Miðjarð-
arhaf, drottnarar hafsins not-
uðu eyvirkið í sína þágu.
Grikkir, Karþa góborgarm erm,
Rómverjar, Vandalir, Aust-
gotar og Serkir réðu eyjunni
hverjir á fætur öðrum um
lengri eða skemmri tíma. Mál
eyjarskeggja ber enn í dag
vott um yfirráðaskeið Serkja,
því að það er blendingur af
arabisku og ítölsku, en Sikil-
eyingar drottnuðu yfir Möltu
frá 1090 til 1530. Þá náðu
Jóhannesarriddarar völdum á
eynni og héldu þeim til 1798,
þegar Napóleon stökkti þeim
í brott. Ekki naut franski her-
ikeisarinn lengi sigursins yfir
hinni úrkynjuðu riddarareglu,
Englendingar náðu Möltu ár-
ið 1800 og innlimuðu hana
formlega í veldi sitt 1814. Síð-
an hefur eyjan verið eimt af
'liornsteinum brezka flota-
veidisins á Miðjarðarhafi.
essa dagana stendur enn
einu sinni styr um Möltu,
®kki þó vegna þess að nýtt
Þliðjarðarhafeveidi geri sig
líklegt til að luifsa hana af
Bretum, heldur vegna þess að
Möltubúar óttast um afkomu
sína vegna breytinga á stefnu
brezku stjómarinnar í flota-
málum. Malta er með þétt-
foýlustu blettuan á hnettinum,
þar búa yfir 300.000 manns,
íiæstum helmingi fleiri en ís-
við brezkar heynaðarfram-
kvæmdir á eyju sinni. Sem
stendur vinna 12.000 þeirra í
skipasmiðastöðvum flotans
einum saman. Aðrir starfa
við herflugvelli og vinna ým-
is þjónustustörf beint og ó-
beint fyrir brezka setuliðið.
Brezka her- og flotastöðin er
og hefur lengi verið undir-
staðan undir afkomu Möltu-
búa.
TT'n fleira hefur fylgt hersetu
Breta á Möltu en laun
fyrir herstöðvavinnu og skot-
E r 1 c n d
t í «S i n d i
silfur brezkra setuliðsmamia
og sjóliða í landgönguleyfi.
Enginn blettur í brezka heims
veldinu varð fyrir annarri
eins eldhríð í heimsstyrjöld-
inni síðari og þessi flug- og
flotastöð um miðbik Miðjarð-
arhafs. Frá því ítalía sagði
Bretum og Frökkum strið á
hendur sumarið 1940 þangað
til brezkar og bandarískar
hersveitir gerðu innrásina á
Sikiley þrem árum síðar, leið
varla sá dagur að ítalskar og
þýzkar flugvélar létu ekki
sprengjum rigna, bæði yfir
hemaðarmannvirki Breta ogý
híbýli Möltubúa, Á þessu
tímabili voru merki um loft-
árásarhættu gefin yfir 2000
sinnum í La Valetta og í 1000
skipti var loftárás gerð á
eyna. Allt að 500 flugvélar
tóku þátt í heitftúðugustu á-
rásunum. Eins og geta má
nærri varð tjón af sprengju-
hríðinni gífurlegt, heil borgar-
hverfi hrundu í rústir og
Ó | 1 t.i •»> --... ■— B
Sprengjum rigair yfir hafnarhverfið í La Valetta í heims-
styrjöktiimi síðari.
lendingar, á eyju sem er ekki
íiema einn 326. hluti af yfir-
borði íslands. Auðlindir frá
náttúrunnar hendi eru engar
mema moldin og sjórinn. Nokk-
tir hluti eyjarskeggja stundar
iandbúnað og1 ifiskveiðar, en
íandrými er lítið og verk-
tækní við búskap og útgerð
lieldur frumstæð. Litil rækt
hefur verið lögð við þessa at-
Vinnuvegi síðan brezki flot-
inn fór að lurfa mikil umsvif
á Möltu. Höfuðborgin, La
Vatetta, var geró að öflugri
ifiotástöð; Möltubúar fengu
tugþúsundum saman vinnu
varla var okkur fjölskylda á
eynni, sem ekki átti um sárt
að binda af völdum loftárás-
anna. Brezka stjómin sæmdi
Möltu heiðursmerki og hét
stuðningi við að reisa borgir
og bæi úr rústum stríðsins.
Eftir að friður komst á voru
störf við brezku herstöðina
enn aðalatvinnuvegur eyjar-
skeggja eins og verið hafði
um langan aldur.
Ibúum eyjar, sem verið hefur
í þjóðbraut um þúsundir
ára og keppikefli hervelda
alla tíð sem sögur ná til, er
máske ekki láandi að þeir
telji herstöðvavinnu sæmileg-
an atvinnuveg og óhætt að
byggja þjóðarbúskap sinn á
henni. Þeim mun óvæntari og
skelfilegri tíðindi voru það
fyrir Möltubúa, þegar brezka
stjórnin tilkynnti að breyttar
aðstæður í heiminum og ný
hemaðartækni hefðu gert her-
stöðina á Möltu gagnslitla og
hún yi-ði því lögð niður að
miklu leyti. Meðal annars boð-
aði flotamálaráðuneytið, að
hætt yrði að reka skipasmíða-
stöð flotans. Þetta voru skelf-
ingartíðindi fyrir Möltubúa,
áfall sem helzt varð jafnað
við sprengiuhríðina á stríðs-
ámnum. Hvað átti að verða
um þá herstöðvarlausa? Þeir
höfðu sett allt s’tt traust á
hemaðarvinnu hjá Bretum,
t>yggt á henni lífeafkomu sína
og tilvem. Hyrfi herstöðya-
vinnan úr sögunni með skjótri
svipan, var ekkert annað en
eymd og volæði framundan
fyrir smáþjóðina á Möltu.
