Þjóðviljinn - 20.04.1958, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.04.1958, Qupperneq 3
ÞJÓÐVILJINN — 11'' <?ö l' Jökulvatn og Sigurjón Rist segir írá mælingastaríinu á öræíunum í vetur Við hættum á föstudaginn í miðjum klíðum spjallinu við Sigurjón Rist vatnamælinga- mann. Spurningin sem Sigur- jón átti þá aðeins ósvarað var þessi: — í hvaða sambandi er þetta vetrarflakk ykkar við allt þetta, sem þú hefur þegar sagt mér um vatnamælingar? — Svarið við því felst í því sem ég hef þegar sagt áður. Sumarrennsli Þjórsár er að mestu þekkt, enda raunar mælt aUt árið niðri í byggð. En hvernig rennslið skiptist milli hinna ýmsu upptökugreina Þjórsár er ekki vitað. — Hversvegna er nauðsyn- legt að þekkja það? — Með því að þekkja vetrar- rennslið í hverri á sem er á vantasviði Þjórsár fæst glögg mynd af rennslinu. Þá sýna þær ' mælingar hve mikiff af vatni, hve margar milljónir tenincs metra, þarf aff geyma til vetr- arins þegar til virkjunar kem ur. Þórisvatn — Hugmyndin, heldur Sig urjón áfram, er að fyrsta virki unin yrði í Þóristungum. Fyrsta stíflan yrði í Þórisósi, en svo heitir áin sem fellur úr Þóris vatni. Næst myndi Kaldakvísl stífluð við Sauðafell og veitt í Þórisvatn. Þá myndi Þjórsá stífluð við Norðlingaöldu og myndaðist þá mikið lón, vatn sem næði inn fyrir Arnarfell hið mikla, eða allt móts við Arnarfellsmúla eystri. Síðast myndi Tungnaá stífluð við vatnaöldur og veitt í Þórisvatn. Annað stærsta vatns landsins — Þá hlyti Þórisvatn að stækka mikið þegar aUar þessar ár sameinuðust í því. — Nei, það myndi ekki stækka mjög mikið, vegna þess hve .hliðarnar að þyí eru bratt- ar, en .það myndi að sjálfsögðu stækka nokkuð. Auk þess má gera ráð fyrir því að hraunið inni af því tæki við nokkru vatnsmagni til geymslu. —Hvað er Þórisvatn stórt? — Það er 70 ferkílómetrar, Aðeins Þingvaljavatn er stærra, en það er 82 fex-km. Við mæld- um Þórisvatn með bergmáls- mæli í sumar. Mesta dýpi þess eru röskir 100 métrar og á stórum svæðum er það 40 m og þar yfir. Þiórsársvæðið -— Var það Þjórsá sem þið lögðúð stund á í Vetur? — Já, Þjórsársvæðið og Hvít- ársvæðið. Á Þjórsársvæðinu kemur ennfrerhur til greina virkjun Fossár. Þar er hægt að sameina nokkrar ár, láta t. d. bæði S'óru-Laxá og Dalsá falla til Fossár. I Fossá fengist mikil virkjun, því fallið er svo mikið, Iláifoss 125 métrar. — Hvað heldurðu að yrði sagt ef þið færuð að virkja Háafoss! — Það yrði alltaf nóg af- gangsvatn yfir sumárið til þess að horfa á. Nú ættu þeir að koma og sjá, hann: rennslið 2 teníngsmetrar og hvergi sést í vatn fyrir klaka! Sumarrennsli — Vetrarrennsli — Já, vetrarmælingarnar og tilgangur þeirra? — Áður hef ég sagt að þær eru nauðsynlegar 111 þess að vita hve mikið vatn þarf að geymast. Vetrarrennslið er svo miklu minna en sumarrennslið. Sumarrennsli Þjórsár í byggð er 514 teningsmetrar á sek. en vetrarrennslið 285 tenm. (tíma- bilið okt.—apr ). Við Norðlinga- öldu er munurinn enn meiri, því í vetur reyndist rennslið ekki nema um 22 tenm., en rétt- ir 200 á sumrin. Vetrarrennslið þar er því ekki nema tíundi hluti af sumarrennsiinu. Rennslið í Tungnaá við Vatna- öldur er til muna jafnara, er um tir ar, hel finna : mæla. Þei !• á hálei þar m að af!a staðþekkin;: ■ Sigurjón áfram, þ e. taði þar sem hægt er t sem ekki hafa komið inn dið myndu reka sig á að eta þeim allt önnur við fangsefni og vandamál en þeir myndu hafa gert sér grein fvrir. Það er eitt. aðalvandamálið að finna árnar! Heil herdeild gæti þá farið yfir Þjórsá án þess að vita af því að á væri undir! Víða þurftum við að grafa gégnum tveggja metra ís og snjó til að komast í vatn. Það er tafsamt. Við leitum uppi stað þar sem árnar falla þröngt, þar mynd- ast oft djúpar, þröngar vakir. Til öryggis er vaður hafður á þeim, sem í vökina fer Með dýnamiti er vökin víkkuð til beggja hliða svo hægt sé að koma straummælinum við og mæla rennslið. — Hvort vilduð þið vera í sporum Sigurjóns og vaða fet fyrir fet yfir jökul- vatnið með mælitækin. — Ljósm. Eberg Elefsen. Erfiðir dagar framundan. Lausamjöllin of djáp. Þjappa þarf slóð fyrir bílinn. nálega 100 tenm. á sumrin og fer niður undir 40 á veturna, þegar minnst er. Þórisós er enn- þá jafnari, 11—18 tenm. allt árið. Hvítá við Hvítárvatn var í marzlok 27 tenm., en á sumrin er hún 50—80 Jökulfallið var aðeins 4,5 tenm. í stað 30—60 og þar yfir á sumrin. Frá nóv. til apríl — Hvenær hófuð þið vetrar- flakkið? — Við byrjuðum í nóvember inni á Kili. Síðan fórum við að Þjórsá. Og 17. des. lenti bíllinn niður um ísinn á Tungnaá • stóð þar upp á endann í tveggja metra djúpu vatni. — Hvað gerðuð þið af ykkur? — Við byggðum okkur þriggja herbergja íbúð úr snjó — gleymdum raunar að telja hana fram til skatts! — Þá kom sér vel að ná talstöðvasambandi við Selfossradíó. Snjóbíllinn „Kraki“ var sendur upp að Svartakróki með krafttalíur, og eftir nokkurt baks tóks að ná „Gusa“ upp, en það átti ekki úr að aka því við fengum á okkur þrjátíu stiga frost með bílinn allan rennandi votan. — Biugguð þið venjulega í snjóhúsum? — Nei, við bjuggum alltaf í bílnum. sváfum þar og elduð- um Reyndum að hafa sem minnsta matsuðu vegna þess að þá fylltist bíllinn af gufu og hélu. — Aldrei í tjáldi? — Nei, en við höfðum tjald með okkur til öryggis í síðustu ferðunum. Tves:sria metra ís — Við höfum eytt óskapleg- Fvrst er að sprengia hengjur — Hvað gerið þið svo þegar þið hafið fundið slika vök? — Við sprengjum ísinn til beggja handa út frá vökinni, svo við komumst að til að mæla rennslið. —• Er það ekki seinlegt? — Ójú. Én það er annað verra.. Þar sem árnar falla þröngt myndast oft miklar snjó- hengjur í bökkunum, og við verðum að byrja á að sprengja þær niður svo þær falli ekki yfir okkur eða steypist niður í vökina þegar við erum þar að mæla. — Þetta hlýtur að vera hættulegt? — Nei, það er ekki hættu- Oft leynist vök niðri í dimmu gili. Þetta er Jökulfallið á Kili. Þarna er svo bratt að fara verður I vað niður að vatninu og upp frá því. legra en hjá manni sem vinnur við háspennulínu. hann tekur bara strauminn af áður en hann fer að vinna. Við sprengjum bara hengjurnar niður áður en við förum að vinna niðri í ánni. Vaslað í ánum í vetrarfrostinu — Hvernig farið þið svo að mæla þegar þið hafið sprengt ísinn? — Þá setjum við stállínu yfir ána. A henni eru lengdarmerki. Þvínæst er vaðið yfir ána með- fram hnunni og straumhraðinn mældur með skrúfu, sem er í líkingu við logg á skipi, en hún er fest á stiku sem jafnframt mælir dýpið Með því að endur- taka slíkar rennslismælingar nokkrum sinnum og þá við mis- munandi vatnsstöður, háar og lágar og vatnsstaðan lesin við hæðarkvarða samtímis, fæst vitneskja um hve mikið vatn rennur í ánni við hverja vatns- hæð. Þá geta síritandi mælarnir tekið við, en