i þriðja og fjórða tug ald-
arinnar vom Bretar öðru
hvom að gefa Möltubúum
stjórnai'skrá en tóku hana
alltaf jafnharðan af þeim aft-
ur, vegna þess að embættis-
mönnum brezka nýlendumála-
ráðuneytisins gazt ekki að
þeim fulltrúum, sem eyjar-
skeggjar völdu sér. Eftir
heimsstyrjöldina siðari fékk
Borgarbúar í La Valetta, höfuðborg Möltu, á gangi um kirkju-
rústir í miðri borginni í hléi milli loftárása. Ailar helz'u op-
inberar byggingar í borginni urðu fyrir sprengjum Þjóðverja
og ítala.
Malta allvíðtæka sjálfetjórn,
og til valda komst Vérka-
mannaflokkur Dom nokkurs
Mintoffs, sem hefur á stefnu-
skrá sinni samruna Möltu við
Bretland í eina ríkisheild.
Þegar kunnugt varð um dauða-
dóm brezku herstjómarinnar
yfir mestum hluta herstöðv-
anna á Möltu, varð Mintoff
það fyrst fyrir að leita eftir
sameiningu við Bretland þeg-
ar í stað. Hann sá engin
sköpuð ráð til að sjá þúsund-
um atvinnulausra herstöðva-
starfsmanna fyrir lifeframfæri
við hagnýt störf heimafyrir.
Brezkur borgararéttur myndi
hinsvegar greiða Möltubúum
leið frá eyju sinni til allra
landa brezka samveldisins og
veita þeim lilutdeild í inn-
flytjendaskammti Breta í
Bandaríkjunum. í fyrstu varð
Mintoff hefur verið með ann-
”-airh. á 10/ síðu
Skáldaþáttur
Ritstjóri: Sveiribjöm Beinteinsson. _
Þorlákur Þórarinsson var
fæddur að Látrum á Látra-
strönd 23. des. 1711. Hann var
af fátæku fólki kominn, en
Hans Scheving klausturhald-
ari á Möðruvöllum tók hann
að sér og kom honum til
mennta.
Nítján ára tók hann stúdents-
próf frá Hólaskóla. Þorlákur
var lengi prestur að Ási í
Hörgárdal, og drukknaði í
Hörgá 1773.
Þorlákur hefur ort margt og
er sumt af því hlutgengur
skáldskapur. Danslilja mun
einna þekktust af kvæðum Þor-
láks, enda er hún gott kvæði:
Við í ltuid,
lund fögrum eina stuud
sátum síð sáðtíð,
sól rann urn hlíð.
Hlé var hlýtt þar;
háar og bláar,
ljósar og grænar
liljurnar. vænar
í laufguðutu skans
þar báru sinn krans,
sem brúðir með glans
búrnir í dans,
doppum dikandi,
blöðrum- blikandi.
blómstur iimaudi
við lyktuðum lands.
Heyrðum söng, list löng
lék um kvistu frjóa.
Við urtastöng andföng
útpiplaði lóa
með spóa
munnmjóa.
Kænt við haiut Kjóa
kváðu gaukar nvóa.
Sungu numar, bungur, brtmnar.
bakaði vöngtmi sumta
við sjóa
ineð tinnar ið fróa.
Fagurt var unt flóa.
formenn voru að róa;
hvit blankaði hafs brúna
heið krúna
iands túna
logu dúna.
Liljum þeim er gióa
nam gróa samþróa,
kvikur són lék um lón,
likur þótti sanitón
við synfón
og sönghörpunið úm ‘ frón,
Ljóði þundar góð hróðug undi
glóða sunda rjóð slóð í iundi,
hróðurs pmtda hljóð dundi.
hlóðu blundi ljóð sprundi,
rjóður stundi, móð' mundi
myndað yndi fljóð.
Þorlákur orti einatt updir
dýrum bragarháttum og hefui’
■verið málhagur maður
Þorlákur mun fyrstur
manna hafa ort vísnaflokk
með hringhendum hætti og
heitir sá flokkur Þagnarmál.
Sagt er að Þorlákur hafi ort
kvæði þetta er nann Var skóla-
piltur á Hólum. Nokkrar vísur
úr f'okki þessum eru þjóð-
kunnar:
Beitir engi treður tún
trassafenginn kauði,
sefur lengi hann og liún;
hirðir enginn sauði. >
Þótt himt artni — það ég
sver —
þiggi varma og fæði,
tóbaksjarmur í honunt -er
eins og harmakvæði. — ‘—
Kvæðasafn Þorláks" - var
prentað á Hólum 1775 og' náði
miklum vinsældum. Safn þetta
var að hálfu sálmar og 'önnur
Ijóð þeim skyld, en að hálfu
vera’dlegur kveðskapur. Þarna
var i rauninni. í fyrsta sinn
gefin út á íslandi ljóðabók
. með veraldlegum kveðskap að
ráði. Þorlákskver kom út aft-
ur 1780 og enn 1836 og 1858.
Nú mun heldur farið að fyrn-
ast yfir ljóðagerð Þorláks Þór-
arinssonar, en þó kann margt
eldra fólk eitthvað eftir hannn.
Og enn munu menn geta ftind-
ið skemmti'egan kveðskap í
Þorlákskveri. Ég vil nefna hér
nokkur kvæði Þorláks: Vita-
slagur, Klausturhjúin á .Möðru-
völlym. Urtv aðskiljanlegt.' vin-
. áítufar í heiminum, Flatéyar-
för. .... • ■■. ■