þeir mæla hæð vatnsins, skila línuriti yfir vatnshæðina Gröftur, spreng- inear og hleðsla í iökulvatni — Hafið þið marga síritandi mæla? — Við settum upp síritandi mæla í Hvítá við Hvítárvatn, Tungnaá við Vatnaöldur, Köldukvísl við Sauðafell og Þórisós. Raunar er aðeins kom- inn mælir við Þórisós, því á hinum stöðunum settum við að- eins undirs*öður undir mælana, — mælarnir sjálfir eru ókomnir til landsins, — það hefur staðið á yfirfærsluleyfi. — Hvað kostar mælirinn og hvað þurfið þið marga? — Mælitækið kostar um 10 þúsund kr. hvert og við þyrft- um 10 á svæði Þjórsár og Hvít- ár, — það jafngildir verði eins lúxusbíls. — Hversvegna gerðuð þið þetta í vetur? — Við urðum að gera þetta í vetur vegna þess að við verðum að koma botnstykki mælanna (þrónni) niður- fyrir neðstu vatnsstöðu, en vatnið í jökul- ánum er miklu hærra á sumrin en vetrin; þess vegna varð að vinna þetta verk að vetrarlagi. Ekki-má gleyma öðrum lands- hlutum. Þar þarf einnig sírit- andi mæia, og standa nú tóm mælabúr á nokkrum stöðum og bíða eftir tækjunúm. — Þið hafið þá alls ekki verið að leika ykkur né Öfundsverðir. Var þetta ekki illt verk í vetr- arfrostum? — Við urðum að vinna við sprengingar og hleðslu niðri í jökulvatninu svo það er náttúr- lega ekki hægt að segja að það hafi verið hlýlegt. Þurfum heilbeltabíl — Þið hafið þá þurft að flytja mikið með ykkur? — Já, við urðum að flytja mikið af timbri, járni, sprengi- efni og al’skonar verkfærum. — Hvernig reyndist snjóbíll- inn? — Á harðfenni og jökulhjarni er ekki hægt að hugsa sér betra farartæki, finnst varla þýðari bíll, er ennfremur fljótari en að sumrinu En gamanið fer af þegar kemur lausasnjór og troða verður braut fyrir hann. Þá miðar ekki langt áfram. I lausasnjó er mótstaða skíðanna svo mikil að hann sekkur og situr fastur. Við þurfum að fá heilbeltabíl sem treður undir sig snjóinn. Við þurfum að fara víðar, — mæla Blöndu, Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöllum. Og þess- ar mælingar þarf að endurtaka á hverju ári. Það þarf að fara a. m. k tvær eftirlistferðir á vetri milli mælistöðvanna. Brú á Tungnaá — Hvað segir þú um brúar- hugmyndir uppi á hálendinu, hvað telur þú bezt að gera? — Tungnaá sýndi það í vetur að hún er illur farartálmi: auð fyrir neðan Svartakrók. Þar uppfrá var ís, orðinn tveggja metra þykkur um miðjan febr. Fyrir neðan Hófsvað eru straumköst en auk þess rennur í hana hndavatn úr Veiðivötn- um og fyrir neðan Hófsvað- rennur 5 stiga heitt vatn í hana út úr hrauninu. Það ætti að byggja brú á Tungnaá yfir í Þóristungur. Það er þýðingarmest vegna fyr- irhugaðrar virkjunar þar. Auk þess opnaðist ferðamönnum þá allt hið mikla svæði milli Tungnaár og Köldukvíslar, sem hefur að mestu verið lokað til þessa. Síðan yrði Kaldakvísl brúuð og koma þá nokkrir stað- ir til greina. Finnum ekki fvrir kulda — Var mikill snjór á hálend- inu í vetur? — Hann er vel í meðaliagi. — Sáuð þið nokkuð lifandi? — Refaslóðir voru alstaðar. Mestar meðfram vötnum, hvar sem var auður blettur. Það er nokkuð um rjúpu, þó ekki efst, en snjótittlingar eru al- staðar inni um öll öræfi. — Og á hverju lifa þeir þar? — Melgrasið stendur víða upp úr snjónum, og þar sem það er hafa snjótittlingarnir góðan forða. — Var mikið frost? — í desember komst frostið upp í 30 stig, en mesta frost Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.